Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. júll 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9. Verk ungu ítöisku leikstjóranna hafa veriö algjörlega afskipt hérlendis. Þaö hlýtur að teljast til stórtiðinda, að Háskólabió hefur keypt nýjustu mynd Bernardo Bertolucci, II Conformista (1970), en ég held að fáar myndir siðari ára hafi fengið jafn magnaðar undirtektir og óhemju lof. M.R. klúbburinn hefur sýnt 2 fyrri myndir hins unga meistara, Fyrir byltinguna (’64) og Félagi (’68). Satyricon Federico Fellinis er önnur italska myndin á þessari sýningarskrá. Japan. „Óður I fölu tunglskini” (1953) eftir Mizoguchi, skipar heiðurssess i sögu japanskra kvikmynda, og þegar timaritið „Sight and Sound” lét gagn- rýnendur hvaðanæva að velja tiu beztu myndir, sem gerðar hafa verið, lenti myndin árið 1962 i 4. sæti og i þvi 9. árið 1972. Myndin reikar yfir landamæri lifs og dauða og ber boð frá heimi þjóð- sagna og munnmæla, heimi þar sem dauðir hlutir gæðast lifi, þar sem skilvitleg tilvera er um leið óraunveruleg, þarsem ekki verð- ur sagt með vissu, hvort áþreifanleg öfl séu að verki eða draumórar. Myndin sýnir fram á fánýti styrjalda: hún er lofsöngur friðar. Yojimboeða Lifvörðurinn (61), ein frægasta „samuraia” -mynd Akira Kurosawa og gamall kunningi hérlendis. Dodeska-den (70), nýjasta mynd Kurusawa, hin fyrsta i fimm ár, og eina litmynd hans. 4. Leo the Last, Marceilo Mastroianni i aðalhlutverkinu. Bretland. Tvær verðlaunamýndir: Leo the Last, John Boorman < ’70). Thc (ío-Between, Joseph Losey (’71), hlaut gullpálmann i Cannes '71. Sviþjóö Passion.Ingmar Bergman 1969. Loksins Bergmans-mynd á næsta leiti, en enn vantar Skömmina og Snertinguna. Utvandrarna, Jan Troell 1970. Myndin hefur slegið öll aðsóknarmet i Sviþjóð og ætti að vera afar forvitnileg okkur Islendingum þar sem hún fjallar um harða lifsbaráttu sænskra innflytjenda i Vesturheimi á sama tima og mestu fólks- flutningarnir héðan áttu sér stað. Bióið hefur sýnt allmargar nýrri kvikmynda Svia, og hafa þær undantekningalaust verið mjög góðar. Vonandi verða þær fleiri, þvi af nógu er aö taka. Þá er ógetið nýrrar myndar eftir Brasiliumanninn Glauber Kocha, „Ljónið ineð höfuðin sjö”, gerð i Frakklandi 1970, en áöur hefur bióið sýnt Antonio das Mortes. „Fylgzt vel með lcstunum”, eftir Tékkann Jiri Menzel (66). Hlaut Oscarsverðlaunin sem bezta erlenda myndin i Banda- rikjunum 1968. Og að lokum Oktober Sergci Eisensteins. Alls 20 kvikmyndir. Þ.S. 1. Matteusarguöspjallið, frumsýning i Háskólabíói á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.