Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 5
Miövikudagur 4. júll 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Eftirfarandi erindi var fluttá aðalfundi Sambands íslenzkra rafveitna, sem haldinn var í síðustu viku. Þar sem erindi þetta snertir mjög brennandi hagsmunamál hefur Þjóðviljinn leitað eftir leyfi flytjenda þess að fá það birt, og var það leyft. Fyrirsagnir eru Þjóðviljans. Byggð hefur haldizt á Islandi i nær ellefuhundruö ár. A ýmsu hefur gengiö meö mannfjöldann á hverju timabili Islandsbyggðar. Fólki hefur fjöigaö og fækkaö til skiptis á hinum ýmsu timabilum. Kuldatimabil, hafistimabil, ár faraldra og drepsótta, allt hefur þetta höggvið stór skörð i mann- fjöldann i gegnum aldirnar. Viö hin frumstæðu skilyrði, sem núlifandi kynslóð þekkir aðeins af sögum og frásögnum, hefur vafalaust oft sorfið hart að ibúum þessa lands, þegar illa hefur árað. A söguöld er talið, að húsa- kostur hafi oft á tiðum verið rúm- ur á lslandi. Það lætur að likum, að til þess að hita upp þennan rúmgóða húsakost hafi þurft mikið eldsneyti. Vafalaust hefur mest verið notað af trjáviði til þessa, enda talið, að iandið hafi þá verið „skógi vaxið milli fjalls og fjöru.” Innflytjendur hafa vafalaust verið vanastir trjáviðarbrennslu frá heimalandi sinu, Noregi. Fljótlega mun þó hafa gengið á beztu skógana, sem bæði voru nýttir til bygginga og eldiviðar. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina, þegar kvikfénaður gekk hart að hrisinu og skógar- plöntunum i þessu hrjóstruga landi. Svörður eða mór mun fljótlega hafa verið notaður mikið til brennslu, þar sem hann var fyrir hendi. Þá var gengið á mosa- gróöur og lyng. Sauðataðinu var viða brennt og rekaviði og þangi. Þannig hefur þetta gengið öld fram af öld á tslandi, og allt fram á vora daga. Ekki er að efa, að oft hefur kuldinn og vosbúðin leikið ibúa landsins hart á liðnum öldum og margur átt skemmri lif- daga fyrir bragðið, en ella hefði orðið. Stórhýsin frá söguöldinni urðu siðar aö smáhreysum. Allt seig á ógæfuhliðina fyrir gróðri landsins, ekki reyndist unnt að hlifa honum, ef maðurinn ætti aö halda lifi, það varð að nota hann til brennslu og miskunnarlausrar beitar, og ber landið þessa ótviræð merki. Það var fyrst upp úr siðustu aldamótum, að litils- háttar var byrjað á að flytja inn i landið eldsneyti, kol og steinoliu. I áratugi framan af öldinni var þetta þó i smáum mæli, þótti hálf- gerður munaður fyrir almúgafólk a.m.k. Fólk lét sér nægja að hita upp eitt iveruherbergi eða svo; jbláa_ stássstofan” var sjaldnast hituð upp, en gestinum boðið i hana, kannski bæði blautum og sveittum. Þar varð hann að dúsa, þar til kaffið kom og margur vafalaust fengið lungnabólgu af, svo tið sem hún var þá. Upphaf rafhitunar Það mun hafa verið á þriðja tug aldarinnar og upp úr 1930, sem farið var nokkuð almennt að leggja miðstöðvarkerfi i ibúðar- hús. Voru þau að sjálfsögðu aðal- lega kolakynt, ýmist frá eldavél eða sérstökum kyndikötlum. A árunum 1940 og nokkuð fram yfir 1950 varð gjörbylting á þessu sviði. Reykjavik fékk hitaveitu i meginhluta aöalbyggðarinnar og i vaxandi mæli var tekin upp oliukynding húsa i stað kola- kyndingarinnar. Þetta hitunar- fyrirkomulag hefur svo að mestu haidizt