Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.07.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. júlí 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5. Ragnar Arnalds. formaður Alþýðubandalagsins % SKATTAR EINSTAKLINGA Nýja kerfið: tekjuskattur + útsvar (10%) Gamla kerfið: tekjuskattur + útsvar + nefskattar Þús. kr. 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 Linurnar tvær eiga aft sýna, hve mikinn hluta tekna sinna einhleyp- ingurgreihir i skatt, samkv. gamla kerfinu (brotin lina) og nýja kerf- inu (óbrotin). Nýja kerfið er miklu mildara gagnvart lágtekjumönnum en það gamla og veldur þar afnám nefskattanna mestu. En þegar kom- ið er um og y fir 400 þús. kr. tekjur (sjá punktalinu) sýna kerfin svipaða álagningu, þ.e. um 27%, og á tekjum þar yfir er nýja kerfið jafnt og þétt þyngra.eftir þvi sem ofar dregur. Strikuðu svæðin sýna giöggt. hvern- ig byrðin hefur verið færð til af lágtekjufólki og yfir þá, sem hærri tekj- ur hafa. Sams konar linurit, yfir skatta HJÓNA MEÐ 2 BÖRN sýnir svipaða tilfærslu skattabyrðar frá lágtckjufólki og yfir á þá, sem tekjuhærri eru, en þar skerast ekki linurnar, l'yrr en i B00 þús. kr. tekjum, sem táknar að þar undir er nýja kerfið miidara gagnvart þessum fjöl- skylduhóp. en þar yfir þungbærara. Skattaföllin á teikningunni eru byggð á útreikningum Reiknistofnun- ar Háskólans og miðast við, að einstaklingurinn hafi við útreikning tekjuskatts að meðaltali 15% af tckjum sinum i frádrátt (vextir, hálfar iaunatekjur konu o.fl. fyrir utan persónufrádráttinn. I>eir, sem hafa hlutfallslega minni frádrátt en 15% lenda i hærri skattprósentu en teikningin sýnir i báðum kcrfunum og öfugt um þá, sem meiri frádrátt hafa. (Jtsvarið miðast við það, sem venjulegt telst, skv. gömlu lögunum (30%) og nýju lögunum (10%) og þvi er hvorki reiknað með aukaálagi né afslætti. Til hvers var skattalöguiram breytt? Þá er hún að liða hjá garði hin árlega óveðurslægð, sem jafnan fylgir útkomu skattskrár. Að þessu sinni hefur ekki farið mjög mikið fyrir henni og ekki hvesst að neinu ráði. Að minnsta kosti er blásturinn nokkuð ólíkur þeim stormi og stólparoki, sem stjórn- arandstaðan hafði boðað og gert sér vonir um að feykja myndi þessari skelfilegu rikisstjórn út i hafsauga. Almennt er viðurkennt, að skattar á lágtekjufólki hafa lækk- að, þegar höfð er hliðsjón af af- námi sjúkrasamlags- og trygg- ingagjalda. Hins vegar er ljóst, Ragnar Arnalds formaður Al- þýðubandalagsins að ýmis dæmi eru um óeðlilegar og óréttmætar skattahækkanir, einkum á Iifeyrisþegum og rosknu fólki. sem haft hefur sæmilegar tekjur en litinn frá- drátt. \ Reyndar var það ekki ætlun nú- verandi þingmeirihluta með breytingu skattalaganna að minnka heildarskattby rðina, semá þjóðina er lögð. Það er að sjálfsögöu ekki gerlegt á sama tima og unnið er að þvá að stór- auka félagslega þjónustu við al- menning, hækka verulega greiðslur til aldraðra og öryrkja, hraða byggingu sjúkrahúsa, skóla og barnaheimila og jafn- framt örva uppbyggingu mikil- vægustu atvinnugreina. Til alls þessa þarf þjóðin að leggja mikla fjármuni til hliðar i beinum og óbeinum sköttum. Heildarskatt- byrðin er þvi svipuð og áður eða rétt um þriðjungur af þjóðartekj- um. Hins vegar var það ætlun stjórnarflokkanna að lyfta nokkr- um hluta af þeirri byrði, sem hvilt hefur á lágtekjufólki, og flytja hana yfir á þá, sem meiri tekjur hafa. Þetta var gert með þvi að hætta að innheimta sjúkrasam- lags- og tryggingagjald, sem lagðist jafnt á alla og hefði orðið á þessu ári 23 þús. kr. á hjón og 16 þús. kr. á einstakling, en inn- heimta þetta fé i staðinn með auknum tekjuskatti, sem ekki leggst á lægstu tekjur og er stig- hækkandi. Óhætt er að fullyrða, að þessi tilfærsla hefur tekizt vel. Einhleypir framteljendur munu vera um 48 þúsund talsins og af þeim hafa um 35 þúsund fengið hlutfallslega lægri skatt en áður, flestir talsvert lægri skatt. Þetta er fyrst og fremst skólafólkið og aörir þeir, sem haft hafa minna en 200 þús. kr. i árstekjur. Þriðj- ungur hjóna, sem ekki hafa börn á framfæri sinu, lækka hlutfalls- lega i samanlögðum sköttum, þ.e. þau hjón, sem haft hafa minna en 350 þús. kr. brúttótekjur og fast að helmingur hjóna