Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 39

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ þJÓÐVILJANS 1958 (36 Fjórða ágúst 1193 stóð brúð- kaup hins franska konungs Filippusar Ágústusar og dóttur Valdemars mikla, Ingibjargar. Brúðurin var 18 ára og höfðu þau aldrei sézt fyrr, og urðu að hafa túlk til að geta talað saman. Þessi danska kóngsdótt- ir kunni ekkert í frönsku. Filippus Ágústus var 25 ára. Honum lá svo á að giftast, að brúðkaupið var láttið s'tanda sama dag og Ingibjörg kom. Daginn eftir, en þá var búið að krýna hana drottningu Frakklands, var hann orðinn henni svo fráhverfur, að hann vildi hvorki heyra hana né sjá. Upp úr því hófst svo skilnaðar- mál, sem varð að dæmafáu hneyksli, og hlutust af því milliríkjadeilur og mikil vand- ræði fyrir frönsku þjóðina. Það mætti virðast næsta kyn- legt, að hinn helzti af konung- um í Evrópu skyldi kjósa sér drottningu frá svo fjarlægu og frumstæðu landi, sem Danmörk var. Ekkert stjórnmálasam- band var á milli landanna. Vil- hjálmur ábóti, sem Absalon biskup hafði kvatt til Danmerk- ur, og hafði fyrir stjórnarer- indreka, var franskur. Absalon var „lærður súður í Frans“, og með honum kann að hafa komið til Danmerkur neisti af franskri og evrópskri menningu, en þó tókust engin veruleg menning- arskipti milli landanna. Morðið á Knúti Lávarði sýndi það bezt, hve illa Dönum var við útlend- inga. Og Knútur mikli hafði þótt kunna sig svo illa, þegar hann kom til Róm, að það álit komst á danska þjóð suður í löndum, að hún væri illa siðuð. Ástæðan til þess að Filippus vildi mægjast Danakonungi, var sú, að Danmörk var orðin þó nokkurt herveldi undir stjórn Valdemars mikla og son- ar hans, Knúts sjötta. Filippus Ágústus átti í ófriði við England og hann hélt að unnt yrði að ráðast inn í landið meðan Rík- arður ljónshjarta var fangi í Austurríki, ef Knútur fengist til að veita honum liðsinni með landgöngusveitum sínum og flota. Danakonungur þóttist eiga tilkall til landa í Englandi, svo að álíta mætti, að honum væri frjálst að fara að Englandi ásamt Filippusi, þó að hinn síð- arnefndi hefði að vísu lofað að ráðast ekki á landið meðan Rík- arður væri fjarverandi. En hin franska sendinefnd, sem átti að semja við Knút konung og Absalon um skilmálana fyrir Þessi brúðkaupsnótt verður ævinlega „leyndardómurinn sem enginn skildi". Annálaritari, munkur að nafni Rigord, segir svo: „Kon- ungurinn virtist skyndilega hafa fengið óbeit á hinni ungu, fögru brúði sinni, sem hann áð- ur hafði þráð svo ákaft að gift- ast“. Öllum annálariturum ber saman um að hin unga drotning hafi verið fögur og fríð, sjðsöm HANS SCHERFIG: Enginn veit hvað gerðist nóttina pá í rekkju Frakkakonungs, — en hún dró mikinn dilk á eftir sér. „Hún var björt og grönn, bláeyg, og af augna- ráðinu stafaði töfrandi yndisþokka“, en var hún andiúl eða gekk eitthvað enn verra að henni? Hínn óttalegi leyndardómur og gáfuð, — „hún var björt og grönn, bláeyg, og af augna- ráðinu stafaði töfrandi yndis- þokka“. En daginn eftir brúðkaupið, sáu menn að konunginum „var undarlega brugðið. Hvenær sem honum varð litið á drottning- una, sást að hann skalf, fölnaði og kipptist við. Það var auðséð að hann þurfti að taka á öllu því sem hann átti til, til að sitja kyrr í hásæti sínu meðan krýningarathöfnin fór fram“. Þetta segir Rigord. í Hvidtfeldsannál segir svo: „Því kom fjandinn til leiðar, að konungurinn fékk andstyggð og viðbjóð á henni. Og olli þessu annaðhvort lausung hans eða annar frillulifnaður“. Einn af annálariturunum gizkar á, að frúin hafi verið andfúl, en ann- ar fullyrðii', að hún hafi haft