Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 1
Sunnudagur 30. júli 1972—37. árgangur — 168 tölublað Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur Kanar fara í austurveg Þeir sem ferðast austur fyrir fjall i sumar hafa undrast það hve algengtþaðer að mæta bifreiðum merktum j og núll, en þannig eru bifreiðir Bandarikjamanna i einkaeign merktar á Keflavikur- velli. Einkum hefur fólk rekist mikið á þessa bila á helztu áningastöðum skemmtiferða- fólks. Nokkuð er um það að þar séu á ferð hermenn i borgaraleg- um klæðum. Hafa þeir verið tfðir gestir á dansleikjum þar eystra og virðast engar útivistareglur virtar úti i dreifbýlinu. Þá eru gististaðir á þessum slóðum sem standa þessum aöilum opnir með fylgdarliði, en að sögn er ekki allt með feldu um vimugjafa sem þessir aðilar hafa með höndum og bjóða á dansleikjum. Kommimistaflokkiir Frakklands: Gagnrýnir réttarhöldin í T ékkóslav aldu PARIS 29/8. Kommúnistaflokkur Frakklands hefur gagnrýnt (með varfærnu inóti þó) hin pólitisku réttarhöld sem nú fara fram i Tékkóslóvakíu. Alls hafa nú 28 manns verið dæmdir i fangelsis- vist siðan réttarhöld þessi hófust þar fyrir 12 dögum. t tilkynningu flokksins segir á þá leið, að það sé að visu rétt, að það beri að refsa mönnum að lög- um sem reyni með ofbeldi og skemmdarverkum að grafa und- an sósialisku samfélagi. En ,,þær upplýsingar sem vér höfum, benda til þess að þessum réttar- höldum sé ekki beint gegn slikum öflum. Þegar um er að ræða póli- tiska eða hugmyndafræðilega andstöðu ber að berjast gegn henni með pólitiskum ráðum” segir i yfirlýsingunni. Franski kommúnistaflokkurinn hefur sýnt mikla varfærni i af- stöðu sinni til Austur-Evrópurikja og fátt eitt sagt fyrr en nú til að andmæla þróun mála i Tékkósló- vakiu siðan innrásin var gerð þar 1968.1 yfirlýsingunni segir einnig, að tékkneskir leiðtogar hafi lofað fulltrúa franska kommúnista- flokksins þvi, að ekki kæmi til fleiri pólitiskra réttarhalda. RÁÐA KAUPMENN FERÐ- UM STRÆTISVAGNA? Bruni í Keflavík Klukkan rúmlega 6 i fyrradag kviknaði i gömlu steinhúsi á Aðal- götu 5 i Keflavik. Slökkviliðið kom þegar á vett- vang, og hafði ráðið niðurlögum eldsins um klukkan hálf átta. Talsvert tjón varð af sóti, reyk og vatni og innanstokksmunir skemmdust mikið og ónýttust. Hvorki er kunnugt um eldsupp- tök, né verðmætamat tjónsins enn sem komið er. Nokkrar umræður hafa orðið um leiðir strætisvagnanna um miðborgina og skýrir forstjóri strætisvagnanna frá þvi i blaða- viðtali, að verið sé að kanna hvort hægt sé að veita strætisvögnum forréttindi hvað akstur snertir á nyrðri helming Laugavegs. Ti'f- gangur breytinganna er sá að veita strætisvögnum viss for- réttindi i umferðinni til að greiða fyrir ferðum þeirra. Umsóknir SVR um þetta hafa verið sendar umferðarnefnd Reykjavikur og Kaupmannasamtökum. Nú er spurt: Hvað kemur það Kaup- mannasamtökunum við að áætlað sé að greiða fyrir ferðum strætis- vagnanna? Væri ekki eðlilegra að senda slikt til Neytendasam- takanna eða eru Kaupmanna- Blaðinu tókst ekki að ná tali af neinum ábyrgum aðila að heims- meistaraeinviginu i skák, áður en það fór i prentun i gær, svo ekki tókst að fá upplýsingar um hvort samningar hafa tekizt um kvik- myndun einvigisins eða ekki. samtökin einhver undirborgar- stjórn sem ræður ákvörðunum borgarstjórnarmeirihlutans, sem eðlilega er háður styrkjum frá kaupmönnum? Blaðið spurði Friörik Ólafsson stórmeistara að þvi hvort hann vissi til að annar hvor keppandinn hefði farið fram á frestun skákar- innar á sunnudag, en Friðrik vissi ekki til þess. Frh. á bls. 15 20 mánudags myndir Háskólabíós kynntar í kvikmyndaþætti Þórhalls Sigurðssonar er i dag sagt frá næslu 20 mánudagsmyndum Háskólabiós og birtar myndir úr nokkrum þeirra. Myndin á forsiðu er af Catherine Dencuve i hlutverki sinu i nýrri mynd Hafmeyjan úr Missisippi eftir Francois Truffaut, sem verður sýnd i lláskólabió á mánudags- sýningu. Níunda skákin tefld í dag í DAG 1 ; Þjóðviljinn i dag er 16 siður og efni: fjölbreytt * Skrif ar Ragnar Arnalds um skátta- málin á 5 siðu á 7 siðu POPTIK — siða Stefáns Valdimars. * á 6 síðu er leiðari um landhelgismálið og þátturinn Stéttin og starfið á 4 síðu Grein um Vietnam og umsag.nir um eyðingastriðið. * Opnan Kvikmyndaþáttur Þórhalls Sigurðssonar um 20 aæstu mánu- dagsmyndir Háskóla- biós. ^4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.