Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. júll 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐA 7. Emerson, Lake •s: & Palmer: Trilogy Samsteypuna E,L&P. þarf varla að kynna lesendum. Sér- hverrar nýrrar skifu frá hendi þeirra félaga er beðið með eftir- væntingu, og nú er sú fjórða i röð- inni komin út. Hún er hulin af- burða ljótu umslagi, en það kem- ur ekki að sök, tónlistin skiptir mestu. Fyrsta lagið á plötunni er „The endless enigma”. Það skiptist i tvo hluta, og eru þeir rofnir sund- ur af litilli fúgu eftir Emerson. The endless enigma er ágætt dæmi um hversu langt hljóm- sveitir á borð við ELP eru komn- ar frá frumstæðu bfti fyrri timá. Þeir Emerson og Lake verða ekki sakaðir um einfaldleik hvað þessu lagi viðvikur. Mikið er lagt i útsetningu, og stefið er fallegt. En einhvernveginn snart lagið mig ekki sérlega djúpt. Mér þótti útsetningin engan veginn tilgerð- arlaus og hljóðfæraleikurinn sunv staðar i einhverju illkynjuðu ójafnvægi. Fúga Emersons er stutt pianó- verk i klassiskum anda, eins og nafnið gefur til kynna. Ég fæ ekki betur heyrt en að Emerson hafi kunnáttu og leikni á við hvaða konsertpianista sem er. Annars hefur Emerson, þrátt fyriralla sina snilld, tvo áberandi galla sem hljóðfæraleikari: ann- ars vegar tilhneigingu til vél- rænu, hins vegar tilgerðar. Af laginu „Frorn the beginn- ing” á Lake mestallan heiður. Hann er höfundur lags og texta, syngur og leikur á bassa-, kassa- og rafmagnsgitar. Geri aðrir bet- ur! Leikur hans á kassagitar ber það með sér, að hann hefur lært á klassiskan gitar. Rafmagnsgitar- leikur hans minnir dálitið á Shadows. Lake er mjög fágaður gitarleikari og leikur hans á Pict- ures of an exhibition er með þvi bezta, sem ég hef heyrt. Sem bassaleikari virðist hann af skóla McCartneys; bassinn notaður ti) uppfyllingar og dýptar, ekki sem hálfgildings sólóhljóðfæri eins og hjá Bruce eða Jackson. „From the beginning” er ágætt lag og prýðileg tilbreytni frá hinni rútinukenndu framleiðslu ELP. „The sheriff” nefnist næsta lag. Það hefst á stuttu trommusólói og lýkur á fjörugum „ragtime”- pianóleik. Sjálft lagið er kúreka- ballaði og minnir töluvert á ýmsa söngva Woody Guthries. Skemmtilegt lag. Plötusiðunni lýkur á Hoe-down, kafla úr balletnum Rodeo eftir hið þekkta bandariska nútimatón- skáld Aaron Copland. Rodeo er afspyrnu þjóðlegur ballett (fjall- ar um hálfvitalegar ástarfarir kúreka og kúrekaskjátu) og Hoe- down, lokaatriðið er i þjóðdansa- stil. Hljómsveitin fylgir frumút- setningUhili eins og frekast er unnt. Trióið er sannarlega i ess- inu sinu i þessu lagi, hljóðíæra- leikurinn mjög vel samstilltur. Carl Palmer sýnir glögglega hver töggur er i honum við húðirnar. Trilogy, fyrsta lagið á plötusiðu tvö, er byggt kringum afar fallegt stef. Lagið skiptist i tvo hluta. f þeim fyrri leikur Emerson á pianóið af viðkunnri snilld, en Lake syngur. I siðari hlutanum taka rafmögnuðu hljóðfærin við, með sjálfan Moog i broddi fylk- ingar. Þessi hluti verksins er að minu viti um of langdreginn og helzt til vélrænn i sniðum. Þar er einmitt komið að helzta veikleika ELP, þeirri tilhneigingu að láta tæknilega fullkomnun hafa for- gangsrétt fram fyrir lifandi tón- list. Þessi tilhneiging gjöreyði- lagði Tarkus á sinum tima. „Liv- ing sin” er eini verulega dauði punkturinn á plötunni, leiðinlegt lag. Abaddons Bolero er eins konar sambland af hergöngutónlist og tónlist uppúr spiladós. Ljúft lag. t heild er Trilogy góð plata, en ekki frábær. Hún stendur þeirri fyrstu að baki, en boðar framför frá Tarkus. Von er á einleiksplötu með Emerson i haust, og mun hann leika djass einvörðungu. Hljómsveitin er i hljómleika- ferð um Evrópu og lék nýlega fyr- ir tuttugu þúsund áhorfendur i Milanó. Hvað margir mundu koma i höllina að sjá þá? ' Trúbrot: Mandala Mandala er merk fyrir þær sakir einar að vera fyrsta til- raun islenzkrar hljómsveitar til sjálfstæðrar hljómplötuút- gáfu. Sú tilraun kom ekki til af góðu, heldur vegna tregðu hljómplötufyrirtækja hér- lendra tilað gnnast útgáfu rokktónlistar. í máli Trúbrots olli miklu um hversu illa Lifun seldist, en sú virðist ekki vera raunin á með Mandölu sem selst afar vel. Heppilegasta aðferðin til tryggingar útkomu rokktón- listar hér á landi er einhvers konar samvinnufyrirtæki tón- listarmannanna sjálfra, og gæti framtak Trúbrots visað veginn i þá átt. Er þvi fyllsta ástæða til að óska Mandölu sem mestra vinsælda. Tónlistin á Mandölu er að mestu fáguö og létt,langt frá þvi að vera frumleg. Hljóðfæraleikurinn er frek- ar tilþrífalftill, en samt i alla staði frambærilegur. Fyrsta plata Trúbrots inniheldur bezta hljóðfæraleik sem þeir hafa látið frá sér fara. Þar veldur miklu um sú sterka til- finning sem þar gætir. Þeirri tilfinningu hafa þeir ekki náð siðan. Aftur á móti hefur þeim félögum farið stórlega fram i söng hin siðari ári. Bezta lagið á Mandölu er vafalitið titillagið, mjög gott frá hvaða sjónarmiði sem er. Áhrif frá Pink Floyd eru greinileg, en það kemur ekki að sök nema að siður sé. Hið geysivinsæla My friend and I er engan veginn gott lag, pianóleikurinn vægast sagt hörmulegur. To-day ber alltof mikinn keim af tónlist Carole King eöa Elton John til að Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.