Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 4. júlí 1973. ! ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Vegurinn frá Hveravöllum heflaður og ruddur Myndin hér að ofan var tekin við upptök Svartár á Kili sl. laugardag, en starfsfólk Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins var þar efra i skemmti- og fræðsluferð. Hugmyndin var að koma að Hveravöllum, en ráðlegast þótti að snúa við á Fjórðungs- öldu, eða Geirsöldu eins og margir segja. Ekki eru margar hindranir á leiðinni frá Kerlingarfjöllum að Hveravöllum og hægt að komast þá leið á jeppum eða framdrifnum bilum. A Fjórðungsöldu sást til þriggja jeppa, sem voru að koma að norðan, en norðurúr höföu farið einhverjir útlendingar á mótorhjólum. í spjalli við Vegaeftirlitið i gær kom fram, að nú er veriö aö bera ofan i veginn milli Gullfoss og brúarinnar á Hvitá, þar sem hefja á smiði á nýrri brú yfir Hvitá, en gamla brúin er hrörleg og mjög þröng. Verða gerðar það miklar endurbætur á veginum að hann þoli þungaflutninga. Búið er að hefla veginn norðan við Hveravelli og verður heflað i dag og á morgun alveg suður að brúnni á Hvita. Það veröur að koma norðanmegin að, vegna þess að enginn hefill kemst sunnan aö yfir brúna. Vegurinn um Auðkúluheiði hefur komið vel undan vetri, en mikið vatn er i öllum ám þannig að menn á litlum bilum ættu ekki að freista þess að komast yfir Kjöl að sinni. Sprengisandur er ófær eins og er, enda óvenjumikill snjór á hálendinu. Athugað verður i þessari viku og næstu hvernig staðið verður að þvi að ryðja veginn yfir Sprengisand. Allir aðrir fjallvegir á landinu eru greiðfærir. sj MET-LAXVEIÐI I FLESTUM AM Vaxandi ásókn útlendinga veldur ugg Eftir fyrstu tvær til þrjár vikur laxveiðivertiOarinnar er ljóst aö laxagengd er nú almennt meiri i ám landsins en dæmi eru til um áður. Laxinn er líka óvenju- snemma á ferðinni, og veiði þar af leiðandi miklu meiri en áður, vfða tvöfalt meiri en i fyrra og vel það. Stangaveiðifélag Reykjavikur hefur lengi haft margar vinsælar og gjöfular laxveiðiár á leigu, og bæöi I þeim ám og öðrum hefur mikil fiskirækt stóraukið veiðina. SVFR selur veiðileyfi til út- lendinga aðeins i tveimur ám, Norðurá og Grimsá, um 6 vikna tima, en að öðru leyti leitast félagið við að tryggja fslenzkum stangaveiðimönnum aðgang að ánum. Island er vfst oröið bezta og vinsælasta laxveiöiland i heimi, og islenzkir veiðimenn horfa með ugg á þá þróun að auðugir útlendingar leggja i stöðugt vaxandi mæli undir sig bezta hluta veiðitimabilsins. Ekki má gleyma þvi að stanga- veiðimenn og laxabændur hafa bæði unnið að stóraukinni laxa- ræktun undanfarin ár og aukið göngusvæði laxins. A siðustu árum hefur SVFR t.d. unnið að viðtækri laxarækt á Lagarfljóts- svæðinu austanlands, og eru menn bjartsýnir um að það starf fari að sýna verulegan árangur. Þjóðviljinn aflaði sér i gær upp- lýsinga um veiðina i nokkrum laxveiðiám. LAXA t AÐALDAL Hjá ráðskonunni i veiðihúsinu á Laxamýri fengum við þær fréttir að veiði væri að glæðast að nýju á noröursvæðinu eftir nokk'urra daga deyfðartimabil. Veiði hófst 10 júni og hefur lengst af veriö ágæt. Á land eru komnir 425 laxar á 13 stengur á norðursvæðinu. Allt er þetta vænn fiskur, 12-20 punda. LAXA t KJÓS 35 laxar veiddust i Laxá i Kjós á mánudag, og 30 voru komnir á land fyrir hádegi i gær. Veiði i ánni hefur stöðugt farið vaxandi frá byrjun veiðitimabils hinn 10. júni. Alls höfðu veiðzt 382 laxar i ánni um hádegi i gær. Jón Erlendsson veiðivörður sagði i gær að talsverður fiskur væri kominn upp fyrir Laxfoss, en vegna mikillar fiskgengdar fyrir neðan fossinn væru menn ennþá latir að leita mikið upp fyrir. Nokkrir vænir laxar hefðu þó veiðzt i Bugðu. Veitt er á 10 stengur i Laxá i Kjós, og eru nú nær eingöngu útlendingar viö veiðar þar. STÓRA-LAXA i Hreppum Þær ánægjulegu fréttir berast nú frá Stóru-Laxá að þar sé veiði að glæðast og horfur góðar, en nokkur deyfð var yfir veiðinni þar i fyrra. Allgóð veiði hefur verið i ánni i ár og fallegur fiskur m.a. tveir yfir 20 pund. ELLIÐAAR Það er vist ekki viða i heimin- um sem hægt er að fara i strætis- vagni innanbæjar til að komast i úrvals laxveiðiá. Nú eru Elliða- árnar morandi af fallegum laxi og um 300 laxar komnir á land. I ánum eru fjórar stengur, og einn veiðimaður hafði t.d. landað fjórum fyrir hádegið i gær. Engin höfuðborg önnur en Reykjavik mun geta státað af sliku náttúru- undri. Skipulagið á beinu línunni Þátturinn Bein lina er á dag- skrá útvarpsins i kvöld klukkan 19.20 til 20 . Að þessu sinni svarar Hilmar Ólafsson, forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavikur- borgar, spurningum hlustenda um skipulagsmál borgarinnar. Verða eflaust margir til að hringja, þar sem skipulagsmálin eru ofarlega á baugi nú á þessum timum hraðbrautaframkvæmda og útrýmingar gróöurs og gam- alla húsa. Þeir sem hafa hug á að ná tali af Hilmari geta hringt i sima 22260 á útsendingartima. Samkvæmt iðnfræöslulög- gjöfinni þurfa þeir nemendur sem hafa lokiö námssamningi og iðn- skólanum að gangast undir próf sem iðnfræðsluráð hcldur. Nemendur i húsasmiði hafa stöðugt verið á hrakhólum með húsnæði undir próftökuna, iðn- fræðsiuráð hefur leigt hvers konar sali og hús i eina viku á hverju sumri til þessarar próf- töku. Slik bráðabirgðaaðstaða veröur að sjálfsögðu aldrei góð, en i ár keyrir þó úr hófi. Væntanlegum húsasmiðum er boðið upp á svo skammarlega lélega aðstöðu til próftöku sinnar að jaðrar við reginhneyksli. 1 kjallara lðnskólans er um þcssar mundir unnið að múrvinnu og innan um sandbingana, steyputunnur, hjólbörur og semcntsryk eru nemarnir látnir vinna i 5 daga við sveinsstykki sin. Ekki má gleyma lýsingunni, hún var svo aurn, aö strákarnir tóku sig til og komu sjálfir með 15 ljósaperur . sem þeir hengdu siöan i loftið. gsp ■ "*■ — '' :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.