Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júlí 1973. DIÚÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Fréttastjóri: Eysteinn Þorvalds§on Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 1750« (5 linur) Askriftarverð kr. 500.00 á mánuöi Lausasöluverð kr. 18.00 Prentun: Blaðaprent h.f. ERLEND HERSETA SÆMIR EKKI SJÁLFSTÆÐRI ÞJÓÐ Um þessar mundir er kjörtimabil nú- verandi rikisstjórnar hálfnað. Engum dylst, að einmitt á þessum timamótum eru hernámsmálin að færast æ meira i brennipunkt stjórnmálaumræðunnar. Það var um það samið eins og kunnugt er við myndun þessarar rikisstjórnar, að brott- för hersins ætti sér stað á kjörtimabilinu, en um leið var á það fallizt, að á fyrri hluta kjörtimabilsins hefði landhelgismálið sér- stakan forgang. Nú er kjörtimabilið hins vegar hálfnað og þvi er endanleg af- greiðsla herstöðvarmálsins á næsta leyti. Rikisstjórnin hefur formlega óskað eftir viðræðum við Bandarikjastjórn um her- stöðvarsamninginn frá 1951 og að þeim viðræðum loknum verða endanlegar ákvarðanir teknar. Það er athyglisvert timanna tákn, að ótrúlegustu aðilar telja sér nú hagstætt að tala um einhvers konar endurskoðun her- stöðvarmálsins. Jafnvel Geir Hallgrims- son ræddi nýlega i sjónvarpsþætti um nauðsyn endurskoðunar og taldi óvið- eigandi að allir þeir, sem til Islands kæmu með flugvél yrðu að standa augliti til aug- litis við bandariska hermenn. Hvað svo sem segja má um sýndarmennsku af þessu tagi, þá er hitt ljóst, að jafnvel for- hertustu hernámssinnar finna vaxandi andúð almennings á hersetu Bandarikja- manna, ekki sizt meðal unga fólksins. Þegar slakað hefur á spennu kalda striðsins eru þeir æ fleiri, sem viðurkenna, að fyrir sjálfstæða þjóð er vansæmandi að hafa útlendan her i landi sinu, — ekki sizt þegar allflestum er löngu orðið ljóst, að herinn hefur ekki gert og mun ekki gera okkur nokkurt gagn og dvelur þvi i landi okkur algerlega að nauðsynjalausu. Með þvi að leyfa hér herstöðvar og lána landið undir erlenda njósnastöð, erum við fyrst og fremst að flækja okkur i hernaðarnet Bandarikjamanna, ekki i eigin þágu heldur i þeirra þágu. Sem betur fer erum við íslendingar ekki verulega háðir hern- um fjárhagslega — að visu kannski fáein gróðafélög, en ekki þjóðarheildin — og við höfum full not fyrir allt það vinnuafl, sem nú starfar i þágu hersins. Hersetan hefur margvisleg ill áhrif á þjóðlifið, og ef styrjöld brýzt út,er að sjálfsögðu engum blöðum um það að fletta, að við erum hálfu verr settir með herstöðvar i landinu en án þeirra. Stöku sinnum heyrast hjáróma raddir um það, að brottför hersins muni skapa hættulegt tómarúm á Atlanzhafi. Ef mark á að taka á slikri kenningu sjá menn fljótt, að þess háttar tómarúm á jörðinni eru býsna mörg. Mikill meirihluti þjóða heimsins hefur einmitt valið þann kostinn að visa á bug öllu hernaðarsamstarfi við stórveldin i austri og vestri, og standa utan við hvers konar hernaðarblokkir. Kenningin um tómarúmið, sem fengin er beint frá áróðursdeild NATO, er til þess ætluð að telja fólki trú um, að alls staðar þar sem stórveldin hafa ekki getað komið sér fyrir grá fyrir járnum sé óeðlilegt ástand, einhvers konar lofttæmi, sem sogi til sin hættuna. Að sjálfsögðu er þessu þveröfugt farið. Erlendar herstöðvar, hvar sem er i heiminum, skapa hættuástand fremur en nokkuð annað. Með afnámi þeirra er ein- mitt verið að