Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 29. júll 1973. Þaö er sennilega mest aö þakka greinum i „neöanjaröarblööum”, aö holienzki svartlistarmaöurinn M.C. Escher er nú oröinn mjög þekktur meöal annarra en víshjdamanna og stæröfræðinga. Þessi skyndilega frægö lista- manns, sem virtist fara allt aörar götur en flest það sem kallaö var nútfmalist, og var lengst af litt þekktur meöal almennings, stafar af þvi hve iist hans er skyld „ofskynjanastil” nútimans. 1 verkum hans er ekkert eins og það sýnist vera, en þótt þau virö- ist fáránleg byggjast þau á lög- málum stærðfræði og rökfræði. Escher fæddist í Leeuwarden i Hollandi 1898 og stundaöi siöan listnám i Haarlem. En eftir það dvaldist hann árum saman á ttalíu og fluttist ekki aftur til Hollands fyrr en 1937. A þessum ttaliuárum sinum fór hann aö gera svartmyndir i heföbundnum stil, en þær byggðust þó gjarnan á hrikalcgu perspektífi, og yfir þeim flestum var mjög draum- kenndur blær. Breyti- leg form og hús sem fá ekki staðizt En þegar Escher sneri heim breytti hann hins vegar mjög um stil og hætti aö byggja myndir sinar á hinum hversdagsiega raunveruleika. 1 staö þess fór hann aö gera myndir eftir eigin hugmyndaflugi; hús sem brutu I bága viö öll lögmál rúmsins og gátu hvergi staðiö nema i mynd, form sem breyttust á ýmsa vegu t.d. i fiska neöst á myndinni og fugla efst á henni eða hiuti sem breyttust i mynd innan myndar- innar. A þessum áruin varö Escher mjög þekktur meðal ýmissa vis- indamanna og birtar voru greinar um hann i visindalegum tima- ritum, enda túlkuðu teikningar hans mjög skemmtilega ýmsar mótsagnir og rökfræöilögmál. Norskur jarðfræðingur, Th. Rosenqvist, sagði t.d. i brcfi til Eschcrs: „Mér finnst mynd yöar „loft og vatn" skýra kenningu mina betur en cg get sjálfur gert i rituðu máli”. — En 1972, um það leyti sem Escher lézt, seldist bók meö eftirprentunum af myndum hans i hundrað þúsunda upplagi. „Loft og vatn” 1938 „Eölur” 1943

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.