Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 16
aOBmim Sunnudagur :iO. júli 1972 Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna 29. júli til 4. ágúst er i Lyfja- búðinni Iðunni og Garös Apóteki. Næturvarzla er i Stór- holti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Hættir Eagleton við framboð? WASHINGTON 29/7. George McGovern frambjóðendaefni Demókrata sagði i gær, að hann Kaglcton: ó-amcriskt að lcita læknis? vildi láta Thomas Eagleton um það sjálfan að taka ákvöröun um það, hvort hann hætti við framboð sem varaforsetaefni flokksins. McGovern sagði við blaðamenn i gær, að þeir Eagleton hefðu komið sér saman um að Eagleton skyldi taka málið til endur- skoðunar, ef i ljós kæmi, að við- brögðin við upplýsingum um aö hann hefði gengið til geðlæknis á s.l. áratug reyndust of óhagstæð. Reyndar hafa þau tiðindi að Eagleton hafi átt við streitu að striða og jafnvel verið sektaður fyrir iilvun við akstur haft nei- kvæð áhrif á fjársöfnun til Dem- ókrata og áhrifarik blöð eins og New York Times. McGovern endurtók fyrri um- mæli um að hann bæri fyllsta traust til Eagletons, en ljóst er nú, aö hann mun ekki andmæla ef Eagleton ákveður að draga sig i hlé. Norður-írland: Áhlaup á vígi kaþólskra eru í undirbúningi Hrczkir hcrnieiin biða átckta fyrir utan liin lokuðu kaþólsku hverfi. Nú ætla þcir inn l'yrir götuvigin — enda cru margar fjölskyldur lagðar á flótta til irska lýðvcldisins. BELFAST 29/7. Kaþólskur hótel- eigandi var myrtur i gær og ann- ar kaþólskur maður beið bana i átökum á Norður-trlandi. Hótel- eigandanum var rænt og stolið af honum 1000 pundum sem hann ætlaði i launagreiðslur, en siðar fannst hann dauður með skotsár á höfði. 4000 manna brezkur liðsstyrkur er kominn til Irlands og eru þar nú 21 þúsund brezkir hermenn. Whitelaw trlandsmálaráðherra gaf til kynna i sjónvarpsviðtali i gær, að liði þessu mundi nú beitt til nýrraratlögu gegn bólvirkjum kaþólskra manna á Norður-tr- landi. Hann sagði m.a. að innan skamms munduhersveitir Breta geta l'arið um allar götur og hverfi i Ulster, hvað sem trúarbr. liði og átti þá bersýnilega við hin lokuðu hverfi kaþólskra i London- derry og fleiri borgum. Whitelaw sagði að öll götuvígi mundu rifin niður. 80 ÞÚS. FÉLLU 1BURUNDI NEW YORK 29/7. Sendinefnd sem fór á vegum Sameinuðu þjóðanna til Mið-Afrikurikisins Burundi segir i skýrslu sinni til Kurts Waldheims, að 80 þúsund manns hafi látið lifið i innan- landsátökum þar siðan i april. Yfirgnæfandi meirihluti hinna föllnu munu vera af Hutu-þjóð, sem er i meirihluta i landinu, en lýtur pólitisku forræði Watutsi- manna. Nefndin segir, að unt hálf milj- ón manna séu hjálparþurfi i land- inu og þurfi þegar i stað um 8 miljónir dollara til matvæla- kaupa og kaupa á öðrum nauð- synjum. Þá er talið að um 40 þús- und manns hafi flúið frá Burundi til nágrannarikjanna. 4.500 hús hafa verið brennd til ösku og margir skólar og aðrar opinberar byggingar eyðilagðar. Hafliði Guðmundsson GK, í einni af brautum Skipasmíðastöðvar Njarð- vikur. (Ljósm. Á.