Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 33

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 33
JOLABLAÐ ÞJOÐVILJANS 1958 (33 Höfumður „Clermonts", Róbeit Fulton. smíðaði nothæft og samkeppn- isfært gufuskip, enda þótt hann byggði á reynslu annarra. Það sem kafnað hafði í burðarliðn- um í gamla heiminum vegna þröngsýni og vanafestu sá dags- ins ljós í hinum nýja heimi. Það eru sagðar margar sögur af uppfinningamönnum sem verða að berjast lengi við for- dóma samtímamanna sinna, sinnuleysi þeirra og beinan f jandskap. Saga gufuskipsins og höfundar þess er engin undan- tekning. © Fyrst fór Vélin í Signu, síðan báturinn Fulton hafði fyrst lagt stund á málaralist og eftir myndum sem til eru eftir hann að dæma hefur hann verið mikill miðl- þaðan fljótlega yfir Ermarsund. Pólitíska andrúmsloftið í Frakk- landi var þá hentugra fyrir tæknilegar nýjungar en íhalds- semin í Bretum. Fulton braut heilann um smíði brúa og gröft skurða, tókst að smíða eins kon- ar kafbát sem hann kallaði „Nautilus", og höfundur hins friðsama gufuskips smíðaði einnig tundurskeyti sem reynd- ust vera hin hættulegustu vopn. Öld gufuvélarinnar var þá risin og báðum megin Ermar- sunds voru menn farnir að hugsa um skip sem knúið væri af gufuvél. Fulton varð brátt einn í þeirra hópi, og það leið ekki á löngu áður en honum hafði tekizt að byggja slíkt skip. Það fór þó aldrei sína fyrstu ferð. Nótt eina þegar það lá bundið Lagði penslana á hilfuna — smíiaii í staðinn gufuskip Þó að gufuvélin legði „Clermont" til aflið sem knúði bað áfram, var enn ekki kominn tími til að fella seglin fyrir fult og allt. Dag einn fyrir hálfri annarri öld var einkennilegur farkostur á leið írá New York upp Hud- sonfljótið. Spaðahjólin hvirfl- uðu upp gulleitu vatninu með svo miklum gauragangi að ekk- ert heyrðist til f uglanna á græn- um fljótsbökkunum. Ferðinni var heitið til Albany, um 200 km upp með.fljótinu. Skipinu mið- aði hægt áfram, en þó svo vel, að seglskip sem voru á sömu leið drógust fljótlega aftur úr. Skipverjar á þeim stóðu við borðstokkinn og horfðu á eftir hinum undarlega farkosti og trúðu varla sínum eigin augum. Þykkur, svartur reykur vall upp úr reykháfi skipsins, löngu mjóu röri. Kýr sem voru á beit á bökkum fljótsins tóku viðbragð þegar ófreskjan nálgaðist. Þetta var 17. ágúst árið 1807 .... ! ' ' • Fyrstur — en þó voru aðrir á itmtlan ** Skipið hét „Clermont" eftir áningarstað á leiðinni. Það hefði eins mátt kalla það „gufuskip- ið“, því að það var fyrsta og eina gufuskipið sem lagt hafði upp i siglingu sem eitthvað minnti á seinni ferðir gufuskipa á fösturn siglingaleiðum. Á þil- farinu yíir másandi gufuvélinni stóð smiður skipsins, 42 ára gamall Bandaríkjamaður, Ro- bert Fulton frá Pennsylvaníu, hávaxinrt, fríður maður, með hreina drætti í andlitinu og bæronska lolcka fram á ennið. Og hann var gæddur einstökum hæfileikum. Fulton sem við eigum mikið upp að unna var reyndar ekki sá fyrsti sem lét gufuafl knýja skip, en hann vár sá fyrsti sem ungsmaður í þeirri grein. Hann fylgdi tíðarandanum, málaði myndir af þekktum. kvendum úr sögunni sem hlutu grimmileg örlög. Það er áreiðanlega þakk- arvert að hann skyldi leggja pensla sína á hilluna og snúa sér í þess stað að smíði gufu- skipa. Engin saga er af því að hann hafi dreymt um gufuskip þegar hann var barn að aldri. Og hann tók heldur ekki stefnuna rak- leitt frá fæðingarbæ sínum í Pennsylvaníu niður að fljóts- bakkanum til að smíða skip. Það voru margir krókar á þeirri leið. Hann byx-jaði feril sinn í Fi-akklandi þar sem allt var þá á öði'um enda. 21 árs gamall hafði hann far- ið austur um haf til Lundúna og við bakka Signu, fullbúið í fyrstu reynslufex'ðina, skall á ofsaveður. Stormurinn lamdi hið breiða fljót og þáar öldur börðu skipið við bakkann. Það var meira en veikir viðir þess þoldu. Um miðja nóttina féll gufuvélin með braki miklu nið- ur úr botni skipsins og nokkr- um mínútum síðar var það allt horfið á bólakaf. Fulton var enn í rúminu þegar honum var skýrt frá sigi'i veðurguðanna og ósigri hans sjálfs. Hann þaut á fætur og skundaði niður að fljótinu og vann