f jarlægja hættulega hleðslu á viðkomandi svæði, og koma aftur á eðli- legu ástandi. Þetta skynja forystumenn flestra smárikja i heiminum og forðast þvi flestir eins og heitan eldinn að hafa erlendar herstöðvar i landi sinu. Sú ein endurskoðun herstöðvar- samningsins er i samræmi við málefna- samning stjórnarflokkanna og hagsmuni þjóðarinnar, sem leiðir til þess, að hinn erlendi her hverfi að fullu á brott úr landinu á næstu tveimur árum. Hákarlar og síli Þegar Islendingur les skrif erlendra blaða um landhelgis- málið, er hætt við þvi,að þau komi honum stundum nokkuð á óvart. Það veröur vitanlega enginn hissa á þvi þótt ensk blöð eða þýzk veitist harkalega að tslendingum fyrir að færa út fiskveiðitak- mörkin og verja hina nýju land- helgi gegn erlendri ásælni. Hitt er hins vegar öllu furðulegra að lesa svipuð skrif i blöðum frá löndum, sem hafa engra hagsmuna að gæta i sambandi við þetta mál og við gætum búizt við að væru hlut- laus eða jafnvel velviljuð okkur. Þannig hefur franska blaðið Le Monde birt allfurðuleg skrif, þar sem lögð er áherzla á það hve „ólöglegt” framferði tslendinga sé og sifellt látið að þvi liggja,að vondir Rússar standi á bak við þetta. Eftir að Ægir skaut á brezkan togara spurði blaðið t.d. hvað eftir annað að þvi hvaðan Islendingar hefðu núna allt i einu fengið vopn (!) og gaf það jafn- framt i skyn, að þau myndu sennilega fengin úr austurátt. Svo hefur blaðið oft leitt hugann að þvi.hvort allt sé þetta ekki gert með ráðnum hug til að spilla fyrir NATO: ferðir islenzkra ráða- manna austur fyrir tjald hafa verið vandlega tiundaðar á siðum þess. Þetta er þeim mun furðulegra sem Le Monde er venjulega mjög frjálslynt og vinstri sinnaö blað. Þessi skrif stinga þvi i stúf við annað efni þess. En hins vegar er ekki erfitt að finna hvaðan þau eru runnin og hvaða tilfinning er á bak við þau. Þau lýsa nefnilega greinilegri óvild i garö smá- þjóðar, sem leyfir sér að ganga i berhögg við vilja og hagsmuna- mál stórveldis. Slik viðhorf koma okkur undarlega fyrir sjónir, a.m.k. þegar þau koma jafn- greinilega fram, þvi að Islend- ingum er það venjulega eðlilegast að hafa samúð með þeim, sem eiga við ofurefli að etja, og hafa andúð á yfirgangi stórvelda. En þessi afstaða er kannske aðeins afleiðing af smæð okkar. 1 fjöl- miðlum stórþjóðanna er a.m.k. jafnalgengt að finna þveröfug viðhorf: reiði yfir þvi að smá- þjóðir skuli leyfa sér að trufla framferði stórþjóðanna i stað þess að láta þau halda svallveizlu með auðlindir heims eða það sem nú er eftir af þeim. Sjaldan hefur þetta viðhorf þó komiðbetur fram en i ritstjórnar- grein, sem birtist á dögunum i International Herald Tribune. Blaðið byrjar á þvi að velta vöngum yfir brokkgengri fram- komu Idi Amins, boxmeistarans fræga i Oganda: hvað sem honum dettur i hug,kemst hann upp með það allt saman. Siðan bætir það við: ,,Sú var tiðin, að slikri hegðun hefði verið svarað með fallbyssu- bátum. Það er ekki unnt að harma þá tima, en eitthvað verður þó að koma i staðinn, þegar Libýumenn lýsa yfirráðum sinum yfir miklum hluta loft- rýmis Miðjarðarhafsins, tslend- ingar færa út takmörk lands sins einhliða yfir 50 milur af sjó (blaðið virðist ekki gera neinn greinarmun á fiskveiðitak- mörkum og lögsögu — ath. min) og riki i Rómönsku Ameriku gera hið sama i enn stærri mæli. A sama hátt brýtur það i bága — ekkiviðhagsmuni