Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 1
SCNDIBÍLASTÖBIN Hf BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Margrét maður hennar Henrik prins. Drottningin kemur í dag Margrethe drottning Danmerkur kemur í dag ásamt fylgdarliði í opin- bera heimsókn til íslands með konungsskipinu „Dannebrog". Heimsóknin hefst með opinberri mót- töku á hafnarbakkanum í Reykjavík kl. 10.00. f fylgd með Margrethe og Henrik prins verður menntamála- ráðherra Danmerkur Knud Heinesen. Drottning og maður hennar munu búa í Ráð- herrabústaðnum meðan á heimsókninni stendur. For- seti fslands og kona hans hafa hádegisverðarboð fyrir gestina, en kl. 16.00 verður þeim sýnt Þjóð- miniasafnið og Lista- safn fslands. Þá mun drottning taka á móti for- stöðumönnum erlendra sendiráða í Reykjavík, en um kvöldið halda forseta- hjónin veizlu að Hótel Sögu til heiðurs hinum konung- legu gestum. Margrethe drottning hef- ur setið á stóli hátt á annað ár. Góð vinátta er nú með Dönum og fslendingum og óskar Þjóðviljinn þeim hjónum góðrardvalar hér á landi. Almannavarnanefnd Vestmannaeyja: GOSINU LOKIÐ Almannavarnanefnd Vestmannaeyja gaf í gær út tilkynningu um að eld- gosinu á Heimaey væri lok- ið, gígurinn væri lokaður og gosvirkni hætt. Tilkynn- ingin er byggð á mati sér- fræðinga að undangengn- um rannsóknum. bjóðviljinn náði i gærkvöldi tali af Jóni Þorsteinssyni, fulltrúa bæjarfógeta i Vestmannaeyjum, sem er einn af fulltrúum i al- mannavarnanefndinni. Hann sagði að tilkynningin væri i fram- haldi af fyrri tilkynningum nefnd- arinnar til að upplýsa um ástand- ið á gosstöðvunum og svæðinu umhverfis. Tilkynninguna bæri ekki að skoða sem grænt ljós fyrir fólk um aö flytjast aftur til Eyja, þvi aö enn vantaöi rafmagn i hluta bæjarins svo og vatnsveitu. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor fór ásamt nokkrum mönnum niður á gigbotninn á mánudagskvöld og gekk úr skugga um aö gigurinn væri að fullu lokaður. Hraunrennsli hefur ekkert verið úr gignum siöan i lok maimánaðar, en með þvi hefur verið fylgzt með loftmyndum. Þorbjörn telur hverfandi likur á þvi að gosiö hefjist að nýju, það hafi fjarað út jafnt og þétt og allt bendi til þess að þvi sé endanlega lokið. Tilkynning almannavarna Tilkynningin sem blaðinu barst i gær frá Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, er svohljóðandi: „Fundur haldinn 3. júli 1973 i Almannavarnanefnd Vestmanna- eyja samþykkir svohljóðandi til- kynningu: Að mati sérfræðinga og vis- indamanna er það staðreynd að gigurinn er lokaður og gosvirkni i fellinu hætt. Þar sem ekki er hins vegar enn laust við gasmengun i miðhluta bæjarins einkanlega á svæðinu vestur af Heiðarvegi, upp að Hásteinsvegi, Hvitinga- vegi og Birkihlið, eru þvi þeir, sem hug hafa á að setjast að á umræddu svæði, beðnir að hafa samband við Almannavarna- nefnd Vestmannaeyja i sima 99- 6911 eða 99-6912, og fá þar upplýs- ingar um ástand með tilliti til gasmengunar. Nefndin vill jafn- framt itreka, að foreldrar láti ekki börn sin vera fylgdarlaus á umræddu svæði. Vestmannaevium 3. júli 1973 Al.M ANN AVAKNANEFNI) Vestmannacyja”. Heilbrigðiseftirlitið og Sindri: Ekkert gert í 41/2 mánuð — Hefur þó vald til að loka Viö boðuðum í gær að sagt skyldi frá frammistöðu Heil- brigðiseftirlits Reykjavikurborg- ar varðandi fyrirtækið Sindra hér i borg og skal það loforö nú efnt. Er blaðamaður var að afla upplýsinga um vinnuslysið i Sindra i fyrradag hafði hann tal af trúnaðarmanni járniðnaöar- manna á vinnustaðnum, Birgi Agústssyni. Hafði hann ýmislegt fróðlegt að segja okkur um sam- skipti sin við heilbrigðiseftirlitiö. Þann 16. febrúar sl. fékk hann bréf frá cftirlitinu þar sem greint var frá þeim athugasemdum sem það hafði að gera við hollustu- hætti I hinum ýmsu deildum fyrirtækisins. Voru þær i sjö lið- um og spönnuðu allflestar deild- irnar. 