Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.07.1973, Blaðsíða 9
MiOvikudagur 4. júlí 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sam Ervin, hinn 76 ára qamli formaður þing- nefndarinnar er rannsakar Watergate-hneykslið, kom Nixon forseta á sak- borningsbekk á föstu- daginn var. Ervin réðist harkalega á áætlun sem gerð hafði verið í Hvíta húsinu 1970, þar sem gert var ráð fyrir stórfelldum möguleikum á njósnum um bandaríska borgara. Hann gagnrýndi einnig Nixon fyrir aðgerðarleysi í hneykslismálinu og áhuga- leysi á því að fá fram stað- reyndir í rannsókninni. Þegar John Dean var rekinn úr stöðu sinni i Hvita húsinu i vor, tók hann með sér nokkur af plöggum sinum og þar á meðal áætlun sem gerð hafi verið á árinu 1970, skömmu áður en hann réðst til starfa i Hvita húsinu. 1 áætlun þessari er gert ráð fyrirmæli um að reyna að fram- kvæma ákveöin atriði i áætluninni. Samstarfsnefnd FBI og CIA (Bandariska leyniþjónustan) og leyniþjónustu hersins haföi siðar verið komiö á laggirnar. Er ekki bannað, að CIA taki þátt i lögregluaðgerðum innanlands? spurði Ervin. — Jú, svaraði Dean, það er bannað. Og hann fékk einnig að skýra frá þvi, aö Nixon hefði ekki spurt þingið Táða i þessu viðkvæma máli. Ervin öldungardeildarþing- maöur fór lið fyrir lið yfir áætlunina frá 1970, sem Nixon samþykkti, þó að athygli hans hafi ótvirætt verið vakin á þvi, að áætlunin var greinilega ólögleg i mörgum atriðum. Sam Ervin fór að þjarma að forsetanum á sinn sérstæða hátt með spurningum, sem John Dean þurfti aðeins að svara játandi eða neitandi. öldungardeildarþingmaðurinn las hátt og snjallt upp úr sinni eftirlætisbók; bandarisku Watergate-hneykslið aðeins hluti af stærri heild BÖNDIN BERAST AÐ NIXON fyrir þvi, að rutt veröi úr vegi ýmsum tálmunum á þvi að hlera simtöl fólks, opna bréf og stunda aðra njósnastarfsemi og meira að segja er gert ráð fyrir að innbrot veröi leyfö i vissum tilvikum. I einni af varnarræðum sinum vegna Watergate-hneykslisins hinn 22. mai skýrði Nixon frá þvi, að hann heföi dregið þessa áætlun til baka i júlilok 1970 eftir að þáverandi yfirmaður FBI (Bandarisku alrikis- lögreglunnar) Edgar Hoover hefði snúizt gegn henni. En hvenær og hvernig kunn- gerði Nixon þá ákvörðun sina að láta undan siga? Þetta var ein af þeim mikil- vægu spurningum, sem Ervin öldungadeildarþingmaður lagði fram á föstudaginn. Hann spuröi hvort ekki gæti verið, að John Dean, lög- fræðingur forsetans, ætti að vita eitthvað um það. Dean hafði aldrei heyrt um það talað, aö Nixon hefði horfið frá þessari áætlun. Þvert á móti, sagði Dean, fékk ég i september stjórnarskránni. Var ekki áætlun forsetans, spurði hann, greinilegt brot á þvi frelsi og þeim réttindum, sem þessi stjórnar- skrá á að tryggja borgurum i landinu? Dean hlaut að svara þessu játandi. Hafði nokkur veitt Hvita húsinu heimild til þess að setja sig ofar lögum og reglu? Og Ervin laut fram á borðið. Dean hlaut að svara neitandi. Forsetinn skal hafa yfirumsjón með þvi að farið sé að lögum, las Ervin upp úr stjórnarskránni og leit alvörugefinn fram i salinn. Það var Nixon sem bar ábyrgðina á þvi andrúmslofti sem Watergate-hneyksliö óx i — það vildi Sam Ervin fá skýrt fram þennan dag. Hann hélt áfram og spurði Dean að þvi, hvað forsetinn hefði gert til að komast til botns i þvi, hvaö hefði eiginlega gerzt. Les Nixon ekki biöðin, eða skildi hann ekki það sem i þeim birtist? Hafði það ekki komið fram skömmu eftir innbrotið i höfuð- stöðvar Demókrata aö tveir menn, sem voru i beinum tengslum við kosninganefnd for- setans, höfðu verið handteknir og ákærðir? Hefði það ekki verið ómaksins vert að skoða það mál dálitið betur? Ervin spurði og spurði. Dean svaraði með jái eða neii, eða kinkaði bara kolli. Gerði forsetinn einhverjar ráð- stafanir til þess að fá sannleikann fram? — Ég er hræddur um að það hafi verið þvert á móti, svaraði Dean. Ef að forsetinn var nú