Þjóðviljinn - 16.05.1973, Page 7
Miðvikudagur 16. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
GERÐUR ÓSKARSDÓTTIR:
FRJÁLSAR
.
Gerður óskarsdóttir
FÓSTUREYÐINGAR
Fyrstu lög um fóstureyðingar i
heiminum heyrðu undir hegn-
ingarlög og voru sett í varnaðar-
skyni. Siöan verður þróunin sú, að
fóstureyðingar teljast réttlætan-
legar, ef lifi og heilsu konunnar er
talin hætta búin vegna
þungunarinnar. Næsta stig þró-
unarinnar var að lögsetja af
hvaða ástæðum fóstureyðingar
voru heimilar og hvernig hægt
væri að fá leyfi til þeirra.
Núgildandilöggjöf á Islandi um
fóstureyðingu er frá 1935 og var
okkar fyrsta fóstureyðingalög-
gjöf. Þegar hún var sett, var hún
ein frjálslegasta og mannúðleg-
astalöggjöfum þessi efni I heimin-
um.þviþarer í fyrsta sinn tekið
tillit til félagslegra aðstæðna auk
læknisfræðilegra. I henni segir,
að fóstureyðing sé heimil innan 8
vikna meðgöngutima, ef augljóst
þykir, að konunni sé mikil hætta
búin að ganga með og ala barnið.
Þar má taka tillit til þess, ef kon-
an hefur alið mörg börn með
stuttu millibili og skammt er liöið
frá siöasta barnsburði. Einnig má
taka tillit til heimilisaðstæðna
konunnar, búi hún við ómegð, fá-
tækt eða alvarlegt heilsuleysi
annarra á heimilinu. Tekið skal
fram, að félagslegar ástæður ein-
ar nægja ekki, þær verða að vera
tengdar heilbrigðisástæðum.
Samkvæmt lögunum má fóstur-
eyðing aðeins fara fram á viður-
kenndum sjúkrahúsum og skrif-
leg rökstudd greinargerð tveggja
lækna um nauðsyn aðgerðarinnar
þarf að liggja fyrir. Umsókn um
fóstureyðingu fer siðan oftast
ásamt greinargerðum til 3ja
manna nefndar, undir forsæti
landlæknis.og hefur hún úrslita-
vald um veitingu leyfisins.
bvi miður hefur framkvæmd
laganna ekki verið jafn mannúð-
leg og þau gefa tilefni til. Vitað er
til, að fjölmörgum konum hefur
verið synjað um fóstureyðingu,
þótt aðstæður þeirra hafi verið
hinar hörmulegustu, og flestum
þætti fóstureyðing sjálfsögð. Er
\ þarna t.d. um að ræða konur,
sumar á fertugsaldri, sem eru
búnar að eignast mörg börn, eru
útslitnar og heilsulausar. Aðrar
hafa búið við mjö erfiðar félags-
legar aðstæður, t.d. átt heilsu-
lausa eiginmenn eða verið ein-
stæðar mæður, átt vanþroska
börn fyrir o.s.frv.
Ef nú litið er á töflur um lög-
lega framkvæmdar fóstureyðing-
ar á Islandi, kemur i ijós, að
mikill meirihluti er eldri konur,
en hins vegar er þetta öfugt i Svi-
þjóð, þar eru þær yngri i meiri-
hluta. Þetta kemur manni á óvart
vegna hins mikla fjölda ungra
mæðra hér á landi. 1 tölfræði-
handbók Hagstofunnar frá 1967
segir, að á árunum 1961-65 hafi
45,6% af árlega fæddum börnum
átt mæður á aldrinum 16-19 ára.
Arin 1966-70 eru börn mæðra á
aldrinum 16-19 ára orðnar 51,8%
af árlega fæddum börnum. 1
könnun sem Margrét Margeirs-
dóttir gerði árið 1969 á félagsleg-
um aðstæðum ógiftra mæðra,
kemur i ijós, að 54% af ógiftum
mæðrum eru 15-19 ára.
Skoðun min er, að fóstureyðing-
ar eigi að gefa alveg frjálsar. Þær
séu framkvæmdar annað hvort að
ráði læknis t.d. vegna heilsufars,
félagslegra aðstæðna eða vegna
hættu á vansköpun barnsins eða
vegna óska konunnar sjálfrar,
sem þá telur sig ekki vera tilbúna
til að fæða barn. I rauninni eru fé-
lagslegar ástæður einnig heilsu-
farslegar: a.m.k. eru æ fleiri
læknar farnir að lita svo á, að fé-
lagsleg heilsa skipti ekki minna
máli en likamleg.
Endanlegur ákvörðunarréttur
á að vera hjá konunni sjálfri, en
þar með er ekki sagt, að kona eigi
að geta labbað sig inn á næsta
sjúkrahús og beðið um fóstureyð-
ingu. Sjálfsagt er, að konaan sé
frædd um þá möguleika sem hún
á kost á og um hugsanlega áhættu
samfara aðgerðinni. Samtal við
t.d. félagsráðgjafa eða sálfræöing
væri þvi næsta stig eftir að koa
hefur ráöfært sig við lækni sinn.
