Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 22
22) JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1958 Björn Th. Björnsson: aðimmt* sem iann Tréjnfoorg Fátt kemur verr við hjartað í íslendingum en þegar rengd er sannfræði gamalla sagna. Ég hef séð syrta yfir andliti gam- als bónda norður í Víðidal, þeg- ar ungur angurgapi hélt því fram í hvatvísi, að sagan um vörnina í Borgarvirki væri lík- lesa upnsnuni tómur. Kynslóð af kynslóð hefur haldið trúan vörð um örnefnin, þessar perl- ur í skikkjufaldi íslenzkrar sögu, og svo hefur þjóðsagan spunnið glitþræðina í gisna upoistöðu gamalla bóka. Sérhver ferðalangur, sem heldur út Snæfellsnes, rennir leitandi augum upp eftir Fagra- skógarfjalli, — þarna, já ein- mitt þarna er Grettisbæli. Og haldi maður út Grímsnesið, að Skálholti, er stanzað við kol- ‘ græna, botnlausa iðuna, þar sem loftbólurnar sungu sálumessuna yfir Jóni Gernekssvni. Maður tyl’ir sér á Stöðulholtinu fyrir austan túngarðinn í Skálholti, og það er ekki laust við að hugtrrinn sjái enn marka fyrir tjaldstæðum Jóns Arasonar. Þannig má fara um allt ís- land, það má strjúka lófanum yfir staði þúsund ára sögu, — hver kotbær geymir sinn skerf þessa þjóðarfróðíeiks, já, og ávaxtar hann stundum; annars væri sagan ekki til. En allt er þetta næsta óhlut- lægt, á mótum þjóðsögu og draums. Það standa engar ris- háar menjar, engin hús og engar hallir, — jafnvel aumasta garð- brot finnst okkur ífndursamleg geymd. Sannfræði þessara sa.gná verður s.jaldnast véfengd. Og þeir sem ráðast í það verk, með kalda stjörnu vísindanna að vegarljósi, eru þar engir aufúsugestir. Fátæktin hefur sett skáldskap ofar veruleika í huga þjóðarinnar, — hann er sú heita æð, sem gaf henni þolgæðið um þúsund vetur. Víða eru gersemar í jörðu. Sízt er að undra, þótt fátæk þjóð eigi sér marga söguna um fólginn fjársjóð. Varla mun það byggðarlag á laryJinu, þar sem ékki eru geymdar gersemar í jörðunni, sem keypt gætu gæði heims, ef þau aðeins yrðu höndl- uð. Margir kannast við Fagra- hól við Stykkishólm, þar sem auðævi hins forna Helgafells- klausturs eru grafin, gullkist- una við Vatnsfjörð vestur, Ragnhoiðarhaug á Stóruborg, Brúsahaug í Vatnsdal, Helguhól á Grund í Eyjafirði, þar sem Grundar-Helga lét haugsetja sig með ærnu fé, gullkistur Egils á Mosfelli, fé Skallagríms í Krumskeldu og þannig sveit úr sveit. Það er gullþúfa á Narfa- stöðum í Melasveit, kistan með gersemum Þórdísar spákonu er í Spákonufelli, og meira að segja lykillinn í skránni, og enn stendur gullkista Brennu- Flosa ósnert í Flosahelli und- ir Þrihyrning. Þetta var bankainnstæða þjóðarinnar. Það var þó alltaf betra að vita af peningunum, þótt þeir væru ekki teknir út. En hvernig færi, ef einhver gárungur, sem ekki kynni með svo dýrmæta inneign að fara, tæki sér reku í hönd samkvæmt því fornhveðna, að betri sé einn sauður í húsi en tveir á fjalli? Ef einhvern fýsti nú að vega þetta Fróðamjöl í hendi sinni, í stað þess að harka af sér fátækt- ina og lofa því að gleymast komandi tímum. Hvað þá? Einnig hér kunni þjóðin sín ráð. Eins og gætinn bóndi sefur brand og slá fyrir dýrustu muni sína, þannig smíðaði þjóðsagan þann lás, sem enn he' ur ekki brugðizt. Stingir þú reku í Fagrahól, stendur sjálfur Helga- fellsstaður óðar í björtu báli. Hróflir þú ' við Helguhól, leika. eldtungurnar um Grundar- kirkju. Stundum gengur sjór yfir landið, stundum þeysa her- flokkar um sveitina, vígagrá- inu. Keinrich var vart átta ára, þegar mátti sjá hann fara með rekuna sína út þorpsgöturnar, út í skóginn eða ásana, þar sem hamingjan gat beðið hans við hvert leiti. En hún virtist ekki ætla á fund hans að sinni, og brátt snerist hugur hans í aðra átt. P Að finna Trójuborg. Eins og íslenzkir unglingar námu fornsögurnar af munni feðra sinna, lifðu afrek Gunn- ars og útlegð Grettis í litríkum dagdraumuin, þannig. hiýddi Heinrich á föður sinn, þegar hann las honum kviður