Þjóðviljinn - 29.07.1973, Side 12

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Side 12
12 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 29. júlf 1973. Kristinn E. Andrésson: Betur má ef duga skal Þrjár ljóðabækur eftir Einar Ólafsson Ég hef um langa tið lagt eyrun við skáldskap og reynt eftir föngum að fylgjast með þvi.sem nýtt hefur komið, en auðvitað hefur margt farið fram hjá mér. Ég gleðst innilega, ef eitthvað snertir mig, og vil þá láta fögnuð minn i ljós. Ekki fyrir löngu gladdi mig til að mynda að heyra fluttan i hljóö- varpinu snjallan ljóðaflokk eftir Birgi Sigurðsson, Eins á Nina Björk Árnadóttir einhvern log- skæran tón sem smýgur til hjartans. Hrifinn varð ég að heyra eitt kvöldið flutt ljóð eftir Sigurð A. Magnússon og hringdi morguninn eftir i Bókabúð Máls og menningar og bað um að iáta senda mér nýju ljóðabókina hans, en fékk það svar að hún væri engin, heldur hefðu kvæðin verið úr bók, sem komin var út fyrir nokkrum árum: eitt dæmi þess hvað farið getur fram hjá manni, og verð ég að biðja Sigurð afsök- unar. Fyrir nokkru siðan bárust mér i hendur ljóðabækur eftir Njörð P. Njarðvik og Hjört Pálsson, og ég hreifst svo að ég setti saman rit- dóm sem birtist hér i Þjóð- viljanum. Ég lofsöng báða og hélt þvi fram um Njörð að þar sé stór- skáid á ferð. Háskólakennari sagði nokkrum dögum siðar að i kringum sig hefði kveðið við að nú væri Kristinn alveg orðinn galinn. Menn eru orðnir þvi svo vanir að undanförnu að heyra aldrei annað en tæpitungu, að þeir þola ekki að heyra hreint orð eða neitt sé sagt afdráttarlaust. Dóm minn um Njörð jafnt sem Hjört studdi ég gildum rökum: Auk yfirsýnar sem þeir hafa um viðburði og framfarastefnu nútimans stendur á bak við þá islenzk náttúra, hjá Nirði einkum stórbrotleiki hennar, saga Islands og arfleifð islenzkra bókmennta. Þeir hanga ekki i lausu lofti eða lifa i tóma- rúmi, eins og alltof mörg skáld siðustu áratuga. Eftir þennan inngang er mál til komið að snúa sér að viðfangs- efninu sem er þrjár ljóðabækur, tvær nafnlausar, ein með titlinum Litla stúlkan og brúðuleikhúsið eftir Einar Ólafsson, ungt skáld sem mun vera 24 ára. I upphafi fyrstu bókar fer hann svo vel af stað i lausmálskvæði, að það getur ekki annað en vakið hjá manni miklar vonir, og það er flug i þessari bók allri og bylt- ingarandi. En i næstu bók er dregið úr fluginu, kominn ólikindatónn og efunarsýki. Hún er sögulegt yfir- lit um aldirnar, mesta langloka. Þó er einn hugþekkur kafli i bókinni i þjóðkvæðastil, hreinum og tærum, er sýnir hvað skáldið á til: Og tunglið leið yfir himininn fullt tungl, kveikti elda á fjallstindum, lét skugga fæðast i rjóðrinu, skimaði, bar hönd fyrir auga, skimaði, hvarf bak við sjóndeildarhring- inn, settist og svo komu dagar og nætur, og þörungar, þörungar haf- meyjar marbendlar skriðu úr sjónum og reikuðu um skóginn, horfðu á sólina, tunglið og guð, guð var i fjallinu, guð var i steininum, einn var i fljótinu, annar i mér. 1 þriðju bók er Einar ólafsson dottinn ofan i tizkufarganið, tóm- leika og ósmekkvisi. Hvað hefur komið fyrir skáldið og hvað er það sem hann skortir án þess að gera sér grein fyrir? Hann hefur ósjálfrátt fallið niður i myrkradýki nútimans. Og hann skortir Island á bak við sig, en það gerði