neins stórveldis — heldur við skynsama hegðun \ alþjóðamálum, þegar Dom Mintoff, fulltrúi hinnar örsmáu Möltu, getur komið i veg fyrir samlyndi á Evrópuráðstefnu, sem ekki var unnt að halda fyrr en búið var að sigrast á mörgum tálmunum”. Eftir þessi ómyrku orð reynir blaðið að skýra, hvað valdi þessu alvarlega ástandi, að smáþjóðir komast upp með allskyns yfir- gang. Aðalástæðuna telur blaðið þá hve mikið tillit menn taka nú til þjóðernisstefnu. En sú trú.að smáriki séu dygðugri en stórveldi og ekki sizt sektarkennd, sem herjar illilega á nýlenduveldin fyrrverandi hefur gert málið enn verra. En þetta er alveg rangt að áliti greinarhöfundar. „Ýmis smá riki eru að visu dygðugri en ýmis stórveldi, en um það er engin regla nema sú ein, að stór- veldin hafa viðtækari hagsmuna að gæta og þurfa þvi að grunda gerðir sinar þeim mun betur”. Hvað sem mönnum finnst um þennan málflutning, hefur greinin þó þann kost að setja hreinskilnislega og umbúðalaust fram hugmynd, sem flestir kannast við og eru jafnvel sam- mála, þegar hún birtist i öðrum og mildari búningi og án allra al- hæfinga: hugmyndina um skammsýna hegðun ýmissa smá- rikja. Þannig mun það vera út- breidd skoðun, sem fáir mót- mæla, að engin hætta sé á kjarn- orkustyrjöld meðan það eru aðeins fimm stórveldi,sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, en voði væri hins vegar á ferðum ef Yasser Arafat, Idi Amin, skæru- liðar i IRA og aðrir slikir kæmust yfir þau. Svipaðar kenningar heyrast á öðrum sviðum, og það er naumast fyrr en þær eru heim- færðar upp á landhelgismálið, að tslendingar mótmæla þeim veru- lega. Yfirleitt gera þeir þó ekki meira en neita þvi að hugmyndin eigi við þá, og láta það undir höfuð leggjast að skoða hana i viðtækara samhengi. Ljúfsár söknuður International Herald Tribune eftir „blómaskeiðinu”, þegar nýlenduveldin unnu að hugðarefnum sinum án nokkurrar sektarkenndar, og dagdraumar þess um eitthvað sem leikið gæti hlutverk fall- byssubátanna gömlu i nú- timanum, bendir þó til þess að hana beri ekki að skoða eina sér. I raun og veru er hugmyndin um ábyrgðarleysi smáþjóða vitanlega hin mesta fjarstæða og varla umtalsverð i sjálfri sér. Au- ðvelt væri að snúa setningu blaðs- ins við og segja t.d. að smá- þjóðirnar verði að grunda gerðir sinar betur en aðrir.vegna þess að þær hafi minna bolmagn og eigi þvi meira i húfi,ef illa tekst! En það er heldur ekkert nær sann- leikanum. Sennilega eru flestar þjóðir álika „ábyrgar”, en að- stæðurnar valda þvi að „ábyrgð” eða „ábyrgðarleysi” stórþjóða hefur miklu hrikalegri afleið- ingar, en sama hegðun smáþjóða. Það eru auk þess stórþjóðirnar sem valdið hafa i alþjóðamálum, þannig að ábyrgðarlaus hegðun smáþjóðar hefur þegar öllu er á botninn hvolft ekki aðrar afleið- ingar en þær, sem viðkomandi stórveldi vilja. Styrjöld milli smáþjóða endar fljótt með friðar- samningum, ef stórveldin vilja frið (sbr. styrjöldina milli Ind- lands og Pakistans). Hinsvegar er ekkert vald til, sem getur skakkað leik stórveldanna, þegar þau t.d. stunda vopansölu, beita smáþjóðir valdi eða heyja styrjöld. Þessi augljósa staðreynd skiptir þó reyndar ekki miklu máli, þvi að hún varpar naumast nýju ljósi á hlutverk hugmyndar- innar sjálfrar. Hins vegar bendir hún á býsna athyglisverða stað- reynd: 1 heimskerfi nútimans hafa smáþjóðirnar vissu hlut- verki að gegna, sem er ólikt