einhvern vaxtargalla, sem ekki bar á, þegar hún var alklædd. Hinn þriðji segir, að konungur- inn hafi orðið þess var, að hún var þegar orðin afmeyjúð, en Suhm neitar því með öllu. Filippus Ágústus heimtaði þegar skilnað, og krafðist þess að dönsku sendimennirnir færu með Ingibjörgu heim til föður hennar. En sendimennirnir hröðuðu brottför sinni allt hvað af tók, og veslings Ingibjörg var lokuð inni í klaustrinu St. Maur, í grennd við París. Þá var skotið á fundi lögfræðinga og presta, sem konungnum voru leiðitamir og stjórnað var af móðurbróður hans, erkibisk- upnum í Reims, og fundur þessi kvað upp þann dóm, að hjú- eða Innocentius páfi þriSji. Eftir mósaíkmynd, Capella Conti Poli, Róm. Innsigli Knúts konungs sjötta (1182—1202). þessari hernaðarhjálp, fékk fullkomna synjun. Hinsvegar lofaði Knútur að láta 10.000 mörk í heimanmund, en sveikst um það og lét aðeins 4000. Ingibjörg fór frá Danmörku með fríðu föruneyti og kom til móts við Filippus í Amiens, og þar var brúðkaupið haldið samdægurs. Af bréfum frá Ingi- björgu, sem enn eru til, má sjá, aö hún hefur staðhæft, að hjúskapurinn hafi verið hald- inn, þessa einu nótt sem tæki- færi gafst,. og að fullyrðingar konungsins um það, að hann hafi ekki getað fengið af sér að snerta við brúði sinni, i hafi verið lognar. brúðkaupsnóttin sem enginn skyldi skapurinn væri ógildur vegna skyldleika brúðhjónanna, en það var hin algengasta skiln- aðarsök á þessum öldum. Raun- ar voru þau ekki skyldari en svo, að engin leið var að banna þeim hjúskap samkvæmt kan- óniskum rétti, og hinir einu meinbaugir, sem fundnir urðu, var mágsemd milli foreldra fyrri konu Filippusar Ágústusar og Eiríks góða. Ingibjörg var viðstödd fund þenna, en skildi ekkert af því sem sagt var. Við erkibiskupinn mælti hún þess- um orðum: „Mala Francia" (Frakkland er vont) og „Roma“, til merkis um að hún vildi biðja páfann ásjár. Lýsing úr sálmabók Ingibjargar sem geymd er í Chantilly í Frakklandi (Davíð konungur). Eftir þetta var hún lokúð inni í Cisoingklaustri, þar sem hún hlaut harkalega meðferð. Klæði sín varð hún að selja til þess að kaupa mat fyrir og í bréfum þakkar hún erkibisk- upnum fyrir ölmusur sem hann hafði sent henni. Þaðan var hún svo flutt í víggirta höll, og hlaut hún þar enn verri með- ferð. Absalon og Vilhjálmur skrif- uðu kirkjuhöfðingjanum í Frakklandi og Coelestin (Köl- estin) páfa og mótmæltu dómn- um og þeim uppspuna, að brúð- hjónin væru skyld, og Absalon lét ættfræðinga semja ættartöl- ur, sem sagnariturum hefur ætíð þótt mesti fengur í. Knútur konungur sendi Vilhjálm ábóta og Andrés Súnason kanzlara alla hina löngu og hættulegu leið til Róm, til þess að árétta þau mótmæli gegn dómnum, sem Knútur konungur hafði sent fyrir hönd systur sinnar. Auk þess hafði hún sjálf snúið umkvörtunum sínum beint til páfans (Vilhjálmur hefur vafa- laust samið það bréf). í því bréfi stendur þetta: „Sam- kvæmt ákvörðun gúðs var ég leidd burt úr húsi föður míns og send til Frakklands, þar sem ég var sett í hásæti. En óvinur mannanna gat ekki unnt mér þessa heiðurs, og mér var fleygt burt eins ög þurrum og visnuðum kvisti“. Það leið alllangur tími áður en hinum dönsku sendimönnum tókst að fá hinn afgamla Coel- estin páfa til að ljá þessu eyra. Vilhjálmur ábóti kvartar um það í bréfi til Knúts konungs, að farareyrir þeirra Absalons sé á þrotum, „en heiður kon- ungs hlýtur að vera meira virði en fé“. Þegar ár var liðið, hófst páfinn loksins handa og skrif- aði erkibiskupnum í Reims harðort bréf, og Filippusi annað nokkru vægara, og segir í því bréfi, að skilnaðurinn sé ógild- ur og ólöglegur, og