Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Miðvikudagur 4. júll 1973. Svartur listi yfir andstœðinga i Hvitahúsinu John Dean. höfuðvitnið í Watergate málinu lagði á miðviku- daginn fram ,,svartan lista", sem Hvíta húsið hélt yfir andstæðinga sína og endurnýjaður var með reglubundnum hætti. Þeir sem voru á listanum áttu að fá að kenna á því á ýmsan hátt t.d. var skattayfir- völdum gefin fyrirskip- un um að rannsaka efna- hag þeirra. A listanum voru t.d. nöfn leikaranna Gregory Peck, Paul Newman og Jane Fonda og margir öldungadeildar- þingmenn svo sem Edward Kennedy, Edmund Muskie, George McGovern og William Fullbright. Margir fjármálamenn, sem studdu frambjóöendur demókrata áttu að „lokast úti” á sama hátt og nokkrir verkalýðsleiðtogar, t.d. forystumaður verkamanna i Gregory Peck. Paul Newman. Jane Fonda. Woodcock. „Óvinir99 Nixons bifreiðaiðnaðinum, Leonard Woodcock. Margir ómeðfærilegir sjónvarpsstarfsmenn og blaðamenn voru einnig stimplaðir opinberir fjendur, þ.á m. Jack Anderson og James Reston. John Lindsay, borgarstjóri i New York, var og á þessum lista, svo og George Wallace rikisstjóri i Alabama. Og siðast en ekki sizt eru á listanum nöfn fjölmargra forystumanna i verkalýðs- hreyfingunni og nöfn heims- frægra visindamanna. „Mikill heiður." Margir þeirra 207 manna, sem voru á listanum, hafa verið spurðir álits á þessari uppijóstrun. — Ég ætla að senda Gordon Liddy til að taka við þessari viðurkenningu fyrir mina hönd, sagði leikarinn Paul Newman. Og sérilagi vil ég þakka þeim John Mitchell, Jeb Magruder, John Dean og Maurice Stans — en án þeirra hefði ég aldrei náö þessum árangri. Borgarstjórinn i New York, John Lindsay, sagði að þetta væri dapurlegur vitnjsburður um það, hvernig komið væri fyrir þjóðinni. Chet Huntley, sjónvarps- fréttamaður: — Ég er fjandakornið hættur að botna neitt i neinu. — Ég hef lika litinn lista, sagði Bella Abzug, forystu- kona i kvenfrelsishreyfing- unni. En hann er miklu minni. Það er bara eitt nafn á hon- um. Harold Huges, öldungadeildarþingmaður: — Ég hefði bara skammazt min, ef ég hefði ekki verið á þessum lista. 1 þessu tilfelli er fordæmingin mikill heiður. JohnKenneth Galbrait, prófessor við Harvard: Ég er stórhrifinn af þvi að heyra að nafn mitt hafi ver- ið skammaryrði i Hvita hús- inu. Fyrsta ávarp Súmara Þegar blaðamönnum var boðið að skoða sýningu Gylfa Gislason- ar og fleiri sem nú stendur yfir í Galleri SÚM var þeim afhent eft- irfarandi ávarp þar sem fram kemur tillaga þeirra félaga um þjóðhátiðarhöld á ári komanda: Fyrsta Avarp I tilefni þessarar sýningar, og að þjóðhátið verður haldin á næsta ári, 1974, vill FyrstaAvarp koma eftir farandi atriðum á framfæri við blöð og útvarp: 1.1 stað þess að sóa fé i leit að for- tiö með eftirlikingú hennar i mynd torfbæja, vikingaskipa og fornmannabúninga, skal umheiminum vera sýnt, hvað hafi verið okkar starf frá þvi er Norrænir svæfingalæknar þinga hér Þing Svæfingalæknafélags Norðurlanda verður sett i Háskólabiói n.k. miðvikudag kl. 1, en þingstörf verða að Hótel Loftleiðum.