Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ þJÓÐVILJANS 13 5 8 (39 Eafael Trujillo. stnþjofuntin sei mð r Truiillos verið myrtir, bæði I Santo Domingo og í öðrum lönd-: um. Árið 1952 var maður að nafni Andres Requena myrtur í stigagöngum í East Side í NeW York. Hann hafði flúið frS Santo Domingo til New Yorkr, þar sem hann gaf út blað og) gagnrýndi harðlega stjórn Truj-: illos. Lögreglan fékk ótvíræðff, bendingu um það, hverjir áttií sök á morðinu. Ástæðan vaj" blaðagrein eftir Requena, sem enn hafði ekki verið birt. Grein' in var viðtal við þáverandi rasð'' ismann Santo Domingos í NeW York, Felix Bernadino. í sam- talinu er frá þvi skýrt, að Bcrna*; dino hafi hótað Requena því, at; Dag einn í desémbermánuði árið 1492 gekk hinn frægi land- könnuður Kólumbus á land á eynni Haiti undan ströndum Mið-Ameríku. Honum fannst þessi sólríka pálmaey svo unaðs- leg að hann ákvað að láta grafa lík sitt þar, er hann hefði kvatt lífið. Kólumbus dó á Spáni og það var ekki fyrr en heilum mannsaldri síðar að jarðneskar leyfar hans voru fluttar til Haiti. Þeim var komið fyrir í dómkirkjunni í borginni Santo Domingo, sem Spánverjar höfðu reist. Santo Domingo er nú höfuð- borg lýðveldis, er ber sama nafn og nær yfir austurhluta Haiti. Síðustu 28 árin hefur þessu lýð- veldi verið stjórnað af einræðis- herra, Rafael Trujillo hershöfð- ingja. Einvaldurinn hefur látið koma leifum af föður sínum fyrir við hliðina á Kólumbusi, enda þótt faðirinn hafi ekki á neinn hátt vakið á sér athygli nema fyrir það að vera faðir Trujillos. skemmtigarð í höfuðið á elzta syni sínum, sem hann auk þess útnefndi yfirhershöfðingja í her landsins þegar hann var sjö ára gamall. Þá hefur hann skipað bróður sinn, Hector, forseta landsins. Sjálfur er hann ekki lengur bara hershöfðingi, heldur generalissimus — æðstur allra hershöfðingja, og það er hann, sem hefur öll völdin i hendi sér. Hann gerir sér allt far um að láta ltalla sig „el jefe“ (foringj- inn) eða „el benefactor", vel- garðarmaðurinn. Hvernig skeði það, að þessi maður varð einvaldur yfir tveim .milljónum manna? Eftir að íbúarnir í Santo Dom- ingo höfðu rekið Spánverja af höndum sér í byrjun 19. aldar, var landið sjálfstætt lýðveldi í nokkra áratugi. En síðan lenti ríkið í miklum efnahagslegum erfiðleikum, og þá tók að halla undan fæti með sjálfstæði þess. Stórbankar Bandaríkjanna náðu tökum á fjármálum hins litla lýðveldis, og Bandaríkja- Auður landsins byggist á sykurreymum. H Skýrði höfuðborgina í höfuðið á sjálfum sér Ferðamenn sem koma til þessa litla lýðveldis á hinni frjó- sömu hitabeltiseyju, komast skjótlega að því að einvaldur- inn þjáist ekki af minnimáttar- kennd. Hann hefur nefnilega skirt höfuðborgina upp til þess að minna á sjálfan sig og kallar hana Ciudad Trujillo (borgina Trujillo). Víða á húsaþökum er nafn einvaldsins letrað risastór- um bókstöfum, sem eru upplýst- ir með neonljósum og mjög á- berandi í hinni koldimmu hita- beltisnótt. „Dios y Trujillo" stendur sumstaðar, „Guð og Trujillo“. Einnig má sjá þetta slagorð með annarri orðaröð: „Trujillo og Guð“. Á sjúkrahúsi einu í höfuð- borginni stendur letrað: „Truj- illo, velgj örðamaður landsins, gefur þér heilbrigði þína á ný.“ Á byggingu ríkishappdrættisins er stór mynd af einræðisherran- um með textanum: „Svo er snillingi og velgjörðamanni landsins fyrir að þakka, að sér- hver borgari hefur vinnings- möguleika“. Trujilla lét skíra menn tóku síðan alla stjórn á efnahagsmálum Santo Doming- os. @ „Leðurhálsarnir“ ganga á land í fyrri heimsstyrjöldinni gengu Bandaríkjamenn enn lengra. Ríkisstjórn Bandaríkj- anna krafðist þess að fá bein yfirráð yfir lögreglu, her og flota Santo Domingo. Þegar þessu var neitað sendu þeir landgöngulið, hina svokölluðu „leðurhálsa" , til Santo Dom- ingo. Bandaríska landgönguhð- ið steypti stjórn landsins með valdi og leysti þingið upp. Næstu átta ár var landið herset- ið af Bandaríkjamönnum, og bandarískir umboðsmenn stjórn- uðu landinu. Áður en land- gönguliðarnir fóru úr landinu, höfðu bandarískir auðmenn náð öllum mikilvægustu tekjulind- um landsins undir sína stjórn. Á tímum bandarísku herset- unnar var núverandi einvaldur Santo Domingos, Rafael Truj- illo, ungur maður á þrítugsaldri. En hann hafði þá þegar unnið sér til írægðar. Hann stal hest- um og nautpeningi ásamt bróður sínum og átti í stöðugum erjum við lögregluna. Árið 1918 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir svik og falsanir. En bandarisku setuliðsyfirvöld- in gátu notað hann eigi að síður. Skömmu eftir að hann var lát- inn laus, gerðist hann njósnari fyrir bandaríska landgöngulið- ið, sem átti í miklum erfiðleik- um við að halda uppreisnaranda þjóðarinnar og andspyrnuhreyf- ingunni í skefjum. Hópar vopn- aðra skæruliða, sem börðust fyrir frelsi landsins, réðust gegn bandaríska setuliðinu með öll- um ráðum. Bandaríkjamenn mátu njósna- starfsemi Trujillos mikils, og í launaskyni gerðu þeir hann brátt að foringja í lögreglusveit- um þeim, er þeir komu á fót. Nokkrum árum síðar, 1923 er hann var 32 ára gamall, út- nefndu Bandaríkjamenn hann yf irhershöf ðingj a yfir öll- um hernum í Santo Domingo. 