svo ákveðinn, sem hann lét i þvi að fá málið upplýst, af hverju vildi hann þá ekki láta starfsmenn sina koma til okkar og vitna? spurði Ervin og átti þá við það, að Nixon hélt lengi fast við það, að samkvæmt stjórnarskránni væri ekki rétt að starfsmenn forseta- embættisins bæru vitni. t þessu sambandi talaði Nixon um forréttindi embættis sins. En hver eru þau?spuröi Ervin og las enn kafla úr stjórnarskránni. „Forsetanum ber að sjá um það, að lögum sé framfylgt út I æs- ar.” (Úr Stjórnarskrá Bandaríkjanna) Yfirheyrslurnar á föstudaginn hófust með þvi, að Daniel Inouye, öldungadeildarmaður og fulltrúi i rannsóknarnefndinni, las upp spurningalista, sem Hvita húsið hafði sent honum til að leggja fyrir Dean. Dean svaraði þvi neitandi, er hann var spurður hvort hann hefði skrifað nokkuö niður eftir viðræður sinar við forsetann. Hann sagði að ummæli forsetans hefðu stundum verið þess eðlis að þau hefðu skaðað hann, ef þau hefðu verið skráð. Spurningarnaráttu lika að vera minnispróf á Dean. Hvernig stóð á þvi að i þessu máli mundi hann sumt i smáatriðum, en um önnur atriði mundi hann ekki neitt? — Þegar maður ræðir við forseta Bandarikjanna er það svo mikill atburður að maður man slikt vel, sagði Dean. Og sem dæmi um þetta rifjaöi hann upp að hann hefði aðeins einu sinni talað við forsetann á timabilinu frá 15. september i fyrra og til 28. febrúar i ár. Þá hafði forsetinn spurt hann grannt eftir þvi, hvaða ráðstaf- anir hefðu verið gerðar gegn and- ofsmanni einum, sem hafði reynt að brjótast i gegnum lög- regluvörðinn um Nixon, en verið sleginn niður áður en nokkuð hafði gerzt. Nixon var mjög áfram um það, að þessi maður yrði dæmdur, sagði Dean. I svörum sínum á föstudag visaði hann heim til föðurhúsa þeirri meginkenningu Hvita hússins, að hann væri aðal- maðurinn i Watergate-hneyksl- inu. Þetta er ósanngjörn full- yrðing og fær ekki staðizt með tilliti til þess hvaða stöðu ég gegndi. Ég fór alltaf eftir fyrir- mælum frá nánustu ráðgjöfum Nixons, þeim Haldeman og Erlichman. (Heimild: Dagens Nyheter) Sprengingar í hlaðvarpanum Nú er unnið af miklu kappi við breikkun og iagfæringu Sfðumúia og Armúia, og gcta menn vonandi innan tiðar brunað þar um i bilum sinum. En I framkvæmda- hitanum virðist eitt veigamikið atriði hafa glcymzt hjá yfir- völdum borgarinnar. Það býr enn fólk i húsunum, sem verið er að sprengja jörðina undan. Fyrir nokkrum áratugum, þegar, eins og svo oft endranær, mikill skortur var á ibúðarhúsnæði og byggingarlóðum, reistu menn sér þarna hús í útjaðri Reykjavíkur. Nú hefur borgin vaxið og bilaum- ferðin aukizt, og þvi telja ráöa- menn borgarinnar, að nauð- synlcgt sé að ieggja hluta af þessu svæði undir malbik. Sjálfsagt er að borgin kaupi húsnæði þeirra, sem þurfa að vikja fyrir bilunum, enda munu reykviskir ráðamenn hafa gefið ibúum þessara húsa ádrátt um, að það yrði gert. En eitthvað Hérna verður unnt aö bruna um i bílum innan tiðar. tbúar húsanna, sem sumir eru sjúklingar, verða aö una við sprengingar og jarðrask. hefur þeim gengið treglega að ganga frá þeim málum og þvi sent jarðýtur og flokka sprengingamanna af stað. Ibúarnir, sem sumir hverjir eru sjúklingar, veröa þvi að una við sprengigný og jarðrask á bæjarhlaðinu hjá sér enn um sinn. Ekki getur það verið að borgar- yfirvöldunum liggi svo mikið á, að ekki gefist timi til að viðhafa allar kurteisisvenjur. Það gæti jafnvel verið ágætt að doka við andartak og tryggja jafnframt að ekkert handahóf eða fum verði á aðgerðum þegar þær hefjast. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hafa þarna grasbala og gróðurlendi, og voru starfsmenn borgarinnar látnir hefja undir- búning að þeim framkvæmdum. En nú er búið að reisa grunna að iðjuverum á þessu svæði. Það væri þvi ef til vill ekki vitlaust að hugleiða málin enn betur á meðan samið er við ibúa siðustu húsanna i Múlakampi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.