Læknar eru aðeins venjulegir
menn, en þurfa ekki að vera sál-
fræðingar. Væri eðlilegt, að konu
væri bent á aðrar leiðir út úr
vandræðum sinum, eins og vist á
mæðraheimili, ef fyrir hendi er,
húsnæðishjáip, dagvistun fyrir
barnið, peningaaðstoð, aðstoð til
menntunar eða starfsþjálfunar
o.s.frv. Hugsunin aðbaki þessu er
sú, að kona sé ekki neydd til
fóstureyðingar, vegna félags-
legra erfiðleika,ef hana langar i
raun og veru að eignast barn.
Æskilegt væri, að barnsfaðir tæki
einnig þátt i þessum viðtölum ef
mögulegt er. '
Sjái kona ekki aðra lausn á
vandamálum sinum en fóstureyð-
ingu, er það ábyrgðarhlutur að
þröngva henni til að ala barn,
sem hún óskar ekki eftir,og hætt
er við að barn, sem fætt er við
slikar aðstæður, fari á mis við þá
umönnun, uppeldi og ástúð, sem
hvert lifandi barn á rétt á. Óskil-
getin börn fara oft á tiðum alveg á
mis við náin tengsl við föður sinn.
Föðurhlutverkinu hefur til þessa
verið allt of litill gaumur gefinn i
sambandi við óskilgetin börn og
feður hafa komizt upp með það að
yfirgefa börn sin undir þvi yfir-
skini, að móðurinni bæri að ann-
ast þau. Hlutverk föður i uppeldi
og umönnun barna er engu þýð-
ingarminna en móðurinnar.
Félagsleg aðstoð er ekki siður
mikilvæg fyrir konur, sem taka
þá ákvörðun að láta eyða fóstri,
eigi þær við vandamál að striða.
Rétt framkvæmd athugun og ráö-
gjöf í sambandi við fóstureyðing-
ar er skilyrði þess, að hægt sé að
koma i veg fyrir likamleg og geö-
ræn eftirköst.
Astæður til þess, að konur óska
Gefum fretsi til
fóstureyðinga
á Sslandi.
Með því má koma
í veg fyrir,
að ókunnir ráði
yfir lífi konu,
að börn séu látin
fæðast við hinar
hörmulegustu
aðstæður
og að börn séu
neydd til að vera
foreldrar.
eftir að fá fóstri eytt.geta veriö
margar, en við eigum að gefa
hverri konu rétt á fóstureyðingu
án þess hún þurfi að gefa upp
aðra ástæðu en þá, að hún telji sig
þess ekki umkomna að fæða og
annast barn. Konan verður sjálf
að fá að ráða yfir likama sinum
og lifi að svo miklu leyti sem það
er unnt. Enginn vill láta slys
breyta lifsstefnu sinni og lifs-
möguleikum. Hver er framtið
barnungrar stúlku, sem verður
ófrisk eftir einnar nætur ævin-
týri? Ég trúi ekki, að konur muni
gera sér fóstureyðingar að leik,
þót frjálsræði verði veitt til
þeirra.
Frjálsar fóstureyðingar eru
gagnrýndar á ýmsan hátt. Margir
segja, að það sé eitthvað óeðlilegt
viö konur, sem óska ekki eftir að
fæða barn. En er þá ekki eitthvað
óeðlilegt við karlmenn, sem eign-
ast börn, en finna ekki til skyldu
til að hugsa um þau? Er eitthvað
óeðlilegt við 17 ára skólastúlku,
sem finnst hún of óþroskuð eða
ekki tilbúin til að taka á sig
móðurábyrgðina eða e.t.v.
ábyrgð beggja foreldra og hefur
orðið barnshafandi gegn vilja sin-
um eða vegna fáfræði um getn-
aðarvarnir? Eða hvað er óeðlilegt
við slitna margra barna móður,
sem ekki treystir sér til að sjá
sómasamlega um fleiri börn?
Eða þá við konu, sem tekið hefur
að sér eitthvert starf og sér ekki
fram á að geta sinnt þvi sóma-
samlega, eignist hún barn?
Ýmsir munu e.t.v. segja, að of
mikil ábyrgð sé lögð á konu, með
þvi að láta hana eina um að taka
lokaákvörðun um fóstureyðingu.
En er ekki meiri ábyrgð lögö á
herðar hennar, ef henni er einni
ætlað að bera ábyrgð á nýju lifi?
Þvi hefur verið haldið fram, að
frjálsar fóstureyðingar muni ekki
auka frelsi kvenna, þvert á móti
gera þær ófrjálsari en áður, karl-
menn muni verða enn ábyrgðar-
minni i kynlifi og þvinga konur til
að láta eyða fóstri. En hvort er
betra að vera þginvuð til fóstur-
eyðingar eða til að eignast barn?
