Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. jtíli 1972'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL Og það skelfilega var, sagði verkstjórinn, að konurnar klöppuðu og hrópuðu húrra fyrir henni, rétt eins og þær væru henni sammála. Svona var kvenfólkið, það hafði enga tilfinningu fyrir þróun og framförum. Svo tók hann hana til bæna einn daginn. Hún var að glugga i spjaldskrána, röð eftir röð af spjöldum, sem hvert um sig táknaði konu úr Kvenna- flokknum: þau stóðu teinrétt hvert við annað eins og hermenn á göngu og honum varð næstum óglatt af vonleysi og viðbjóöi. —Laura, hvað er það sem ég heyri! Ertu i raun og veru orðinn afturhaldssinni. —Afturhaldssinni? Hvað er nú það, Jens? Forsetinn yppti öxlum i upp- gjöf. —Ja, það er ékki að spyrja að kvenfólkinu. Það þekkir ekki einu sinni einföldustu hluti. Aftur- haldssinni, já það er — það er — já, það er bara afturhaldssinni. Þú hlýtur að skilja það. — Ég held þú vitir það ekki sjálfur. — Veit ég ekki hvað aftur- haldssinni er? Hvað heldurðu að ég hafi verið að gera i Stjórn- málalifinu i öll þessi ár? Hann sagði Stjórnmálalif með stórum stöfum og miklum hátið- leik eins og hann væri að tala um heilagt Nirvana. — Hvað þú hefur verið að gera i öll þessi ár? Juðað og prédikað og prédikað og juðað. Heima hef- urðu að minnsta kosti ekki verið. Og hvað ætlastu fyrir núna? Á miðjum skrifstofutimanum? Þarftu ekki að sitja á þinum stað i ráðhúsinu og sjá um að Totta liði vel? Hún hnykkti til höfðinu svo að svart árið sveiflaðist aftur á bak: dökkbrún augun glóðu og hún var Við almúgamenn á islandi höfum oft kvartað yfir þvi, að stjórnmálamenn séu sifellt að fjarlægjast raunveruleikann, fólkiö sjálft. Dæinigerð stjórnmálaskrif, incð alvarlegum firringarein- kennum, er rembingur stjórnarandstöðunnar nú útaf skattaálögum. Hvilikur hug- arheimur. Það er ekki aðeins, að þessir „lýðræðissinnar” loki augum og eyrum fyrir áliti almennings, hcldur birta málgögn þeirra jafnvel siðu cftir siðu mcö viðtölum við fólk, sem er ánægt meö skatt- ana sina á sama tima sem spekingarnir halda sinu striki í öðrum heimi. i þeirra heimi, er „blaöran sprungin”, „sprengjan fallin”, „dómur- inn kominn”, „alntenn skatt- pining" o.fl., en alntenningur horfir á og hristir hausinn. nauðalik sigaunakonu við spákúlu sina. — Já, en Totta þó. Laura þó — ætlaði ég að segja, sagði forset- inn og flýtti sér að leiðrétta mis mælið. — Þarna sérðu. Það er Totta sem þú elskar, ekki mig og börn- in! — Laura, ég þekki þig bókstaf- lega ekki fyrir sömu manneskju. Og að þú skulir geta unnið gegn mér i minu eigin máli, gegn bila- stæðinu minu. Laura reis á fætur, studdi hönd- unum a borðbrúnina og horfði fast i augu honum: — Það er leikvöllur barnanna! Nei, ásakanir voru tilgangs- lausar. Og ef hún héldi þessu áfram gat hann átt á hættu að bæði hann og bilastæðið fengju al- menningsálitið á móti sér. Flokk- urinn myndi missa atkvæði og hann sjálfr falla i áliti! Það skelfilega var að sjálfsögðu að flokkurinn myndi lika missa at- kvæði, ef það hætti við áætlunina, þvi að þá myndu þessir Kerlinga- græningjar hirða allan heiðurinn af þvi! Hann braut heilann um þetta dag og nótt og komst loks að þeirri niðurstöðu, að það væri að- eins til ein lausn á þessum vanda: hann yrði að reyna að múta henni. Dag nokkurn ók hann upp að húsinu með stóra öskju i baksæt- inu. A lokinu var letrað nafnið á þekktasta skinnasala bæjarins með gullnum stöfum. Laura kom hlaupandi til móts við hann. Hann hugsaði um það dálitið viðutan að hún bæri sig til eins og stelpukrakki, eða öllu heldur eins og kátur kálfur. 