Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 17. © Alistair Mair: Það var sumar i gær hana, dregur hana niður i svaðið, auðmýkir hana — — En það er ekki satt! — Vist er það satt. Og þú ættir að skammast þin. Þetta er hlið á þér sem ég hef aldrei séð fyrr og hún er býsna ógeðfelld. — En heyrðu, ég var bara að reyna að gera henni ljóst — — Þú gerðir okkur aðeins eitt ljóst, sagði Elisabet. — En það gerðirðu lika svo að um munaði. Þú gerðir okkur ljóst að þér stæði nákvæmlega á sama um Susan og afdrif hennar. Þú hefur ekki áhyggjur af öðru en eigin áliti, virðingarstöðu þinni i þjóðfélag- inu eins og þú kallaðir það — — En hún skiptir máli. Hún skiptir miklu máli fyrir okkur bæði. — Já, sagði Elisabet. — Vist skiptir hún máli. Hún sneri sér undan. — Það var verst að þú skyldir ekki hugsa út i það áður en þú fórst að flækja þér i þetta með Anne Fenwick. Hún sagöi þetta rólega, en það orkaði á hann eins og löðrungur. Þegar hann mátti mæla, var rödd hans eins og i ókunnugum manni. — Við hvað áttu með þessu? — Aðeins það, að það situr sizt á þér að prédika yfir öörum um siðgæði og mannsæmandi hegðun. Andartak var hann agndofa og stóð stjarfur. Siðan tók hann við- bragð. Hann þreif i öxl hennar og sneri henni að sér. — Hvað ertu eiginlega að fara? spurði hann ofsalega. — Hvað ertu eiginlega að fara? Hún leit á rólega á hann. — Slepptu mér sagði hún, — Bættu ekki ofbeldi ofaná hjú- skaparbrot. — Guð minn góður! Hann ýtti henni frá sér. — Hvað á þetta að þýða? Hvað áttu við með þessu? — Þú ættir að vita það, sagði Elisabet. — Eða neitarðu þvi? — Neita ég hverju? — Að þú standir i sambandi viö Anne Fenwick? — Já! Já, sagði hann. — Vist neita ég þvi. Hún yppti öxlum. — Jæja þá. Neitarðu þvi kannski að hafa verið úti með henni? Neitarðu þvi að hafa setið með hanni að drykkju á Kastala- hótelinu, i Stirling lika og i bilum með henni að kvöldlagi — ? — Nei, hrópaði hann. — Mér dettur ekki i hug að neita þvi. En það gerðist aðeins einu sinni og það er ofureinföld skýring á þvi. — Fyrst það var svona sak- laust, af hverju leyndirðu mig þvi þá? — Hamingjan góða. Hann sneri sér undan. Hann lyfti höndum og lét þær siga i örvætningu. — Ég sagði þér það ekki, vegna þess að það vitist ekki skipta neinu máli, það var skýringin. Það hvarflaði ekki að þér að öðru fólki kynni að þykja það mikilvægt, nógu mikilvægt til að ég fengi vitneskju um það. Þér datt ekki i hug, að það er ekki GLENS ætlazt til þess að kvæntur maður i þinni stöðu sé á vertshúsum að drekka með öðrum konum, allra sizt ungum og glæsilegum konum, eins og þessi er talin vera? Þér datt ekki i hug, að þú værir að gera þitt til að eyðileggja þitt eigið mannorð, engu siður en þú segir að Susan hafi gert? — I guðanna bænum! — Eða hefurðu kannski tvenns konar uppskrift að hegðun lika, eina handa dóttur þinni og aðra handa sjálfum þér, rétt eins og þú sagðir um Morrison? — Morrison! Hann starði á hana. — Já, sagði hún. — Morrison Það er ekki sérlega mikill munur- inn á framkomu hans við Margret og framkomu þinni við Susan. Fyrir unga stúlku geta orð verið eins grimmileg og barsmið, það ætturðu að vita. Eða gerðirðu þér það ekki ljóst? — Morrison, sagði Peter lágri röddu. — Það hlýtur að hafa verið hann sem sagði þér það. Hann sá mig þarna um kvöldið i Stirling. Þegar við komum út af veitinga- húsinu, var hann fyrir utan. Það hlýtur að hafa verið hann — — Já, sagði Elisabet. — Það var hann. — Og þú trúir þvi sem hann segir? Rödd hans var biturleg. — Þegar ég segi þér