Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur :iO. júli 1972 Menn hafa sjálfsagt veitt þvi eftirtekt, að sýningar Háskóla- biós hafa verió mjög til umræðu i kvikmyndaþáttum Þjóðviljans. ()g svo mun verða framvegis. Þegar undirritaður hóf kvik- myndaskrif i Þjóðviljann fyrir rúmum fjórum árum, var tekið skýrt fram, að hér væri ekki um að ræða kvikmyndafræðilega gagnrýni, heldur fyrst og fremst kynningu á þvi sem kvikmynda- húsin sýndu hverju sinni. Sú stefna var tekin strax i upphafi að geta aðeins þeirra mynda sem fram úr þóttu skara. Þýddar hafa verið greinar úr erlendum tima- ritum og bókum um nýjar kvik- myndir og nýja kvikmyrida- hiifunda til að geÍ2 öriitla mynd af þvi sem hefur verið að gerast. Auðvitað er afar erfitt að fjalla um kvikmyndir og eiga þess ekki kost að sjá þær. Kn ég hef orðið var við mikinn áhuga fólks að fá einhverjar fréttir af nýjum af- rekum i kvikmyndaheiminum, og á nieslunni munu birtast greinar um nýjar myndir einstakra kvik- myndahöfunda, svo og um nýrri kvikmyndagerð einstakra landa, eftir þvi sem ta'kifæri gefast. Langvarandi söngur manna um betra kvikmyndaval i Reykjavik hefur hljóðnað á siðustu misser um. Hvers vegna? llefur eitthvað gerzt? Hafa bióstjórar tekið sinnaskiptum? Það er sannarlega hart i ári hjá menningarpostul- um, og Guðlaugur að hætta i Þjóðleikhúsinu. Hvernig eigum vér menningarvitar að láta Ijós vort skina eftir slikar hörmungar? Kvikmyndaval bióanna hefur litið breytzt hvað fjölbreytni snertir; enn eru bandariskar myndir alls ráðandi, eins og reynar viðast hvar á Vestur- löndum. Það vill að visu þannig til, að bandarisk kvikmyndagerð hefur rétt mikið úr kútnum siðustu árin, en þótt hingað komi nú sifellt fleiri nýjar myndir, hafa bióstjórarnir verið einstaklega lagnir að sneiða hjá ýmsum ung- um efnisleikstjórum, svo að við höfum nær algjörlega farið á mis við þessa endurreisn. En auðvitað er þetta tilviljun eins og allt annað i þessum bransa. Mánudagsmyndir Háskólabiós hafa satt sárasta hungur kvik- myndaáhugamanna; ný mynd á þriggja vikna fresti er betra en ekkert. Það er ekki óliklegt að eltir nokkur ár standi Háskólabió með pálmann i höndunum, er þaö hefur mótað „smekk” þúsunda ungmenna, sem verða haröi kjarninn i hópi kvikmyndahúsa- gesta framtiðarinnar. Uppgjöf hinna bióanna er þegar komin i Ijós, þvi þau hafa selt Háskólabiói nokkrar myndir sem hingað hafa verið komnar, en að þeirra dómi voru ,,bara” mánudagsmyndir. Hér fer á eftir listi yfir væntan- legar „mánudagsmyndir”, sem Háskólabió hefur þegar tryggt sér, og er ég illa svikinn ef margar þeirra eiga ekki eftir að teygja sig yfir aðra daga vikunn- ar með dúndrandi aðsókn. Þvi eins og áður sagði hlýtur að koma að þvi að bióið sýni bara mánu dagsmyndir og ekkert annað. Malteusarguöspjalliö, mynd Pier Pablo Pasolinis frá 1964 er mánudagsmyndin á morgun. Þessi bibliumynd marxistans Pasolinis um byltingamanninn Krist er svo framúrskarandi, aö jafnvel kirkjunnar menn hafa hlaðið hana verðlaunum og talið einu siinnu Kristsmyndina sem nokkru sinni hefur verið gerð. Það var alls ekki ætlun Pasolinis að gera myndina að sérstöku verkfæri i höndum kirkjunnar. Krá þessu og ýmsu öðru varöandi gerð inyiidarinnar segir Pasolini i viölali sem mun birtast á kvik- niyndasiöu Þjóöviljans n.k. sunnudag. Háskólabió hefur áður sýnt 3 myndir Pasolinis á mánudags- sýningum: La liicotta (1962), þáttur hans i myndinni Rogopag, þar sem hann hæðist að gerð bibliu-glansmynda eins og þá voru svo mjög i tizku. Er Pasolini gerði þessa hárbeittu satiru var hann þegar farinn að hugsa um eigin bibliumynd, og tveim árum siðar gerir hann Matteusar- guðspjallið. Þá sýndi bióið fyrstu mynd Pasolinis. Accattone (1961) óg Svinastiuna (1969). M.R. — klúbburinn hefur áður sýnt Matteusarguðspjallið. Frakkland. Næsta mynd verður svo Le Cincma de Papa (1970) gerð af Claude Berri. Ég hef séð þessa dýrlegu mynd, sem lýsir þvi á gamansaman hátt hvernig Berri varð sjálfur leikari og leikstjóri. Áður hefur verið sýnd ein mynd Berris, „Gamli maðurinn og strákurinn” (franska kvik- myndavikan). Krancois Truffaut á þrjár myndir á listanum: Fyrsta mynd hans „Ungur flóttamaöur” (1959) þar sem Jean-Pierre Léaud kemur fram barnungur i hlutverki Antoine Doinel, sem hefur siðan verið aöalsöguhetjan i 3 öðrum mynd- um Truffauts, siðast i „Hættum hjónabandsins” (1971) sem bióið sýndi s.l. vetur. M ississípi” spennandi sakamálamynd með Jean- Paul Belmondo og Catherine Deneuve; myndin er tileinkuð Alfred Hitchcock. Villibarniö (1970), Truffaut leikur sjálfur eitt aðalhlutverkið, hlutverk læknisins sem tekur að sér að temja ungan dreng er finnst úti i skógi þar sem hann hefur lifað villtur alla ævi. Þessi mynd hafði mikil áhrif á mig og vekur upp ýmsar spurningar um manninn og siðmenninguna. Tvær myndir eftir Louis Malle: Þá nýrri, Le souffle.au cooeur (1971), hef ég séö; án efa ein allra bezta mynd siðusta ára frá Frakklandi; um ungan pilt, er meö kærleiksrikri hjálp móður sinnar kemst á lagið i kvennamálum. Hin er Calcutta, heimildarmynd gerð á Indlandi 1968, mjög forvitnilegt verk. „Ilnén á Clair” ; nýjasta mynd Eric Rohmers, en áður hefur bióið sýnt La Collectionneuse og Nótt min með Maud. Og að lokum Hindirnar (1968), ein frægasta mynd Claude Chabrol. Hernámsmörkin (1966), ótrú eiginkona ( 1968) og Slátrarinn (1969) hafa allar verið mánudagsm yndir. Af þessari upptalingu er ljóst, að franskir höfundar eru og verða allvel kynntir i Háskólabiói, en auk þessa hefur bióið sýnt myndir Godards og margar fleiri. Þarna vottar óvart fyrir kerfisbundinni kynningu á einstökum leik- a 3. Dodcska-den, Akira Kurosawa 1970. „Bara r I igsmym dir” manuda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.