Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 16
Miövikudagur 4. júll 1973. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags’ Reykjavikur, simi 18888. Nætur-, kvöld og helgidags- varzla lyfjabúöanna vikuna 29. júni —5. júli veröur i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Trjámaðkur herjar á borgina Verjandi að garð- eigendur úði sjálfir? Ráðunauturinn ráðalaus og vísar á einkaaðilana, sem ekki anna eftirspurn Hættulegt ástand virðist vera að skapast i görðum i Iteykjavik er garöeigendur taka unnvörpum til þess ráðs að úða sjálfir tré sin og plöntur með eiturefnum. Vill þá oft gleymast lögboðin kvöð um merkingu auk þess sem mörg- um er hættan af efnunum alls ekki Ijós. En hvað á að gera? Trjá- maðkur herjar nú á garða borgarinnar og eðlilega þykir mörgum sárt að sjá Iauf trjánna, sem þeir eru búnir aö hafa svo mikið fyrir að rækta upp, skorpna saman og falla svo strax um mitt sumarið vegna ágangs maðksins. Aðeins þrir aðilar, garð- yrkjumenn, taka að sér að úða garða fyrir fólk og hjá þeim öllum eru bókaðar pantanir fyrir allt sumarið. — Við get- um komið i fyrsta iagi næsta vor, sagði einn, og eiginkona, sem svaraði simanum hjá öðrum, sagði hann löngu búinn að banna sér að skrifa upp fleiri staði. Til er i bænum embætti, sem nefnist garðyrkjuráðunautur borgarinnar og sneri blaða- maður Þjóðviljans sér þang- að. En einu ráðin, sem þar fengust voru að snúa sér til einkaaðilanna þriggja eða reyna að annast verkið sjálf- ur. Og reyndar er hægt að fá keypt úðunartæki, sem kostar á annað þúsund krónur, og einnig eiturefni til notkunar i þessu skyni. En er þetta verjandi? Lát- um liggja milli hluta óvana og lofthræðslu margra, sem þyrftu að klifra upp i há tré, kannski i fyrsta sinn á ævinni. Hitt er alvarlegra að láta óvana nota eiturefni eftirlits- laust. Hvað segir heilbrigðis- eftirlitið? Hjá heilbrigðiseftirlitinu náðum við tali af Guðjóni Magnússyni aðstoðarborgar- lækni, sem fannst mjög óvar- legtvegna mengunarhættu, að fólk færi að standa sjálft i garðaúðun. Benti hann einnig á, að einmitt vegna óvarkárni meðan öllum var frjálst að nota slik eiturefni án sérstaks leyfis, hefðu komið á slysa- stofuna nokkur eitrunartilfelli vegnaúðunar. M.a. þessvegna voru sett i nýju lögin um með- ferð eiturefna ákvæði um að sækja þyrfti um heimild yfir- valda til notkunar vissra efna og miðaðist leyfi þá við sér- fróða menn, s.s. garðyrkju- menn i þessu tilfelli. — Það gefur auga leið, að þegar svona lög eru sett, er það ekki fyrir hvern sem er að taka þessi efni til heimilis- notkunar, sagði Guðjón, enda hafa þeir sem leyfið fá.mjög ákveðin fyrirmæli um méð- ferð og merkingu garða með viðvörunarspjöldum á eftir. Ekki er vist, að öllum húseig- endum væri ljós þessi kvöð ef þeir tækju almennt til við að úða trén sin sjálfir. vh Ekki allt líkt með skyldum Eðli og tíðni krabbameins á Norðurlöndum Fulltrúar Nordisk Cancerunion á fundi hér Tiðni og eöli krabbameins- tiifella á Norðurlöndunum er mjög mismunandi frá landi til lands og jafnvel frá landshluta til landshluta sumsstaðar. Virðist sem ólikar neyzluvenjur og lifnaöarhættir hafi þar talsvert að segja, einkum til langframa. Þannig hafa Finnar td. hlutfalls- lega langflest tilfelli lungna- krabba, en islendingar hæsta hlutfall krabbameins i maga. Þetta kom fram ma. á blaða- mannafundi meö fulltrúum nor- rænu krabbameinsfélaganna, sem hér hafa setið fund samtaka félaganna, Nordisk Cancerunion, undanfarna tvo daga. Vildu fulltrúar Finnlands, þeir próf. O.Jarvi form. finnska félagins og aðalritari þess N.Voipio, kenna hið háa hlutfall lungnakrabba i landi sinu þeirri staðreynd, að Finnar reyktu meira sigarettur eða öllu heldur hefðu gert það lengur en hinar Norður- landaþjóðirnar, enda heföi þar verið sett á stofn sigaettuverk- smiðja fyrir mörgum áruatugum. í þvi sambandi mætti vera Is- lendingum ihugunarefni, benti nýkjörni form. islenzka félagsins Ólafur Bjarnason læknir á að þetta háa hlutfall i Finnlandi á viö karlmenn, hinsvegar er tiðni lungnakrabba meðal kvenna hæst á tslandi af Norðurlöndunum, hver sem orsökin kann nú að vera. Formenn hinna einstöku félaga eru fulltrúar þeirra i Nordisk Cancerunion, en auk þeirra sitja árlega fundi samtakanna fram- kvæmdastjórar félaganna og eru fundir haldnir i löndunum til skiptis. Kom fram á blaöamanna- fundinum i gær, að krabbameins- félögin á Norðurlöndunum