Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 6
6. SÍÐA — ÞjóÐVILJINN Sunnudagur 30. júli 1972 UQÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|óðviljana. Framkvæmdastjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundssort, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). ÁskriftarverS kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentún: Blaðaprent h.f. r Haagdómstóllinn hefur ekki lögsögu um landhelgismál Islendinga Um þessar mundir er réttur mánuður þar til fiskveiðilögsagan við ísland verður færð út i 50 milur eða 1. sept. n.k. Rikis- stjórnin hefur unnið ötullega að kynningu á málstað Islands á alþjóðavettvangi. Ljóst er að útfærsla landhelginnar i 50 milur nýtur stuðnings æ fleiri þjóða og eindregnastur er stuðningur þjóða þriðja- heimsins. Svo virðist sem stöðugt fleiri þjóðir aðhyllist nú viðáttumikla landhelgi og er það i samræmi við vaxandi skilning þjóða á nauðsyn þess að vemda náttúru- auðæfi og hindra frekari rányrkju. Við íslendingar höfum i baráttu okkar fyrir stækkun landhelginnar fyrst og fremst rekizt á andspyrnu Breta, Vestur- Þjóðverja og Efnahagsbandalags- rikjanna, þ.e. þeirra þjóða sem i aldir hafa litið á sig, sem herraþjóðir er hafi „hefðbundinn rétt” til að ástunda rán- yrkju og arðrán á náttúruauðlindum annarra þjóða og á öllum heimshöfum. Nú hafa Bretar og Vestur-Þjóðverjar höfðað mál gegn tslendingum við Alþjóðadóm- stólinn i Haag vegna útfærslu land- helginnarog byggja þá málshöfðun m.a. á landhelgissamningunum frá 1961. Utan- rikisráðherra, Einar Ágústsson, hefur nú tilkynnt dómstólnum fyrir hönd islenzku rikisstjórnarinnar, að rikisstjórn íslands liti svo á að dómstólinn hafi engan grund- völl til lögsögu i landhelgismálinu og þvi tilnefni íslendingar ekki umboðsmann við dómstólinn að sinni hálfu. í bréfi Einars Ágústssonar til dóm- stólsins segir m.a. um landhelgis- samningana frá 1961: „Samkomulagið um lausn þessarar deilu (þ.e. landhelgis- deilunnar 1958-61) og þar með möguleika á sliku málskoti til dómstólsins var ekki i eðli sinu ætlað að gilda um aldur og ævi. Sérstaklega er ljóst, að skuldbinding um að hlita úrskurði dómstóls er ekki i eðli sinu gerð til eilifðar. Ekkert i þesssum málsatvikum eða neinní almennri reglu nútima þjóða-réttar réttlætir annað sjónarmið.” Ennfremur segir i niðurlagi bréfsins: „Eftir brottfall samkomulagsins, sem skráð er i orðsendingunum frá 1961, var hinn 14. april 1972 enginn grundvöllur fyrir þvi, samkvæmt samþykktum dóm- stólsins, að hann hefði lögsögu i máli þvi, sem Bretland visar til. Þar sem hér er um að ræða lifshags- muni islenzku þjóðarinnar, vill rikisstjórn íslands leyfa sér að tilkynna dómstólnum að hún vill ekki fallast á að heimila dóm- stólnum lögsögu i nokkru máli varðandi viðáttu fiskveiðitakmarkanna við ísland og þá sérstaklega i máli þvi, sem rikis- stjórn Stóra-Bretlands og Norður-írlands hefur reynt að visa til dómsins hinn 14. april 1972.” íslenzka rikisstjórnin hefur lýst skil- merkilega yfir, að samningarnir frá 1961 séu brottfallnii;útfærslan i 50 milur sé lifs- nauðsyn, hún