Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. júli 1972 ©[pOcgDDdlQODm] Hve margar mæður á Ivan Rebrof? tslendingar eru sagðir hafa mikið dálæti á Ivan þeim Rebrof sem sérhæfir sig i rússneskum söngvum og hefur meiri hljöð en flestir menn aðrir. Getur hann hoppað á milli kurrs i þunglynd- um birni og kveinstafa deyjandi fils eins og ekkert sé. Flestir munu telja, að náungi þessi sé rússneskrar ættar, enda hefur hann sjálfur ýmsar sögur á lofti um að móðir hans hafi verið rússnesk og að i ættinni hafi verið að minnsta kosti einn stórfursti. Þetta mun þó allt vera lygimál, eða svo segir faðir Rebrofs, sem er maður alþýzk- ur og heitir Paul Rippert. Ivan Rebrof heitir nefnilega, réttu nafni Hans Rippert: það hefur vist áður komið fyrir aö striga- bassar tækju sér rússneskt nafn og það sama hefur komið fyrir dansmeyjar. Og móðir Rebrofs — eða sú sem hann sjálfur viðurkennir sem móður sina, kunni ekki orð i rússnesku. Rebrof verður að hafa i þjónustu sinni rússneska útlagakonu sem leiðréttir fram- burð hans. Hér við bætast nú þau vandræði, að fleiri en ein kona gera tilkall til að vera móðir þessa vinsæla sirkustrúðs i sönglistinni. Paul karlinn var nefnilega framúrskarandi kvensamur á ungum aldri og eru ekki öll kurl komin til grafar þeim efnum. Ivan Itebrof heitir réttu nafni Hans Itippert og er alþýzkur. Rebrof kyrjar: þunglyndur björn og helsærður fill. Villimannlegustu aðfarir síðan Gyðingamorð Hitlers leið . . . — segir George McGovem um lofthemað Nixons í Indókina Fyrir skemmstu féllu tiu sprengjur á sjúkrahúsið i Thanh Hoa og lögðu það í rúst. Tvisvar áður hafði sjúkrahús- ið vcrið eyðilagt og byggt upp aftur — árin 1968 og 1971. Hér fer á eftir ivitnana safn um loftárásir Bandarikjamanna á stiflugarða Norður-Viet- nams, sem mjög hafa verið ofarlega i frétta- flutningi undanfarinna vikna. Vietnam er i þeim hluta heims þar sem úrkoma getur orðiö m jög mikil stundum 600mm á dag. Og i Norður-Vietnam er mikið um ár og skuröi. Þar verða oft flóð,og meiri flóð en i flestum öðrum ám i heiminum. óshólmar Rauðár eru efnahagsleg, pólitisk og menn- ingarleg miðstöð fyrir allt landið. Svæðið er mjög þéttbýlt — i sum- um héruðum eru 600 ibúar á hverjum ferkm. Yfirborð árinnar er miklu hærra en akranna og ás- ar i kring. Sums staðar er hæðar- munurinn 6—7 metrar. t staðar- héruðunum verður yfirborð sjávar 2—3 m hærra en akrarnir i háflæði. Ef ekki kæmi til kerfi stiflugarða væri norður vietnamska sléttan á floðartim- anum undir vatni, sem flæða mundi yfir alla akra, þorp og borgir, jafn i innsveitum sem úti viö ströndina. Og ekki væri hægt að rækta strandhéruðin á stiflu- garöanna við sjóinn. A regntimanum frá júni til okt- óber eru margar miljónir manna, sem búa á margra þúsund ferkm. svæði, háðir stiflugarðakerfi,sem er um 3000 km á lengd. Þvi hafa öll spjöll sem unnin eru á þessu kerfi, einkum i óshólmum Rauð- ár, hinar skelfilegustu afleið- ingar, sem ekki verða fyrir séðar. Af sjálfu leiðir að stiflugarð- arnir i Norður-Vietnam hafa mjög mikla þýðingu fyrir fólkið i landinu og að þeir hafa enga hernaðarlega þýðingu eins og Nixon hefur reynt að láta liggja að (sbr. ræðu i Texas 30. april s.l.) Vinna Vietnama að stiflugerð þessari hefur staðið i meira en þúsund ár og siðan landið losnaði undan frönsku valdi hefur kerfi þetta veriö aukið og endurbætt. En i tilraun sinni til að bjarga stöðu sinni og leppstjórnarinnar i Suður-Vietnam hefur Nixon skip- að svo fyrir að flugvélar og her- skip skuli ráðast á stifiugarðana. Frá 10. apríl til 10. júni hefur sprengjum verið varpað 68 sinn- úm á stiflugarðana. 