eru frjáls samtök einstaklinga og aðaltilgangur samtaka að auka kynnin, veita upplýsingar og ræða möguleika á sameiginlegum verkefnum. Sagði Ólafur Bjarnason, að til umræöu á fundinum hér hefði verið samanburður á starfsemi HELSINGFORS 3/7. — Fyrir hádegi i dag hófst öryggisráð- stefna Evrópu i Helsingfors. Ráð- stefnuna sitja 34 utanrikis- ráðherrar, einn forsætisráðherra og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim. Full- trúar allra Evrópulandanna nema Albaniu voru mættir og auk þess fulltrúar Kanada og Banda- rikjanna. Margir fulltrúanna höföu meðsér lifvörð, en auk þess vinnur fjölmennt lögreglulið við að gæta þess að ekki verði ráðizt á hina háu herra. Utanrikisráðherra Finnlands setti þingið, og vonaðist hann til aö árangur af þvi yrði góður. Þá talaöi Uhro Kekkonen, forseti Finnlands, og bauð hann gesti velkomna. Siöastur tók til máls Kurt Waldheim,sem sagði að með þessu þingi væri merkum áfanga náö og markaði það timamót i sögu Evrópu og alls heimsins. Þessi fyrsti fundur stóð aðeins i hálfa klukkustund, en siðar i dag áttu að vera fundir. Þar átti utan- rikisráðherra Ráðstjórnarrikj- anna, Andrej Gromyko, m.a. að tala og gera þá grein fyrir stefnu Rússlands i ýmsum málum og framtiðaráætlanir. Mörg dag blöð i Moskvu ræða um ráðstefnuna og eru mjög ánægð með hana og álita að friðvæn- legra verði i Evrópu vegna hennar. Þau fagna þvi einnig að þar með virðist kalda striðið algjörlega úr sögunni. Fundurinn mun standa i eina viku. Aðalefni fundarins verður aö utanrikisráðherrar munu Framhald á bls. 15. Hitabylgja í Evrópu HAMBORG 3/7. — Mikil hita- bylgja hefur undanfarna daga geisað I Evrópu. Fólki liður illa af hita og óheilnæmu lofti, og nokkrir hafa beðið bana af völdum veðursins. Svo virðist sem þetta veður muni haldast a.m.k. i nokkra daga enn. Hitabylgja nær allt frá syðsta hluta Spánar að N V Rússlandi. Almennt er hitinn yfir 30 gráöur C, en hæst hefur hann komizt i ferðamanna- staðnum Cordoba á Spáni, 38 gráður. 1 Madrid er hitinn 35 gráður og i S-Frakklandi er hann 37 gráður. Danir kaupa tvær floskur af öli á mann dag hvern, og við Miðjarðarhafið er morgun hvern unnið að hreinsun baðstrand- anna, þvi þrátt fyrir hitann kvarta baðstrandargestir meira undan mengun i fjörunni og i sjónur.i en hitanum. Miðjarðar- hafið er smám saman að verða aö óhreinum polli. í Þýzkalandi hafa þeir mestar áhyggjur af þvi að sjúklingar með hjartasjúkdóma fari sér að voða i hitanum, en þar hefur fólk farizt af völdum hitans eins og reyndar annars staðar á þessu hitabylgju- svæði. Pólverjar leita uppi i sveitir og á baðstaði, og borgirnar eru nærri tómar. Til Póllands hópast lika fólk frá Norðurlöndunum, en þar er hiti mikill. sl. árs og undirbúningur undir alþjóblegt þing krabbameins- félaga i október 1974, þar sem norrænu félögin ætla að standa að sameiginlegri kynningarsýningu. Jafnhliða formannafundinum er haldinn fundur forstöðumanna krabbameinsskráningar i löndun- um fimm (Færeyjar eru ekki með), en fyrir tilstuðlan krabba- meinsfélaganna hefur verið komið á I öllum löndunum reglu- legri skráningu allra nýrra sjúklinga með illkynjuð æxli. Hefur nú komið út samanburöar um þessi tilfelli i Finnlandi, Noregi, Sviþjóð og Islandi Starfsemi félaganna er með mismunandi hætti i hverju landi fyrir sig, en sameiginlegur þáttur er auk skráningarinnar almennu fræðslustarfsemi um orsakir, einkenni og eðli hinna ýmsu illkynjuðu sjúkdóma að svo miklu leyti, sem kunnugt er. Mismun- andi er hinsvegar að hve miklu leyti félögin hafa beitt sér fyrir krabbameinsleit, stuðningi við 1 æ k n i n g a s t a r f s e m i og visindalegum grunnrannsóknum. A Islandi hefur Krabba- meinsfélagið td. beitt sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi i sérstökum leitarstöðvum, sem kunnugt er, en á hinum Norður- löndunum hafa visindalegar grunnrannsóknir verið styrktar. Mikilvægast ,í samstarfi norrænu krabbameinsfélaganna töldu fulltrúarnir vera upplýsingaskiptin um reynslu af leitarstöðvunum og um fræðslustarfsemi meðal Framhald á bls. 15. Aðalstarf CIA verður Undirróður í öðrum löndum 0 □ er eina blöndunartækiö, sem er stillanlegt meö annari hendi eöa olnboganum. Falleg og afar hentug í hverju tilviki - í baöherbergiö, í eldhúsiö - aö ógleymdum sérhönnuðum blöndunar- tækjunum - fyrir sjúkra - og tannlækningastofur. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.