Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 15
Skattalögin Framhald af 5. siðu. á þvi að starfsvilji manna sé verulega lamaður. En séu tekju- skattar aftur á móti verulega la'kkaðir og neyzluskattar hækk- aðir að sama skapi, er raunveru- lega verið að auka stórlega launamismuninn i þjóðfélaginu. Hvorug leiðin er vænleg, enda vafalaust óhjákvæmilegt að halda vissu jafnvægi milli þess- ara tveggja tekjustofnana. Aftur á móti er sjálfsagt að auka fast- eignaskatta og aðra eignaskatta, eins og rikisstjórnin hefur einmitt gert, meðal annars til að ýta und- ir eðlilega hagnýtingu eigna, og jafnframt verður að skattleggja duglega veröbólgugróða og hvers konar aðrar tekjur, sem litil vinna liggur á bak við. SAMANBURDUR VIÐ ÖNNUR LÖND Aukinn neyzluskattur með tryggari innheimtuaðferðum en nú eru tiðkaðar getur komið til greina, fyrst og fremst til þess að unnt sé að auka persónufrádrátt- inn og undanþiggja lágar tekjur meö öllu undan skatti. Hins vegar verður ekki sagt, að sérstök ástæða sé til aö lækka beina skatta. Heir eru eins og áður var nefnt mjög nauðsynlegir til tekju- jöfnunar, og þeir þurfa ekki að vera óvinsælir, ef þeir eru inn- heimtir jafnððum og þeirra er aflað og sæmilega til tekst i glim- unni við skattsvikin. En þar vant- Verkamenn ISAL Vegna stækkunar Aliðjuversins i Straumsvik óskum við eftir að ráða nokkra starfsmenn á eftirtalda vinnu- staði: Kersmiðju Skautsmiðju Flutninga- og svæðisdeild í flutninga- og svæðisdeild leitum við sér- staklega eftir mönnum sam hafa þung- vinnuvélaréttindi eða eru vanir meðferða vinnuvéla, svo sem krana, lyftara o.fl. tækja. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrir- tækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik, og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 8. ágúst 1972 i pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F STRAUMSVÍK Hljómplötusafn 10 plötur á 3500 kr Sigild tónlist, þjóólög, dægurlög Orval úr þekktum verkum eftir: Chopin, Brahms, Bizet, Strauss, Gershwin, Foster og fl. Flutt af Fílharmoníuhljómsveitinni í London, hljómsveit rikisóperunnar í Hamborg og fleirum. 10 hljómplötur með tónlist í 8 klukkustundir. Tónlist, sem allir þekkja. KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800, RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI ii 2,6:vvOj Hjartanlegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför. HELGU BJÖRNSDÓTTUR. Guörún Júliusdóttir, lngibjörg Júliusdóttir, Finnbogi Júliusson, Ellert Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sunnudagur JO. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15. ar mikið á enn. Áreiðanlega eru býsna margir tilbúnir með glöðu geði að borga mikla skatta, ef þeir aðeins vita, að allir muni borga, sem eiga að gera það. Starfsmönnum við skattsvika- rannsóknir var aö visu talsvert fjölgað i vetur, en sjálfsagt vant- ar mikið á, að eftirlitið sé enn nægilega öflugt. En staðreyndin er sú, að beinir skattar eru frekar lágir hér á landi miðað við flest nálæg lönd. Eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu. sem ég hef látið gera og byggð er á tölum frá Reikni- stofnun Háskólans, borgar ein- hleypingur með eina miljón kr. i brúttótekjur um 40% af tekjum sinum i beina skatta. Fjölsky ldufólk með sömu tekjur borgar um 20-30%. Beinir skattar af hliðstæðum tekjum eru yfirleitt hærri á hinum Norður- löndunum. Árið 1968 var hlutfall beinna skatta til rikis og sveitar- félaga af heildarskatttekjum i eftirfarandi löndum: Danmörk 52,4% Noregur 60,4% Sviþjóð 67,1% Bretland 52,8% tsland 32,2% Á tslandi hafa beinir skattar lengi verið um 30% af heildar- skatttekjunum og eru áætlaðir 1972 31-32%. STAÐGREIÐSLA OG EINFÖLDUN Munurinn á tslandi og hinum Norðurlöndunum er þó ekki hvað sizt i þvi fólginn að þar eru tekju- skattar