Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. júlí 1973. ÞJOÐVILJINN — SIDA 3 Stéttarfélögin mega ekki missa sjónar af takmarkinu Spjallað við Harald Överaas fulltrúa á þingi norrænna byggingamanna Harald överaas er einn þeirra, er sátu þing nor- rænna byggingamanna á Hótel Loftleiðum. Hann er ritari Norsk Arbeidsmands- forbund. Við náðum tali af honum skömmu eftir þing- slitin á miðvikudaginn. Kona Haralds, Margit överaas, er líka á Islandi um þessar mundir, og svo skemmtilega vildi til, að þau hjónin héldu upp á silf- urbrúðkaup sitt hér siðast- liðinn þriðjudag. — Teluröu ráðstefnur I stil viö þing Norrænna byggingamanna vera gagnlegar. — bær ættu að vera til mikils gagns. Alþjóðleg stéttarsamtök eru mjög þýðingarmikil. Að visu má segja, að starfssvið minna fé- lagsbræðra i Norsk Arbeids- mandsforbund falli ekki að öllu leyti inn i ranna Sambandsins. Við vinnum mikið við byggingu orkuvera og stórra mannvirkja, en mikið af faglegri umræðu á sambandsþingum snýst um húsa- byggingar. Þrátt fyrir þetta, tel ég okkur hafa hag af samstarfinu við norrænu félögin i samband- inu. Það er þó galli við þetta sam- band, að öll félög byggingamanna á Norðurlöndum tilheyra þvi ekki. Félag byggingamanna og múrara i Finnlandi er t.d. ekki meðlimur að sambandinu. Það tilheyrir ekki alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga (IFLO) og getur þar af leiðandi ekki verið meðlimur Sambands norrænna byggingamanna. — Nú er talsvert mikið rætt um samhæfingu atvinnullfsins á Noröurlöndum. Er ekki hugsan- legt, aö slik samhæfing komi fyrst og fremst atvinnurekendum til góöa? — Það er rétt, samvinna og samhæfing eru vinsælt umræðu- efni. M.a. hélt sænski iðnaöarrað- herrann ágætis ræðu um þetta efni hér á þinginu. Vissulega er hætta á þvi, að þetta verði fyrst og fremst hagur atvinnurekenda. Þó held ég, að svo veröi ekki, ef stéttarfélögin og stéttarsambönd- in missa ekki sjónar af endanlegu markmiði sinu, þ.e. að stjórn at- vinnutækjanna verði i höndum verkalýðsins. — Telur þú þann visi aö at- vinnulýöræöi, sem er í mótun i Skandinaviu, vera spor i þá átt. — Persónulega er ég ekki bjartsýnn á, að það hafi stórar Fólk drukknar i flóðum á Indlandi Nýja Deli. 27/7 — Yfirvöld i Ind- landi óttast, að mörg hundruð manns hafi misst lifið i flóðunum undanfarna daga, i héruðunum Mimachel Pradesh og Uttar Pradesh, en þau eru i norðurhluta landsins. Það er Monsúnregnið, sem er þarna að verki, og gætir flóðanna mest við rætur Himalajafjallanna. 120 manns drukknuðu, þegar Sirsaá flæddi yfir bakka sina, og i Uttar Pradesh hafa margir drukknað, þótt ekki sé vitað hversu margir. Mörg þorp eru undir vatni og eru hersveitir komnar til flóðasvæöanna til þess að reyna að aðstoða fólkið og bjarga t.d. þeim, sem hafast við á þökum húsa, sem enn standa upp úr vatninu. breytingar i för með sér, þó að fulltrúar verkalýðsins sitji sem minnihluta hópur i stjórn fyrir- tækja. Ég er hræddur um, aö vio höfum ekki nógu mörgum mönn- um á að skipa, sem eru hug- myndafræðilega undir það búnir, að vera i þeirri stöðu. Auk þess er það að sitja i stjórn ekki endanlegt takmark okkar og slikt samstarf viö auðvaldið gæti haft lamandi áhrif á stéttarfélög- in sem baráttutæki. — Hefur ekki veriö neinn á- greiningur innan Sambands nor- rænna byggingamanna um aö- stoöina viö stéttarfélög I Þriöja heiminum? A sinum tina var algert sam- komulag um aðstoöina við Afriku. Og ekki hafa risið upp deilur um aðstoðina við Rómönsku Amer- iku. Þessi aðstoð okkar er einkum fólgin i fræöslu og menntún verkalýösleiðtoga. Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga (IFLO) er að miklu leyti litað bandariskri pólitik og það hefur haft sin áhrif i vanþróuðum lönd- um. — Má merkja einhverja póli- tiska markalinu á þingum nor- rænna byggingamanna. — Ég er að vissu leyti vonsvik- inn vegna skorts á pólitiskri af- stöðu manna. Það fer ekki á milii mála, að sambandið lýtur stjórn sósialdómókrata, en oftast er ekki minnzt á neina pólitiska af- stöðu. Þá er látið svo sem sam- bandiö sé fyrst og fremst stéttar- legs eðlis en ekki pólitiskt og að ekkertsamband sé þará milli. Ég haföi til dæmis búizt við, að þingið léti frá sér fara ályktun, þar sem lýst væri yfir fullri samstöðu meö málstað tslendinga i landhelgis- striðinu. Mitt stéttarfélag sam- þykkti slika ályktun samhljóða. Ég er mjög ánægður með að hafa komið til Islands. Við höfum haft samband við stéttarbræður okkar hér, en förin hingað hefur treyst þau bönd, og aukið trú mina á Islendingum sem þjóð. Mér sýnist, að neyzluþjóðfélagið Silfurbrúökaupshjónin Margit og Harald överaas. hafi ekki haft jafn mikil áhrtl a hugi manna hér og i Skandinaviu, og ég vona,að ykkur takist að varðveita þjóðlega sérstöðu ykk- ar. — Hvaöa hugmyndir geriröu þér um norrænt samstarf? — Ég held að samstarf Norður- landaþjóða eigi mikia framtið fyrir sér. Norðurlöndin gætu sér- hæft sig i ákveðnum greinum iðn- aðar, fiskveiðum og öðru þess háttar og myndað sameiginlega mjög sterka heild. Þó er ljóst að innganga Dana i Efnahagsbanda- lagið setur strik i reikninginn. Það kom fram i umræðum hér á þinginu, að Danir verða fyrst og fremst að taka tillit til þeirra sjónarmiða, sem rikja innan Efnahagsbandalagsins. — Eru baráttusamtökin gegn inngöngu Noregs i Efnahags- bandalagiö dauö úr ölium æöum? — Nei, siður en svo, áhrif þeirra munu koma i ljós i þing- kosningunum i haust. Sá sam- vinnuandi,er rikir innan samtak- anna tekur ekkert tillit til flokks- pólitiskra landamæra, og slika samvinnu hlýtur aö vera unnt að taka upp i stórþinginu. Ég er enginn spámaöur. Þó tel ég óhætt að halda þvi fram, aö það sé ekkert nema óskhyggja að halda aö Verkamannaflokkurinn geti einn myndað rikisstjórn eftir kosningar. Liklegast tel ég, að hann taki upp samvinnu viö kommúnista og þann flokk sem klofnaði frá Verkamannaflokkn- um vegna átakanna um inngöngu i Efnahagsbandalagiö. ó.P. Samhæfing iðnfræðslu Knut Johannsson endurkjörinn formaður Sambands norrænna byggingamanna Svíinn Knut Johannsson var endurkjörinn formaður Sambands norrænna byggingamanna á þingi þess/ sem haldið var á Hótel Loftleiðum 24.—25. þessa mánaðar. Norrænir byggingamenn halda þing á tveggja ára fresti. Næsta þing verður í Finnlandi árið 1975, en á íslandi verður aftur komið saman árið 1983. Þjóðviljinn hafði tal af Knut Johannsson skömmu eftir að hann hafði verið endurkjörinn. — í iögum sambandsins er sagt, aö einn megintiigangur þess sé að veita þeim féiögum, sem i þvi eru og eiga I langvarandi og við- tækum vinnudeiium fjárhags- aöstoð. Hefur sambandiö oft veitt félögum slikan stuðning? — Nei, það hefur ekki gerzt nema einu sinni. Arið 1957 áttu finnskir tréiönaðarmenn og