að því sleitulaust allan daginn að bjarga vélinni. Ævi- söguritarar hans telja að hann hafi þá ofreynt lungu sín sem ekki voru of sterk fyrir. © Talaði hann of mikið? í Englandi hafði ágætur mað- ur að nafni William Symington árið 1801 byggt gufubát, ,,Charl- otte Dumas", og sýnt fram á að hann gat bæði haldið sér á floti og komizt áfram. Auðugur og eðalborinn maður hafði kostað smíðina, en hann mátti sín samt lítils móti þröngsýni og íhalds- semi samtímamannanna. „Chai'lotte Dundas“ fór í'eynsluferðir sínar á Forthfirði og í Clydeskurði. Það hafði það ekki átt að gera, því að eigendur skurðarins og aðrir sem töldu hagsmunum sínum ógnað sögðu að þessi gufuó- fx'eskja væri andstæð eðli nátt- úrunnar og myndi auk þess brátt eyðileggja bakka skurð- arins. „Chai'lotte Dundas“ fór ekki í fleiri ferðii', en lifði þó höfund sinn. Hann dó þrjátíu árum síðai', öllum gleymdur, bit- ur og örsnauður. En það var ekki fyrr en 1867 — 60 ái'um eftir sigur Fultons á Hudson- fljóti — að „Chai'lotte" varð að dúta í lægra haldi fyrir járnkörl- um og öxum. Þegar Fulton fór aftur heim til Ameríku — sennilega árið 1804 — tók hann á sig krók og heimsótti Symington sem hann hafði heyrt talað um í Lundún- um. Symington var þá enn full- ur sjálfstrausts og sagði Ame- ríkumanninum allt af létta um áform sín og reynslu, — sumir landar hans hafa jafnvel álasað honum fyrir að vera of opin- skár. Symington sem hefur sennilega verið elskulegur mað- ur minntist jafnan þessarar heimsóknar keppinauts síns með mikilli ánægju. Þegar Fulton var kominn heim aftur tók hann til óspilltra málanna. Hann tryggði sér með miklum dugnaði stuðning á- hrifamikilla og fjársterkra manna og gekk í félag við kunn- an skipasmið sem hét Charles Browne. í marz 1807 gat hann kunngert með sigurhreim í röddinni: ,,Það er verið að byggja skipið ....“ © Fífidjarfir ofurhwgar Sunnudaginn 10. ágúst — fiór- um árum eftir ófarirnar á Signu —- lagði Fulton frá bryggju í fyrstu reynsluferð gufuskips- ins, sem stakk mjög í stúf við önnur skip með spaðahjól sín (skipsskrúfan var ekki fundin upp fyrr en um 1840) og langan, mjóan reykháf. Skipið var úr ti'é, það leið líka langur tími þar til fyrstu stálskipin komu til sögunnar. Fyi'sta ferðin til Al- bany sjö dögum síðar gekk að óskum. Og síðan hóf „Clermont“ reglubundnar siglingar milli New York og Albany og farþeg- um sem ráðsettir borgarar töldu fyrst vera fífldjarfa ofurhuga fjölgaði brátt. Það þótti bara skemmtileg tilbreytni ef „Cler- mont“ sigldi annan eins forn- aldargi-ip og róðrarbát i kaf. © Aðeins í auglýsingadálkum Það vekur mesta furðu í sam- bandi við þessa fyrstu ferð að hennar var nálega hvergi getið. Bandarískur almenningur virð- ist hafa látið sér í léttu rúmi liggja hvernig hún tækist. Að- eins í einu blaði í Albany, Albany Gazette, var þess getið í byrjun september að skipið væri nú í föstum ferðum. Og þetta gat að lesa í auglýsingu sem Fulton hafið sjálfur sett í blaðið. New York var á þessum tíma bær á stærð við Reykjavík og 80 000 íbúar borgarinnar gátu valið á Milli margra blaða eins og Reykvíkingar í dag, en þeir gátu hvei’gi lesið um þau þáttaskil sem áttu sér stað í siglingasög- unni þegar „Clermont" fór í sína fyrstu ferð. Hins vegar var siglinga þess getið í auglýsing- um. Þetta er kannski ábending um að auglýsingar geti verið fróðlegt lestrarefni. Fulton byggði allmöi'g gufu- skip eftir þetta, og þau urðu stærri og vélar þeirra aflmeiri. Eitt af skipum hans kom jafnvel siglandi upp eftir hinu heilaga Gangesfljóti. Og dauða hans 1815 bar auðvitað að höndum þegar hann var að f ást við gufu- skip. Ilann fékk lungnabólgu kaldan vetrardag þegar eitt af skipum hans varð að lúta í lægra haldi fyrir náttúruöflun- um. Hann varð þá að brjótast í land yfir íshrönglið á Hudson- fljóti og það reið hinum fimm- tuga manni, sem alltaf hafði verið heilsutæpur, að fullu. Vakti litla athygli 1801: „Cliarlotte Dundas“ Symingtons á leið um Clydeskurð. i Hér séíit fyrsta danska gufuskipið, „Caledonia“, sem byggt var i Skotlandi 1815, sama árið og Fulton lézt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.