gæfumuninn fyrir Njörð og Hjört, og önnur þau skáld sem bezt eru hér á landi um þessar mundir. An þess að gerþekkja náttúru landsins, sögu þess og bókmenntaarfleifð getur enginn orðið mikið skáld á Islandi. Við eigum dýrmætari bókmenntaarf- leifð en nokkur þjóð önnur, og hvaða vit er i þvi að færa sér hana ekki i nyt. Þetta hafa stærstu skáldin okkar skynjað, og tekið sig á hafi þau vanrækt hana eða jafnvel afneitað henni i æsku. Hvað ber þá skáldinu að gera? Honum ber að taka sér hvild frá útgáfu ljóðabóka um skeið. Gorki TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SfMI 42600 K0PAV0GI SKODAIOOS KR.288.000." SKODAIOOL KR.299.000- SKODAllOL KR.306.000,- SKODA 110LS KR.350.000.- SKODA 110R COUPÉ KR. 383.000,- Kristinn E. Andrésson gaf einu sinni ungu skáldi þetta sama ráð, sagði honum að kynna sér lif og háttu rússnesku þjóðar- innar og náttúru landsins, áður en hann gæfi út næstu bók. Hann hlýddi ráðum Gorkis og varð eitt af þjóðskáldum Sovétrikjanna. Einar Ólafsson ætti að fara i spor Jónasar Hallgrimssonar landið þvert og endilangt, helzt fótgangandi eða riðandi, kynna sér jurtagróður Islands, fuglalíf og steinategundir: fylgja for- dæmi Snorra og Jóns Helgasonar að hlusta á hjartslátt óbyggð- anna, heyra landið fá mál eins og Jóhannes úr Kötlum, leggja eyrun við dulúð lands og sögu eins og Ólafur Jóh., Þorsteinn Valdi- marsson og Þorsteinn frá Hamri, og finna samhljóm þessarar dulúðar vin innsta kjarna til- verunnar, þvi að fæstir eiga þá náðargjöf að sjá frá bæjardyrum sinum um heima alla, eins og Þórbergur og Guðmundur Böðvarsson. En eigi siður ber Einari að nema tungutak islenzkunnar. Halldór Laxness varði til þess tveim árum að „læra” fornmálið, ná tökum á þvi, áður en hann samdi Gerplu. Það þarf meira en setjast að skrifborðinu og skoða inn i sjálfan sig til að verða skáld sem stendur undir nafni. Og þá vik ég aftur að fyrstu bók Einars Ólafssonar sem gaf svo miklar vonir. Hann er þar undir talsverðum áhrifum frá Jó- hannesi úr Kötlum, og er ekki nema eðlilegt, en hann er jafn- framt eins og eðlisskyldur honum og búinn ýmsum beztu kostum hans. En þar að auki ber hann einkenni nýrrar æsku, sem sér heiminn i skarpara ljósi en kyns- lóð Jóhannesar gerði, sér hann hvassari arnaraugum. Hann yrkir þarna kvæði, sem nefnist Ilátiðarljóð 1. des. 1970. Þar er eitt erindið: sóley sólufegri var guggin blikið slokknað i barnsauga ég lék mér eitt sinn að völum en nú eru þær týndar kindurnar minar frosnar allt eins og blómið eina eitt eilifðar smáblóm klófifan sem ég átti i sumar myrkur undir fallinni þekju ó guð vors lands hvi slærðu mig Og hann talar til erfiðis- mannsins: eina stund sezt þú niður -lekur upp kaffibrúsa brauðeilitið viðbit til viðhalds þér verkamaður i vingarði drottins guðsins nýja i vestri Annað kvæði ber titilinn Til verkamanna Parisar 1871 og öreiga allra landa og skáldið er i uppreisnarhug með þeim: höndin kreppt um hamarinn er reidd til skirslu heimsins Næsta kvæði heitir febrúar 1848,og skæruliðar i Bólivíuhefst á þessa leið: hnifar fáeinna handa ryðja sér braut og ósýnileg spor veginn varða yfir gljúfur fjöll gegnum hulu leitar hárbeitt eggin messan heldur áfram hvar er von okkar falin i frumskóginum Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.