hlut- verki stórþjóðanna, og söknuður International Herald Tribune bendir til þess,að hugmyndin um ábyrgðarleysi smáþjóðanna sé tengd þróun þess. Eins og kunnugt er hefur ekkert stórveldi allar þær auðlindir, sem það þarf á að halda,innan landa- mæra sinna. Þau hafa öll brýna þörf fyrir hráefni og vörur frá öðrum rikjum og smærri, og eru þvi i rauninni háð þeim. Til þess að leysa þennan vanda komu fjöldamörg stórveldi sér upp ný- lenduveldi á 19. öld, og innlimuðu þá að meira eða minna leyti þau riki, sem réðu yfir nauðsynl. auð- lindum. En þetta kerfi hafði þó ýmsa slæma galla. Stórveldin höfðu ýmsar skyldur gagnvart þeim svæðum, sem þannig voru innlimuð, og opin fyrir gagnrýni: þau urðu t.d. aö koma þar upp samgöngukerfi, skólum og sjúkrahúsum o.þ.h. að einhverju leyti. Þó var enn verra, að þau urðu pólitiskt háð atburðum,sem gerðust i nýlendunum og „áhrifa- svæðunum” og gátu þannig flækzt i styrjaldir o.þ.h. Af þessum ástæðum komu Bandarikin sér aldrei upp neinu nýlenduveldi, heldur reyndu þegar i upphafi að fara aðrar leiðir , og á siðari árum hafa öll nýlenduveldin fyrrverandi fetað i fótspor þeirra. Þetta nýja kerfi „nýlendustefnan siðari”, sem byggist á þvi að gefa nýlendunum sýndarsjálfstæði, er miklu full- komnara en hið fyrra. Auð- hringarnir sjá einir um arðránið án þess að rikisvald stór- þjóðarinnar komi þar nokkuð nærri, þvi að stjórn hins „nýja fullvalda rikis” ber alla ábyrgð á ástandinu innanlands. Þótt þar riki blóðugt einræði og allt sé i 'ólestri kemur það stórveldinu ekkert við, þvi að það „virðir sjálfstæði þess”. Það eina sem krafizt er af stjórn nýlendunnar fyrrverandi er, að hún haldi uppi röð og reglu i landinu, og ráða stórveldin yfir ýmsum ráðum eins og „efnahagsaðstoð” (sem beinist þó mest að þvi að búa i haginn fyrir auðhringana), „hernaðaraðstoð” og siðast en ekki sizt fullkomnu hugmynda- kerfi til að halda henni við efnið. Þetta kerfi hefur svo einn óvæntan kost til viðbótar. Þegar stórveldin þurfa af einhverjum ástæðum að heyja styrjöld (m.a. af þvi að stórveldin hafa stund- um þörf fyrir „takmarkaðar styrjaldir” til að kynda undir vopnaiðnaðinn o.fl., eins og kap- italiskt efnahagslif hefur þörf fyr- ir „takmarkað atvinnuleysi”), geta þau beitt þessum fyrrver- andi rikjum fyrir sig án þess að það stofni þeim sjálfum i nokkrra hættu. Þannig verða smá- þjóðirnar eins konar útverðir stórveldanna. En þvi má ekki gleyma,að um leið fá ýmsar smá- þjóðir meira olnbogarúm en áður, og njóta tslendingar m.a. góðs af þvi ekki siður en Idi Amin. Sú var tiðin eins og International Herald Tribune sagði, að Englendingar hefðu beitt freigátum einum öðruvisi en þeir gera nú. Þetta kerfi er vitanlega talsvert flókið, miklu fóknara en nýlendu- kerfið var og betur dulbúið að auki, en flestar hliðar þess mæt- ast i einni kenningu, sem er bæði samnefnari þess og lykill: kenn- ingunni um ábyrgðarleysi smá- þjóðanna. Þessi kenning ber ekki aðeins vitni um ergelsi stórþjóð- anna yfir þvi að þurfa nú að burðast með miklu flóknara kerfi, sem veitir smáþjóðum meira svigrúm en áður, heldur er hún lika nauðsynleg fyrir kerfið sjálft. Hún stuðlar nefnilega að þvi að viðhalda nauðsynlegri fjarlægð milli smáþjóðanna og stórþjóð- anna með þvi að firra þær siðar- nefndu ábyrgð af þvi,sem hinar fyrrnefndu gera, og um leið gefur Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.