komi til framkvæmda 1. sept. n.k. og úrskurður dómstólsins i Haag breyti þar engu um, þvi íslendingar viður- kenni ekki lögsögu hans i þessu máli. Þannig er hiklaust stefnt að marki i lif- hagsmunamáli þjóðarinnar i þeirri stað- föstu trú,að ekkert fær beygt einhuga þjóð. STÉTTIN OG STARFIÐ Þáttur um málefni verkalýðsfélaga og vinnustaða Umsjón: Arnmundur Backman og Gunnar Guttormsson Samtakamáttur °g valdbeiting Brezkur verkalýður er á goðri leið með að brjóta niður rangláta vinnulöggjöf íhalds- st jórnarinnar. Leið- togum hafnarverka- manna hefur verið sleppt úr fangelsi, og daghlaðið Visir hér norður á hjara veraldar rekur upp ramakvein yfir „landráðum verka- lýðsleiðtoganna,” eins og blaðið kallar verk- fallsátökin i Bretlandi. í rauninni er spjótunum beint að verkalýðssam- tökunum á íslandi, en þeirra „landráð” kallar hlaðið „mildari tegund ábyrgðarleysis”. Hin geisiviðtæku verkföll á Bretlandi undanfarna daga eiga rót sina að rekja til nýrrar vinnu- löggjafar, sem thaldsílokkurinn knúði fram en hún miðaði að þvi að þrengja mjög svigrúm verka- lýðsfélaganna. Eitt ákvæði hinn- ar breyttu vinnulöggjafar var stofnun sérstaks vinnumáiadöm- stóls, sem er ekkert annað en tæki i höndum rikisstjórnarinnar. Þessi dómstóll kvað upp úrskurð um handtöku 5 Ieiðtoga hafnar- verkamanna, er þeir hunzuðu fyrirskipun dómstólsins um að hætta verkfalli, sem beindist gegn vöruflutningum i svo- kölluðum gámum. Eftir fangelsun verkamannanna leiddi hiö takmarkaða verkfall hafnar- verkamanna til viðtækra sam- úöarverkfalla um allt landið, ekki eingöngu meðal hafnarverka- manna heldur i öllum greinum at- vinnulifsins. Þegar Alþýðusambandið hafði með yfirgnæfandi meirihluta, 19 atkv. gegn 7,samþykkt að boða til 24 stunda allsherjarverkfalls, heyktist rikisstjórnin, og dóm- stóllinn gaf ut fyrirmæli um að verkamönnunum 5 skyldi sleppt úr haldi „þar sem þeim hefði verið nægilega refsað”. Hefur allsherjarverkfallið nú verið af- boðað, en þrátt fyrir það er enganveginn séð fyrir endann á afleiðingum þess tiltækis að fangelsa hafnarverkamennina. Sú aðgerð varð kveikja þessara viðtæku verkfalla, en sjálf orsökin er hin heimskulega vinnulöggjöf. Þvi er á þessa atburði minnzt hér, að þeir sýna glöggt hve sam- takamáttur verkafólks getur verið sterkur þegar það beitir afli sinu sameiginlega gegn órétti. Meö stofnun vinnumáladóm- stólsins telur verkafólk á Bret- landi greinilega vegið að helgasta rétti verkalýðssamtakanna, verkfallsréttinum. Boðun alls- herjarverkfallsins, hins fyrsta i 100 ára sögu brezka Alþýðusam- bandsins, sambands sem hefur 140 sérsambond með 10 miljónir félagsmanna innan sinna vé- banda, er staðfesting þessa. Þótt margt megi ugglaust finna að starfsháttum verkalýðssam- takanna i Bretlandi, þá hlýtur verkafólk hér á landi að sam- fagna þeim sigri sem þegar hefur náðst, að ihaldsstjórnin skyldi knúin til að sleppa leiðtogum hafnarverkamannanna úr haldi. Sigur brezkrar verkalýðs- hreyfingar i þeim efnum er einnig sigur verkafólks á Islandi, Og ósigur brezka ihaldsflokksins er á sama hátt ósigur ihaldaafla um