Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 29. júll 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Kvikmyndir Framhald af bls. 7. Boorman: Ég er ekki að leita aö leikurum, heldur listamönnum sem geta túlkað mjög ólikar persónur. Ég vil blanda saman leikurunum á sama hátt og heimurinn er samtvinnaður af óliku fólki. Leó finnst heimurinn langt i burtu. Hann hefur ekki getað samið sig að honum. Þess vegna er heimurinn ekki til með honum.Hannhorfirá hanneins og áhorfandi á fyrsta bekk i leikhúsi horfir á leikarann, og sér aöeins litið brot af og til. — En það er mikið af gleri og margir veggir á milli Leós og heimsins. — Geturðu skilgreint kvikmyndastil þinn? Boorman: Það er mjög einfalt. Ég hef engan kvikmyndastil. Kvikmynd er lifandi tungumál, sem er sifellt að breytast. Maður getur talað þetta tungumál með alls kyns mállýzkum og áherzlum og það er jafn tjáningarikt hverju sinni. — Kostir og gallar Framhald af bls. 11. menn, sem eru 820 að tölu, og athuga siðan hvaða aldursflokkar það væru sem vinna i ákvæðis- vinnu. Þessi rannsókn segir okkur býsna mikið um það, hvers eðlis ákvæðisvinnan er og hverjar afleiöingar hún hefur, en út i það hef ég ekki tima til þess að fara hér, heldur aðeins gefa ykkur nokkra punkta um þessa aldurs- skiptingu. A aldrinum 20-30 ára eru 37,3% af félögum Trésmiða- félags Reykjavikur. Af þessum aldursflokki vinna hins vegar 67% i ákvæðisvinnu. Þegar við förum hins vegar út i aldursflokkinn 50- 60 ára, þá eru 39,6% af þessum 820 i þeim aldursflokki, en það eru aðeins 11,5% þeirra, sem vinna i ákvæðisvinnu. Staðreyndin er sú, að eftir að menn eru komnir um og yfir fertugt, þá eru þeir búnir að missa það starfsþrek sem þarf til að vinna ákvæðisvinnuna og það er ljótasti blettur á ákvæðis- vinnunni i dag i byggingariðnaði, frystihúsum og hvar sem hún er. Það er þvi m.a. þetta sem gerir það að verkum, að ég fullyrði,að ákvæðisvinnan i hvaða formi sem er, getur aldrei orðin nein alls- herjar framtiðarlausn varðandi launafyrirkomulag. Hún er það launagreiðslufyrirkomulag sem óhjákvæmilegt er fyrir okkur nú að fjalla um, en við veröum að nota fyrsta tækifæri til þess að komast út úr, vegna þess að hún skapar ekki það öryggi sem laun- þeganum er nauðsynlegt að hafa i nútima tæknivæddu þjóðfélagi. Hún ber i sér þá hættu, ef illa er á haldið, að launþeginn verði þræll vinnunnar. Hákarlar Framhald af bls. 6. hún stórveldunum átyllu til að gripa inn i þróun mála annars staðar, þegar þau telja það nauð- synlegt. En þegar þannig þarf á henni að halda breytir hún þó oft um mynd þannig að erfitt er að sjá, að rótin er sú sama. „Abyrgðarleysi” tslendinga getur þannig breytzt i lævislegt samsæri til að eyðileggja NATO (með aðstoð rússneskra vopna eins og Le Monde gaf i skyn!). Frá sjónarmiði þess arðráns- kerfis sem stórveldin hafa komið sér upp er þetta nefnilega eitt og hið sama og þau ráða áróðrinum. —e.m.j. Krakkarnir Framhald af bls. 8. innar. Þegar við komum inn i her bergi til hans, var hann önnum kafinn við að hjálpa skipstjóra á fiskibáti um is. Brátt kom þó i ljós, að hvergi var is aö fá, svo að skipstjórinn hafði gengiö bónleiö- ur til búða. Við spurðum hann um skólafólkið. — Þetta er óskaplega misjafnt