Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 38

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 38
38) JÓIABLAÐ ÞJÓÐViLJANS 1958 Hestaþjóf ur.„ Sjálfbyrgingurmn ! Framhald af 15. síðu. Herra Kelada hafði opnað varirnar til hálfs, en tókst að loka þeim áður en nokkurt orð kæmi yfir þær. Hann kafroðn- aði. Það var auðséð, að hann átti í baráttu við sjálfan sig. — Fyrirgefið að mér skyldi skjátlast, — sagði hann. — Þetta er ágæt eftirlíking, en undir eins og ég beindi stækkunargler- inu að þeim, sá ég auðvitað, að þær yoru ekki egta....Já, lík- lega eru þær ekki nema 18 doll- ara virði. Hann tók upp veski sitt og tók upp úr því hundrað dollara seð- il, og fékk Ramsey hann án þess að segja eitt orð. — Gæti þetta ekki orðið yður áminning um að vera varkárari næst, ungi maður, — sagði Ramsey, um leið og hann tók við seðlinum. Eg tók eftir því að hendur herra Kelada skulfu. Þessi saga barst eins og eldur í sinu um allt skipið, og mikið var veslings herra Kelada strítt það kvöld. og margir brandarar fuku af því tilefni að Jierra Sjálíbyrgingi skyldi hafa skjátl- azt. En frú Ramsay fór snemma að hátta, því hún hafði höfuð- verk. Daginn eftir fór ég á fætur og byrjaði að raka mig. Herra Kelada lá í rúmi sínu og var að reykja sígarettu. Þá heyrði ég lágt þrusk, og ég sá að bréfi var stungið inn yfir þröskuld- inn. Eg opnaði dyrnar og leit út. Þar var enginn. Eg tók bréfið upp og sá_ að það var til herra Kelada. Nafnið var skrifað með upphafsstöfum. Eg fékk honum bréfið. — Frá hverjum er það? — Hann opnaði bréfið. •— Nei! Úr umslaginu tók hann, ekk- ert bréf, heldur hundrað doll- araseðilinn. Hann leit á mig, og aftur sá ég hann roðna. Hann reif umslagið í tætlur og fékk mér þær. — Viljið þér gera svo að henda þessu út um gluggann? Eg gerði eins og hann bað mig, og leit aftur á hann bros- gndi. — Engum þykir gott að vera sér til skammar — sagði hann. — Voru perlurnar egta? — Ef ég ætti laglega konu, mundi ég ekki láta hana vera einsamla í New York í heilt ár, meðan ég væri á Kúbu, — sagði hann. Þá fór mér allt í einu að geðj- ast betur að herra Kelada. Hann tók upp veski sitt og lagði hundraðdollaraseðilinn kyrfilega niður í það. Málfríður Einarsdóttir þýddi. Framhald af 35. síðu. Trujillo. Santo Domingo er eitt þeirra ríkja í Mið- og Suður- Ameríku, þar sem bandarískum auðmönnum er leyft að sópa til sín skefjalausum gróða. Banda- rískir auðjöfrar eiga fyrirtæki í landinu sem að verðmæti nema yfir 150 milljónir dollara. Syk- urframleiðslan er mikilvægasta framleiðslugrein landsins, en tveir bandarískir auðhringar drottna yfir tveim þriðju hlut- um hennar. Stjórn Trujillos hefur bannað öll verkalýðsfélög. Með þessu móti er hægt að halda kaupi verkamanna mjög lágu þar sem samtakamáttur verkamanna er lamaður. Hinir bandarísku at- vinnurekendur í landinu kunna að sjálfsögðu að meta stefnu einræðisherrans á þessu sviði. ggj Hann vissi hvað var í hættu 12 márz 1956 var enn einn glæp- ur sem bar stimpil Trujillos, framinn í New York. Spænski prófessorinn Jesus de Galindez, sem hafði setzt að í New York, hvarf skyndilega þar í borginni. Hann var ákveðinn andstæðing- ur stjórnar Trujillos. Eftir- grennslanir lögreglunnar gera kleyft að fylgjast í stórum drátt- um með því, hvernig þetta skeði. Prófessorinn var á leið heim til sín frá Columbía-háskólan- um, þegar honum var rænt og hann sennilega sviptur meðvit- und með deyfilyfjum. Síðan var honum ekið í bifreið út á fáfar- inn flugvöll á eynni Long Is- land fyrir utan New York. Lítil flugvél, sem hafði sérstakar bensínbirgðir til langflugs, flaug þaðan suður á bóginn með próf- essorinn um