fær konung- ur stranga áminningu um að láta Ingibjörgu fá fulla upp- reisn. Absalon og Vilhjálmur ’fórui ‘nú burt ffcá Róm, og höfðu í höndum ekki færri en 16 páfabréf. Við Dijon var ráð- izt á þá, öll páfabréfin tekin af þeim, og síðan voru þeir settir í Stranga gæzlu. Að lokum, eftir mikið stapp, voru þeir leystir úr haldi og héldu þeir þá áfram ferð sinni til Parísar, en ekki fékkst Filippus Ágústus til að tala við þá fyrr en að hálfu ári liðnu. Og þá er loksins tókst að kalla saman fund kirkjuhöfðingja, kom það í ljós, að prelátarnir óttuðust konung sinn meira en páfann, svo að hinir dönsku sendimenn hlutu að snúa heim án þess að hafa komið fram máli sínu..Sama ár giftist Filippus Ágústus prins- essu nokkurri, Agnesi frá Mer- an. Enn komu bréf með ströng- um fyrirmælum frá Knúti og Vilhjálmi ábóta til páfans. Ingi- björg skrifaði honum svohljóð- andi: „Óvænt og kveljandi sorg knýr mig til að segja frá raun- um mínum og ausa út beizkum kveinstöfum í yðar postullegu eyru.... Ég neyti matar míns með kvöl og drykkjar míns með tárum....“ Páfinn dó árið 1198. Og ekld var hinn næsti, Innocentius þriðji, fyrr tekinn við, en yfir hann tók að rigna umkvörtun- um og hjálparbeiðnum frá þeim Knúti og Viljhjálmi. Innocentius sendi Frakkakonungi mörg mót- mælabréf, og hótaði að síðustu stórmælum (interdiktum), en það þýddi, að stöðvuð skyldu öll prestsverk um Frakkland þvert og endilangt. 1199 kom bannbréf páfa, og árið 1200 gekk það í gildi. Öllum kirkjum var lokað, öll sakramenti og önnur prestsverk bönnúð, syo að enginn gat gengið í hjóna- band, ekkert barn náði að skír- ast en lík fengu ekki greftrun. Þá lét Filippus Ágústus loks- ins undan. Agnes drottning, sem var barnshafandi, var send burt og dó hún skömmu' síðar í Poissy. Nefnd var skipúð til áð taka upp skilnaðarhaálið. Allt benti til þess að dómurinn yrði Filippusi Ágústusi óhag- stæður, og ekki tjóaði, þó hann staðhæfði, að það væri göldrum að kenna, að hann gæti ekki þýðzt Ingibjörgu. Og svo vissu menn ekki fyrri til, en hann lét sækja Ingibjörgu í fangelsið, og lýsti því síðan yfir, að hann ætlaði að taka saman við hana. Hún var færð í drottningar- skrúða, og sýnd öll virðing sem drottningu hæfir. En allt var þetta með óheilind- um gert. Nefndin hætti störfum, og að því loknu var Ingibjörg sett í turninn aftur. Enn bárust páfanum mótmæli gegn fram- ferði konungs. Knútur konungur dó, og bróðir hans, Valdemar sig- ursæli, komst tli valda, en hon- um virðist ekki hafa verið jafn annt um systur sína og Knúti konungi. Absalon og Vilhjálmur ábóti voru báðir dánir. Ingi- björg barðist nú einsömul fyrir rétti sínum. „Eiginmaður minn ofsækir mig,“ segir hún í bréfi til páfans. — „Hann hefur lok- að mig inni í einmanalegu fang'- elsi. Mér er skammtaður allt of lítill matur. Enginn læknir kem- ur til mín. Aldrei fæ ég að fara í bað .... Ég er hrædd um að missa sjónina og við ýmsa aðra þungbæra sjúkdóma ..." Suhm segir svo í Danmerkursögu sinni: „Ef bréf Ingibjargar hefðu verið jafn fögur og skáld- leg og sorgarbréf Ovidis, hefði hún orðið nafnkenndari en þetta rómverska skáld.“ Páfinn áminnti kovmg um að taka saman við konu sína „og með bænum, messum og ölmusu leitast við að fá þig til í trúnni að halda við hana hjúskapinn“, Þetta reyndi konungur 1207, en sú tilraun heppnaðist ekki, — hann gat með engu móti unn- ið bug á þessari undarlegu and- styggð, sem hann hafði á kon- unni. Árið 1210 áminnir páfinn hann enn í bréfi, um að gera aðra tilraun, en Ingibjörgu hvetur liann til þolinmæði og Framhald á bls. 40,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.