Hóm- ers. Persónurnar urðu honum lifandi veruleiki, allt að því Það væri nú líldegt að ætla, að svo umsvifamikill kaupsýslu- maður som stendur í sjálfu brimróti landnámsára Ameríku, ætti ýmislegt nærtækara fyrir höndum en að sökkva sér niður í æskudraumóra sína um týndar heimsborgir grískrar forneskju. En það er einmitt þar sem furðusaga Heinrichs Schlie- manns hefst. E Leitin byrjar Þvert ofan í heilbrigða skyn- semi, að því er virðist, tekur hann sig upp, 46 ára gamall, og heldur til Grikklands, staðráð- inn í þvi að finna Trójuborg hina fornu. Hann sezt að í Aþenu, kvænist grískri stúlku og undirbýr ferð sína yfir á strönd Litlu-Asíu við Eyjahaf. Schliemann var langt frá því eini maðurinn, sem stóð hugur til Trójuborgar. Fornfræðingar margra landa höfðu árum saman verið við uppgrefti í Litlu-Asíu, en ekkert fundið, sem varpaði verulegu Ijósi yfir sannfræði Hómerskvæða. Og allra sízt höfðu þeir fundið sjálfa Tróju- borg. Almennt álit var orðið það, að allar frásagnir um þessa ríku borg værui skáldskapur tómur, eins og flest annað í kviðum Hómers. Studdist þetta sterkum rökum, að því er virt- . H . ' - *’ Trójuborg. Borgarmúr úr VI. borg sem aftur var notaður í VII. borg, en úr henni eru húsarúst- irnar ofantil á myndinni. ir; stundum er boðuð feigð, þeim grefur. Þannig hefur þjóðin varðveitt draum sinn, auð sinn, því hún veit að hann er veruleikanum betri. íslendingar eru ekki eina þjóðin, sem geymir gull í jörðu. Slíkar sögur má finna um allan heim. Munurinn er aðeins sá, að þar hlýtur sá víðast happ sem finnur, en ekki reiði refsi- norna. Eg| Furðuleg saga. Sagan, sem hér verður sögð, er ein sú furðulegasta, sem til er af slíkum gullleitarmanni. Það er sagan um Heinrich Schl- iemann, manninn, sem fann Trójuborg. Svið fyrsta þáttar er þorpið Ankershagen í Þýzka- landi; tíminn um 1830. Heinrich Schliemann var þá barn að aldri, sonur fátæks klerks, sem þóhafði notiðgóðrar menntunar í klassiskum fræð- um, eins og þá var títt. Þorpið Ankershagen lúrði á margri gamalli sögn um fólgið fé. í „skóginum rétt hjá hafði ræn- ingi forðum heygt son sinn ung- an í gullinni vöggu, og á öðrum stað hafði fjársjóði verið sökkt í djúpan hyl. Það lá nærri ung- um dreng með ríkt ímyndunar- afl að leita inn á þessar gömlu slóðir þjóðsögunnar og reyna að höndla eitthvað af dýrmæt- samtíðarmenn; Hektor og Prí- amus og Agamemnon og Helena hin fagra. En þegar hann sagði föður sinum, að hann ætlaði til Trójuborgar, þegar hann yrði stór, fékk' hann það eitt svar að sú borg væri ekki til. Lík- legast væri hún skáldskapur einn, að minnsta kosti vissi eng- inn, hvar hennar væri að leita. En Heinrich gat ekki sætt sig við þetta svar. Hin ríka Tróju- borg Illíónskviðu, hin ramveggj- aða, hin strætabreiða og hin turnsterka, — hún hlaut enn að vera til. Og í huga drengs- ins mótaðist þessi framtíðar- draumur: að finna Trójuborg. En nú komu erfið ár, faðir hans dó og hann hraktist um við ýmisleg störf. Hann gerðist sjómaður, varð skipreika við Holland og loks vikapiltur við mikið verzlunarfyrirtæki í Amsterdam. Fágætt næmi hans á tungumál hækkaði hann þó brátt í sessi. Vegna kunnáttu sinnar í rússnesku var hann gerður deildarstjóri verzlunar- innar í Pétursborg, síðar í Mosk- vu, og nú leið ekki á löngu þar til hann varð einn atkvæða- mesti eigandi þessa umsvifa- mikla verzlunarfyrirtækis. Hann fylgir straumnum 1il Vesturheims, kemur fyrirtæki sínu þar á öruggan kiöl, og rúm- lega íertugur er hann orðinn vellauðugur maður. ist. Hómerskviður fjalla um for- söguöld Grikkja, en þegar þjóð- in kemur fyrst fram í dagsljós sögunnar, er hún fátæk bænda- þjóð á mjög lágu verktækni- stigi. Hvernig gátu þá hinar stórfenglegu lýsingar Hómers á skipaflotum, höllum og auði staðisit? Gdt slík hámenning' hafa liðið algjörlega undir lok? Og *hér var svarið víðast nei- kvætt. Lýsingar Hómers hlutu að verá hugarspuni mikils skálds, Trójuborg