1 dag var hún i sérlega góðu skapi, hún geislaði af gleði og fögnuði. — Jens, hugsaðu þér, við erum orðnar yfir þúsund! Hann lét sem hann heyrði þetta ekki. Auk þess snerist hugur hans allur um ráðagerðina, rétt eins og hjá bankaræningja sem er að undirbúa hið fullkomna rán. Laura horfði ihugandi á bilinn eins og henni hefði dottið eitthvað nýtt og skrýtið i hug. — Jens, af hverju seljum við ekki þennan stóra pramma eða skiptum á honum og þrem Fólks- vögnum, þá gætum við átt einn og gefið hina tvo einhverjum sem þurfa á þeim að halda. Jens Storhaug leit á hana eins og maður sem uppgötvar allt i einu að fornaldarskrýmsli, skelfi- legur dinósár, er á beit i garðin- um hans. — Selja Mercedesinn? Skipta á honum? Gefa öðrum? Laura, ég held — ég held að þú sért orðin al- veg hringavitlaus! Það var satt sem ég sagði, þú ert orðinn aftur- haldsseggur! — Kemurðu aftur með þetta afturhald. Hvað þýðir það eigin- lega, Jens? Jens Storhaug steig út úr biln- um og strauk með alúð um gljá- andi, silfurgljáandi stellið. — Að selja þig tautaði hann og hristi höfuðið. Hann sneri sér við og horfði með vanþóknun á Lauru. — Jú, þú ert orðin aftur- haldsseggur. Þvi miður. — Jæja, sagði Laura óþolin- móð. — En hvað táknar það að vera afturhaldsseggur? — Afturhaldsseggur, það er — jú, það er — að vera gamaldags, vinna gegn þróuninni, já, einmitt, vinna gegn framförum. — Nú já, sagði Laura og fitjaði upp á nefið. — Það er þá gamal- dags að vilja deila með öðrum. Er það rétt, Jens? Jæja, en áður fyrr var það nú einmitt það sem við sósialistar áttum að gera, var það ekki? En fyrst það er svo gamal- dags, þá sleppum við þvi að selja húsið. — Selja húsið? hrópaði Jens Sotrhaug. — Já, mér finnst það ekki rétt að við sem erum sósialistar og hvað eina, skulum búa i þessufina húsi og eiga þennan lúxusbil. Finnst þér það rétt, Jens? Jens Storhaug klóraði sér i hök- unni og renndi fingrunum gegn- um gráa lokkana. — Rétt og rétt. En þú hlýtur að skilja það, Laura, að það er ekki hægt að láta slikt hafa áhrif á einkalifið. Auk þess er ég forseti bæjarstjórnar og verð að halda vissri reisn! — Ég hefði haldið að hann ætti að ganga á undan með góðu for- dæmi. Forsetinn hristi höfuðið með áhyggjusvip. — Þú ert orðin afturhaldsségg- ur, Laura, sagði hann eins og til að reka endahnútinn á samtalið og gekk inn að matborðinu. Um kvöldið — yfir glasi — rétti hann henni öskjuna með gullna letrinu á lokinu hafandi áður ýtt undir hátiðablæ við matborðið með vini og likjör með kaffinu. — Þú ert svei mér örlátur i dag, Jens, sagði Laura. — Hvað er i kassanum? Ég er ógurlega spennt! Hún fitlaði við bönd og silkibréf og dró loks upp minkaslá af fin- ustu gerð. Yfirkomin bar hún það upp að vanganum. — Það er silkimjúkt eins og kanina, Jens! — Og handa fallegustu stelp- unni i Totta, sagði forsetinn ridd- aralega. Laura var fremur óvön gull- hömrum og sem snöggvast leit hún á hann með tortryggnissvip. — Hefurðu haldiö fram hjá mér, Jens? Já, það stendur nefni- lega i kvennablöðunum að það sé eins gott að vara sig þegar eigin- maðurinn fer að gefa dýrar gjaf- ir. Nei, annars, þú hugsar aldrei um annað en bæjarfélagið. En þakka þér kærlega fyrir, þetta er reglulegur jakki. — K.eip, Laura, sagði forsetinn. — Minkakeip. Hann fer þér ljóm- andi vel. Já, i kvöld ertu fallegri en nokkru sinni fyrr. Það myndi enginn trúa þvi að þú ættir þrjú börn! — Og ekki þú heldur, Jens, sagði Laura ringluð. — Þú ert svo ungleg, sagði Jens: hann tók um hönd hennar og geymdi hana i stóra hrammin- um. — Segirðu það i alvöru, Jens! Já, þú ert svo sem unglegur lika, ef þú hefðir bara ekki allt þetta gráa hár. — Og það er enginn sem á betri konu en ég, sagði forsetinn með nokkrum erfiðismunum, honum likaði ekki athugasemdin um gráa hárið. — Eða myndarlegri. Eða fallegri. Heyrðu Laura?