32 flóðgarðar og 31 stifla hafa orðið fyrir sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess hafa Banda- rikjamenn drepið þá sem sendir eru til að gera við garðana. Enda þótt þetta leiði ekki til flóða þegar i stað hafa þessar að- gerðir háskasamlegustu afleið- ingar. Að spilla görðunum nú, áður en vatnið ris sem hæst, veikir þá mjög. Nixon hefur oftar en einu sinni haldið þvi fram, að flugmenn hans hafi kastað sprengjum á stiflurnar i misgán- ingi — en það er lýgi tóm og hræsni. Tran I)ang Khoa verkfræðingur, forstjóri Vatnsorkumálastofn- unar Alþýöulýðveldisins Viet- nams. JEAN-CHRISTPHE ÖBEItG sendihcrra Sviþjóðar i Hanoi: Sjálfur hef ég séð fyrir þrem vikum, sprengjugiga i stíflugörð- um á óshólmasvæðinu við Rauðá. Ef sprengjukast þetta eyðileggur stiflukerfið mun það hafa hinar alvarlegustu afleiðingar þegar regntiminn stendur sem hæst um mánaðamótin ágúst-september. Það er gott að við vitum nú þegar hver ber ábyrgðina á sliku stór- slysi. Við verðum að gera allttilað koma i veg fyrir þessa þróun. þvi að miljónir mannslifa eru i hættu og Norður-Vietnam verður að lik- indum i fyrsta Sinn fyrir barðinu á hungursneyð. Ræða á þingi Sambands ungra sósialdemókrata i Stokkhólmi 30. júni. JEAN TIIORAVAL fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP: Ég sá (24/6) stiflugarð i Nam Dinh héraði sem var eyðilagður á kflómeters löngum kafla. Stiflu- garðarnir eru i raun og veru skot- mörk flugvélanna, þeir hafa ekki verið hæfðir i misgripum. Le Monde 27/6. ANTIIONY LEWIS — Internati- onal Herald Tribune: Enginn þarf að efast um hvað skipulögð eyðilegging stiflugarð- anna á þessum tima þýðir. Hún réttlætir notkun ofnotaðs orðs: Þjóðarmorð. IHT 27/6 GEORGE MCGOVERN forseta- efni Demókrata: Loftárásir Nixons í Indókina eru villimannlegustu aðgerðir sem nokkurt land hefur staðið fyrir siðan Hitler reyndi að út- rýma Gyðingum. Auk þess er fjöldamorð á saklausu fólki smánarblettur á bandariskri sögu. Le Monde 2. júlí. NEW STATESMAN, brezkt viku- blað: Þegar Bandarikjamönnum tekst ekki að vinna striðið leggja þeir allt i auðn og eru svo ósvifnir Skólabörn í Norður-Vfetnam flýta sér í loftvarnarbyrgi. drepa. Hann fæst nú við að búa til rigningu og efna til flóða. Og hin siðferðilega tvöfeldni Bandarikj- anna er slik, að á meðan Hvita húsið lýsir riki eins og Pennsylv- aniu og Virginiu „stórslysa- svæði” virðist enginn taka eftir þvi, að Vietnam er um leið dæmt til meðferðar sem er margfalt verri en sú martröð sem hrjáð getur bandariskan heimilisleys- ingja. N.S. 20. júni. að kalla þetta frið. Nixon forseti hefur allavega eina ástæðu til að gera tilkall til frægðar: hann hefur staðið fyrir takmarka- lausari eyðileggingu en nokkur annar maður i sögunni. Hr. Nixon hefur ekki sýnt minnsta dæmi um háttvisi. Jafnvel óljósar staðhæf- ingar um að Bandarikjamenn hafi aðeins áhuga á hernaðar- mannvirkjum sem skotmörkum eru horfnar. Risasprengjuflug- vélarnar B-52 eyða landinu og öllu sem á þvi er. En Mr. Nixon lætur sér ekki nægja að brenna og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.