allan heim, lika hér á landi, eins og glöggt má sjá á skrifum dag- blaðsins Visis i forystugrein 26. þ.m. 1 forystugrein þessa ihaldsmál- gagns er leiðtogum verka- mannanna likt við ræningja- foringja, „sem vanvirða lög og rétt.” Þetta þýðir, aö verkalýðs- hreyfingunni bar að áliti ritstjóra Visis að beygja sig fyrir úrskurði kúgunardómstólsins, una þvi glöð að verkamönnum væri varpað i fangelsi fyrir að hlita ekki úr- skurði hans. „Og lögleg stjórn- völd landsins virðast vera bjargarlaus gagnvart landráðum verkalýðsleiðtoganna,” segir i greininni. Og svo vikur blaðið að verkalýðssamtökunum hér á landi, og kemst að þeirri niður- stöðu að þau séu ekki „svona gróflega neikvæð,” nokkuð hafi hinsvegar gætt „mildari tegund- ar ábyrgðarleysis, svo sem mis- notkunar á verkfallsvopninu og skemmdaraðgerða gegn efna- hagsráðstöfunum stjórnvalda.” Það dylst sjálfsagt engum, að þessi skrif Visis og harmur sá sem þar stafar frá hverri setningu yfir þvi að brezka ihaldinu skyldi ekki takast að beygja verkalýðshreyfinguna þar i landi til hlýðni við vinnumála- dómstólinn, á rót sina að rekja til þess, að það hefur lengi verið draumur ihaldsins hér á landi að breyta vinnulöggjöf okkar i veigamiklum atriðum. Það fer ekki milli mála, að svipaðar hug- myndir og vinnumáladómstóllinn brezki hafa verið ofarlega i huga afturhaldssamasta hluta borgar- stéttarinnar hér á landi. Þótt i þeim herbúöum hafi oftastnær verið talað og ritaö um málið meö mjög almennum orðum: sagt að nauðsynlegt sé að „endurskoða vinnulöggjöfina”, þá hafa alltaf einstaka raddir kveðið upp úr með að banna bæri verkföll með lögum. Sem betur fer hafa full- trúar slikra viðhorfa ekki úrslita- áhrif i islenzkum stjórnmálum um þessar mundir. Enginn heldur þvi sjálfsagt fram, að Islenzk vinnulöggjöf, sem nú er orðin meira en 3ja ára- tuga gömul, þarfnist ekki ein- hverra lagfæringa. Þær breytingar mega hinsvegar ekki skeröa svigrúm verkalýðs- félaganna til frjálsrar samninga- gerðar. Sérstök nauðsyn er að setja skýrari ákvæði um verkefni og valdsvið trúnaðarmanna verkalýösfélaganna á vinnustað og tryggja aö þeim sé ætlaöur timi til aö sinna trúnaðarstörfum sinum i vinnutima. Að þessu sinni verður ekki nánar rætt um þau atriði sem þarfnast lagfæringa i vinnulög- gjöf okkar. Þaö má hinsvegar fyllyrða, aö viniiulöggjöf okkar i sinni núverandi mynd hvorki er né hefur verið orsök efnahags- vandamála þjóðarinnar. Miklu nær væri að álykta, að áhrifa verkalýöshreyfingarinnar gæti of litið i þessari löggjöf, eins og raunar i þjóölifinu yfirleitt. En hvað sem liður þeim stakki, sem löggjafinn sniður verkafólki má segja, að á vinnustaðnum, þess- um grunneiningum efnahags- lifsins, þurfi verkafólk að vera i miklu nánari tengslum viö þau vandamál sem þar er við að fást. Getum við ekki orðað það svo að það eigi fyrst og fremst að vera i verkahring verkafólksins sjálfs að móta vinnuskilyrði sin i við- tækustu merkingu. — Skyldi vinnumáladómstóll ihaldsins i Bretlandi hafa átt að tryggja verkafólki þar slik réttindi? gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.