Þjóðviljinn - 03.06.1973, Page 6
ll StDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júni 1973.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSiALISMA/
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
, Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
i Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Augiýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi.
Lausasöluverö kr. 18.00.
Prentun: Biaöaprent h.f.
-------------------r?-------------
ER EINN SJÓMANNADAGUR NÓG?
Það má vera til nokkurs marks um það á
hvern veg íslenzk þjóð metur sjómenn sína, að
þeim er valinn sérlegur hátiðisdagur á al-
mennum frídegi, á sama tíma og verzlunar-
menn hafa lögboðinn frídag ár hvert á virkum
degi.
Engin ein starfstétt í landi er eins háð veðr-
um, vindum og verðsveiflum á erlendum
mörkuðum, hvað laun snerfir, og fiskimenn
þjóðar, sem byggir 80% útf lutningsverðmæta
sinna á sjófangi. Enda hefur sú raunin orðið á,
að fyrr en nokkur stétt hefur orðið að skerða
sinn hlut vegna óhagstæðs árferðis, hefur sjó-
mannastéttin oft borið skarðan hlut. Þannig
hefur oft fyrst verið gengið á gerða samninga
við fiskimenn þegar þjóðarbúið hefur staðið
reikningslega höllum fæti, en þó jafnan síðast
réttur þeirra hlutur, hafi þurft að skerða
annarra hlut jafnframt.
Þegar gróðahluti verzlunarstéttarinnar
skertist í tíð viðreisnarstjórnarinnar var ekki
hikað við að rjúfa gerða kjarasamninga sjó-
manna, hlutakjarasamningana, áður en
gengið var á hlut nokkurrar annarrar atvinnu-
stéttar í landinu. Og áður en hlutur sjómanna
var réttur, var bættur hlutur samtaka atvinnu-
rekenda og milliliða. Þannig hefur afstaða
fjandsamlegs ríkisvalds verið, og mun halda
áfram að verða, í garð sjómannastéttarinnar.
Nú hef ur hins vegar verið við völd ríkisstjórn,
um tveggja ára skeið, sem ekki hefur annarra
hagsmuna að gæta en hagsmuna hins vinnandi
fóiks. Því hefur það orðið, vegna þess að slík
ríkisstjórn gerir sér Ijóst hvert hlutverk og hver
þýðing er í störfum sjómannastéttarinnar, að
engin atvinnustétt i landinu hefur, það sem af
er þessu ári, fengið meir í sinn hlut og hlotið
meiri kjarabætur en einmitt sjómannastéttin.
Auk þeirra kjarabóta, sem felast í því að
fiskverð hefur hækkað um 22% það sem af er
árinu, með þeirri hækkun sem varð nú um þessi
mánaðamót, hefur þessi ríkisstjórn unnið að
varanlegum kjarabótum fyrir sjómanna-
stéttina, kjarabótum, sem eiga eftir að koma
fram í ýmissi mynd næstu misserin.
Þannig mun útfærsla landhelginnar í 50 sjó-
milur hafa varanleg áhrif til góðs á launakjör
fiskimanna, sé þeirra varnaðarorða Jakobs
Jakobssonar, f iskif ræðings, gætt sem birtast í
viðtali hér í blaðinu í dag, að við höf um stjórn á
veiðunum og gætum þess að ganga ekki á
stofnana; gefa þeim tima til að vaxa.
Með endurnýjun fiskiskipaflotans, með
kaupum á nýtízku skuttogurum, hefur ríkis-
stjórnin tryggt fiskimönnum betri vinnuað-
stöðu. Þessir togarar hafa einnig sýnt það og
sannað,aðáþáfiskast meir og betur en þau tog-
skip, sem verið hafa í notkun, og hlutur fiski-
mannsins eykst við komu þeirra.
En bættur hlutur sjómanna er ekki ein-
vörðungu undir vinveittri ríkisstjórn komið.
Sjómenn sjálfir eiga og nokkurn þátt i því
hvernig komið er þeirra högum. Um allt of
langan tima hafa sjómenn látið átölulaust að
með þeirra mál fari menn, í þeirra eigin félög-
um, sem ekki eiga, jafnvel hafa aldrei átt
hagsmuna að gæta, sem fari saman við hags-
muni sjómannastéttarinnar.
Það er þessi brotalöm sem sjómenn þurfa að
tryggja aðekki valdi þeim skaða í framtíðinni,
ekki síður en sú brotalöm sem óvinveitt rikis-
vald er þeim.
Til þess að sjómannastéttin fái metið sitt
starf að verðleikum þarf hún því að gæta þess
að stéttarfélög hennar séu ekki í höndum
manna, sem hafa engra hagsmuna að gæta
með þeim jafnframt því sem hún þarf að
tryggja sér valdasetu ríkisstjórnar, sem metur
hana að verðleikum.
í dag, sjómannasunnudaginn, munu margir
tala blítt til sjómanna, menn sem ekki muna
deginum lengur hvað þeir segja. Það eru ekki
þessir menn sem sjómenn þurfa á að halda sér
til liðsinnis. Hins vegar eru það menn sem sjó-
menn hafa reynt að góðu, menn eins og nú-
verandi sjávarútvegsráðherra, Lúðvík
Jósepsson, sem segir í viðtali viðÞjóðviljann í
dag, að tryggja beri fiskimönnum betri kjör,
en almennt gerist í landi, kjör sem þeir eigi
skilið.
