Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 8
Afli humarbáta minnkar til muna. Ekki hefur fengizt helmingur þess aflamagns, sem landað var í fyrra —Mikið er byggt af íbúðarhúsnæði og nýtt frystihús tekur til starfa næsta vetur. Á Homafirði hefur tíð verið heldur stirfin í vor, en heldur hefur rætzf úr veðrinu að undanförnu. Afli humarbáta hefur veríð heldur tregur, og minnkar hann nú með hverju árinu. AAikill byggingahugur er í mönnum, og er unnið að smíði allmargra einbýlis- húsa, þar á meðal 20 norskra húsa á vegum Viðlagasjóðs. Auk þess er hafin vinna við byggingu tveggja fjölbýlishúsa og raðhúsa. Nýtt frystihús verður væntanlega tilbúið til loðnufrystingar um næstu áramót og Vélsmiðja Hornafjarðar hefur starfsemi innan tíðar. Um síðastliðin áramót bjuggu á HORNAFIRÐI ROSKLEGA 1000 manns, og er reiknað með að íbúaf jöldinn verði um 1200 um næstu áramót. Þorsteinn Þorsteinsson sendi Þjóðviljanum myndir frá Hornafirði og sagði blaðamanni fréttir þaðan. Kalt vor A Hornafiröi hefur verið frekar kalt vor, og kuldinn stundum með eindæmum i mai og fram eftir júnimánuði, og hefur þvi allur gróður verið seinn til. En siðustu daga hefur brugðið til betri tiöar, og er grasspretta nú á góðri leið, en hvergi er sláttur hafinn. En reikna má með, að hann hefjist um 10. júli. 1 lok siðustu viku rigndi talsvert, en i gær var þurrt og gott veður. Minnkandi afli humarbáta Sjávarútvegurinn hefur gengið heldur illa. Nú er af sú tiö, að menn komu með báta hlaðna af humar til Hornafjarðar. t hitteð- fyrra voru komin á land um mánaðamótin júni-júli um 150 tonn, i fyrra um 100 tonn, en nú aöeins 60 tonn. 14 bátar gera út á humar að þessu sinni, heldur fleiri en i fyrra. Mikil og aukin ásókn báta viða af Suðurlandi er á miðin. Hornfirzkir sjómenn hafa veitt þvi athygli, að aðkomubátar hafa verið að veiðum á stöðum, sem Hornfirðingar hafa hlift, vegna þess að þeir álita þá vera uppeldisstöðvar. Þar fæst að visu talsvert magn, en humarinn er mjög smár. Mikið er talað um að gaumgæfa þurfi friðunarmálin miklu betur. Byggingar Liðlega 20 einbýlishús eru i smiðum á vegum einstaklinga. Auk þess eru önnur 20 hús i byggingu á vegum Viðlagasjóðs og vinna 12 Norömenn við að reisa húsin á grunnana. Liklega verða húsin tilbúin einhvern tima á haustdögum.'Nú eru um 4. til 5 Viðlagasjóðshús fokheld. A vegum sveitarfélagsins er verið að hefjast handa um byggingu tveggja fjölbýlishúsa og verða 14 ibúðir i hvoru.. Flestar verða ibúðirnar seldar einstaklingum, en hreppurinn mun sjálfur eiga einar 4.ibúðir, þvi að alltaf er þörf á ibúðum fyrir kennara, svo að eitthvað sé nefnt. Bygging raðhúss er einnig á döfinni, og verður hreppurinn nokkurs konar tengiliður milli eigendanna og verktaka, og hefur forgöngu um byggingu þeirra. Nýr gagnfræðaskóli og frystihús Gagnfræðaskólahús hefur um hrið verið i byggingu, og er áformað, að kennsla geti hafizt i þvi i haust. Hornfiröingar hafa ekki haft sérstakt hús fyrir gagnfræðaskóla til þessa. Þeir hafa kennt 1. 2. og 3. bekk gagnfræöanáms i húsnæði Barnaskólans, en nú mun þar verða á talsverð breyting til batnaðar. Hugmyndin er að hafa engan stanz i byggingu skóla- húsnæðis og hefjast handa um byggingu iþróttahúss strax að lokinni byggingu gagnfræðaskólans. Þó mun verða að lúta vilja æðra fjármálavalds i þeim efnum. Stórt og nýtizkulegt frystihús Kaupfélagsins er i byggingu. Það er hugsað til þess að taka ein- hvern hluta þess til notkunar um næstu áramót, að minnsta kosti til loðnufrystingar. Möguleikar til fiskvinnslu aukast mjög mikið við tilkomu þessa húss, og væntanlega eykst útgerð frá þvi sem verið hefur. Þorsteinn sagði, að sumir hefðu látið sér detta i hug, að keyptur yrði togari til Hornafjarðar til að mæta þverr- andi afla humarbátanna. Nýja frystihúsið kæmi sér vel, ef gripa þyrfti til þeirra ráða. Mikil íbúafjölgun Um siöustu áramót bjuggu á Hornafirði rösklega 1000 manns Margt þykir benda til að sú tala verði komin upp i 1200 um næstu áramót. Væntanlega fara Vest- mannaeyingar þangað i allmikl- um mæli og flytja inn i Viðlaga- sjóðshúsin. Býsna margir ibúar Hornafjaröar eru ekki innfæddir Hornfirðingar, en e.t.v. eru þeir komnir i meirihluta. Ekki eru mikil brögð að þvi, að ungt fólk fari úr byggðinni. At- vinnuástandið hefur verið gott og margt af unga fólkinu hefur stilað uppá sjávarútveginn og atvinnu i kringum hann. Talsvert vinsælt hefur veriö að fara i stýrimanna- skólann og kaupa siðan bát i fé- lagi við kunningja sina. Vélsmiðja Vélsmiðja Hornafjarðar er nú að stiga fyrstu sporin. Vélsmiðja, sem fyrir var i plássinu, rækt- unarSambandið, búnaðarsam- bandið, kaupfélagið og útgerðar- menn stofnuðu með sér hlutafé- lag. Þvi að talsvert vantaði á að unnt væri að uppfylla þær kröfur, sem gerðar voru til járniðnaðar. Byggt hefur verið 1500 fermetra stálgrindahús, og starfsemin er um það bil að byrja. t öðrum enda hússins verður vélsmiðja.en bif- reiðaþjónusta og verzlun i hinum. Þórður Gislason, sem kominn er vestan frá Flateyri, mun veita smiðjunni forstöðu. Hafnarhreppur hefur byggt sér ráðhús. Á efri hæð hússins verða skrifstofur hreppsins og fundar- salur. Væntanlegur lögreglustjóri mun hafa þarna aösetur sitt og Rafmagnsveitur rikisins skrif- stofu. A neðri hæð hússins verður héraðsbókasafnið til húsa. t bak- álmu lögreglustöð, fangaklefar og aðsetur slökkvibila og slökkvi- liös. óp Kaupfélagið er að láta byggja stórt og nýtizkulegt frystihús. Starfsemi I þvi mun hefjast næsta vetur. Ráðhúsið á Hornafirði. Hafnarhreppur hefur látiö reisa húsið, og eru i þvi skrifstofur og miðstöðvar ýmissa opinberra þjónustustofnana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.