Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júll 1973. Stein- eyöi- merk- ur í stór- borg- um Vestur-Berlin i júni. „Bjarg'ð borgunum okkar áður en allt endar með skelfingu.” Þannig hljóðaði neyðaróp þýzkra borgar- stjóra, sem þinguðu i Míinchen. Þýzkar borgir hafa smám saman breytzt i ómennskar steineyði- merkur, þar sem lifsleiði, árásar- hvöt, og taugaveiklun eru alls ráðandi. Prófessor i félags- fræðum við háskólann i Göttingen I Þýzkalandi, Hans Paul Bradt, segir: „Borgir, sem skipulagðar eru á óheppilegan hátt, geta eyði- lagt þjóðfélag engu siður en t.d. einræðistjórn.” Um það bil 50% Ibúa Vestur-Þýzkalands búa i stórborgum og árið 1985 verður það væntanlega um 75%. Það er þegar farið að tala um samvaxin bæjarkerfi eins og t.d. Mainsfurt, þegar tvær borgir hafa vaxið saman, og eru raunar orðnar ein stórborg. Sálfræðingar segja, að þetta sé „sálarlegt fjöldamorð” i þessari blöndu af iðnaðaröngþveiti, mengun, mannlausum mið- húsunum viö, en mikið af verka- fólki bjó þarna. Nú hafa þessi hús veriö rifin og byggð stórhýsi i út- jaðri borgarinnar, þar sem þessu fólki hefur verið komið fyrir, oft hálf nauðugu. M.a. hefur verið byggt risahverfi fyrir 50 þúsund ibúa rétt hjá Berlinar-múrnum, og er það langt frá öllum vinnu- stöðum. Arkitektarnir ætluðust vist til, að þetta yrði gott hverfi og héldu vist, aö þeir væru að skapa eitt- hvað nýtt og jákvætt. En árangurinn varð allur annar, þvi þetta eru risavaxin steinsteypu- bákn, sem bera með sér, að ibúarnir hafa ekki verið spurðir ráöa, heldur allt teiknað inni á skrifstofu arkitektsins. Fók segir, að það hafi skaðleg áhrif á geö- heilsu manna að búa þarna og þeir, sem teiknuðu þetta, hafi mest hugsað um að auka hróöur sinn og álit, en minna hugsaö um fólkið, sem átti að búa þarna. Þetta hverfi nær yfir 400 hektara svæöi, og eru 16 þúsund ibúðir kring, heldur loki sig bara inni i skel sinni, og forðist að hafa sam- band við nágranna sinn. Aður hafði þetta sama fólk margt verið tiðir gestir á ein- hverju ákveðnu veitingahúsi eða farið i heimsókn til nágranna, eða tekið virkan þátt i götulifinu i hinni gömlu Vestur-Berlin. En i þessu nýja hverfi fyrirfinnst ekki nein hlýja, nein hefð, fólk þekkir ekki lengur hvert annað, um- hverfið hefur neikvæð áhrif, mörgu kaffi- og veitingahús, þar sem fólk getur látið sér liða vel, og allir tala við alla, en þegar ég fór inn á bjórkrá i þessu nýja hverfi var allt hálfdauft og dautt þar inni. Allar krár i hverfinu eru mjög svipaðar, glæsilegar útlits, en gjörsneyddar allri hlýju. Gleymdist að byggja sjúkrahúsið? Fyrst voru húsin byggð svo Springer-blaðahringur- inn á um 70% af dag- blöðum i Vestur-Berlin. Hitstjóri blaðsins, Horst Lange, segir, að offsett prentvélin, sem hverfisblaðið er prentað á, sé i kjallaranum hjá honum,og ef það kæmist upp, yrði honum sagt upp húsnæðinu, sem hann býr i. Blað- ið er mjög óvinsælt hjá yfir- völdum, vegna þess hve óvægt það er i dómum sinum um skipu- lagninguna i hverfinu og annað, sem þvi finnst fara illa. t Vestur-Berlin hefur Springer- fyrirtækinu tekizt að ná yfir- Táðum yfir á að gizka 70% af blaðasölu i Vestur-Berlin, svo blað eins og þetta hverfisblað, sem er stjórnað og ritstýrt af fólki úr öllum stéttum, þar sem reynt er að láta flokkapólitik hafa sem minnst áhrif, er mjög gott og gagnlegt. Blaðið var upphaflega stofnað af hóp stúdenta, sem lögðu stund á uppeldisfræði, en komst fljót- lega i hendur ibúa hverfisins. Rit- stjórinn segir,að stúdentarnir hafi verið allt of langt frá raunveru- leikanum i skrifum sinum. Þetta blað birtir ýmislegt, sem önnur blöð fást ekki til þess að birta. Þar er sagt frá mótmæla- göngu, þar sem fólk mótmælti hækkun húsaleigu, og eins mót- mælum gegn hækkun á hita, en fyrirtækið, sem selur hitann er einkafyrirtæki, sem litið eftirlit hefur verið haft með. í Vestur-Berlín gefa íbúar eins hverfisins út blað, þar sem þeir koma kvörtunum síðan á framfæri borgum og yfirfullum