1930 komst hann svo endanlega til valda með stuðningi hersins og varð einvaldur. Ei Vélbyssur í réttarsalnum Trujillo notfærði sér forseta- kjör til þess að komast til valda. Hann hafði séð svo um, að stuðningsmenn hans væru í meirihluta í kosninganefndun- um. En hæstiréttur landsins felldi þá úrskurð, að mynda skyldi nýjar heiðarlegar kosninga- nefndir. Þegar lesa átti upp úr- skurðinn í réttarsalnum, var hann troðfullur af fólki. Forseti hæstaréttar stóð upp til þess að kunngera dóminn. Hann lyfti hendinni, sem hélt á dómsskjöl- unum, en skyndilega byrjaði hún að titra og varð maðurinn felmtri sleginn. Aftast í salnum kom í ljós flokkur manna, vopn- aður vélbyssum. Fólk þusti út úr salnum skelfi.ngu lostið, dóm- urunum var rutt úr sætum Dýrasta gleðikona siðan frú Pompadour leið, — 2sa Zsa og Rafael Trujillo yngri. Bein Kristófers Kólumbusar hvíla í dómkirkjunni í höfuðborg Santo Domingos. Þar eru einnig geymdar jarðneskar leifar föður liestaþjófsins. þeirra og dómur hæstaréttar var aldrei lesinn upp. Síðan vann Trujillo forsetakosning- arnar. Það var bandaríska hernámið sem færði Trujillo auð og völd og lyfti honum í sæti æðsta yfir- manns hersins. Annars liefði hann nú sennilega verið tiltölu- lega óþekktur herstaþjófur. Eftir að Trujillo hafði komizt til valda, byrjaði hann að of- sækja mótstöðumenn sína. Hann lét varpa þeim í fangelsi, beita þá pyntingum og taka þá af lífi. Þúsundir þeirra flúðu til útlanda til að forðast ofsóknirn- ar. Margir þræddu hættulega fjallastígi og lcomust yfir landa- mærin til nágrannalýðveldisins Haiti. Þá heimtaði Trujillo að Haiti skilaði sér hinum pólitísku flóttamönnum. Þegar þessu var neitað greip Trujillo til hinna grimmilegustu ofbeldis- og hefn- araðgerða. Fjölmargir innflytjendur frá Haiti bjuggu í Santo Domingo. I októbermánuði 1937 voru þeir gripnir þúsundum saman hvar sem í þá náðist, síðan ráðu her- menn einvaldsins þá saman og drápu þá alla, samkvæmt skip- un frá Trujillo. Flestir voru sall- aðir niður með vélbyssuskot- hríð. Tala liinna myrtu var 15.000—20.000. Bréfið komst ekki til skila Bandarískur prestur, sem dvaldi um þetta leyti í Santo Domingo, fyltist miklum liryll- ingi vegna þessara fjöldamorða. Hann skrifaði systur sinni í Bandaríkjunum bréf um það sem hafði skeð. Bréfið komst ekki til skila, en skömmu síðar fannst prestur þessi dauður, og hafði hann verið skotinn til bana. Síðan hafa fjölmargir af and- stæðingum og gagnrýnendum hann skyldi skotinn „undir hvaða ljósastaur sem væri í New York.“ Meðal fórnardýranna, sem urðu atvinnuglæpamönnum Trujillos í New York að bráð, var maður að nafni Sergio Ben- cosme, sem hafði flúið einræðis- stjórnina í Santo Domingo. n Samúð Eisenhowers Síðan seinni heimsstyrjöld- inni lauk, hefur verið góð sam- búð milli bandarisku ríkisstjórn- arinnar og einræðisherrans á Haiti, þrátt fyrir athafnir leigu- morðingja Trujillos í Bandaríkj- unum. Bandaríkjastjórn hefur veitt honum bæði efnahagsleg- an og siðferðilegan stuðning. Árið 1955 sagði Eisenhower vi5 ambassador Santo Domingos t Bandaríkjunum: „Hinn fastmótaði vilji ríkis- stjórnar yðar til að verja sögu- legar erfðavenjur hins frjálsa heims .... má reikna með. öf 1- ugum stuðningi ríkisstjórnar Bandaríkjanna." í bandarískum blöðum var þeirri spurningu varpað fram, Iivort Eisenhower reiknaði fjöldamorð Trujillos á 15.09® Haiti-búum til „sögulegra erfða- venja hins frjálsa heims.“? Bandaríkjastjórn hefur um langt árabil veitt Trujillo mikla hjálp og skenkt honum gífur- legar fjárfúlgur. 1955 afhenti Bandarikjastjórn Santo Dom- ingo 25 nýtízku orustuþotur. Hið kunna bandaríska viku- blað Time vakti athygli á því, að slík vopnasending til smárík- is myndi gera hernaðarstyrk þess geysilega mikinn í saman- burði við önnur smáriki sem eru á þessum slóðum. Ekki er vafi á því að gróða- sjónarmið ræður miklu ura stuðning Bandaríkjamanna vii$ Framhald á 38. slðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.