Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 4. juli 1973. þJOÐVILJINN - SIÐA 13 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn — Við neitum samt. Hún hefur nægar áhyggjur fyrir — bað var barið á hurðina og Lisa stakk höfðinu inn fyrir. — Denzil yfirlögregluþjónn er kominn. Quentin reis upp þegar Denzil og Coburn komu inn, teknir og þreytulegir. Þeir voru þjálfaðir I að búast við og hindra banatil- ræði, en þetta var fyrsta reynsla þeirra i sliku. Lisa stóð i dyrun- um, en Quentin hristi höfuöið i áttina til hennar og hún gekk út fyrir og lokaði á eftir sér. Malone laut niður og svipaðist eftir skón- um sinum, svo afréð hann aö biöa meö að fara i þá og stóð upp á sokkaleistanum. Denzil leit á hann, en sagði ekkert; sjálfur myndi hann áreiöanlega fyrr láta drep hlaupa i tærnar á sér en aö hann færi úr skónum i návist sendiherra. — Okkur hefur dálitið orðið ágengt, sagöi hann við Quentin. —- Viö vitum ekki ennþá, hver hinn látni var. En fyrir aðgæzlu herra Malones tókst okkur að ná i Pallain. Hann er á Yardinum núna. — Hvaö hefur hann að segja? spurði Malone. — Hann er ekkert nema van- þóknun og vonzka. Hann er franskur að hálfu, vietnamskur að hálfu og notar það versta úr báðum ættum. Það er eins og aö kljást við de Gaulle og Ho Chi- minh þegar versti gallinn er á þeim báöum. Quentin brosti að hugarflugi Denzils, það var augljóst að hann haföi i upphafi vanmetið yfir- lögregluþjóninn engu siður en Malone. — Þá veit hann ekkert? Denzil hristi höfuðið. — Ekki nokkurn skapaðan hlut. — Hvern var hann að heim- sækja i þessari ibúðablokk? Malone verkjaöi enn I tærnar, hann hreyfði tærnar rétt einu sinni og Denzil leit niöur og þótti þetta bersýnilega trufla sig. Bak- við hann var engu likara en skugga af brosi brygði fyrir á andliti Coburns. — Ég fór inn i anddyrið, en þar var enginn hús- vörður, og engin nöfn voru við meiri hlutann af dyrabjöllunum á skiltinu. Ég fylgdist með lyftunni — hann fór upp á sjöttu hæð. Svo sá ég þegar lyftan kom niöur aftur og faldi mig. Og þá komu tveir asiumenn út. — Af hverju ákvaðstu að elta þá i stað þess að biða þess að Pallain kæmi aftur niður? Kokkurinn mælir með Jurta! Malone yppti öxlum. — Ég veit það ekki. Sennilega eðlisávisun. Það var ekki einu sinni hugboð. Ef til vill var ég bara að reyna að komast að þvi hverjir fleiri væru flæktir i þetta hvaðan þeir kæmu. Það hvarflaði ekki að mér að þeir væru að labba sig út með sprengju. Það fór allt i einu um hann hrollur. —■ Ég þakka minum sæla fyrir að hafa ekki náð hon- 24 um. Hamingjan sanna, að elta náunga og springa i loft upp — ! Þaö var stundarþögn. Svo sagöi Denzil: — Jæja, en við vitum ekki hver hinn látni var né félagi hans. En Pallain var aö heimsækja konu að nafni madama Cholon. Malone lyfti brúnum. — Cholon? — Þekkirðu hana? —-Segjum að ég hafi hitt hana. Malone sagði þeim frá fundum sinum og madömu Cholon kvöldiö áður. — Hún stingur viða upp kollinum. I morgun var ég að tala um hana við náunga að nafni Jamaica. — Hver er hann? — Ég veit það ekki með vissu. Hann vinnur i bandariska sendi- ráðinu. — Við tölum viö hann. Kannski veit hann eitthvað um hana. — Þvi ekki að tala við hana? Spurði Quentin. — Hún var farin, herra minn, þegar viö komum þangað aftur. Með farangur og allt saman. Kannski af landi burt. Við fengum góða lýsingu á henni hjá dyra- verðinum. Hann var kominn á vaktþá. Hann haföi ekki séð hana fara. En hann ber skynbragð á kvenfólk og lýsti henni mjög nákvæmlega. Hún virðist vera eitthvað fyrir augað. Hann leit á Malone — Hún er vissulega augnayndi, sagði Malone. — En ég er ekki viss um að ég myndi kæra mig um að komast of nærri henni. Quentin gekk aftur að skrif- borði sinu og settist. Hann tók upp dagblaðið og leit á það; forsiöu- fréttinni um sprenginguna fylgdi mynd af gignum I götunni á ár- bakkanum. — Þetta er ótrúlegt — af hverju ætti kona að vilja mig ■feigan? — Við vitum ekki hvort það er hún, herra minn, sagði Denzil varfærnislega. — Ég veit það, yfirlögreglu- þjónn. Ég tek hana bara með sem hugsanlegan möguleika. Hann lagði frá sér dagblaðið og hallaði sér aftur á bak I stólnum. — Það er auðvitað út i bláinn aö spyrja hvers vegna hún eða einhver annar skuli vilja drepa mig. Ég veithvers vegna. Þeir eru ekki að elta mig persónulega. Þetta hefði getað komið fyrir hvern þann sem hefði getað náð eyrum fulltrúanna á ráðstefnunni. En aðferðin virðist dálitið hranaleg. Hafið þér nokkra hugmynd um hver þessi madama Cholon er? — Nei, alls ekki. Dyra- vörðurinn sagði að hún sýndist kinversk. En ég er hræddur um að i augum venjulegs Englendings séu allir meö skásett augu eins og kinverjar. — Ég held hún sé vietnömsk, sagði Malone. — Auðvitað! Quentin kinkaði kolli með ákafa. — Þetta er senni- lega ekki hennar rétta nafn. Cholon er kinversk tviburaborg við Saigon. — Það er kannski barnalegt, sagði Denzil, — en mér hættir tií að tortryggja fólk sem skiptir um nafn. — Já, sagði Quentin og leit á Malone sem notaði tækifærið til að lúta niður og klæða sig i skóna. Denzil virtist ekki taka eftir klaufaskap sinum og hélt áfram: — Ég vildi gjarnan að herra Malone kæmi með mér á Yardinn. Colburt undirforingi fylgir yður heim, sendiherra. Malone stóð upp aftur og kveinkaði sér þegar skórnir hertu aftur að tánum. — Viltu að ég liti á Pallain? — Ef þú getur þekkt hann örugglega sem manninn sem þú sást við Belgrave-torg i gær- kvöldi, þá getum við haldið hon- um ögn lengur. Ef til vill þar til ráðstefnunni lýkur. Malone leit á Quentin sem sagði: — Viö biðum eftir yður með kvöldmatinn. Ég get sagt konunni minni að þér hafið hitt gamlan vin og tafizt örlitið. Hann leit á Coburn. — Við ætlum að reyna að leyna konuna mina þvi, að sprengjan hafi verið ætluð mér. Mér þætti vænt um áð þér hefðuð þaö i huga, undirforingi. — Ég held þér verðið ekki fyrir frekari óþægindum, sagði Coburn. — Það eru aðeins nokkrir dagar eftir af ráðstefnunni og þá getið þér slakað á. — Já, sagði Quentin, og nú mætti Malone kaldhæðnislegu augnaráði hans. í þetta skipti tók Denzil eftir þvi lika og kafroðnaði allt i einu. Malone steig varlega i fæturna á leið sinni út með Denzil. Þegar þeir gengu framhjá Lisu á fremri skrifstofunni, sagði hún: — Er sendiherrann á heimleiö, herra Malone? Frú Quentin er búin að hringja. Hún virtist áhyggjufull. — Hvers vegna? — Hún sá fréttirnar i sjón- varpinu um sprenginguna viö ár- bakkann. Hún hafði veriö að mála á sér varirnar þegar þeir komu fram; hún þrýsti nýju vörinni að þeirri gömlu, en hún var lika með áhyggjusvip. — Stóð það i nokkru sambandi við herra Quentin? — Nei, alls ekki, sagöi Malone og kveinkaði sér. — Hvaðerað? Ertuveikur? Er eitthvað að? Hún trúði honum ekki. Hún var svartsýn eins og allar konur, hugsaði hann. Það skipti hann engu, þótt grunur hennar væri á rökum reistur. Hann lyfti öörum fætinum. — Skórnir eru að drepa mig. — Ö,erþaðalltogsumt? Henni létti bersýnilega og brosti til beggja. — Mér þætti hræöilegt ef eitthvað kæmi fyrir — Hún kinkaði kolli i átt að skrifstofu Quentins. — Það þætti okkur öllum, sagði Denzil og brosti uppörvandi. Hann dró magann inn. — Við lit- um eftir honum. Mennirnir tveir gengu út úr ibúðinni. Svartur lögreglubill stóð við gangstéttina, og einkennis- klæddur ekillinn var að lesa iþróttafréttirnar i Evening Standard. Hann lét blaðiö siga, fór út úr bilnum og opnaði dyrnar fyrir Denzil og Malone. — Hvernig standa leikar? spurði Denzil. — Kylfumennirnir okkar standa höllum fæti. —■ Ekki spyr ég að. Þeim hrakar óðum. Denzil benti Malone að setjast i aftursætið, settist siðan við hliðina á honum. — Hefurðu áhuga á krikket? Malone kinkaði kolli. — Ég lék reglulega þangaö til fyrir svo sem tveim árum. Denzil kinkaði kolli með