úthverfum þar sem fólk heldur sig yfir nóttina og þeytist svo til vinnu sinnar langar leiðir. Risaborgin Vestur-Berlin með 2,1 miljón ibúa, sem þjappað er saman á litlu svæði, hefur sér- stöðu. Hún er inni i miðju Austur- Þýzka lýðveldinu, um 165 km frá landamærum Vestur-Þýzka- lands. Það er þvi mikilvægt, að vel sé að fólkinu búið, og það hefur að nokkru leyti tekizt, þvi helmingur af bænum eru grænir garpar, vötn, skógar og tún. íbúar Vestur-Berlinar eru einangraðir og komast ekki svo auðveldlega út úr bænum og upp i sveit. Gömlu húsin eru rifin niður, og fólk flutt i út- hverfin. En ástandið er að breytast. Stór húsasvæði i Vestur-Berlin eru ekki lengur ibúðarhæf, og ekkert hefur verið gert til þess að halda þar. Þær minnstu eru eitt herbergi, og þær stærstu 4 1/2 herbergi. Dautt landslag Ég fékk aðkenningu að inni- lokunarkennd, þegar ég kom i þetta tungllandslag, þvi áhrifin af þessum skrimslum, sem áttu að heita mannabústaðir, voru yfir- þyrmandi. Hæsta báknið var átján hæðir og lengsti óslitni veggurinn var nærri þvi heill kilómetri á lengd. Húsin voru máluð i skerandi gulum, rauðum, grænum og bláum litum og virtist tilviljunin alveg ráða sam- setningunni. A miðri aðalgötu hverfisins varö ég vitni að bilslysi, þar sem kona sat föst i bilnum sinum, al- blóðug. En fólk gekk fram hjá henni, án þess að gera nokkuð, það horfði bara. Það er algengt, að fólk hegði sér þannig i þessu hverfi, sýni engan framkvæmda- vilja né áhuga fyrir fólkinu i þannig að ekki eru nein likindi til þess að þetta breytist. Þeir, sem hafa orðið undir i baráttunni. Allt hverfið er byggt á vegum bæjarins, og þess vegna búa þar margar barnaf jölskyldur og fjölskyldur, sem þurfa að þiggja aðstoð frá bænum. Þetta fólk hefur flest flutt úr gömlu hverfunum, sem búið er að rifa og úr bráðabirgðahúsum borgar- innar. Borið saman við önnur hverfi borgarinnar er mjög mikið af börnum innan við 14 ára aldur i þessu steinbáknahverfi. Nærri lætur, að fimmta hver fjölskylda fái aðstoð frá hinu opinbera, en mörgum gengur þó illa að borga húsaleigu og önnur gjöld, svo um það bil 20 fjölskyldum er fleygt út á ári hverju, og verður þá að flytja aftur inn i bráðabirgðahús- næði borgarinnar. Vestur-Berlin er fræg fyrir sin fluttist fólkið inn og þá var loksins tekið eftir þvi,að ýmsar nauðsyn- legar stofnanir vantaði. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir nokkru sjúkrahúsi, eða kirkjugarði i skipulagningu bæjarins. Barna- heimilispláss eru allt of fá, og leiksvæði fyrir börnin eru lika af skornum skammti og lélega út- búin. A veturna eru þvi börnin að leik i stigagöngum, þau vinna oft skemmdir á umhverfinu og eru þeim fullorðnu til trafala og leið- inda með hávaða og látum. En börnin þurfa að sjálfsögðu ein- hvers staðar að fá tækifæri til þess að nota allt aukaþrekið sem þau búa yfir. Ég rakst þó á eitt fyrirbæri, sem mér fannst gleðilegt þarna i hverfinu. Nokkrir leigjendur gefa sameiginlega út hverfisblað, sex sinnum á ári, og þar ræða þeir vandamál hverfisins, og hefur sala blaðsins aukizt mjög, en það kom fyrst út fyrir 4 árum. Austur- og Vestur— Berlln. Jafnvel þótt þetta blað sé óháð pólitiskum flokkum, sést greini- lega við lestur á þvi, að það er vinstrisinnað. Undanfarið hafa kommúnistar náð öruggri fót- festu þarna i hverfinu. Þótt þeir hafi ekki fengið nema 2,9% i kosningum þar 1971, er greinilegt, að flokknum eykst stöðugt fylgi. Fram að þessu"hefur ekki verið lögð nein sérstök áherzla á að kynna sér ástand hinum megin við múrinn, en blaðið birti þó fréttir af lögum um lækkun á húsaleigu þar, árið 1971. Nú hefur blaðið náö sambandi við blaðamenn austan megin og vonast nú til þess að vera boðið i heimsókn til þess að sjá ástandið þar með eigin augum. Horst Lange, er sósial-demókrati, en heldur þó, að hann geti lært eitt- hvað af þvi að kynnast skipu- laginu i Austur-Berlin. (Þýtt úr Information)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.