i staðgreiðslukerfi en hér ekki. Að visu er ég ekki viss um, að tslendingum henti hið flókna ög kostnaðarsama álagningar- kerfi staðgreiðsluskatta.sem tekið hefur verið upp á hinum Norðurlöndunum, En aðalatriðið er, að skatturinn sé miðaður við núverandi laun og innheimtur jafnóðum. Til þess að það geti orðið, er frumskilyrðið, að skattakerfið verði gert einfald- ara. Fyrir utan þær breytingar á skattalögunum, sem hér hafa verið nefndar og stefna i átt til aukins réttlætis gagnvart ein- staklingum og sveitarfélögum, er það einmitt einn merkasti árang- urinn af þessum miklu breyt- ingum, aðskattakerfið er talsvert einfaldara en áður. Staögreiðslu- kerfi útsvara er tiltölulega einfalt i framkvæmd eftir þessar breyt- ingar. Afnám sjúkrasamlags- og trvggingagjalda hefur i för með ser mikinn sparnað og getur ýtt undir nauðsynlega uppstokkun i stjórnkerfinu. En þessu til við- bótar hafa tekjuútsvör félaga og eignaútsvör félaga og einstakl- inga verið afnumin en önnur skattgjöld hækkuö að sama skapi. Það var ætlun stjórnarflokk- anna og vonandi fer það svo, að lagabreytingarnar i vetur verði aðeins upphafið á viðtækari endurskoðun og hreinsun skatta- kerfisins, sem litlum breytingum hefur tekið um áratuga skeið. Meðal annars er eðlilegt að út- svar og tekjuskattur verði gert að einum samræmdum skatti, sem rikið innheimti, bæði fyrir sig og sveitarfélögin, og skattstiginn verði þá stighækkandi (prógress- ífaril i rikari mæli en nú er. Eins og óhjákvæmilegt, að reynt verði að ryðja til i frádráttafrumskóg- inum, ef skattakerfið á að verða markvissara Qg einfaldara. Eri nánari umræða um þessi tækni- legu atriði veröur að biða betri bima. Mandala Framhald af bls. 7. vera einhvers virði. Sú til- hneiging að stæla þekkta er- lenda listamenn hefur raunar alltaf loðað við Trúbrot og Hljóma á undan þeim. Aftur á móti eru lög eins og Rise and shine og Coming your way miklu frekar i persónulegum stil, þótt ekki séu þau neitt sérlega góð. Textarnir eru sannir og heiðarlegir. Margt er að visu anzi klaufalega gert, en inn á milli eru hnitmiðaðar setning- ar. Taka verður tillit til þess, að þeir eru samdir á erlendu tungumáli. Ég kann ágætlega við frá- gang plötunnar. í tengslum við Norrænt Fóstrumót efnir Norræna húsið til sýningar á norrænum bókum um uppeldisfræði og bókum fyrir börn á leikskólaaldri i bókageymslu Norræna hússins 31. júli 6. ágúst n.k. kl. 14—19 daglega. Gengið er inn úr bókasafninu. Aðgangur ókeypis. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIO Hafnarfjarðarhöfn Hafnsögumannsstörf Eftirfarandi hafnsögumannsstörf hjá Hafnarfjarðarhöfn (þ.m.t. Straumsvik) eru laus til umsóknar: 1. ilafnsögumannsstarf, fullt aðalstarf. Æskilegur há- marksaldur umsækjenda 4(1 ár. Skipstjórnarréttindi og kunnátta i ensku og norður- landamáli áskilin. Umsóknarfrestur til 14. ágúst n.k. 2. Hafnsögumannsstarf, varamaður i forföllum aðal- manna. Skipstjórnarréttindi og kunnátta i ensku og norður- landamáli áskilin. Aldurshámark cr ckki en krafa gerð uni gott heilsufar. Umsækjandi þarf að geta hafið starf strax, og er því umsóknarfrestur aðeins til 4. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Ilafnarstjórinn I Hafnarfirði, Strandgötu 4, simar 50113, 52119. Sfór sending ó kynningarverói! Kr. 1.590- stærð 540 -13/4 Kr. 1.775- Kr. 2.970- stærð 560-15/4 sfærð 650-'16/6 Höfum fengið stóra sendingu af BARUM hjólbörðum í flesium stærðum á ófrúlega hagstæðu verði, eins og þessi verðdæmi sanna. BARUM KOSTAR MINNA — EN KEMST LENGRA TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. •SOLOSTAÐIR: SHODfí ® BÚDIN AUÐBREKKU 44 - 46, KCPAVOGI — SIMI 42606 GARÐAHREPPI SlMI 50606 (68«r HjólbarðaverkslæSi Garðahrepps Sunnan við lækinn, aenat benzínstöð BP)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.