Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 6
» SÍÐA — ÞJ6ÐV1LJINN i Mt6vikwJ»gtt,r 4. Júlf 1973. DMVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Clgáfufélag Þjó&viljans Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgrei&sla, auglýsingar: Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 Jinur). Askriftarv.erö kr. 300.00 á mánu&i. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Bla&aprent h.f. EINSDÆMI í SÖGUNNI? I fyrradag gerðist sá atburður á Vest- fjarðamiðum, að ein af hinum brezku freigátum NATO-flotans, sem eru i „kurteisisheimsókn”, mannaði fallbyssur sinar og hótaði að skjóta niður varðskipið Ægi, ef það stuggaði við vestur-þýzkum togara, sem var að veiðum innan islenzku landhelginnar, á bátamiðum Vestfirðinga. Á þessum slóðum voru engir brezkir togarar, og bendir þessi atburður til þess, að samstarf Breta og Vestur-Þjóðverja innan NATO og Efnahagsbandalagsins sé nú að komast á nýtt stig, þegar brezki flotinn telur það hlutverk sitt, að gæta ekki aðeins brezkra veiðiþjófa i islenzkri land- helgi, heldur einnig þýzkra. Það er vissulega full ástæða til fyrir okkur íslendinga að draga okkar ályktanir af þessu bróðurlega samstarfi „bandamanna” okkar i Atlanzhafsbanda- laginu, en reyndar mun það ekki hafa gerzt oft i veraldarsögunni að brezka flotanum væri beitt til að vernda þýzka „hagsmuni”. Hér sjá menn sem sagt býsna nýstár- legan árangur af þvi nána samstarfi hinna gömlu stórvelda Evrópu er þróazt hefur siðustu árin innan NATO og Efnahags- bandalagsins. Áður var verkalýður þessara þjóða jafnan með skömmu milli- bili sendur á vigvellina til að berast þar á banaspjót i styrjöldum milli Englendinga og Þjóðverja, — en nú hafa þessir fornu fjandmenn loks snúið bökum saman til varnar og sóknar gegn sameiginlegum óvini; íslendingum. Segi menn svo, að fjölþjóðlegt samstarf innan NATO sé litils virði. Reyndar ber heimildum i Bonn og London ekki nákvæmlega saman um þessa siðustu atburði. Brezka varnar- málaráðuneytið gefur út tilkynningu um að brezki flotinn hafi engu hótað og engar fallbyssur mannað á Halamiðum á mánu- daginn. Slik tilkynning er að sjálfsögðu i fullu samræmi við þá meginreglu brezku ihaldsstjórnarinnar i samskiptum við ís- lendinga og aðrar þjóðir, sem ógna for- réttindum Breta frá heimsvaldaskeiði þeirra, — að staðhæfa það eitt, sem gengur þvert á staðreyndir. Fulltrúi Bonnstjórnarinnar, þýzki sendiherrann i Reykjavik, treysti sér hins vegar ekki til að taka undir með varnar- málaráðuneyti vopnabræðra sinna i London, en lét þess getið i blaðaviðtali, að þátttaka brezka herskipsins i vörn þýzka togarans gegn Ægi hafi verið byggð á mis- skilningi, — brezki flotinn hafi nefnilega haldið að Ægir væri að skjóta á sig, en ekki að skjóta púðurskotum á þýzkan veiðiþjóf. Vonandi tekst þeim bandamönnum i London og Bonn að samræma túlkun sina hvað þetta snertir, ekki sizt ef fram- kvæmdastjóri NATO sæi sér fært að tala á milli þeirra. í nýlegum fréttum var frá þvi greint, að eitt alvarlegasta eiturlyfjamál i sögu brezka flotans hafi einmitt komið upp nú á dögunum hér á íslandsmiðum, svo að snúa varð við öllu lauslegu um borð þegar NATO-drengirnir komu aftur til heima- hafnar, eins og um ótinda smyglara væri að ræða i stað vaskra hermanna frelsis og réttlætis. Með tilliti til þessara frétta má vera, að eitthvað sé til i tali sendiherra Bonn- stjórnarinnar i Reykjavik um misskilning brezka sjóhersins. Kvenfélagasamband Islands 240 kvenfélög með um 20.000 félagskonur 60 fulltrúar á þingi Dagana 20. til 22. júní s.l. var 20. iandsþing Kvenfélagasam- bands islands haidið aö Hallveigarstöðum. Þingið sátu fulltrúar frá 21 héraðssambandi og einu kvenfélagi, sem er beinn aðili að K.Í., en það er Kven- félagið Likn i Vestmannaeyjum. Innan héraðssambandanna eru 240 kvenfélög og alls eru tæplega tuttugu þúsund konur félags- bundnar i aðildarfélögum K.I. Eitt samband gekk i K.l. á þessum fundi, Bandalag kvenna i Hafnarfiröi, en þaö var stofnað s.l. vetur Fuiltrúar og gestir sem sátu þingið voru um 60. Meöal ályktana og áskorana, sem samþykktar voru á þinginu voru þessar: 20. landsþing Kvenfélagasam- bands Islands, haldiö að Hallveigarstööum dagana 20.-22. júni 1973, heitir á alla landsmenn aö sýna órofa samstöðu um það lifshagsmunamál þjóðarinnar að fá viöurkenndan rétt hennar yfir 50 milna fiskveiðiiögsögu við strendur iandsins Einnig þakkar þingið skips- höfnum landhelgisgæziunnar hve þær hafa gætt mikillar hófsemi og prúðmennsku i störfum viö erfiðar og hættulegar aöstæöur. 