siöan, nema hvað fleiri og fleiri kaupstaðir og kauptún hafa fengið hitaveitu og einnig hefur rafhitun húsa færzt nokkuð i vöxt á vissu árabili. Ég hefi nú rakið litillega „hús- hitunarsögu” Islendinga fram til þessa, en það væri ómaksins vert að hún yrði skráð, svo snar þáttur sem hún er i lifi þjóöarinnar á þessu landi vosbúðarinnar. Oft hefur veriö eytt mikilli vinnu i ómerkari söguskráningar. Áfangaskipti Enn ánýerkomiðaöáfanga- skiptum i okkar húsahitunar- Áfangaskipti í rikjandi, hvað geti komið i staö olíunnar á hinum ýmsu sviðum, en hins vegar augljóst, að flestir finnanlegir kostir verða dýrir. Talið er, að verðlag á oliu stór- hækki á næstu árum og. jafnvel margfaldist á næsta áratug. húshitunarmálum Ef þessi mynd, sem tekin var í vetur af viðgerö við misheppnaða línulögn frá Búrfellsvirkjun, verður ekki táknræn fyrir raflagnir á islandi, hlýtur rafhitun húsa að verða sú fra mtfða rhitun, sem við notumst við ásamt heitavatni í heimi þar sem orkuskortur gerir sífellt . meir og meir vart við sig. málum. Nú er svo komiö, að nauðsyn ber til að kanna ræki- lega, hið fyrsta, hvaöa þétt- byggðir landsins eigi i næstu framtið að byggja á jarðvarma- veitum, og hvaða þéttbyggðir á rafhitun. Allur hitunarbúnaöur, sem notaður er við þessar tvær upphitunaraðferðir, er svo gjör- ólikur, aðekkertersameiginlegt með honum (ef frá eru talin sér- stök kyndikerfi), og þvi miklum verömætum á glæ kastað, ef til- viljanir ráða um valaöferðai ein- stökum húsum á hinum ýmsu landsvæðum. Um meginhluta ibúasvæða landsins mun vera augljóst, hvort valin verður hita- veita eöa rafhitun, en um önnur svæði leikur nokkur vafi. Um sveitabýlin þarf ekki að ræða i þessu efni; þau verða aö sjálfsögðu næstum öll rafhituð. Það verður æ ljósara, að innan fárra ára verður svo komið, hvort sem okkur iikar betur eða verr, að þar sem jarðvarmaveitur til hitunar koma ekki til greina, þar verður að hita upp með raforku. Það gengur svo ört á oliuforöa heimsins, og er ekki beinlinis uppörfandi að þvi skuli spáð, aö hann verði að fullu þrotinn eftir hálfan mannsaldur eða svo. Jafn- framt er ennþá mikil óvissa Fjárfrekar framkvæmdir Af þessu er augljóst, að Islendingar geta ekki haldið að sér höndum og beðið þar til reiðarslagið er dunið yfir. Við erum svo hólpnir að eiga i fórum okkar „óþrjótandi” orku, þar sem vatnsorkan og jarðvarminn er. Þessa orku þurfum við að beizla stig af stigi til eigin þarfa og losna undan ógnvaldinum, hinni ort þrjótandi oliu, að svo miklu leyti sem kostur er á. Þvi miður er ekki annað að sjá en að fiskiskipin verði henni háð á kom- andi áratugum. Ekki má gleyma þeirri stað- reynd, aö hér er um mjög fjár- frekar aðgerðir að ræða. Það er ekki nóg að byggja orkuver fyrir framleiðsluna, það verður jafn- framt að byggja orkuflutnings- og dreifikerfi, en það er a.m.k. annar eins kostnaður og allt upp i tvöfaldan byggingarkostnað orkuveranna miðað við sömu afkastagetu. En vera má, að hér geti verið um mjög hagstæðár fjárfestingar að ræða, áður en langt um liður, enda þótt margir hafi haft horn i siðu rafhitunar allt til þessa, ekki talið hana timabæra i náinni framtið. Það er mjög aðkallandi að hafizt sé handa um heildar- áætlunargerð fyrir allt landið i þessu skyni. Enda