Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. júil 1973. Ari, hvað eigum við að fara i? spyr Helgi. Ég vil fara i bilana, segir Ari. Ég vil fara i bátana, segir Helgi. Hvers vegna er ekkert Tívolí á íslandi? I dag er sólskin og hlýtt, og við höfum á- kveðið að fara í Tívolí með Ara Gísla, sem er 6 ára, og Helga, sem líka er 6 ára. Við förum með strætó niður í bæ. Hann stoppar fyrir utan Tívolí og við förum úr. Tívolí-garðurinn er al- veg í miðri Kaupmanna- höfn. Hann var opnaður fyrir meira en 100 árum. Á daginn ber mest á blómunum, sem eru þar í öllum regnbogans lit- um, og allavega litum húsum, en á kvöldin er allt upplýst. Þegar við komum inni garðinn er allt fullt af fólki á öllum aldri sem situr á bekkjum, spásserar eða drekkur kaffi eða gos i veitinga- húsunum. öðru hverju heyrast veinin úr rússíbananum þegar ek- ið er upp eða niður snar- brattar brekkur á mikilli ferð, svo að maginn á farþegunum hoppar uppíháls. I Parísarhjólið hef ég aldrei þorað að fara, en fólkið virðist skemmta sér vel svona hátt uppi og það veifar glaðlega niður til okkar. Það er stundum erfitt að ákveða hvaða tæki skuli farið í, því það er dýrtað reyna mörg tæki. En Helgi og Ari Gísli eru ekki í vafa. Þeir vilja fara i bílana og bátana. Við göngum lengi um og skoðum mörg tæki og horfum á krakka leika sér. Allt í einu segir Helgi: — Hvers vegna er ekkert Tívolí á (slandi? Hér er Ari seztur undir stýri. — Þetta er ofsagaman, segir hann. Helgi er niðursokkinn við að stýra eftir teinunum. Frá, frá, frá, Fúsa liggur lifið á — annars stimi ég á, segir Helgi. Nú verð ég vist að fara að beygja, hugsar Ari Gisli. Þegar við höfðum gengið stutta stund sáum við Tivoli-sporvagninn. Ari Gisli og Helgi vildu óðara stiga upp i hann. d9 42 m ■■ m mi 3940 m 3130M23 L/ 38 37 ^41 45 * 3S I 36 43 44 I I Það þýðir vistekkertað hanga hér. Það eru margir klukkutimar þangað til leiksýningin byrjar. Dragðu strik frá 1 til 2 og 2 til 3 og svo framvegis, til að sjá af hverju þessi teikning er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.