fólk, en staðreyndin er, að krakkagreyin hreinlega bjarga okkur á sumrin. Hátt i þrir fjórðu hlutar starfsfólksins hérna nú er skólafólk. Það væri vonlaust að vinna það, sem berst á land, ef þessi fjöldi kæmi ekki til starfa. Það er fyrst og fremst fjöldinn sem vinnur þetta. — Meirihlutinn er góöur. Ætli þetta sé ekki svipað og i skólunum á veturna. Krakkarnir fá sæmi- lega vel borgað hér, aö minnsta kosti miklu meira en þeir fá i unglingavinnunni svokölluðu. — Ég hef látið þá böldnustu fara og ráðið aðra i þeirra stað. Það er þrotlaust framboð af krökkum. — Að vissu leyti má segja, að þetta sé barnaþrældómur. Atta stunda vinnudagur væri við hæfi 15 ára unglings, en hér er sárasjaldan unnið til 5. Við erum oftast að'fram til klukkan 7 eöa 11 á kvöldin. Raunverulegur vinnutimi verkamanna er orðinn svipaður og hann var um siðustu aldamót, þó að talað sé um 40 stunda vinnuviku á pappirnum. — Það eru lika vandræði að láta krakkana sem búin eru að vera inni við allan veturinn vera i innivinnu allt sumariö. Það er nógu slæmt,að fullorðið fólk þurfi að una við það, en alveg ótækt að börn, sem enn hafa ekki náð full- um þroska, séu lokuð inni frá morgni og langt fram á kvöld. Borgar sig að vera í skóla. Við vöruskemmur Eimskips var lif og fjör . Verið var að skipa upp úr Dettifossi alls konar varn- ingi heybindivélum, gólfteppum, ljósaperum og virrúllum. Sigurður Stefánsson og Steven Rawlinson sáu um að hafa bretti til taks, þegar vörurnar komu á bryggjuna. Báðir voru þeir i skóla siðasta vetur. Sigurður i 3. bekk en Steven i 2. bekk gagnfræða- skóla. Báðir ætla þeir aftur i skóla að hausti. Þeir voru sammála um, að skemmtilegra væri að vinna en að vera i skólanum, Það væri kannski ekki beinlinsis erfitt að vera i skólanum, en óskaplega leiðinlegt að hanga yfir þvi, sem ekkert væri. Við spurðum, hvers vegna þeir ætluðu þá að fara i skóla aftur i haust. — Það gerum við til að fá ein- hver réttindi, svo aö við getum siðar fengiö betur borgaða vinnu, sögðu þeir. Þaö borgar sig að hanga i skólanum einhvern tima þó að manni leiðist þaö, þvi að maður fær miklu betri vinnu á eftir. Skammt frá þeim Siguröi og Steven lá Arni Jóhannsson og hvildi lúin bein. Hann lauk skyldunámi nú i vor. — Mér finnst miklu leiðinlegra i skólanum heldur en i vinnu, sagði hann. Þessi vinna er þó ekk- ert sérstaklega skemmtileg. — Ætli ég fari ekki aftur i skóla i haust. Maður ræður sér ekki alveg sjálfur, og foreldrar minir vilja endilega að ég fari i skóla. Ef ég réöi þessu algerlega sjálfur, heldi ég áfram að vinna. Ekki hér, ég fengi mér skemmtilegra starf. — ó.P. Þau eiga Framhald af bls. 9. vakti fundur Nixons og Pompi- dous mikla athygli barnanna og mjög mikið var rætt um heim- sókn Margrétar Danadrottningar og skoðaðar myndirnar af henni og eiginmanni hennar. Oft er efnt til skemmtana i Skálatúni og eru kvöldvökur td. liður i daglegri starfsemi heimilisins, haldnar að jafnaði tvisvar i mánuði. Eru þá til skemmtunar ýmiskonar mynda- sýningar, spurningakeppni, disk- ótek, upplestur, söngur ofl. Sjá börnin á heimilinu sjálf um skemmtiatriði að nokkru leyti og stundum koma skemmtikraftar i heimsókn og er það mjög vel þegið. Aðalskemmtanir ársins eru þó á 17. júni og kringum jólin, þegar settur er upp jólaleikur fyrir foreldrana. Er það gert i sam- bandi við söngkennsluna og sýndir jólasöngleikir og sungnir jólasöngvar og sálmar og létt sönglög. Sl. vetur var jólaleik- urinn settur upp i Hlégarði fyrir foreldra og aðra gesti og tóku 44 vistmenn þátt i leiknum. 