að það sé á þessu saklaus skýring, þá viltu ekki hlusta á mig, en samt ertu reiðubúin að taka trúanleg orð óheflaðar fyllibyttu á borð við Morrison. Er það rétt? Hún yppti öxlum. — Þú ættir ekki að gefa högg- stað á þér — — Látum þaðliggja millihluta, Svaraðu einni spurningu. Tekurðu fremur mark á orðum hans en minum? Hún sneri sér undan. — Mig langar ekki til að taka mark á orðum hans, sagöi hún titrandi röddu. — En þú hefur ekki gefið mér skýringu. — Jæja, sagði hann hörkulega. — Eg skal þá gefa þér hana núna. Við hittumst i Stirling eins og þú veizt mætavel. Við hittumst á ná- kvæmlega sama hátt og ég var búinn að segja þér og ræddum um heilsufar systur hennar eins og til stóð. Hjá Randolph yfir glasi. Hefurðu eitthvað við það að athuga? Hún beit á vörina. — Nei — — Gott og vel. Það var fvrsta stefnumótið. Og svo var ann að skipti á föstudaginn var. Leyfðu mer á minna þig á að Anne er að hjúkra systur sinni, sem er dauðvona. Hún vinnur frá morgni til kvölds, að ég nú ekki tali um öll þau skipti sem hún þarf að fara ofan á næturnar. A föstudagskvöldið var hún alveg að gefast upp. Ég tók eftir þvi, vegna þess að það tilheyrir starfi minu að taka eftir sliku. Ég komst að þvi að hún hafði ekki komið út úr húsi vikum saman. Og þess vegna fór égút-með hana. Við sátum svo sem klukkutima á barnum i Kastalahótelinu. Ég ók henni beina leið þangað og siðan rakleittheim. Og það er nákvæm- lega það sem gerðist, hvorki meira né minna. Og nú ertu búin að fá skýringuna, Hvað hefurðu svo um þetta að segja? — Aðeins það, að þú hefðir átt að segja mér frá þvi. — Guð minn góður, mér fannst ekki taka þvi að tala um það. Geturðu skilið það? Hún hristi höfuðið. — Nei, Peter. Það er mikilvægt vegna þess að þú sagði mér ekki frá þvi. Það er mikilvægt vegna þess að með þvi gafstu höggstað á þér, gafstmanni eins og Morrison færi á að draga sinar ályktanir — — Rangar ályktanir! sem þú trúðir á! — Ég sagði ekki að ég tryði á þær. — Jæja, mér fannst engu likara en þú tryðir honum. Og ég hef það ekki enn á tilfinningunni, að þú truir mér. — Mig langar til að trúa þér — — Nú, jæja. Hvað kemur i veg fyrir það? Valið er einfalt. Það er staðhæfing hans gegn minni. Elisabet dró andann djúpt og sneri sér að honum. Andlit hennar var ekki lengur kalt og hörkulegt. Hún var kviðin, áhyggjufull og biðjandi. — Peter, ég get trúað þér ef þú gefur mér eina yfirlýsingu. — Hverja? — Að ekkert sé á milli þin og Anne Fenwick. BRIDGE Meistarar á villigötum Er þessi alslemma of erfið til þess að viðfrægir meistarar geti unnið hana við spilaborðið? Það ma'tti ætla, þvi að þegar hún var spiluð, töpuðu þeir Avarelli og Robinson henni. hvor við sitt borð. Látið yfir hendur Austurs og Vesturs, áður en þið ákveðið hvernig spila skuli. N sp. AlO hj. K86 ti. Á87 la. KD1073 borði, og tekur nú á frispilin i laufi. Austur getur ekki trompað, en Suður kastar af sér öllum tiglunum. Siðan trompar liann tignl (önnur stytting), fer inn i blindan á hjartakóng og krækir sér i spaðagosann ,,Það vekur sannast sagna furðu að jafn leiknir spilamenn og hér héldu á spilunum skyldu ekki varast að spaðagosi gæti legið fjórði, með þvi að taka strax á ás og kóng i spaða, eftir að hafa tekið á hjartaásinn. En enginn er óskeikull. „Þótt á móti blási” V sp. 4 hj. G1052 ti -10% la. G984 A sp. G765 hj. D743 ii. 42 la. 652 S sp. KD9832 h j. A9 ti. DG53 la. Á Vestur la'tur út hjartatvist. Hvernig hefðu þeir Avarelli og Robinson átt að halda á spilunum til að vinna alslemmu i spaða, hvernig sem