borð. Flugvélin hafði stutta viðdvöl á flugvelli í Florida til að taka benzín. Síð- an var ferðinni heldið áfram yfir hafið til Monte-Cristi-flug- vallarins á norðurströnd Santo Domingos og þar var Galindez tekinn úr flugvélinni. Eftir öllum líkum að dæma, var hann myrtur í Santo Dom- ingo. Bandaríski flugmaðurinn Ger- ald L. Murphy, sem flaug vél- inni, sagði nokkrum vinum sín- um og vinkonu sinni, að hann hefði haft Galindez um borð í flugvélinni. Skömmu síðar var Murphy myrtur í Santo Dom- ingað svo að hann gat ekki vitn- að lengur. Maðurinn sem myrti hann framdi síðar sjálfsmorð í fangelsi, sögðu yfirvöldin í Santo Domingo, þegar þau voru innt eftir manninum. Þar með var enn einu vitninu færra. Hversvegna lagði nú Trujillo svo mikla áherzlu á að ryðja Jesus de Galindez úr vegi? Það var vitað að prófessorinn var að vinna að því að skrifa bók um Trujillo og stjórn hans. Hann hafði dvalið í nokkur ár í Santo Domingo. Galindez var vanur að segja, að hann hefði lofað þjóðinni í Santo Domingo að koma til fundar við hana á frelsisdegi hennar. Hann lifði ekki þann dag. Þessi hugrakki maður vissi að hann tefldi djarft. í bústað 'hans fann iögreglan bréfmiða, sem á var ritað: „Ef ég hverf, er hinna ábyrgu að leita í Santo Domingo.“ Lögreglunni hefur ekki tek- izt að upplýsa málið að fullu. Galendez er enn skráður „horf- inn“ í skýrslum lögreglunnar í New York. Enn enda þótt Galindez sé sennilega ekki lengur í tölu lif- enda, þá hljómar rödd hans enn- þá. Þrem mánuðum eftir hvarf hans kom bók hans um Trujiilo út í Chile. Bókin lýsir ábyrgð á hendur einræðisherranum fyrir 140 pólitísk morð. Fyrstu vikuna eftir að bókin kom út seldust 8000 eintök af henni í Santiago, og útgáfufyrirtækið fékk 20000 pantanir á bókinni frá Argent- ínu, Kólumbíu, Perú, Venezuela og öðrum löndum Suður-Ame- ríku. A fjórum vikum voru gefnar út sex prentanir af bók- inni. ■ Pels handa Zsa Zsa Gabor Bandaríkjaþing hefur jafnan veitt Trujillo efnahagslega og hernaðarlega hjálp samkvæmt tillögum bandarísku stjórnarinn- ar. A þessu ári heyrðist samt rödd í þingsalnum, sem mót- mælti aðstoðinni til einræðis- herrans, — en ekki vegna þess að hann er blóðugur harðstjóri, — ekki vegna þess að hann á- lítur götur New Yorkborgar sem sitt einka-glæpaathafnasvæði, heldur vegna þess að sonur Trujillos sóar gífurlegum fjár- fúlgum í fríðar leikkonur I Hollywood. Rafael Trujillo yngri, sem einnig er nefndur Ramfis, hefur undanfarið verið í Bandaríkj- unum. Hann heiðraði leikkonuna Kim Novak með því að gefa henni lúxusbifreið sem kostaði 8500 dollara og auk þess skaut hann annarri bifreið að Zsa Zsa Gabor fyrir 5500 dollara á* samt pels fyrir 17000 dollara. Þetta var ástæðan fyrir því að þingmaðurinn Wayne Morse gagnrýndi hjálp Bandaríkjanna við Trujillo, sem meðal annars var notuð til þess að kosta gengdarlaust kvennafar sonar harðstjórans. Morse sagði uin Trujillo yngri: „Ef hann helaur áfram að gamna sér með Zsa Zsa Gabor, sem greinilega er dýrust í rekstri allra léttúðarkvenda síð- an Madame de Pompadour leið, á þennan hátt, þá fer ekki milli mála, að faðir hans verður að senda honum meiri vasapen- inga.“ En þjóðþing Bandaríkjanna samþykkti samt sem áður að ^enda einræðisherranum í Santo Domingo óskerta aðstoð. Bezti iólamaturinn fœst hjá okkur Til tækifærisgjafa: • ^ úr og klukkur ★ skartgripir ★ borðsilfur ^ listmunir Einnig kventízkuvörur Ávallt í fjölbreyitu úrvali hjá okkur K0RNELÍUS JÓNSS0N, úra og skartgripaverzlun, Skólavörðustíg 8. — Sími 18-5-88 ÚR og LISTMUNÍR, Austurstræti 17. — Sími 19-0-56 GLEÐILEG JÓL Sfáturfélag Suðurlands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.