17. júni er haldin þjóðhátið i Skálatúni með tilheyrandi þjóð- hátiðarbrag. Er þá slegið upp danspalli og staðurinn skreyttur fánum, blöðrum og veifum. Sölu- tjaldi með pylsum, öli og sælgæti er komið fyrir og fariö i skrúð- göngu. Fjallkonan ávarpar sam- komugesti og siðan eru leik- sýningar, söngur og kappleikir, ss. sundkeppni og reiptog og siðan er dansað. Heimafólk sér um skemmtiatriðin að nokkru leyti, en auk þess koma aöfengnir skemmtikraftar, oft mas. þeir sömu og skemmta i Reykjavik sama dag. Leikur og vinna, eðlilegt lif. Að þvi er stefnt með starfseminni i Skálatúni, en vandkvæðin eru margvisleg. Helzt þyrfti td. að geta verið fleira starfsfólk, en ófullnægjandi húsnæði er þó stærsta vandamálið. Hefur við teikningu hússins i upphafi ekki verið gert ráð fyrir jafn margvis- legri starfsemi og þar er nú og heldur ekki jafn mörgu vistfólki og þar er. Eins er þörf á ýmis- konar leik- og vinnutækjum. Er nokkur þörf á að ætla þessu fólki að vinna fyrir sér i fram- tiðinni? kann nú einhver að spyrja. Svar þeirra sem með þeim starfa er, að það sé mjög mikilvægt. Fólkið hefur ánægju af að vinna og það finnur til sin sem persóna, þegar það getur af- kastað einhverju. Eldri stúlkurnar sumar vinna td. i eld- húsinu og við ræstingu og eru stoltar af, helzt vildu þroska- þjálfarnir fá að borga þeim svo- litið kaup fyrir, sem þær mættu siöan eyða til eigin þarfa. Hitt er annað, að þetta fók kemur ekki til með að fara út á hinn almenna vinnumarkaö i samkeppni við heilbrigt fólk. Það þarf verndaöa vinnustaði og þeir eru þvi miður of fáir hér á landi ennþá. — vh Kristinn Framhald af 12 siðu Og i þessari sömu bók heitir eitt kvæðið morgunn og hefst svo: I morgunsárið er bundið fyrir augu barnsins og skollaleikurinn hefst aldrei skaltu vita hver leiðir þig hver notar þig hver á þig Það eru fersk við-horf og skörp sjón i þessum kvæðum öllum, og uppreisnarhugur skáldsins er alger. confessin' thc bluesendar: hatur þit't er heilagt ef þú notar það ekki ertu glataður pappirstigrisdýrið étur góðu börnin t siðustu bók Einars, sem ég fór um hörðum orðum, endurvekur siöasti flokkurinn þær vonir um skáldið sem menn hljóta að gera sér eftir lestur fyrstu bókar hans. Samúðin er aftur fersk með þeim sem þjást: I Undir fölum himni þjáist borgin af næringarskorti, skánkalaung og döpur, með afkima sina og nakin brjóst, biður einhvers undir hlifðarlausri ljósaperunni, börn að leik úti i portinu. Adeila er skörp og hvassyrt: III Nákuldinn finnur likn hjá blóðhlaupnum augum hrædýrsins, fiskurinn blindast við gullhnappinn þegar afætan leggur net sin i nóttina, mildar eru greipar þinar spenntar i hræsni En skáldið hefur ekki þá þekk- ingu á framfaraöflum timans né sögu Islands, náttúru og hinni máttugu bókmenntaarfleifð, er geti lyft honum i reisn og hæðir bjartsýninnar, heldur finnast honum draumarnir hverfa bak viö múr, auðvaldið myrkvar hug hans: VII Draumurinn hverfur meðal annarra