dreif- býlisverkamenn i langvarandi verkfalli. Þá fengu þeir bæði bein fjárframlög og lán úr sjóðum sambandsins. Sambandið bauðst einnig eitt sinn til að veita fjár- munum til danskra félaga., en ekki var talin þörf á þvi. — Var ekki ákveöiö aö hækka árgjaldiö nú? — Jú, það er nú 40 sænskir aurar á hvern meðlim. Arið 1952, þegar sambandið var stofnað, var það ákveðið 10 árar. 1959 var það hækkað i 35 aura til þess að standa straum af starfseminni i Afriku, og nú var það hækkað i 40 aura. Það var gert til þess að sam- bandið gæti haft fasta skrifstofu. Reyndar ætlum við ekki að opna eigin skrifstofu, heldur munum við greiða sænska trjáiðnaðar- mannaféiaginu ákveðna upphæð, en einn starfsmaður þess mun svo annast okkar mál. — Var ekki menntun bygginga- manna eitt stærsta mál þessa þings? Fyrir þinginu lágu mjög itar- legar skýrslur um menntun manna i byggingariðnaöi og trjá- iðnaði i Skandinaviu. Sambandið getur að visu ekki tekið neinar bindandi ákvarðanir um sam- hæfingu menntunar aðeins lagt á ráðin. Hvert félag verður svo að ákvarða sina stefnu. t bvriun eru menntunarmálin i Noregi. Dan- mörku og Sviþjóð til umræðu, en siða r er meiningin að taka einnig fyrir þessi mál á tslandi og i Finnlandi. — Hefur innganga Dana i Efna- hagsbandalagiö nokkur áhrif á starfsemi ykkar? — Vera Dana i Efnahagsbanda- laginu hefur ekki i för með sér breytingar á starfsháttum okkar, en dönsku félögin verða auövitaö að taka tillit tilbreyttraaöstæöna. — Er samband norrænna byggingamanna pólitisk samtök? A þingum okkar verður ekki vart við neinar pólitiskar rök- ræður, en það er sjálfgefið, að stéttarsamtök geta ekki verið pólitiskt hlutlaus. Stéttarfélag getur ekki einungis skipt sér af launamálum, fjöldi annarra mála fellur undir starfssvið þess. Atvinnuleysi, félagsmál, tryggingar og umhverfismál eru rikjandi i umræðunum. — Hversu lengi hefuröu veriö formaöur samtakanna? — Ég hef verið formaöur frá 1952 og var endurkjörinn nú. En á næsta ári mun ég láta af störfum , þá kemst ég á eftirlaunaaldur, auk þess sinni ég störfum i minu stéttarfélagi. —óp Knut Johannsson, for- maður Sambands norrænna byggingamanna. Sönglög eftir Kristin Reyr Kristinn Reyr. Uppi voru þeir menn á Endur- reisnartima svokölluðum, sem kallaðir voru „allsherjar- menn”. Einn slikra manna er Kristinn Reyr: hann yrkir jafnt um heimsmálin sem næsta granna og hefur nú um hrið bor- ið ábyrgð á vissum húmor i ljóö- list,sem ekki er algengur á þessu alvörulandi. Þar fyrir utan málar hann og teiknar myndir, sem gera tilver- una öðruvisi en hún var. Nú hefur hann bætt gráu ofan á svart og gefið út tónsmiðar (reyndar ekki i fyrsta sinni) — Nitján sönglög.Mun þar þekkt- ast lag hans við það kvæði.sem einna hæst hefur staðið hjörtum Suðurnesjamanna — en það er Stjáni blái eftir örn Arnarson. önnur lög eru samin við prýði- lega texta eftir hina mætustu menn: þar er að finna lög við kvæði Jónasar Hallgrimssonar, Jóhanns Sigurjónssonar, Þór- bergs, Halldórs Laxness, Bólu—Hjálmars, Grims, Þor- steins Erlingssonar, Jóhannes- ar úr Kötlum, Jóns Helgasonar. Sum þessara kvæða hafa áður veriðsungin undir öðrum lögum — framkvæmd Kristins Reys er ekki hvað sizt tengd þeirri góðu hugmynd, að ljóðtextar þeir, sem mönnum eru hugnæmastir fái aukinn styrk i samlifi við tónlist. — áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.