— — Já, Jens? — Þú gætir vist ekki hugsað þér — — Hvað Jens? — Að hætta við þetta tilstand með Grænavang! Gerðu það, Laura, min vegna! Augun i Lauru höfðu verið farin að ljóma af von um dálitla elsku- semi, þar sem þess var sizt von, en nú dofnaði ljóminn: siðan skutu þau gneistum og augnaráð hennar varð svo ofsafengið að hann hörfaði undan. — Jens Storhaug! Varstu að reyna að múta mér? Með þessum jakka? Hirtu þessa kaninu og gefðu bæjarfélaginu hann, en reyndu ekkert þessu likt i annað sinn! Æ, já, ég hefði átt að vita betur: þú ert ekki með hjarta fyr- ir innan skyrtuna, heldur fundar- hamar! — Laura! Grænivangur er svo tilvalið bilastæði, hrópaði Jens Storhaug og rétti fram hendurnar með biðjandi látbragði, eins og hann væri að sárbæna um ölmusu til að forða algeru bjargleysi. Laura urraði. Hún tók minka- sláið, horfði á það andartak eins og hún væri að velta fyrir sér til hvers það væri nýtilegt. Svo mið- aði hún á andlit hans og fleygði sláinu þvert yfir borðiö. En mink- urinn lenti á höfði forsetans og endarnir héngu niður með hliðun- um eins og tvö löng og mjúk eyru. Hann minnti á dýr af finum og sjaldgæfum uppruna. Laura horfði stundarkorn undrandi á hann, svo skellihló hún. BRIDGE Óvenjuleg spilamennska Þa8 hefði verið hægt að vinna game-sögnina sem sögS var I þessu epili sem kom upp í Evrópumeist- arakeppninni í Ostende í Hollandi þegar gestgjafarnir kepptu vl8 Portúgala. En þá hefði þurft að fara fremur vandrataða lelð: Norður 4 G-5-3 ¥ D-8-5-2 ♦ D-9-4-3 4 9-2 Vestur lót út spaðasexu. Hvemlg hefðl Slavenburg getað unnið þessa þriggja granda sögn hvernig sem andstæðlngarnir hefðu hagað vöm- Innl? Athugasemd um sagnlmar: Þegar Vestur hefur sagt tvo spaða, hefði Suður alit eins getað sagt þrjú lauf I stað tveggja granda, sem bendir eiginlega til sterkarl handar en hann ótti. Kreyns I Norðrl hefðl einnig getað passað við tvelm gröndum. Suður Vestur Við hitt borðið urðu 8agnirnar 4 K-4 A D-10-8 þessar: ¥ K-7-6 ¥ Á-10-9 ♦ Á-8-6 ♦ G-10-7-2 Vestur Norður Austur Suður 4 Á-K-G-8-7 * 10-6-4 pass pass 1 4 dobl 1 gr. pass pass 2 4 Auatur pass 2 ¥ pa88 pass .. 4> Á-9-8-7-2 ¥ G-4-3 ♦ K-5 * D-5-3 Sagnir: Vestur gefur. Norður— Suður ó hættunni. Vestur: Debonnaire. Norður; Kreyns. Austur: Moura. Suður; Slavenburg. Vestur Norður Austur Suður pass paas 1 4 dobl 2 4 pass Pas8 2 gr. pass 3 gr. pass pass dobl Paaa pa8S Paas Menn takl eftir að við bæðl borð- In er opnað á sömu lágmarkssögn, einum spaða. Norður gat vallð á milli þess að passa í þriðju umferð, . eða þó 8egja annaðhvort tvo tlgla eða tvö hjörtu. Hann valdl slðasta kostlnn, þvl að hann gat gert sér vonir um fjögur hjörtu hjá meðspil- ,ara sínum, sem hafði kalldoblað. Gefi Suður, er hönd hans heldur ’of sterk (vegna langlltarins i laufij til þess að hann geti látið sér nægja að opna ó einu grandl. Segi hann eitt lauf, verður hann i næstu um- |ferð að stökkva ( 2 grönd. í a&siui r> ht C/ INDVERSK UNDRAVERÖLD * Nýiar vorur komnar. Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni- legum, handunnum austurlenzkum skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: Útskorin borð (margar gerðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi, flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem. veitir varanlega ánægju, fáið þér i JASMIN, við Hlemmtorg. flk BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÖSASTILLINGAR HJÖLASTILLINGAR MÖTORSTILLINGAR LátiS stilla i tíma. 4 Fliót oa öruaa biónusta. I 13-10 0 1 lúffen^ir rcmr «>u |>rúpumi«>^ur J I r.tnirein íra !| kl 1 f 1 S 00 oj kl |s 23 i| BorAp.intanir lijá yfirframrct<Vluinanm Sínn 11 322 VEITINGAHUSIÐ OÐAL VIÐ AUSTURVÖLL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.