Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Viö stef num að þvi að ala þessi börn upp í að vera sem mest eins og annað fólk og helzt að geta stundað einhverja vinnu, þegar fram i sækir. Eigi það að takast þurfa þau að fá uppeldislega þjálfun, þau verða að fá að gera ýmislegt, sem önnur börn gera, og koma út á meðal annarra, en vera ekki alltaf lokuð hér inni eins og á hæli. Þannig lýsa þær starfi sinu i Skálatúni, forstöðukonan Katrin Guðmundsdóttir og þroska- þjálfarnir Jarþrúður Einarsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Alda Sveinsdóttir og Rannveig Traustadóttir, sem við hittum að máli, þegar við renndum þar við einn daginn fyrir skömmu. Skálatúnsheimilið i Mosfells- sveiter vistheimili fyrir vangefna og dveljast þar að jafnaði á veturna 54 vistmenn á aldrinum 5-45 ára, en þá er reyndar yfir- fullt, þvi gert er ráð fyrir 45. A sumrin eru enn fleiri i Skálatúni, td. eru þar nú 63 vistmenn, og eru þá tekin til skemmri dvalar börn, sem annars dveljast heima hjá foreldrum sinum, til að gefa foreldrunum kost á aö fara i sumarfri. Til að létta á heimilinu (jr flokkastarfinu. Unniö er við ýmiss konar handavinnu. A myndinni sjást þær Katrin forstöðukona og Jarþrúöur Einarsdóttir, þroskaþjálfi. Stúlkurnar, sem við töluðum við, voru mjög ánægðar með flokkastarfið, sagði Alda Sveinsdóttir td. mikið atriði að vera alltaf með sömu börnunum. — Þau þekkja okkur og við þau og þetta verður hálfgert foreldra- samband. Við kynnumst miklu betur, þegar svona fá eru i hópnum og það skapar öryggis- tilfinningu hjá börnunum. Og Jarþrúður sagði: — Við komumst miklu nær þeim og náum betri árangri i þjálfuninni. Þeim er mikils virði að hafa sömu manneskjuna til að leita til og eru enda oft með ýmsa óeðlilega hætti við ókunnuga, taka upp á að gera ýmislegt, td. væta buxur og fleira, sem kannski var búið að leggja mikla vinnu við að venja þau af. Með þvi að hafa alltaf sömu börnin komum við lika betur auga á, hvað hægt er að láta þau gera, en það tekur nýtt starfsfölk oft langan tima að læra að skilja þau, þvi þessi börn tjá sig hvert á sinn hátt. Það skapast þannig persónu- legra samband milli barnanna og stúlknanna, sem sjá um þau, og þau verða öruggari og rólegri, segja þær. Og þegar börnin eru róleg eiga þau mun betra með að tjá sig á eðlilegan hátt. Þau verða óróleg þegar ókunnugir taka við umsjóninni og er þaö svosem ekki öðruvisi en með heilbirgð börn, eða hver þekkir ekki uppá hverju krakkar eiga til að taka, þegar Rennt í hlað í Skálatúni og spjallað við nokkrar starfsstúlknanna Þau eiga aö fá aö gera það sama ogönnur börn á meðan hefur undanfarin ár verið farið i viku sumarbústaðar- dvöl með börnin til skiptis, en að þessu sinni fékkst ekki leigður neinn heppilegur bústaöur, auk þess sem þetta hefur þótt dálitið kostnaðarsamt. Eru þetta von- brigði bæði starfsfólki og ekki sizt börnunum sjálfum, þvi þessar sumarferðir hafa ævinlega verið þeim mikil upplyfting og margra mánaða tilhlökkunarefni, en fyrirkomulagið hefur verið þannig, aö tvær stúlkur hafa farið með 6 börn i senn. — Við reynum að taka inn sumarbörnin samt sem áður, sagði Katrin, en auðvitað er það erfiðara. Þær starfsstúlkurnar hafa nú hug á að fara i sumar- ferðalag með börnin i staðinn, td. til Akureyrar, — þvi þau verða aö fá að gera ýmislegt einsog önnur börn og eiga ekki alltaf að vera lokuð hér inni, sögðu þær. Til að venja börnin við að sjá og vera innan um annað fólk en kennara sina og starfsfólkið á heimilinu er stundum farið i Reykjavikur- ferðir og hafa þau td. farið að skoða Þjóðminjasafnið og fleira, labbað um bæinn og mas. farið á kaffihús. — Þetta hefur verið algerlega án vandræða og öll svona til- breyting er börnunum hér ótrú- lega mikið ævintýri. Þegar við komum i hlað i Skálatúni skömmu eftir hádegi voru flest börnin úti við og mörg þeirra sátu kringum litið transistortæki, hlustuðu á tón- listina, vögguðu sér og trölluðu með. Að þvi er starfsstúlkurnar segja hafa þau mjög gaman að allskonar tónlist og mörg eru mjög næm á þvi sviði. Þau tóku okkur svo hjartanlega, ókunnug- um blaðamanni og ljósmyndara, að við urðum hálffeimin, — jafn- framt skammast maður sin; svona er maður kominn langt frá uppruna sinum, að það veldur blygðun þegar aðrir láta til- finningar opinskátt i ljós. Og það er einmitt óvani okkar, sem teljumst