Þá verður ekki einvörðungu einn sjómanna-
dagur á (slandi.
Samtökum herstöðvaandstœðinga
EYKST FYLGI
Eg er ánœgður með aðgerðirnar - segir
Finnur Torfi Hjörleifsson starfsmaður Samtakanna
Þjóðviljinn hafði samband við Finn Torfa
Hjörleifsson hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga
og spurði hann hvort þetta hefði ekki verið erfið lota
sem lauk með fjöldaaðgerðunum á uppstigningar-
dag. Finnur lét það allt vera og sagði að margar
hendur hefðu að verkinu unnið og það þvi orðið til-
tölulega létt. En nú dygði ekki að leggja árar i bát,
heldur halda þvi starfi áfram sem vinna þarf fyrir
málstað herstöðvaandstæðinga.
Kennara vantar
Kennara vantar að gagnfræðaskóladeild-
um Egilsstaðaskóla.
Aðalkennslugreinar: Stærðfræði, eðlis-
fræði, islenzka, danska og enska.
Húsnæði og staðaruppbætur i boði.
Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn
Ólafur Guðmundsson i sima 40172.
Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis
Skrifstofustúlka
Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hag-
sýslustofnun, óskar að ráða stúlku til vél-
ritunar- og skrifstofustarfa i sumar. Um-
sóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir
fimmtudaginn 7. júni n.k.
Fjármálaráðuneytið,
Fjárlaga- og hagsýslustofnun,
Arnarhvoli, Reykjavik.
— Mér er efst i huga, sagði
Finnur Torfi, að þakka öllum
þeim sem unnu að undirbúningi
göngunnar og útifundarins og sáu
um framkvæmd aðgerðanna. Ég
hef ekki tölu á öllu þessu fólki, en
það var fjölmargt sem varði fri-
tima sinum til þessara starfa og
sumt tók sér fri úr vinnu. Það
væri gaman að nefna einhver
nöfn, en það væri langur listi að
telja.
Fyrst vildi ég nefna samstarfs-
nefnd þeirra 3ja aðila sem að
þessu stóðu, en i henni voru ýmsir
sem iögðu nótt við dag i undir-
búningsstarfinu. Hópur mynd-
listarfólks, félagar i SÚM, vann
frábært starf. Leinarar með Jón
Hjartarson fremstan lögðu fram
dýrmætan skerf.
Að öllum öðrum ólöstuðum tel
ég að Alfheiður Ingadóttir
háskólanemi hafi átt einna
drýgstan hlut i skipulagningu að-
gerðanna og er þarflaust að þegja
yfir þvi.
— Hvernig fannst þér að-
gerðirnar heppnast?
— Ég er ánægður með það.
Kröfugangan var stór og
myndarleg, svo og útifundurinn.
Það er alltaf erfitt aö gizka á töl-
ur, útvarpið nefndi 3 þúsund
manns, en ég heyrði marga gizka
á 5-6 þúsund. Ekki fer á milli
mála, að ganga og fundurinn
vöktu gifurlega eftirtekt á mál-
stað okkar. Þetta á ekki sizt við
um grúa erlendra fréttamanna
sem fylgdust með göngunni og
mynduðu hana.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA í KR0N
Finnur Torfi Hjörleifsson.
Mestu varðar þó, ef það er rétt
sem ég hygg, að tslendingumsé
miklu ljósara nú en áður hve
sjálfstæðismálin eru samofin og
hversu fráleitt það er að slita her-
stöðvamálið og landhelgismálið
úr samhengi við stjórnmálin i
heild.
— En hvaða áhrif hafa fjölda-
aðgerðirnar núna á sjálf sam-
tökin?
— Samtökum okkar hefur
bætzt mikill liðsstyrkur þessa
dagana. Það gerðist bæði við
undirbúninginn og við að-
gerðirnar sjálfar.
Þegar undirbúningsstarfið
hófst voru Samtök herstöðvaand-
stæðinga litt skipulögð samtök.
Þau eru reyndar laus i reipunum
enn, a.m.k. ef miðað er við
flokkskerfi, en þau eru samt
miklu betur skipulögð og betur
búin til átaka eftir þessar að-
gerðir en áður.
Samtökunum er að aukast
traust og fylgi. Nú riður á að þau
haldi áfram að skipuleggja sig
um allt land. Þvi starfi þarf að
verða lokið i haust.
hj -
Samtök aldraðra
Framhaldsstofnfundur Samtaka aldraðra
verður haldinn i Súlnasal Hótel Sögu
(norðurdyr) miðvikudaginn6. júni kl. 8,30
s.d.
Dagskrá: Lögð fram tillaga að lögum
fyrir félagið.
Kosning stjórnar.
önnur mál sem upp kunna
að verða borin.
Undirbúningsnefndin
:fí§> Laugardalsvöllur
íslandsmótið 1. deild.
Á mánudagskvöld kl. 20.00 leika
Fram — Breiðablik
í leikhléi fer fram 400 m hlaup kvenna og
karla.
Knattspyrnufélagið FRAM