þótt niður- stöður sýndu, að rafhitun kynni enn að vera nokkru dýrari en oliuhitun, getur sá samanburður snúizt viö áður en varir, en þá er of seint að hefjast handa um slika langtima áætlunargerð. Það eru fleiri svið hér að lút- andi, sem þarf aö taka til með- ferðar, og ætla ég að ræða litil- lega tvö þeirra. Verölagning og gjaldskrá Verðlagningu og sölufyrir- komulag orkunnar, bæði i heild- sölu og smásölu, þarf að taka til rækilegrarendurskoðunar. Þegar tekin er upp almenn sala á raf- orku til húshitunar, þarf i flestum tilfellum að gjörbreyta þvi gjald- skrárformi, sem nú er mest notað, en það er vafalaust tima- frekt verkefni. Einangrun húsaá Islandi hefur verið mjög ábótavant til þessa, enda þótt mikil framför hafi orðið á þvi sviði hin siöari ár með til- komu nýrra einangrunarefna og tvöfaldra glugga. En betur má ef duga skal. Húsbyggjendum er almennt ekki ljóst, hve þýðingar- mikill þessi þáttur er, en þó kostnaðarlitill i samanburði við heildarbyggingarkostnað. Það er allt of algeng staöreynd að spöruð sé t.d. litilsháttar þykktaraukn- ing á plasteinangrun og að gólf, veggir og loft sé með alls ófull- nægjandi frágangi á einangrun, jafnvel þótt magn hennar sé nóg. A þetta ekki hvað sizt við um frá- ' gang á einnar hæöar húsum i kauptúnum og sveitum landsins. Mest stafar þetta af kunnáttu- og hugsunarleysi.en alls ekki að við- komandi ætli sér aö lækka byggingarkostnaöinn á þennan hátt. Það er mikil nauðsyn á, að þjónustufyrirtæki byggingar- iðnaðarins og hitaorkufyrirtækin beiti sér fyrir sameiginlegri upp- lýsingar- og kynningarstarfsemi á þessu sviði. Fallvaltleiki peninganna Gengi austurriska skild- ingsins hækkar um 4,8%. Vestur-þýzka markið var hækkað um 5.5% á föstudag- inn var, og kom þvi hækkunin ekki á óvart. Er þetta orðið mikið og flókiö mál að fylgjast með öllum þessum breyting- um sem sifellt verða á gengi ýmissa gjaldmiðla, og þá mest til að forða bandariska daln- um frá aö falla meira en orðið er. Er illt til þess aö vita hve margar þjóðir hafa stuðzt við þann gjaldmiðil og miðað öll kaup sin og sölu við gengi hans. Hafa t.d. viöskipti, milli landa sem hvorugt hafa haft dalinn sem opinberan gjald- miöil, oft farið fram i þessum margnefndu dölum, og sést ef til vill nú hve óheppilegt þaö er. Við þessar sifelldu breyting- ar á ýmsum gjaldmiðli, sést lika, hve takmarkað gagn peningarnir geta gert sem gjaldmiðill — eða kaup — fyrir vinnu. Það sést, að með einu pennastriki er hægt að skerða kaupmátt fjölda fólks mjög mikið, — gera efnahag heillar þjóöar allan annan og þá ým- ist betri eða verri en var — gagnvart öðrum þjóöum. Það eru ýmsir aðilar sem ráða miklu um þessi mál, eins og t.d. risastór alþjóðafyrirtæki sem ráöa yfir fjármagni á við margar þjóðir og leika sér svo að þvi að kaupa mikið af gjaldmiðli einhvers eins ríkis, sem siðan hefur i för með sér ýmsar breytingar á gjaldmiðli hins vestræna heims. Allt er gert til þess að láta gjaldmiðil eins og t.d. banda- rikjadal halda velli eins lengi og hægt er, þrátt fyrir fjár- málakreppu og öngþveiti. Reynt er aö fá rikisstjórnir t.d. Þýzkalands og Japans til þess að hækka gengi gjald- miðils sins til þess að forðast fall dalsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.