heilbrigð, við að sjá og umgangast þá sem öðruvisi eru, sem einna helzt getur valdið vandræðum, þegar farið er með börnin innanum annað fólk, en ekki þau sjálf né þeirra fram- koma. — Aður var eitthvað um vangefið fólk i öllum þorpum og bæjum;menn vöndust þvi að um- gangast það, segja Skálatúns- kennararnir. En nú er reynt að koma flestu þessu fólki fyrir á einhvers konar stofnunum, sem oftast er lika betra fyrir það, en jafnframt verður það til þess, að almenningur tekur þvi ekki sem jafn sjálfsögðum hluta þjóð- félagsins og jafnvel þótt fólk sé og vilji vera fordómalaust, verður það ósjálfrátt óeðlilegt i fram- komu. Kannski þarf að ala upp þjóðfélagið ekki siður en van- gefnu börnin. Rétt eftir að við komum fóru börnin inn til leikja og starfa. Leikskólameðferð er hluti af uppeldisþjálfuninni i Skálatúni og sú nýjung hefur verið tekin upp, að börnunum er skipt i fjóra flokka og eru alltaf sömu stúlkur með sömu börnin. Þetta fyrir- komulag hefur gefizt mjög vel ber starfsfólkinu saman um, og börnin viröast taka meiri þroska en áður. I flokknum eru vistmenn á aldrinum 5-26 ára, að jafnaði 8 i flokki i umsjá tveggja stúlkna, þroskaþjálfara og starfsstúlku, og fer flokkastarfið fram fimm daga vikunnar kl. 8-16. Hver flokkur hefur sinar vistar- verur og reynt er að hafa sem mestan heimilisbrag á hverjum flokki. Unnið er með uppeldisleik- föng, kubba, púsluspil, pappir, liti, lim, leir, perlur og ýmiskonar efni eftir þvi sem hægt er og einnig verið i útileikjum, göngu- feröum og sundi, og stundum farið i bæinn, eins og áður var sagt. Aður var starfræktur leikskóli i einni stofu i umsjón einnar stúlku, kl. 8,30-15, en að öðru leyti dvöldu vistmennirnir i dagstofum heimilisins i 14-18 manna hópum i umsjá einnar stúlku hvor og gefur auga leið, að við þær aðstæður hefur varla verið fært að gera mikið' meira en að passa, að enginn færi sér að voða. gestir eru eða þau einhversstaðar i heimsókn. Það kemur fram, að i þremur flokkanna eru börn á aldrinum 5- 15 ára, en i þeim fjórða eldri ein- staklingar, þe. á aldrinum 17-26 ára, en þau standa það lágt i þroska, að ekki er taliö mögulegt að hafa þau i handavinnu. En Katrin og þær stúlkurnar telja, að hefðu þau fengið leikþjálfun nógu snemma gætu þau nú unnið handavinnu eða á vinnustofu. Þeir sem eru i flokkunum eru ekki jafnframt i handavinnu- kennslu, en handavinnutima sækja 20 vistmenn, 18 stúlkur og 2 piltar á aldrinum 12-45 ára, fimm daga vikunnar. Handavinnu kenna þær Asdis Sigurgestsdóttir og Þóra Svanþórsdóttir og eru verkefni af ýmsu tagi, mest þó hnýttar mottur og teppi, auk krosssaums og ýmiskonar föndurs. Ahugi er á að kenna meðferð saumavéla, en þær eru þvi miður ekki til á heimilinu og er það skaði, þvi ætla má, að sumir gætu siðar meir einmitt unnið eitthvað við sauma,ef þeir fengju nauðsynlega þjálfun. Þá eru um 20 börn i bóklegri kennslu og hefur hún farið fram tvo vetur i yngri og eldri deild eftir þroska. Kennarar hafa verið þær Charlotta Sverrisdóttir og Kari ólafsdóttir og sýndi Katrin okkur prófskirteini nokkurra þeirra, en lögð voru fyrir þau nákvæmlega samskonar próf i lestri og við almennu barna- skólanna. Hafa sum náð ótrúleg- um árangri einkum einn drengurinn, sem kennararnir hafa nú mikinn áhuga á.að fái að ganga i Höfðaskólann. En vandræðin eru, að langt er að sækja skóla i Reykjavik úr Mos- fellssveit og drengurinn er austan af landi og hefur ekkert heimili til að vera á i Reykjavik. Það er almennur mis- skilningur, segja þær, að til- gangslaust sé að eyða tima, fé og fyrirhöfn i kennslu vangefinna barna, en það hefur sýnt sig, að svo er ekki, það er vel mögulegt, en tekur að sjálfsögöu lengri tima en hjá heilbrigðum börnum. Þau barnanna, sem geta lært að lesa hafa af þvi ákaflega mikla ánægju og þau miðla hinum börnunum á heimilinu lika af getu sinni og meiri þekkingu, svo þetta verður i reynd til að vikka sjón- deildarhring þeirra allra. Þannig lesa þessi börn t.d. alltaf meira og minna i dag- blöðunum, sagði Katrin okkur, fletta þeim i gegn og fylgjast með, hvað er að gerast. Rétt eins og á öðrum .heimilum verða stór- atburöirnir umtalsefni, einkum þeir sem okkur eru nálægir, td. Framhald á bls. 15. Sundlaugin nýtur mikilla vinsælda og er einnig þýöingarmikið tæki við likamsendurhæfingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.