20. landsþing Kvenfélagasam- bands Islands telur óviöunandi þann vanda, sem mikill fjöldi heimila og einstaklinga á við að striöa vegna skorts á sjúkrahús- rými og ófullnægjandi meðferðaraöstöðu fyrir geðsjúk- linga og þar með talda áfengis- sjúklinga. Skorar þingiö á rikis- stjórnina að fylgja eftir ákvæði stjórnarsáttmálans um að leysa vandkvæði þessara sjúklinga og taka nú þegar fyrstu skrefin i þá átt með þvi að hefja byggingu geðdeildar Landspitalans á þessu ári. Jafnframt verði lögð áherzla á að ljúka byggingu hælis fyrir áfengissjúklinga að Vifilsstöðum sem fyrst. Ennfremur verði unnið að undirbúningi annarra ráðstaf- ana, sem nauðsynlegar eru til iausnar á þessu mikla vandamáli. 20. landsþing Kvenfélagasam- bands Islands beinir þeirri áskorun til viökomandi stjórn- valda, að þau geri allt sem I þeirra valdi stendur, til að bæta úr þeim alvarlega lækna- og hjúkrunarkvennaskorti er rikir enn viða úti á landsbyggöinni. 20. landsþing Kvenfélagasam- bands tslands befnir þeirri áskorun til Alþingis og mennta- málaraöherra, aö nú þegar verði gerðar ráöstafanir til að tryggja sem jafnasta aðstöðu dreifbýlis- og þéttbýlismanna til mennta. 1 framhaldi af 2. grein 1. kafla grunnskólafrumvarpsins viil þingið leggja áherzlu á nauðsyn þess, að lögð sé sérstök rækt við að innræta börnum og unglingum trúrækni, ábyrgðartilfinningu, skyldurækni, umbyrðarlyndi, háttvisi og tillitssemi við aðra, svo og virðingu fyrir skoðunum annarra. Landsþingið beinir þeirri áskorun til fræðsluyfirvalda, að þau hlutist til um, að móðurmáls- kennsla i skólum sé bætt, m.a. með stóraukinni kennslu i fram- buröi og framsögn og jafnframt verði leitazt við að auka oröa- forða nemenda. Þingið telur, að brýn þörf sé á útgáfu kennslu- bókar um þetta efni. Einnig telur þingið nauðsynlegt, að börnum sé kennt að njóta tónlistar þegar i upphafi skólagöngu. Bendir þingiö á hlutverk hljóövarps og sjónvarps á þessum sviðum. Landsþingið telur, að gefa eigi fullorðnu fólki kost á endur- hæfingar- og fræðslunámskeiöum til að kynnast nýjungum á sviði atvinnuveganna, til upprifjunar eða til að auka þekkingu sína. Slika fræðslu gætu kennslu- stofnanir á hverjum stað annast. Komið sé á fót foreldrafræöslu i uppeldismálum, svo aö uppeldis- hlutverkið verði foreldrum auðveldara, enda eðlilegast að uppeldi barna fari að mestu leyti fram á heimilunum. Landsþingið varar viö sivax- andi neyzlu unglinga á áfengi og fiknilyfjum, sem stundum viröist mega rekja til óeðlilega mikilla fjárráða, 20. landsþing Kvenfélagasam- bands Islands þakkar dagskrár- stjórum sjónvarps og hljóðvarps fyrir ágæta fræðsluþætti um uppeldis- og fræðslumál, sérstak- lega ber að þakka þættina um mannslikamann, almenna kyn- fræðslu og um viðhaid og þróun lifsins. Landsþingiö óskar eftir áframhaldandi fræðslu á þessum sviðum og telur hana til mjög mikils gagns við uppeldisstörf heimilanna. Landsþingiö þakkar einnig aðra fræösluþætti, svo sem um garðyrkju, almenna húsmæðra- fræðslu o.fl., og væntir þess, að árlega verði fluttir slíkir þættir. Landsþingið óskar eindregið eftir að þessi fræðsla verði aukin að mun i samráði við Leiðbein- ingastöð húsmæðra og Heimilis- iðnaðarfélag Islands, þar sem það telur, að slik fræðsla nái til allflestra heimila i landinu. Landsþing K.I. leggur til, aö lögð verði aukin áherzla á verndun sögustaða og merkingu þeirra, sem og náttúruvernd. Landsþing K.I. lýsir af gefnu tilefni óánægju sinni með dreifingu mjólkur og mjólkur- afurða á ýmsum stöðum landsins og telur eðlilegt að þær verzlanir, sem uppfylla sett skilyrði geti haft á boðstólum sem fjöl- breyttastar mjólkurvörur i aðgengilegum umbúðum. Þá skoraði landsþingið á fjár- veitinganefnd Aiþingis að veita Kvenfélagasambandi tslands þá fjárhæð til starfsemi sinnar, sem um er sótt fyrir næsta ár og minnir i þvi sambandi á ótal sjálfboða- störf, sem kvenfélög landsins leggja af mörkum i þjónustu menningar- og mannúðarmála um land allt. Landsþingiö beinir þvi til félaga innan vébanda K.I. aö þau stuöli að aukinni félagslegri aðstoð við foreldra vangefinna barna. VIPPU - BlíSKÚRSHURÐIN Z-k«raur LagerstærSlr mlðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar siærðir.smíðaðar eftir beiðnL GLUGGASMIÐJAN Síðumúja 12 - Sími 38220 ENDURNVMUN Dregið á morgun, fimmtudaginn 5. júli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.