Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 40
40) JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1958 Skapið heimilinu aukið öryggi Með hinni nýju Heimilis- trj'ggingu vorri höfum vér lagt áherzlu á að tryggja hið almenna heimili gegn sem flestum óhöppum og bjóðum vér í einu og sama tryggingarskírteini fjölda- margar ‘ trý^gmgar fyrir lágmarksiðgjöld. Heimilistrygging er heimillsnauðsyn HEILDVERZLUN Þórodds E. Jónssonar Hafnarstræti 15 — Reykjavík. — Sfmi 11747. Símnefni: ÞÓRODDUR. KAUPIR ÆTÍÐ HÆSTA VERÐI: Skreiö — Garnir — Gærur — Húðir Kálfskinn — Selskinn — Grásleppuhrogn o. fi. Samvinnnufryggingar Sambandshúsinu — Sími 17080. UMEOÐ UM ALLT LAND. Hinn ótíalegi leyndardómur Framhald af 39. síðu. segir hún skuli hugga sig við umhugsunina um laun annars lieims fyrir staðfestu sína. í nóv. 1211 býður Filippus Agústus lar.dgreifanum í Thúr- ingen að eiga dóttur hans: „ef liún er þá ekki allt of ljót“. En páfinn vildi ekki slíta hjóna- bandi hans og Ingibjargar, og segir í bréfi til konungs 1212: „.... skaltu nú að lokum taka saman við Ingibjörgu, sem svo lengi hefur þolað píslarvætti til að hlýðnast hinu heilaga lög- máli hjúskaparins." Ingdbjörg skrifaði páfanum úr fangelsisturninum í Etampes svohljóðandi: „Ég ber ekki kvíð- boga fyrir líkama mínum, held- ur sál minni. Ég dey á hverjum degi.“ Og hún biður páfann að ógilda öll nauðungarloforð sín og nauðungareiða. Etienne frá Tournay segir svo um hana: „Þó að hún væri ung að árum, hafði hún hyggindi roskinnar konu.“ Og svo gerðist það árið 1913, 20 árum eftir brúðkaupsnóttina sem enginn skildi, að Filippus Agústus lýsti því yfir í viðurvist biskupa og baróna, að hann ætl- r.ði sér að taka saman við Ingi- björgu konungsdóttur frá Dan- mörku og veita henni öll rétt- indi eiginkonu og drottningar. Þesfei ákvörðun þótt jafn dular- full og hið undarlega fráhvarf á brúðkaupsdaginn. Filippus Ágústus var hálffimmtugur, er þetta gerðist, en það var all hár aldur á þeim öldum, Ingibjörg var 38 ára. í þakklæt- isskyni við forsjónina sendi hún tönn úr hinum heilaga Maelou til kapellunnar í kirkju hans. í 10 ár voru þau síðan sam- vistum án þess að páfanum bær- ist nokkur umkvörtun, né þeim frá jhonum. Þau ár sem hún átti ólifuð, helgaði hún líknarstarf- semi, „sem ber vitni hinni fögru sál hennar, sem enn fegri var en hið fagra andlit hennar“, — svo segir Etienne de Tournay. Mörgum kirkjum gaf hún út- saumaða altarisdúka, sem hún hafði sjálf saumað, og stórfé til klaustra, og hún bað þess oft að sungnar yrðu messur fyrir sál sinni. En þó eru nokkrar líkur til að konunginum hafi ekki þótt verulega vænt um hana, því það sést á arfleiðsluskrá hans, að hann hefur ekki ánafnað henni nema 10 000 pund, en aðals- menn þeir, sem hann hafði lát- ið gera eignir upptækar fyrir, fengu 150 000 pund hver í skaða- bætur. Þegar konungurinn var dáin, lét hún reisa sér höll við Corbeil, í fjögra mílna fjarlægð frá París, og er sá staður ann- álaður fyrir náttúrufegurð. Þar mætast Signa og þverá hennar Esonnes. Þarna lifði hún til ársins 1236, við trúaariðkanir og líknarstarfsemi. Hún var grafin í klausturkirkjunni í Corbeil, og er sú kirkja enn til. Kaupféla Austur-Skagfirðinga Hofsósi óskar öllum viðskiptavinum sínum gleöilegra jóla. Þakkar viðskiptin á líðandi ári. Kaupfélag Áustur-Skagfirðinga Sarnlag skreiðarframleiðenda óskar öllum félagsmönnum og viðskiptavinum Gleðilegra jóla! og farsæls nýárs. T V estur-Húnvetninga Hvammstanga Óskar öllum viöskiptamönnum sínum nær og fjær gleðilegra jóla og allrar hagsældar á komandi ári og þakkar ánægjuleg viðskipti á árinu. sem nú er aö líða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.