Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3. Oft veröur manni á að halda að minningar um sólarsumur hér uppi á islandi séu helber imyndun, þegar svona viðrar eins og undanfarnar vikur. En svo er farið að grufla beturog alltaf fjölg- ar sólskinsdögunum í huganum. Dagblöðin hafa birt óvenju lítið af borgarlifs- myndum frá i sumar. Hins vegar voru þau full af myndum af ungum og fallegum stúlkum, hálf- berum og jafnvel allsber- um, allt siðastliðið sumar, — en þá skein lika sólin. Blaðamaður og ljósmyndari gengu sig niður i miðbæ höfuð- borgarinnar i rigningunni á föstu- daginn til þess að lita á mannlif i rigningu. Pempíulegir karlmann Mikiö lifandis ósköp geta karl- menn með regnhlifar verið pem- piulegir. Sennifega eru þeir lif- hræddir, myrkfælnir og kvenlegir i háttum i ofanálag. t svona veðri koma margir slikir upp um sig. Ekki eru allir jafn stúrnir yfir rigningunni. t það minnsta þurfa þeir sem verzla með gúmistigvél og regnfatnað ekki að kvarta. Annars er það undarlegt hve regnfatatizkan hefur þróast hægt og i litlu samræmi við hraðfara þróun annarrar klæðatizku. Enn er þorri regnfatnaðar i dökkum litum, jafnvel svörtum; sniðið til- breytingalitið. Kannski er þetta vitleysa i mér. Kaupmennirnir okkar hafa senni- lega aðeins verið að selja upp gamlar birðir, þvi glæsilegar undantekningar eru frá þessu. Túristarnir og rigningin Skyldi ekki túristunum þykja islenzka rigningin falleg? Stybban afturúr blikkbeljunum nær ekki að lyfta sér nægilega mikið til að aö ná vitum manna, og loftið verður svo feiknarlega hreint, og það er einmitt, það sem túristarn- ir koma hingað til að sjá og finna, hvaö sem haldið er um áhuga þeirra fyrir Gullfoss og Geysi, þó hvorugur haldi sjálfsagt aftur af þeim að koma. Meira en annar hver maður er útlenzkur á götunni. svo þeir hafa áreiðanlega mikið meiri áhuga fyrir rigningunni en Islendingar. Sennilega væri bara ráð að aug- lýsa i ferðamannabæklingum, til samræmis við sólarlöndin: — yfir 300 rigningardagar á ári. — Hér er kominn Hof finn. Allt i einu kemur hellirigning. Fólk skýzt á milli húsa, aörir hima i vari og standa af sér skúrina. Ég drif mig inn á Hressó. Þar situr fyrir mér uppgjafa blaðamaður, og fer að segja mér nýjustu fréttir af Hamranes- málinu svonefnda. Hann fræðir mig á þvi, að Bæjarútgerð Hafnar- Með háuni: Stelpurnar, sem Gunnar Steinn elti.og þetta er meðal annars árangurinn. Hoffmann lætur regnið ekkert á sig fá og selur væntanleg verð- mæti undir beruin himni. Itast og tákörfur skolaðar i rigningunni. enda drengirnir annálaðir fyrir árvekni i starfi; löggustrákur á móturhjóli kemur svffandi, ábyrgðartilfinningin alveg að sliga aumingjans drenginn, og auðvitað skrifar hann upp númerið á bilnum. ()g þá kemur eigandinn og vill endilega semja frið, enda löggu- strákur ekki búinn að ljúka við að skrifa kæruna; ég bölva ljós- myndaranum fyrir að hafa stungið mig af, — i hljóði auð- vitað, en þá er hann allt i einu kominn og tekur hverja myndina af annarri af manninum og pólitfinu; samningar takast ekki, enda á pólitiið ekki að sýna neina undan- látssemi við slika brjóta og lög- brjóta; bileigandinn stingur kærunni i vasann, og báðir halda burt, pólitíið og hann. Ljósmyndarinn segist hafa verið aö elta stelpur, og náð myndum af þremur, svo ekki er öll nótt úti með náttúru land- manna þótt rigni, — aftur á móti geispa ég og rölti áfram og velti þvi fyrir mér hvort ég væri enn til i aðelta kvenfólk i rigningu. —úþ. rölti aftur upp á blað, enda orðinn gegndrepa. Uppi á Skólavörðustig hefur bilst jóri lagt bilnum sinum uppi á stéttinni framan við Sparisjóðinn, rétt á meðan hann borgar vixilinn. Pólitiið lætur ekki á sér standa, Rölt um stræti og litið á fólk í miðbænum í rigningu fjarðar hafi átt veð i Hamra- nesinu upp á 5 miljónir og nú rambi útgerðin á barmi gjald- þrots, rétt einu sinni. Þá segir hann mér það, aö drengirnir sem sagt var að hefðu strokið af Hamranesinu fyrir vestan, á Þingeyri minnir hann, hafi alls ekki strokið, heldur hafi þeim veriö sagt að mæta til skips klukkan eitt, komið á bryggjuna kortér fyrir eitt, en þá hafi dall- urinn verið farinn með allt þeirra hafurtask. Þetta hafði skip- stjórinn gert vegna þess, að hann treysti ekki strákunum til að halda kjafti um það sem átti að fara að gerast með dallinn. Ég veit ekkert, frekar en fyrri daginn; hringi samt til forstjóra Bæjarútgerðarinnar, sem segir það ekki satt að þeir hafi átt 5 miljón króna veðtryggingu i Hamranesinu. Meira segist hann ekki mega segja. Hjá fóviöanum i Firðinum fæ ég ekki að heyra lesna nafnaskrá yfir skipverja sem skráðir voru á Hamranesið i leit minni að einum þeirra fjögurra sem skildir voru eftir, þvi verið er að nota skrána i yfir- heyrslum yfir mannskapnum, og mér er sagt að þar liggi hún frammi'sem dómskjal, og pvi geti ég ekki fengið að heyra neitt úr henni fyrr en einhverntima seinna, — kannski. Og enn þá veit ég ekkert. En þetta gerðist eftir að ég var kominn inn úr rigningunni, og þar með er ég búinn að hlaupa út- undan mér og frásögnin öll komin i graut, rétt ein til. Og hér er kominn Hoffmann. Eftir allar upplýsingarnar á Hressó held ég hinn hressasti út, enda hætt að rigna eins mikið og áður, aðeins úði. Á stéttinni til hliðar við Útvegs- bankann situr Pétur Hoffmann með fyrstadagsumslög og minja- peninga á spjaldi á banka- veggnum. Yfir góssið breiðir hann algengustu verju 20. aldarinnar, plastik, svo hann getur selt i hvernig veðri sem vera skal. Hoffmann bendir kúnnum sin- um á hversu mjög vörur hans eigi eftir að vaxa i verði, og þeir slá oft til, og svo er bara að biða i nokkur ár, helzt nokkra áratugi, þá er kannski hægt að fá svo sem helmingi meira fyrir ruslið, ef einhver verður þá enn ofan- moldar á kúlunni. Geðstirðir löggustrákar. Nú er ljósmyndarinp., hann Gunnar Steinn, stunginn af, og ég

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.