1 fyrsta lagi var það kaffistofa starfsmanna. Þar var daglegri ræstingu sagt ábótavant. i aðal- smiðju var loftræsting úfullnægj- andi og sömu sögu var að segja af renniverkstæði. Úrbætur „án tafar" Við plötu- og klippudeild haföi eftirlitið miklar og stórorðar athugasemdir að gera og hljóöar kaflinn um þá deild orðrétt þann- ig: „Þarna er hiti ófullnægjandi og þarf að framkvæma úrbætur án tafar. Ennfremur kom i ljós, að rafmagnsleiöslur liggja milli járnbita og innan um járnaaf- klippur á gólfi. Slikt hlýtur að skapa mikla slysahættu fyrir starfsmenn og er það sérstakt lán, að ekki hafi hlotizt af stór- slys.” (Leturbreytingar eru blaðsins.) Þess má geta, að öryggiseftirlitið hefur einnig gert athugasemdir við seinna atriöi þessarar athugasemdar. Þvottaaðstaða starfsmanna var sögö ófullnægjandi og úrbóta krafizt „nú þegar”. Fataskápa vantaði fyrir starfsmenn og standsetningu og daglegri ræst- ingu á salernum sagt mjög ábóta- vant. „úrbætur þarf að fram- kvæma eins fljótt og auðið er”. „Þetta stoppar í kerfinu" Eftir 16. febrúar segist Birgir ekkert hafa heyrt til heilbrigðis- eftirlitsins nema þegar hann hafði sjálfur samband við það til að spyrja hvað framkvæmdum liði. Auk Birgis hefur Félag járn- Framhald á bls. 15. Þrjú Suður-Amerikuriki Lýsa yfir fyllsta stuðningi við ísland GREIÐFÆRT í KERLINGARFJÖLL Fréttamaður blaösins skrapp um helgina i Kerlingarfjöll meö starfsfólki Rannsóknarstofnunar sjávar- útvegsins. 1 Kerlingarfjöllum var starfsemi Skiðaskólans i fullum gangi, þar var margt unglinga sem höfðu fengið góða.lærdómsrika viku. Verið var aö reisa einn skiðaskála til viðbótar og kominn grunnur að öðrum, en til stendur einnig aö stækka aðalskálann, þar sem þröngt er um fólkið yfir háannatimann. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er skiðabrekka fyrir byrjendur rétt handan við ána og þar voru þeir unglingar sem eru byrjendur, en þeir sem meira kunna fara ofar i fjöllin. Þeir Kerlingafjalla- bændursjá sjálfir um að ryðja veginn uppeftir snemma sumars og þangað var prýðis- góður vegur um helgina fyrir stærri bila og jeppa. v'Ult, Ferðafélag tslands á skála i Kerlingarfjöllum og sést hluti hans i hægra horni myndarinnar, en á vegum Skiðaskólans og aðstandenda hans hafa verið reistir fimm skálar, og tveir verða reistir i sumar til viðbótar. sj- Þann 21. júni undirrituðu rikisstjórnir þriggja rikja i Suður-Ameriku yfirlýsingu, þar sem lýst er eindregnum stuðning við málstað tslendinga i landhelgis- deilunni. Rikin þrjú eru Chile, Ecuador og Perú. Þessi stuðningsyfirlýsing hefur nú borizt islenzku ríkisstjórninni og er vissulega ástæða til fyrir tslendinga að fagna eindregn- um stuðningi þessara rikja, sem eru i hópi raunverulegra bandamanna okkar. Hér fer á eftir yfirlýsing rikisstjórnanna þriggja: „Vegna þeirrar baráttu, sem tslendingar heyja nú til varnar rétti sinum til fiski- miðanna við tsland og vegna þeirra atburða, sem átt hafa sér stað i sambandi við þessa baráttu, þá vilja rikisstjórnir Chile, Ecuador og Perú itreka stuðning sinn við réttlátan málstað tslendinga og láta i ljós þá von, aö takast muni aö tryggja rétt islendinga i sam- ræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna, er gerir ráð fyrir yfirráðarétti strandrfkja yfir náttúruauölindum hafsins við strendur viðkomandi lands í þágu framfara og velmegunar til handa ibúum þess”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.