Á.) Dreginn úr djúpinu Það mun vera einsdæmi, að bátur sé dreginn upp af 45 faðma dýpi við strönd hér við land, en þetta gerðist er m/b Hafliði Guðmundsson frá Garði var dreginn úr djúpinu og færðurá land í skipasmíða- stöð Njarðvikur, þar sem báturinn er nú í viðgerð. Blaðið hafði samband við Óskar Guðmundsson skipasmið og verk- stjóra i Skipasmiðastöð Njarðvik- ur, og fékk hjá honum þær upp- lýsingar, að báturinn hafi verið búinn að liggja á hafsbotni siðan i april, en þá hvolfdi honum þar sem hann var að netadrætti nokkuð undan Grindavik. Báturinn var nýr, og sjóróðrar á honum höfðu aðeins verið stundaðir i 3 vikur. Báturinn mun hafa fengið hnút á sig meðan á netadrættinum stóð með þeim afleiðingum, að hann sökk i djúpið, en mannskapurinn slapp með naumindum. Einhver náungi hjá tryggingunum, svo og lögreglu- maður úr Grindavik, keyptu bátinn af tryggingunum þar sem hann lá á hafsbotni, en hafa nú selt hann útgerðarmanni i Grindavik. Þegar Hafliði var kominn i slipp i Njarðvikum var vél bátsins sem er 100 hestafla disel- Skotbardagi í flugvél Lin Piaos? OTTAWA 29/7. Sovézkir sérfræð- ingar sem rannsökuðu flakið af kinverskri flugvél sem hrapaði yfir Mongóliu _ i september i fyrra með staðgengli Maós innan- borðs, halda þvi fram að þeir hafi fundið vegsummerki um skotbar- daga i vélinni. Segir hin opinbera fréttastofa Kanada að Kosygin forsætisráð- herra Sovétrikjanna hafi skýrt Trudeau forsætisráð- herra Kanaúa frá þessu mánuði eftir að slysið varð. Opinberir að- ilar kinverskir hafa þegar stað- fest, að Lin Piao hafi farizt er hann reyndi að flýja land eftir misheppnuð áform um að koma Maó formanni fyrir kattarnef. Sovézku sérfræðingarnir munu hafa komizt að þeirri niðurstöðu að áhöfnin i flugvélinni, sem var af brezkri gerð, hafi reynzt trygg Maó formanni og tekið þátt i vopnaviðskiptum sem urðu, þeg- ar Lin Piao og hans menn tóku vélina á sitt vald nóttina milli 12. og 13. september. vél af Buck-gerð, skoluð út með boroliu og rauk hún þá i gang. Við spurðum óskar að þvi hvort ekki væri einsdæmi, að vél sem hefði legið svo lengi i sjó, færi i gang. Sagði hann það ekki vera, þvi ef vél, sem hefði legið á kafi svona lengi væri strax hreinsuð út, væri hún jafn góð eftir sem áður, það er að segja ef ekki næði að þorna á henni. Hefði báturinn hins veg- ar legið i sjó, þar sem flóðs og fjöru gætti, þannig að þornað hefði á henni, hefði hún verið orðin ónýt fyrir löngu. Óskar sagði að báturinn væri verulega skemmdur, þvi gera þyrfti stórviðgerð á byrðingi hans, bakborðsmeginn. Við fengum þær upplýsingar hjá Óskari að báturinn hefði verið smiðaður á Seyðisfirði, af manni noskrar ættar, sem hefði smiðað marga báta, er allir væru hin beztu fley, enda maðurinn lista- smiður. Þvi miður tókst okkur ekki að ná tali af smiðnum, en úr þvi verður vonandi hægt að bæta siðar. —úþ. Loftárásir á stíflu- garða og veðurstríð WASHINGTON PARIS 29/7. Full- trúar Norður-Vietnams á friðar- viðræðunum i Paris halda þvi fram, að bandariskar loftárásir hafi þegar valdið tjóni á stiflu- garðakerfi landsins á um 100 stöðum. Bandariska utanrikis- ráðuneytið heldur þvi hins vegar fram, að loftmyndir sýni tjón á aðeins 12 stöðum, og sé það lftil- væglegt. I gær samþykkti öldungadeild Bandarikjaþings að fella skyldi niður 4,5 miljón dollara fjárveit- ingu til tilrauna til að búa til rign- ingu i hernaðarlegum tilgangi. Hermálaráðuneytið hefur játað að hafa rekið slikan veðurfræði- legan hernað i Indókina. Hutu-nieiin, með liendur bundnará bak aftur, bíða eftir að ganga fyrir aftökusveit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.