ánægjusvip og horfði á hann með nýjum áhuga. Hver sá sem lék krikket hlaut að vera ágætis náungi. — Ég lék sjálfur einu sinni. Þegar ég var i Nairobi. Þeir voru bara aldrei nógu góðir þar. Lék stundum með M.C.C. þegar ég var heima i leyfi. Lék einu sinni á Wally Hammond. Hann kinkaði kolli, rifjaði upp hápunkt leikferils sins. Hann sat álútur stundarkorn,en leit siðan upp og brosti þessu óvænta brosi. — Konan min segir að það sé það versta sem komið hafi fyrir mig á ævinni. Segir aö það hafi hindrað andlegan þroska minn i tuttugu ár. Konur skilja aldrei neitt, er það? — Þess vegna er ég pipar- sveinn. Denzil leit á hann út undan sér og brosti enn, svo hvarf brosið allt i einu af andliti hans og hann sagði: — Hve lengi hefurðu þekkt sendifulltrúann? Malone vissi að þetta var ekki spurning út i bláinn, Denzil spurði MIÐVIKUDAGUR 4. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ármann Kr. Einarsson les ævintýri úr bók sinni „Gullroðnum skýjum” (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist' kl. 10.25: Svend Pripfeikur Þrjú tónljóð op. 22 eftir Gade og orgelkonsert i d- moll eftir Matheson-Hansen á Frobenisorgel Dómkirkj- unnar i Kaupmannahöfn. Fréttir kl. 11.00 Tónlist eftir George Gershwin: Sondra Bianca og Pro Musica Sin- fóniuhljómsveitin i Ham- borg leika Konsert i F-dúr fyrir pianó og hljómsveit / Leontyne Price, William Warfield og fleiri flytja með kór og hljomsveit atriði úr óperunni Porgy og Bess. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Ferguson. Axel Thor- steinson þýðir og les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlista. „ömmusög- ur” hljómsveitarsvíta eftir Sigurð Þórðarson. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. b. Lög úr óperettunni „í álög- um” eftir Sigurð Þórðarson. Guðrún A. Simonar, Guð- mundur Jónsson, Magnús Jónsson og SvavaÞorbjarn- ardóttir syngja með kór og hljómsveit, Dr. Victor Ur- bancic stjórnar. c. „Sjö- strengjaljóð” eftir Jón As- geirsson. Strengjasveit Sinfóniuhljómsveitar Is- lands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. d. Lög eftir Jón Ásgeirsson. Guðrún Tómas- dóttir syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphorniö. 17.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina. Umsjónar- menn: Vilhelm Kristinsson og Einar Karl Haraldsson. 20.05 Samleikur i útvarpssal. Flytjendur: Rut Ingólfs- dóttir, Gisli Magnússon, Halldór Haraldsson, Rögn- valdur Áreliusson og Guð- rún Kristinsdóttir. a. Tvö smálög fyrir fiðlu og pianó eftir William Walton. b. Hveralitir eftir Gunnar Reyni Sveinsson. c. Arioso eftir Fiocco. d. Largo og Allegretto eftir Benedetto Marcelle. e. Roundelay eftir Allan Richardson. 20.25 Sumarvaka a. Fjöl- skyidan i Fagrahvammi; Agúst Vigfússon kennari flytur frásöguþátt. b. Kvæðalög; Sveinbjörn Bein- teinsson kveður úr Hænsna- Þóris rimum eftir Jón prest Þorláksson á Bægisá og Svein Sölvason lögmann. c. Um þjóðbraut þvera; Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi segir frá. d. Kór- söngur. Kammerkórinn syngur islenzk lög. Rut Magnússon stjórnar. 21.30 tltvarpssagan „Blómin i ánni” eftir Editu Morris. Þórarinn Guðnason þýddi. Edda Þórarinsdóttir les (1). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Eyja- pistill. 22.35 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Kára Jónassonar. 22.50 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson kynnir Sinfóniu og Visage eftir Berio. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. flR Jóásm'tJ? H- INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýkomið: margar geröir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri bómull. Batik — efni i sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. JASMIN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg) fi»S&lJSIflí*flBlflftfft

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.