Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júli 1973. atvin nurekstriii um Krakkamir — Valdimar stýrimaður með aðstoðarmönnum. — Óskar og Óiafur ætla sér í bctri vinnu síðar meir. Pökkunarstúlkur hjá Bæjarútgeröinni. Þeim finnst vinnudagurinn lengri þar cn i skólanum á veturna. Starfsstúlkur tsfélagsins við hreingerningarnar um borð i Úranusi. Oft hefur verið býsnazt yfir leti og ómennsku æskunnar. Sumir vilja meina, að unglingar geri ekkert annað en að leika sér og slæpast alla daga, ástandið i þessum efnum sé alltaf að versna og allt sé á hraðri leiö norður og niður. Við Þjóöviljamenn erum ekki svona svartsýnir, en vildum þó athuga, hvað væri að frétta af skólafólkinu, sem nú er i vinnu. Unanfarið hefur talsvert verið um það rætt, að meðal- námsárangur sé sifellt að lækka. Sagðar eru sögur af fjölda barna, sem ekki hafa haft fyrir að læra einföld undirstööu- atriði, scm sagt er, aö nemendur fyrir nokkrum áratugum hafi til- einkað sér strax i upphafi náms- ins. Hvort sem þcssar sögur eru sannar eða ekki, er vist, að kennarar og aörir skólamenn tala allmikið um leti og hirðuleysi margra nemenda. Stundum heyr- ast jafnvel þær raddir, sem segja, að réttast væri að stór hluti nem- enda hætti i skóla og reyndi held- ur að gera eitthvert gagn i at- vinnulifinu. Kennarar eru nokkurs konar verkstjórar krakkanna um vetrartimann. En nú er sá timi, er allir skólar eru lokaðir og ung- lingar ganga til framleiðslustarfa við hlið fullorðinna. Okkur datt þvl I hug að athuga, hvað þeir, sem vinna nú með skólafólkinu, hefðu um það að segja. Einnig langaði okkur til að vita, hvort unglingum likaði betur að vinna að framleiöslu eða að vera I skóla. Viö gengum þvi niður að höfn einn daginn og tókum fólk tali. Eftir öllum vonum Við Ingólfsgarð lá togarinn Úranus og var Valdimar Guð- mundsson, stýrimaður, að setja borð niður i lest ásamt tveimur ungiingspiltum. Þeir virtust hafa meira en nóg að gera, en við álit- um, að óhætt væri að tefja þá nokkra stund. Strákarnir voru heldur tregir til aðsvara bjánalegum spurningum blaðamannsins. Tryggvi Hallvarðsson, var i 12 ára bekk barnaskóla siðastliðinn vetur. Hinn drengurinn sagðist alls ekki vilja láta nafns sins getið, en hann var siðastliðinn vetur i 3. bekk gagnfræðaskóla. Báðir töldu þeir, að það væri mikiu betra að vinna heldur en að vera i skóla, samt ætla þeir báðir i skóla i haust. Tryggvi hefur ekki enn lokið skyldunámi, en hinn sagðist ætla i iðnskóla. Það sagði hann^aö væri nauðsynlegt til að fá vel borgaða vinnu. Við spurðum Valdimar stýri- mann, hvað hann vildi segja um skólafólkið. — Þetta er eftir öllum vonum, sagði hann. — Það er náttúrulega mikil viðbrigði fyrir unglinga að koma af skólabekk i harða vinnu, og það tekur sinn tima að venjast þvi. Það er mikil hjálp af þessu fólki á sumrin. Fiskvinna ekki framtiöar- starf Við sáum, að nokkrar ungar stúlkur gengu fram i með skúringarfötur og bursta. t ljós kom, að þetta voru allt skóla- stelpur, sem vinna hjá Isfélaginu i sumar. Yfirleitt eru þær i fiski, en nú voru þær að gera hreint i Úranusi. Þetta voru þær Ólöf Bjarnadóttir, Fanney óskarsdóttir, Maggý Gunnarsdóttir og Ingunn Baldursdóttir. Þær voru allar ákveðnar i aö fara i skóla næsta vetur. Þegar við spurðum, hvað þær hygðust gera, þegar náminu lyki, sögðust þær ætla að fara i ein- hverja