Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júll 1973. Heyinu er sturtaö á planið og siðan fer það I þurrkarann og út kemur mjöl eða graskögglar. Jón Ólafsson við sekkjunarvélina. Eltt af þvi, sem vaidiö hefur byltingu i landbúnaði eru gras- mjöls- og grasköggla verk- smiðjurnar. Ein slik er nú starf- rækt nótt sem nýtan dag i Brautarholti á Kjalarnesi og það eru bræðurnir Jón og Páll Ólafs- synir sem eiga verksmiðjuna. Þegar við komum að Brautar- holti sl. þriðjudag stóð Jón við að sekkja grasmjöl, og hafði i mörgu að snúast þar sem tveir aðstoðar- menn hans voru i kaffi. Stuttu siðar var hann ieystur af, og okkur boðið i kaffi á vistlegu heimili hans. Við báðum hann að segja okkur frá þvi hvenær þeir byrjuðu og hvernig slik verk- smiðja er starfrækt. — Þetta byrjaði með þvi að við reistum fyrst verksmiðju fyrir 10 árum. Þá var flutt hingað danskt grasmjöl og notað hér i fóðurbæti og okkur datt i hug að það væri vitið meira að framleiða gras- mjölið hér heima. Þetta var þá 100 tonna markaður og við þá markaðsmöguleika miðuðum við er við byggðum verksmiðjuna. Við höfðum þá stórt bú hérna, en byrjuðum á að fækka kúnum, og fengum siðan tún á leigu hér nálægt. Svo jókst eftirspurnin og við þreföldum framleiðsluna með gömlu vélunum á niu árum. 1 fyrra endurnýjuðum við verk- smiðjuna algjörlega og bættum þá við kögglunarvélum til að geta framleitt grasköggla jafnhliða grasmjölinu. Þær vélar eru sviss- neskar. Ljómandi fóður Rikisverksmiðjurnar voru búnar að framleiða grasköggla nokkuð lengi og hin miklu gras- leysisár 1967 og 1968 fóru þeir að framleiða kögglana að einhverju marki austur i Gunnarsholti. Það kom þá i ljós, að graskögglarnir voru ljómandi fóður, en i byrjun áttuðu menn sig ekki á hvaða gæðavara var þarna á ferðinni. Danir segja að aukningin i fram- leiðslu á grænfóðri hafi margfald- azt á siðustu 10 árum, og miklu meir en nokkurn mann hafði órað fyrir. — Af hverju trúðu menn ekki á þetta? — Það héldu flestir að þetta yrði of dýrt fóður og gæti ekki Grasi brevtt í mjöl og köggla r _ I Brautarholti er unnið í grasmjölsverk- smiðjunni allan sólarhringinn, og afköstin eru 14-17 tonn á sólarhring þegar vel viðrar keppt við þeirra fóðurbæti, vot- hey eða rófnarækt, en það sýnir sig,að þetta er svo mikið heil- næmara fóður en gengur og gerist. Það kemur á daginn hjá þeim sem nota þetta fóður að þeir þurfa mun minna á aðstoð dýra- lækna að halda. Nágrannar okkar hér á Bakka voru búnir að reyna grasmjölið i fóðurblöndu hjá sér áður en við byrjuðum að fram- leiða graskögglana. í fyrra köggluðum við fyrir þá 30 tonn og þeir gáfu sem svaraði 1 tonni á mjólkandi kú. — Hvað sparast á móti þessu hjá bændum? — Það minnkar fóðurbætis- gjöfina, og þaðeru til bændur,sem eru að hætta að nota fóðurbæti og gefa þetta i staðinn. 14—15 tonn á sólarhring — Hver eru afköstin núna? — Svona 14—17 tonn á sólar- hring,þegar veður er gott eins og það er núna. Afköstin aukast dag frá degi, þegar þurrkurinn stendur svona lengi. — Hvernig gengur þetta svo fyrir sig i stórum dráttum? — Við notum saxsláttuvél, sem slær og saxar heyið beint upp á vagn. Þega r vagninn er orðinn fullur þá sturtum við af honum i horninu á spildunni.sem við erum að slá. Siðan kemur vörubill og grasinu er mokað með vékvisl á vörubilinn, sem siðan ekur með heyið heim. Vörubilarnir skila heyinu á steypt plan fyrir framan verk- smiðjuna. Þá er heyinu ýtt i þurrkarann og endahnúturinn er grasmjöl eða graskögglar. Við erum með tún á einum átta stöðum og sækjum heyið lengst um 25 km veg. — Hvernig skiptist svo mark- aður milli grasmjöls og köggla? — Það er ekki nema tak- markaður markaður fyrir gras- mjöl,sem er notað til blöndunar i hænsna-svina-og hestafóður, en kögglarnir geta komið i stað al- hliða fóðurbætis fyrir kýr og það fer bara eftir þvi hvað bændur vilja nota graskögglana mikið. — Þið hafið fengið pantanir víða að? — Já, við seljum til dæmis mikið norður i land. Svo þurrkum við mikið fyrir bændur hér i kring og þeir taka pokana jafnóðum. Við verðum aftur á móti að vinna grasmjöl á lager. Þegar tiðin er svona góð verða afköstin meiri. Vorið var ákaf- lega kalt, og grasið spratt seint, þannig að við náðum ekki fullum afköstum fyrr en i júlimánuði, en ef vel vorar á ættum við að geta byrjað i júni byrjun. Við reynum að tvislá og svo kemur að vinnslu grænfóðurs i september og fram i október. Túnin endurræktuð — Ég sé, að það er viða verið að taka þökur á túnum hér i kring. — Já, við erum að endurrækta tún og plægja fyrir grænfóður- ræktun. Við reynum að bæta þau tún, sem eru orðin gömul eða skila ekki nógu. Við gröfum nýja skurði, bæði vegna þess að nú grafa vélarnar dýpri skurði en áður og svo sfgur landið svo mikið. — Eruð þið þá alveg hættir venjulegum búskap? — Við erum með svinabú, en hættir kúabúskap. SJ Þannig llta kögglarnir út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.