Þegar félagslegar aðstæður konu
eru athugaðar fyrir fóstureyð-
ingu, þarf að sjálfsögðu að
athuga, hvort hún sjálf telji
fóstureyðingu rétta lausn eða
hvort hún hefur verið þvinguð til
hennar. -
Oft heyrist sú skoðun að stúlk-
ur, sem veröa barnshafandi, geti
vel gefið barniö strax og það er
fætt og stuölaö þannig að meiri
hamingju hjóna, sem ekki geta
átt börn sjálf. Það er rétt, að
fjöldi hjóna óskar eftir að taka
kjörbarn. Þaö að geta ekki átt
barn veldur mörgum hjónum
óhamingju. En fólk lendir i ýmiss
konar óhamingju i lifi sinu, þaö er
ekki hægt að bæta úr sliku á
kostnað hamingju annarra. Við
vitum, að það eru stúlkur og kon-
ur, sem sitja lágt i þjóðfélagsstig-
anum, sem helzt lenda i þvi að
„framleiða” börn fyrir aðra.
Gangi kona i gegnum meðgöngu-
timann og fæði barn, verðum við
að sjá um, að aðstæður hennar
séu svo góðar, að hún geti haldið
barni sinu. Hvað vitum við um
hugsanir móður, sem gefið hefur
frá sér barn sitt og þekkir það
e.t.v. ekki?
Þvi er ekki að rieita, að þar sem
fóstureyðingar eru ekki löglegar,
eru þær framkvæmdar á ólögleg-
an hátt i öryggis- og eftirlitsleysi,
þar sem konum er stofnað i lifs-
hættu að óþörfu. Það væri ólikt
mannúðlegri lausn að gera slikar
aðgerðir löglegar og framkvæma
þær á öruggan hátt og við beztu
aðstæður, á sérstökum sjúkra-
húsdeildum af læknum, sem teldu
slikar aðgerðir siðferðilega rétt-
lætanlegar. Slikt yrði helzt að
gera innan 12 vikna meðgöngu-
tima, og ættu sjúkratryggingar
að greiða kostnaðinn.
Fóstureyðingar mega ekki
koma i stað getnaðarvarna, held-
ur ber að lita á þær sem neyðar-
úrræði. Samfara frjálsari löggjöf
um fóstureyðingar verða þvi að
koma lög um stóraukna fræðslu
um kynferðismál, getnaðarvarnir
og fæðingar. A skyldunámsstig-
inu, allt frá yngstu bekkjum og
upp á framhaldsskólastig, þarf að
veita stóraukna fræðslu um kyn-
lif, siðfræði kynlifsins og getn-
aðarvarnir i tengslum við kennslu
i likams- og heilsufræði og samfé-
lagsfræði.
Fræðslu um kynlif, getnaðar-
varnir og barneignir ætti einnig
að vera hægt að fá á heilsugæzlu-
stöðvum og sjúkrahúsum. Hver
einstaklingur, karlar og konur,
þarf að verða fær um að stjórna
viðkomu sinni eftir eigin óskum.
Gagnsemi fjölskylduáætlana er
almennt viðurkennd, þ.e. að fólk
ákveði sjálft, hve mörg börn það
vill eignast og hvenær á ævinni.
Það hlýtur að stuðla að betri lifs-
afkomu- og þroskamöguleikum
allra fjölskyldumeðlima. öllum
þarf að vera ljóst, hve nauðsyn-
legt og eftirsóknarvert sé að
fyrirbyggja ótimabæran getnað.
Ef frjáls löggjöf yrði samþykkt
hér á landi má að sjálfsögðu bú-
ast við, að margir landsmenn
yrðu henni mótfallnir og þar á
meðal væru að sjálfsögðu læknar,
sem telja slikar aðgerðir, eða
eftirköst þeirra,of áhættusamar
eða beinlinis hættulegar. Aðrir
skipa þeim á bekk með algeng-
ustu skurðaðgerðum og benda á,
að fæðing getur falið i sér meiri
hættu en fóstureyðing. Það er
með læknavisindin eins og önnur
visindi, ekkert er algilt og
skoðanir á mörgum hlutum skipt-
ar.
Ef við litum til annarra landa
þá eru leyfi til fóstureyðinga gefin
ýmist aðeins af heilsufarsástæð-
um eða þeim ásamt félagslegum
ástæðum. 1 A-Þýzkalandi, USSR
og Ungverjalandi er konu gert
kleift að fá fóstureyðingu sam-
kvæmt beiðni hennar, án þess að
hún þurfi að færa sönnur á full-
nægjandi ástæður fyrir aðgerð-
inni.
Gefum frelsi til fóstureyðinga á
Islandi. Með þvi má koma i veg
fyrir, að ókunnir ráði yfir lifi
konu, að börn séu látin fæðast við
hinar hörmulegustu aðstæður og
að börn séu neydd til að verða for-
eldrar.
Það hlýtur að vera framfara-
skref i heimi, sem annars er svo
sjúkur, að menn láta sér það i
léttu rúmi liggja að fólk sé drepið
vegna skoðanamismunar eða
verzlunarhagsmuna.