vinnu. Ekki fiskvinnu, heldur eitthvað betra. Afgreiðslu- störf væru líklega ekki betur borguð en fiskvinna, en þó vildu þær heldur gera þau að ævistarfi sinu. Langur dagur t pökkunarsal fyrstihúss Bæjarúterðar Reykjavikur rák- umst við á Unni Haraldsdóttur frá Vestmannaeyjum. Þetta er óskaplega mislitur hópur, sagði hún, þegar við spurðum hana um skólakrakk- ana. Það eru mörg ágætis börn innan um. Ekki vil ég nú meina, að það séu skólakrakkarnir, sem bjarga frystihúsunum. Ég held að húsmæðurnar séu miklu drýgri i þeim efnum. Stundum sýnist mér, að þetta sé meiri leikara- skapur en vinna hjá krökkunum. En það er misjafn sauður i mörgu fé, og margir ágætis krakkar eru innan um. Við eitt borðið i pökkunarsaln- um var föngulegur hópur ungra meyja, og kom i ljós, að þær voru aliar skólastúlkur. Þetta voru þær Hrefna Haraldsdóttir. Auður Guðmundsdóttir, Valborg Kjartansdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Allar ætla þær aftur i skóla að hausti. — Það er ieiðinlegra að vinna, sögðu þær. — Dagurinn er svo miklu lengri. Við erum ekki i skólanum nema hálfan daginn, en hér vinnum við oftast nær til klukkan 7 eða 11 á kvöldin. Viö spurðum, hvort þær læsu ekki heima þann helming dags- ins, sem þær væru ekki i skóla á veturna, en ekki var annað að heyra, en þær vildu helzt eyða öllu svoleiðis tali. Þær sögðust ætla að fara i skóla til að eeta siðar fengið betra starf, þar sem vinnudagurinn væri ekki svona langur. — Eii þegar við fáum útborgað, er miklu skemmtilegra að vera hér heldur en i skólanum. Við fá- um yfirleitt um 6.000 kr fyrir vik- una og stundum nærri þvi 10.000 kr. A leiðinni út úr pökkunarsaln- um komum við við hjá þeim Lauf- eyju Ósk Guðmundsdóttur og Sigriði Stefánsdóttur. Við spurð- um þær, 'hvernig þeim fyndist að vinna með skólafólkinu. — Það getur verið ágætt, sögðu þær, — annars er þetta of við- kvæmt mál til að ræða það á opin- berum vettvangi. Við spurðum, hvort þær sæju einhvern mun á skólafólkinu og þeim unglingum, sem ynnu allt árið. — Ja, við erum ekki frá þvi, að skólafólkið sé heldur lifsglaðara, enda er það óþreytt, þegar það kemur til starfa á vorin. Margt er undarlegt A leiðinni i vélasalinn mættum við tveimur drengjum, sem höfðu þann starfa að flytja flökin til stúlknanna i pökkunarsalnum. Þetta voru þeir þeir Óskar Thorarensen og ólafur Helgason. Óskar var i öðrum bekk gagn- fræðaskóla i vetur og ætlar að fara i þriðja bekk i haust, en Ólaf- ur á enn eftir einn vetur af skyldunámi. — Þaðer mjög misjafnt, stund- um er vinnan eins skemmtileg og skólinn, sögðu þeir. — Þó er skól- inn yfirleitt skemmtilegri. Dag- urinn er lengri hér og starfið miklu erfiðara. — Við æflum f skóra til að fá siðar betur borgaða og léttari vinnu. — En hver á þá að verka fisk- inn, ef allir hugsa eins og þið. spurðum við. Þeir sögðust ekki hafa hugleitt það. — Liklega þeir, sem ekki fara i skóla. Annars er það dálitiö skrýtið, að þeir sem eru á skemmtilegri staðnum þ.e. skólanum þegar þeir eru ungir, skuli lika fá betur borgað og vinna minna þegar þeir eru orðnir fullorðnir. Barnaþrælkun Emil Asmundsson, er verk- stjóri i frystihúsi Bæjarútgerðar- Framhald á bls. 15. bjarga Þátttaka í framleiðslustörfum eða barnaþrælkun? — Sigurður og Steven. Skólinn er leiðinlegri, en...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.