drauma uns svefninn verður stjörnubjartur, steypist yfir skrúðgaunguna, gleðin, undrunin, allt hverfur bak við múrinn meðan auðnin heldur garðveislu, klædd nektinni og svörtum stigvélum. Ég hef hér að framan gert svo háar kröfur til Einars Ólafssonár vegna þess að ég sé hjá honum ótviræða skáldlega hæfileika sem eiga aðeins eftir að þroskast. Sá upphafstónn er hann sló með fyrstu bók sinni á eftir að ná innri fyllingu, en hann er þessi: Við getum lagst i grasið og horft á blóm, ort um það og súngið. Og fuglarnir sýngja með okkur. Svo ódýr er hamingjan. Svo góður er okkur heimurinn. En við erum ekki nema fá sem getum þetta. Sumir vinna dag og nótt afþvi þeirkunna ekki annað. Sumir sjá aldrei fugl eða blóm afþvi að vel- ferðarþjóðfélagið er búið að drepa alla fugla og öll blóm. Sumir strita alla ævi til að skrimta. En sumir leggjast i grasið afþviaðhúngrið leggur þá i grasið. við, eða eigum við að berjast fyrir það og helga þvi hluta af ljóðum okkar og saungvum. Þessu verður hver að svara fyrir sig. Ráðgjafi Allendes forseta Chile drepinn SANTIAGO 27/7 — Ráðgjafi Allendes, forseta Chile, var drepinn I morgun rétt hjá heimili sinu. Var þetta Arturo Araya Preters, sem hefur verið ráðgjafi rikisstjórnarinnar um hermál, og var hann jafnframt yfirmaður i hernum. Var hann skotinn með byssu, en fyrst höfðu árásar- mennirnir varpað handsprengju inn i garð Preters, þó án þess að hæfa hann. Var strax farið með manninn á sjúkrahús, en lézt hann fljótlega eftir að þangað var komið. Allende forseti kom á sjúkra- húsið. strax þcgar vitnaðist um morðið og hef ir nú fyrirskipað, að láta gera allsherjarleit að morðingjunum, sem er álitið.að séu úr röðum hægri öfgasinna. Er þá trúlegt, að sé um að ræða sömu mennina og stóðu fyrir mis- heppnaðri uppreisnartilraun I fyrra mánuði. Hafa þeir áður reynt ýmislegt til þess að hrella rikisstjórn Allendes, en litt tekizt. Kerðafélagsferðir. Sunnudagur kl. 13.00. Gönguferð um Hellisheiði að Kolviðarhól. (Gamla gatan). Verð kr. 300.00. Farmiðar við bilinn. Um verzlunarmannahelgina verða farnar niu ferðir. Þær verða auglýstar nánar siðar. Feröafélag Islands, öldugötu 3, simar, 19533 og 11798 Kokkurinn mælir með Jurta! 0 Í 1 jiiíta ^ smjörliki U J \XM lurt. I RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Tvær SÉRFRÆÐINGSSTÖÐUR (hálft starf) i brjóstholsskurðlækn- ingum, eru til umsóknar á brjóst- holsskurðdeild LANDSPÍTALANS. Til greina kemur að ráða einn sér- fræðing i fullt starf. Kaup og kjör skv. gildandi kjara- samningum. Umsóknir með upplýsingum um náms- og starfsferil sendist til stjórnarnefndar rikisspitalanna fyrir 1. sept. 1973, en veiting er miðuð við 1. janúar 1974. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður handlækningadeildar Landspital- ans eða framkvæmdastjóri rikis- spitalanna. Reykjavik 27. júlil973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SlM111765 Kemur þetta fólk okkur ekkert Lausar stöður Staða fulltrúa i Tryggingastofnun ríkisins. Launakjör samkvæmt kjarasamningum starfsmanna rikisins. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist Tryggingastofnun rikisins fyrir 23. ágúst n.k. Reykjavik, 25. júli 1973. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.