þar sem einnig verður sýning á ýmsum svæfingatækjum og lyfjum. Þinginu lýkur á föstudag með lokahófi á Hótel Sögu. Þetta er 11. þing félagsins og haldið hér á landi i fyrsta sinn. við skárum okkur frá menn- ingu meginlands Evrópu og is- lenzk menning hófst. Þetta skal gert með mikilli tslandssýn- ingu erlendis árið 1974. Til þessarar sýningar eiga islenzk stjórnvöld að fá allt það, sem islenzkir munir mega teljast i eigu erlendra safna, svo og annað, sem á einhvern hátt og merkan er tengt islenzkri menningu, þannig að samhengi hennar megi koma sem greini- legast i ljós, og tengsl hennar við önnur lönd og útbreiðsla: Grænland o.s.frv. Hefja mætti sýningu þessa i Paris, en siðan gefa öðrum þjóðum kost á að veita henni viðtöku, einkum Norðurlöndunum, og mundi þá Menningarsjóður Norðurlanda bera allan kostnað. Sýningin ætti siðan aðenda hér á Islandi, og gæfist okkur þá i fyrsta sinn tækifæri til þess að lita yfir menningu okkar, „saman komna á einn stað”, og þannig gætum við reynt að átta okkur á henni, i stað þess að vera meö staðhæfingar um hana og fávis- legar upphrópanir hins liti) » gilda. Fæstir íslendingar þekkja þann hluta islenzkrar menningar, sem varðveittur er i erlendum söfnum, þrátt fyrir tiðar siglingar og þotuflug. Við Islendingar stöndum langt að baki öðrum þjóðum hvað bókaútgáfu snertir og út- breiðslu þeirrar menningar, sem berst til manna með prent- stöfum. Um aldaraðir höfum við ekki fylgzt með, nema að litlu leyti, bókmenntum, visindum, heimspeki, hagfræði o.s.frv. Eins og börnin höfum við gripiö til lyginnar og þótzt allt vita i stað þess að kynnast vitneskjunni. Það er þvi lifs- nauðsyn islenzkri menningu, aö þegar verði komið á stofn Þýðingarmiðstöð, sem rekin er og kostuð af rikinu. Menn mundu starfa þar að þýöingu bóka og taka fyrir það full laun. Vegna þess hvað litið er þýtt á isienzka tungu tærist hún og heilinn, sem stjórnar henni, skorpnar og verður að roði, en hugsunin þrasi og þráhyggju að bráð. Okkar daglega stagl, eða ertni, og striðni, mundu smám saman vikja fyrir tilrauninni til að hugsa og ræðast við. 3. Fyrsta Avarp fordæmir harð- lega núverandi stjórn fyrir að hafa skorið niður fjárveitingar til menningar og lista. Færri fá nú listamannalaun og starfs- styrki en áöur, og einnig hafa þeir lækkað. Þetta er mjög ein- kennandi fyrir menningarvilja allra falskra vinstristjórna, sem þora ekki að hreyfa við neinu og gera engar grund- vallarbreytingar á þjóðfélag- inu, heldur viðhaida vinagreið- um, ættartengslum og flaðri, sem skin i gegnum allar stöðu- og styrkveitingar. Málefni aldraðra í Tímariti Hjúk runarfélagsins Auk hagsmuna- og félagsmála*’ hjúkrunarfólks eru málefni aldraðra ofarlega á baugi i Tima- riti Hjúkrunarfélags íslands, 2. tbl. J973, sem Þjóðviljanum hefur nýlega borizt. Ritar ÞórHalldórsson yfirlæknir Hjúkrunarheimilisins Sólvangs i Hafnarfirði grein um skipan málefna aldraðra og dvalar- sjúklinga og kemur þar á framfæri ihugunarverðum tillög- um um hjúkrunarmiðstöðvar og skipulagningu þjónustu við aldraða og hjúkrunarsjúklinga. Þá er einnig i blaðinu grein, sem nefnist „Það er erfitt að vera gamall” og lýsir aðstöðu á hjúkrunarheimili frá sjónarhóli 94.ára gamallar konu, hugsunum hennar og tilfinningum. Jóhannes Bergsveinsson læknir á Flókadeild fjallar um hvenær unnt sé að úrskurða mann til sjúkrahúsvistar, og Arni Björns- son læknir skrifar um viðbúnað á sjúkrahúsum og heilbrigðis- stofnunum vegna hópslysa. Ságt er frá 25 ára starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar og birt erindi Ingibjargar R. Magnúsdóttur i tilefni þess, og minningargreinar eru i blaðinu um Þórunni Þorsteinsdóttur deildarhjúkrunarkonu. — Loks hefur sígild húsagerðarlist verið hagnýtt í þágu m úsa þ j óða r i nna r.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.