Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. júii 1973. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 Ekki verður vísan kviksett Einsog lesendum Þjóðvilj- ans er eflaust kunnugt, fóru Alþýðubandalagsmenn i sum- arskemmtiferðalag sunnu- daginn 24. júni siðastliðinn; á Jónsmessuhelginni. í blaðinu er áður búið að segja i stórum dráttum frá þessu ferðalagi, en það sem hér fer á eftir mætti gjarnan nefna ferðalagseftirmála. Ofurlitill hluti Islendinga virðist vera til þess reiðubú- inn að kviksetja islenzka visnagerð, en óliklega verður þeim kápan úr þvi klæðinu, þvihinn hlutinn, ,,sá sem elsk- ar visnaveigar”, stendur áreiðanlega traustan vörð um islenzku visuna. í áðurnefndri skemmtiferð voru á boðstólum nokkrir visnafyrripartar, sem ferða- löngunum var ætlað að botna. Ekki stóð á þátttöku i þeim leik. Vitanlega tókst misvel að botna, en mikið var botnað, næstum þvi botnlaust! Einnig sköpuðust i ferðinni allmargar stökur, margar ágætar, og verða sumar þeirra birtar nú og hér, ásamt nokkrum fyrripörtum og botn- um. En það skal tekið fram, að þetta er aðeins litill hluti þess sem „framleitt” var. Sá háttur verður hafður á, að nafngreina hvorki fyrri- partahöfunda né botnasmiði, en þess skal getið, að þátttak- endur i leiknum voru á aldrin- um 12-80 ára. Bflarnir og leiðsögumennirnir voru merktir tölunum 1-17.1 Hvalfirði sprakk á bil númer 1. Þá datt þessi visa uppúr ein- um samferðamanni: 1 Hvalafirði hvellisprakk á „hvelju” númer 1. En listfræðingur lék á „tjakk” lag um ekki neitt. Einn fyrriparturinn var svona: Illa túkst hjá Gylfa og Geir að græða á landhelginni. Og hér koma nokkrir botnar við hann: Ekki hafa aular þeir ást á fóstru sinni. En það er vel, að þorskar tveir þjóni fiónsku sinni. Sama dúett syngja þeir siðan i „viðreisninni”. Samanspyrtir sitja tveir siðan I háðunginni. öngvan höfðu aular þeir ábatann að sinni. öngvar tekjur, ekkert meir — uggur f beggja sinni. Bráðum hverfa báðir tveir burt úr þingi og minni. thaidsbullur eru þeir, aumingjarnir báðir tveir. Það væri happ ef hrútar þeir héldu kjafti að sinni. Dálaglega dárar þeir dilluðu rófu sinni. Aðaláfangastaðurinn. i ferðinni var f Grábrókarhrauni við Norðurá, þar sem er fossinn Glanni. Þaðan var haldiðað Hraunfossum, en myndin hér að ofan er af þeim. Hraunfossar f Borgarfirði eru mjög fallegir og sérkenni- legir, og landslagið þar umhverfis er afar aðlaðandi, en þó stór- brotið. Nálægt Hraunfossum er Barnafoss. Gömul munnmæli herma, að nafn sitt dragi fossinn af þvi, að tvö börn hafi verið send ein- hverra erinda yfir foss þennan, en iéleg timburbrú hafði verið byggð yfir hann. Þegar börnin voru stödd á miðri brú, brast hún og börnin steyptust i fossinn og létu þar lif sitt. Síðan er hann kailaður Barnafoss. Takið eftir þeim sérstæða svip sem Hraunfossar hafa til að bera: Vatnið rennur undir hrauninu, en ekki ofaná því, streymir útum það á mörgum stöðum og verður þar að giitrandi silfur- strengjum, sem falla siðan saman I eina fagra náttúrusinfóniu. Fengu illa útreið þeir með undirhyggju sinni. Fjandans ágjöf fá nú þeir i flokkasambúðinni. Næsti fyrripartur litur þannig út: Þegar Brézjnéf framhjá flaug, fauk i óla og Stjána. Nokkrir botnanna við hann fara hér á eftir: Fréttamiðill margur laug. Mikið er um bjána. Það er ekkert andans spaug að eltast við þann bjána. Einhver þar i okkur laug: Ætlar landann kjána. Er gripurinn úr greipum smaug, glenntu þeir upp skjána. Að eiga við er ekkert spaug útlendingabjána. Ætli þeir sendi argan draug á eftir þessum bjána? Þeir kváðu hann bæði dóna og draug og dæmalausan kjána. t þeim hreyfist einhver taug til allra valdabjána. En. ihaldsdraugur i mig laug að þeim væri að skána. Þriðji fyrriparturinn er á þessa leið: Lafði Tweedsmuir leggur net; Lúðvik vill hún fanga. Og hér koma fáeinir botnar við hann: En hún er engin Elsabet: Ilia mun það ganga. En það væri meiren met ef manninn færi að langa. Það væri algert Englandsmet ef það skyldi ganga. Honum er þungt að þoka um set; þrár og vill ei ganga. En Lúlli ekki lætur fet til lávarðanna ganga. Hann mun þó i hennar flet harðla trauður ganga. Sendum Bretum kindaket, kosti hörkustranga. Hann mun ekki fást um fet frá eigin leiðum ganga. Hann mun ekki hopa fet, heldur áfram ganga. En litt vill bragðast Lúðviks ket lafði fyrir svanga. Og áfram með fyrripartana. Hér kemur sá næsti: Ekki heldur herinn enn heim af Suðurnesjum. Og nokkrir botnar þar við: Vöðum á þá, vaskir menn, og vegum þá með kesjum. Förum að sem frjálsir menn og flengjum þá með kesjum. En barið getur og bölvað enn á bandariskum gresjum. Hann á sina mektarmenn og mergð af drullublesum. Ef við burt hann sendum senn, þá sannast að við erum menn! Hér kemur enn einn fyrripartur: Þetta er ekki þurrkuveður, en þarflaust er að kvarta. Tveir botnar verða látnir fylgja honum, en þeir eru á þessa leið: Cltsýnið fagurt augað gleður. Island hefur miklu að skarta. FjöIIin sinni fegurð meður fegurðinni skarta. Einn aldraður unglingur i hópnum varð mjög hrifinn af einlægum áhuga fimmtán ára stúlku, sem var i sama bil og hann. Og reyndar lagði þessi sama stúlka sitt af mörkum við botnasmiðina — með góðum árangri. Sá aldraði orti þetta til hennar: Fimmtán ára fögur mær fágar Ijóðastrengi. Ef ég væri elli fjær, ekki framhjá gengi. Eftirfarandi visa var gerð i lok ferðar- innar: Að mér hugsun lymskuleg læðist annað slagið: Að ekki kjósi aðeins ég Alþýðubandalagið. I einum bilnum var leiðsögumaður að nafni Jón Böðvarsson. Þótti sá náungi ekki vera mjög þegjandalegur, en þó brá svo við, að hann tók sér málhvild drjúga stund. Ekki undu allir bllverjar þvi vel. Þá sagði Magnús nokkur Kjartansson: Er nú þrotin þekkingin? Þegir Jón minn Böðvarsson. Jón svaraði á þessa leið: Finnst þér betra, Magnús minn, að mala alltaf lon og don? Þá varð hinum aldna unglingi, Magnúsi frá Barði, mál að yrkja visu, en visan er svona: Jón á furðu forðabúr á fornra sagna grunni. Mimis brunni mengi úr miðlar þekkingunni. LTH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.