viirninni var háttað? Meistarar á viliigötum Þessi gjöf kom upp á „olympiu- keppninni” i Deauville, þegar itölsku „blástakkarnir” („Blue Team") og bandarisku meistararnir áttust við. t hvorug- um salnum tókst sagnhölunum, sem voru þó ekki af verri endan- um, að gæta sin fyrir slæmri skiptingu trompanna. (Uppsetning, engar sagnir og ný spurning, þessi). Vestur lætur út hjartatvist. llvernig hefði Avarelli .við annað borðið og Robinson við hitt, átt að halda á spilunum, til þess að vinna alslemmu i spaða, gegn beztu vörn mólherjanna? Svar: Fyrst af öllu verður að forðast sviningu i tigli, en i staðinn fria limmta tigulinn, lalli ligulgosinn ekki. En það verður einnig að gera ráð fyrir óhag- stæðri skiptingu trompanna, þ.e. að Austur eigi gosann fjórða. Suður tekur með hjartaásnum til að geyma sér innkomu i borðinu, siðan tekur hann á spaðakónginn, laufaásinn og loks á spaðaásinn. Iieynist Vestur aðeins eiga einn spaða, þ.e. að Austur eigi gosann fjórða, þá verður sagnhafi annað- hvort að ákveða að reyna að spila háspilunum i lauli i þeirri von að gosinn lalli, eða þá að reikna með þvi að tigulkóngurinn liggi „réttu. megin”. Það eru heldur meiri likur á þvi, að ligulkóngurinn liggi rétt en að laulagosinn sé þriðji, en það eitt nægir ekki til þess að rétt sé spilað, þvi að verjast verður þvi að Suítur eigi tvispil i tigli, eins og hann átti reyndar. Eftir að Suður hefur tekið á spaðaásinn, trompar hann laufog lætur út tiguldrottninguna, sem Vestur helur allan hag af að láta kónginn á. Suður tekur á ásinn i Vandinn i þessari þraut* að verjast slæmri skiptingu i öðrum hvorum aðallitnum. En svo undarlega vildi til, að sagnhafa tókst að vinna spilið, enda þótt það virtist óvinnanlegt. N sp. KD hj. G64 ti. DG63 la. 8642 V sp. G8 hj. KD7532 ti. 10874 la. K A sp. 10942 hj. A109 ti. 9 la. DG1097 s sp. Á7653 hj. 8 ti. ÁK52 la. Á53 Sagnir Vestur Suður gefur á hættunni. Austur- Suður Vrstu r Noröur Austu r 1 sp. pass i gt-: pass 2. ti pass 3 ti pass 5. ti pass pass pass Vestur lætur ú( hjartakónginn og þvina'st hjartafimm una. Austur hafði látið tiuna i fyrsta slaginn, tók sexuna með hjarta- niunni. Hvernig fór sagnhafi að vinna sögnina fimm tigla gegn beztu vörn? Athugasemd viö sagnirnar: Þessar sagnir sýna ljóslega að rétt er að hækka gildi þeirra spila, sem eiga „vissa slagi þegar i stað”, þegar spilað er i lit. Þegar Norður tekur undir með þriggja (igla sögninni, getur Suður got sér lulla grein fyrir skiptingu spila hans og hækkað gildi (fjölgað punktum ) hónorslaga sinna. llann má meta hönd sina þannig: 15 lágpunktar (26 Vinarpunktar) og tveir punktar til viðbótar a.m.k. (3-4 Vinarpunktar) fyrir tvo ása sina og ás, kóng i tigli og enn tveir lágpunktar, vegna skiptingarinnar, eða samtals 19- 20 lágpunktar (31-32 Vinar- punktar) sem að viðbættum þeim 9-10 lágpunktum, sem með- spilarinn heíur gefið honum loforð um, tryggir þeim félögum nær þrjá fjórðu af öllum punkta- fjöldanum. Suður getur þvi gert sér vonir um eina ellefu slagi og hann hefur vaðið fyrir neðan sig, þegar hann segir fimm tigla. Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðnum á árinu 1973. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu sjóðsins að Egilsbraut 11, Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkomlega fyllt út og að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir um lán skulu hafa borizt til skrifstofu sjóðsins fyrir 15. febrúar n.k. Neskaupstað 8. janúar 1973 Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.