með börn á framfæri sinu hagnast á breyt- ingunni, þ.e. yfirleitt þau, sem eru neðan við hálfa miljón í árs- tekjur. Það má þvi hiklaust segja, að þessimikla tilfærsla hefur náð til- gangi sinum. En þó eru á þvi undantekningar. Aldrað fólk með ellilifeyri greiddi ekki nefskatta áður og hagnast þvi ekki á afnámi þeirra, en fær þó hærra útsvar og jafnvel tekjuskatt vegna stórauk- inna lifeyristekna. Að visu voru sérstakar ráðstafanir gerðar við lokameðferð tekjuskattsfrum- varpsins til að vernda ellilifeyris- þega, en þær gengu of skammt og hlifa aðeins, þegar tekjur hjóna eru neðan við ca. 245 þúsund og tekjur einhleypinga neðan við ca., 170 þúsund kr. Þennan vankant á skattalögunum þarf aðsniða af og það tafarlaust, en i heild má hik- laust segja, að þessar gagngeru breytingar hafi náð þvi megin- markmiði, sem þeim var ætlað, þ.e. að gera skattakerfið bæði einfaldara og réttlátara en áður var. KVARTANIR OG ÞAKKARÁVÖRP Nýja skattalöggjöfin stuðlar ekki aðeins að jöfnun milli ein- staklinganna innbyrðis. Einn mesti kostur þessara breytinga er sá, að tekjulitil sveitarfélög hafa fengið hlut sinn verulega bættan. Hlutverk bæjar- og hreppsfélaga er alls staðar það sama: að standa undir margs konar samfé- lagslegri þjónustu við ibúana. En aðstaða sveitarfélaganna til að gegna þessum þjónustustörfum hefur verið ótrúlega mismunandi. Þessu valda ýmsar aðstæður, sem of langt mál er að telja hér upp, en staðreyndin er sú, að á siðast liðnu ári höfðu bezt settu kaupstaðirnir um 21.000 kr. i fast- eignagjöld, útsvör og aðstöðu- gjöld á á hvern ibúa, meðan önn- ur bæjar- og hreppsfélög höfðu aðeins 10-11.000 kr. tekjur á ibúa af sömu tekjustofnum. Slikur mismunur á tekjum sveitarfélaga er mjög varhugaverður, enda kallar hann fram þess háttar vitahring misskiptingar, að hætt er við, að staðir i erfiðleikum sökkvi stöðugt dýpra i fenið og munurinn fari vaxandi. Það er aö sjálfsögðu engin til- viljun, að einmitt forráðamenn þeirra sveitarfélaga, sem haft hafa yfirgnæfandi mestar tekjur á ibúa eins og Reykjavik og Vest- mannaeyjar, skuli nú kvarta sár- ast og telja sér þröngan stakk skorinn i tekjuöflun. Aftur á móti er nú mestur fögnuður hjá þeim, sem verst hafa verið settir og nú hafa bætt hag sveitarfélags sins um 20-40%, enda hafa sumar þessara sveitarstjórna eins og bæjarstjórnin i Siglufirði, sem þó er undir forystu Sjálfstæðis- manna, sent hlýleg þakkarávörp til rikisstjórnarinnar, sem Geir Hallgrimsson fullyrðir aftur á móti að ætli sér að kyrkja og kæfa íramkvæmdagetu sveitarfélag- anna. TEKJUSKATT EDA NEYZLUSKATT Það er sérstaklega eftirtektar- vert i sambandi við framiagningu skattskrár. að fólk virðist vera miklu viðkvæmara fyrir hækkun á beinum sköttum en óbeinum. Hvað eftir annað var söluskattur hækkaður i tið fráfarandi stjórn- ar, sem nam tugþúsund króna ár- legu álagi á hverja fjölskyldu, án þess að verulegar kvartanir heyrðust. En miklar hækkanir á beinum sköttum valda alltaf miklu uppnámi. Þetta má aðal- lega skýra á tvennan hátt: 1 fyrsta lagi eru menn orðnir vanir þvi — margir frá blautu barns- beini — að vörurnar hækki stöð- ugt i verði og kippa sér þvi ekkert upp við söluskattshækkun. 1 öðru lagi er söluskatturinn stað- greiðsluskattur. Tekjuskattur og útsvör eru einmitt sérstaklega óvinsæl skattgjöid, vegna þess að þau eru greidd eftir á, — fólk er (ílneytt að láta af hendi fé, sem er búið að fá i hendur og oft búið að ráðstafa. Er þá kánnski neyzluskatturinn i einu eða öðru formi það, sem koma skal'? Mikill áróður er rek- inn fyrir auknum neyzlusköttum og minni lekjusköttum, og óneitanlega hafa neyzluskattar ýmsa kosti, bæði fyrir rikið og skattgreiðendur. En neyzluskatt- inn skortir það, sem telja má aðalkostinn við tekjuskattinn: að stuðla að tekjuöflun og þar meö auknu jafnrétti i þjóðfélaginu. Það er að visu laukrétt, sem oft er bent á, að séu neyzluskattar veru- lega lækkaðir og tekjuskattarnir hækkaðir að sama skapi, er hætta Frh. á bls. 15 Hestamenn Hópferð á Evrópumeistaramót íslenzkra hesta í St. Moritz. Brottför 7. september. Fararstjóri: Ragnheiður Sigurgrímsdóttir. LOFTLEIDIR FERDAÞJÚNUSTA VESTURGATA 2 simi 20200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.