hafði aldrei verið til. En einstaka maðtfr þraukaði enn. Það var eitthvað það í lýsingum kvæðanna, svo sterkt og svo heilt og svo nálægt, að það hlaut að eiga sér lifandi fyrirmynd. Jafnvel mikið skáld, sögðu þeir, getur ekki skapað í huga sínum heila menningar- öld, sem aldrei hefur verið til. í þeirri trú héldu þeir áfram hinni þrotlausu leit. Það er eins og Schliemann hafi lítið skipt sér af þessum deilum. Hundruð lærðra bóka höfðu verið skrifaðar um vanda- málið, kenningar verið sóttar og varðar við helztu vísinda- stofnanir álfunnar, háar nafn- bætur veittar. Og enn grófu þeir árangurslaust yfir á strönd Eyjahafs. Það leit því ekki föngulega út, þegar óskólageng- inn kaupsýslumaður hélt yfir sundið í ársbyrjun 1870, til fund- ar við æskudraum sinn, hina turnsterku Trójuborg Hómers. E9 Hin barnslega trú. Þeir fornfræðingar, sem enn unnu að uppgröfíum, héldu sig aðallega við ákveðið þorp, Bun- erbashi, um þriggja stunda gang frá sjó. Staðurinn var valinn vegna þess að þar voru tvær uppsprettulindir, en Hómer seg- ir, að nálægt Tróju séu tvær slíkar lindir, önnur kö’d en hin heit. Eftir nokkra athugun komst Schliemann að því, að lindirnar voru ekki aðeins tvær, heldur 34 og allar jafn kaldar. Þó var þetta ekki aðalástæðan fyrir því að Schliemann sneri baki við staðnum, heldur hin óbilandi, næstum barnslega trú hans á sannleiksgildi Hómers- kvæða. Samkvæmt lýsingum Hómers fara umsátursmennirnir grísku stxmdum til skipa sinna margsiftnis á dag. Trójúborg hlaut því að hafa legið miklu nær sjó en þessi staður. Og um- hverfið fannst honum hvergi sami'ýmast þeim hugmyndum, sem hann hafði gert sér. Ásamt konu sinni hélt Schl- iemann nú norður að strönd- inni og staðnæmdist ekki fyrr en við þoi'p nokkurt, Hissarlik að nafni, sem lá um stundar- gang frá sjó. Og nú fannst Schliemann hann loks kannast við sig. Þorpið stóð á fallegri hæð með flatlendi niður að sjónum en liáan fjallahring að baki. Var þessi hæð ekki einmitt Akrópólis Príamusar konungs, var þetta ekki svið þeirrar ör- lagasögu, sem hafði fyllt vöku hans og draurn? Hér glóði á gamalt öi'nefni, líkt og perlu í dufti, þessi staður hafði verið nefndur Novum Illium, Illía hin nýja. Hví gat nafnið ekki hafa haldizt, — öi’nefnin lifa oft steininum lengur, það þekkti Schliemann norðan úr álfu. Og hann beið ekki boðanna. Leyfi var fengið hjá tyrkneskum yfir- völdum, áhöld útveguð og verkamenn ráðnir. í apríl 1870 var svo hafizt handa. m Komið niður á fast. Það leið ekki á löngu þar til skófla fyrst verkamannsins kom niður á fast. Og nú var grafin út heil borg, sem virtist frá rómverskum tíma. En undir henni voru aði'ir veggir, þykk- ari og traustari, og þar undir enn meir. í einu bréfi sínu skrifar Schliemann: „Ég hef grafið upp rústir halla og hofa, sem eru reist á veggjum enn eldri bygginga. Á fimmtán feta dýpi kom ég niður á sex feta þykka veggi, undursamlega vel gerða. Tæpum átta fetum neðar fann ég, að þessir veggir hvíldu á öðrum, sem voru enn þykkari og traustai’i. Þetta hljóta að vera veggirnir í höll Príamusar eða hofi Mínervu." En hæðin Hissarlik átti mun meira í handraða sínum en kom- ið var á daginn. Lag tók við af lagi, hleðsla af hleðslu, þegar ein borg hafði verið grafin upp tók önnur við. Hér reis maked- ónskur iturn upp úr dökkri moldunni, hér Aþenuhof, hér steinlagt stræti. Það komu upp vopn og leirker og guðamyndir. En sjálfa Trójuborg með gulli og gersemum Príamusar kon- ungs var enn hvergi að sjá. Á þrem árum gróf Schliemann upp níu borgir, hverja niður af annarri, en reyndar á litlu svæði. Sú neðsta var steinald- arbær, svo ekki var dýpra aS leita. Hafði hann þá grafið nið- ur á sextán metra dýpi frá yfirborðinu og fært fornaldar- sögunni í hendur meira og dýr- mætara rannsóknarefni en nokkur annar Sjálfur var Schl- iemann vonsvikinn og þreytt- ur. Hann hafði reyndar fundií

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.