Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. júll 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 nokkuð í hug er þú samdir hand- ritið, að áhorfandanum kynni að finnast myndin gamansöm dæmisaga um hvita svertingja, um hinn hvita Leó i höllinni og svertingjana i hreysunum. Boorman: Blökkufólkiö, Sem tók þátt i myndinni fékk áreiðanlega þessa hugmynd, þótt enginn hafi minnzt á þetta. Það lýsir i mynd- inni þeirri stöðu.sem það raun- verulega hefur i þjóðfélaginu, en þaö táknar einnig algjörlega kúgað fólk hvar sem er i heimi. — Að gera kvikmynd um pólitik er fremur að beina athyglinni að fólki en pólitiskri hugmyndafræði. Eg trúi alls ekki á kvikmyndaform þar sem allt er fullt af pólitisku táknmáli og slagorðum. Þannig kvikmyndir ná ekki til annarra en þeirra sem þegar eru farnir að jórtra tugg- una. — Við ættum aö láta umheiminn varða okkur meira. Við skjótum honum frá okkur. Hann er langt i burtu frá hýbýlum okkar, en samt drepur hann á dyr. A þvi andartaki sem við uppgötvum,að heimurinn er svo nærri, að fátæktin er við dyrnar, verðum við skyndilega að endurmeta allt okkar b'f og breyta til. Við getum ekki lengur lifað i filabeinsturn- um okkar. Við höldum, að það sem gerist hjá nágrannanum komi okkur ekki við — en það ætti að gera það. Framtið okkar byggist á þvi hvernig nágrannan- um liður. — — Litirnir i myndinni eru eink- ar athyglisverðir. Boorman: Myndin er byggð upp af mörgum ólikum þáttum, en ég nota litinn sem sterkan frásagnartón. Einfaldlega vegna þess að ég vildi búa til eigin heim, heim sem væri fjarlægur hinum raunverulega. Hin mikla notkun aðdráttarlinsunnar við myndatökuna á einnig að tákna fjarlægðina frá raunverulegum heimi. I rauninni hef ég tekið heilmikið af „gluggatækninni” frá mynd Hitchcocks „Gluggan- um á bakhliðinni”. —- — Þú velur leikarana sitt úr hvorri áttinni. Framhald á bls. 15. □ O a Leo prins (Marcello Mastroianni) ætlar að „frelsa” fátæklingana. Leo the Last, eða á íslenzku „Leo prins í London", er mánudags- mynd Háskólabíós á morg- un. Hún ergerð i Englandi árið 1969 og er fjórða mynd John Boormans, sem hefur nú skipað sér i fremstu röð brezkra kvikmyndahöf- unda. Hann hlaut leik- stjóraverðlaunin í Cannes 1970 fyrir þessa mynd, en annars er afrekaskráin á þessa leið: Fæddur i London 1933. Ræðst ungur til BBC og semur mikið þar. Seinna margar velheppnað- ar heimildarmyndir og nokkrir myndaflokkar, allt fyrir sjón- varp. Kvikmyndir: 1965. Catch Us If You Can. Mynd um hljómsveitina Dave Clarke Five. (Sýnd hér) 1967. Point Blank. Harðvitug glæpamynd með Lee Marvin. (Sýnd hér) 1968. Hell in the Pacific. Tveir hermenn, japanskur (Toshiro Mifune) og bandariskur (Lee Marvin), lenda á eyðieyju i seinni heimstyrjöld (Ekki sýnd hér enn) 1969. Leo the Last. 1972. Deliverance. Fjórir menn fara á tveim litlum bátum niður stórfljót i óbyggðum. Lenda i hrikalegum mannraunum. Lög siðmenningarinnar falla fljótt úr gildi við óvenjulegar aðstæður. Margverðlaunuð mynd. (Ekki sýnd hér enn) 1 undirbúningi: The Lord of the Rings, eftir hinum frægu sögum J.R.R.Tolkien. Leo the Last er saga um utan- gátta fuglaskoðara, siðasta kvist gamallar furstaættar. Hann er nýsetztur að i fornu skrauthýsi ættar sinnar i London, sem stend- ur nú i miðju fátækrahverfi. Af tilviljun byrjar hann að skoða nágrannana gegnum sjónauka og kemst þá að raun um,hvernig fátæklingarnir lifa. Hann er fullur af „gamaldags” mannkærleika- hugmyndum og finnur sig knúinn til að rétta fram hjálparhönd og „frelsa” þetta fólk. En hann notar til þess sina eigin siðfræði og visindi, en skilur brátt, að heimurinn sem hann er staddur i er gjörbreyttur, nakinn og, grimmur... Myndin er stórskemmtilega gerð, og á myndatökumaðurinn, sá magnaði Peter Suschitzky sinn þátt i þvi. Myndirnar úr lifi hinna fátæku blökkumanna eru margar teknar með aðdráttarlinsum, þögul skoðun i gegnum sjónauka Leós. En i húsi hans úir og grúir af dularfullum súrrealistiskum barrokkfigurum, likt og hjá Fellini. Útiatriðin voru tekin i götu i Notting Hill Gate i London sem átti að fara að rifa, en Boorman kom þar á siðustu stundu. Allt hljóð myndarinnar var tekið eftirá, enda ógurlegur umferðagnýr þar i nágrenninu” og ef þið hugsið um það þá komizt þið að raun um.að i myndinni er mjög „þögult” hljóð. Það eru engir bilar i þeim heimi, sem myndin fjallar um, a.m.k. engir bilar fyrir utan myndflötinn.” Þetta sagði Boorman i viðtali við tvo sænska kvikmynda- gagnrýnendur, sem spurðu hann i þaula um myndina. Hér fylgja nokkrar fleiri glefsur úr viðtal- inu, sem er frá árinu 1971. — Hvernig lýstir þú Leó siðasta fyrir leikurunum? Boorman: Það var anzi erfitt. Þegar ég ætlaði að útskýra verkefnið fyrir þeim i fyrsta skiptið, þá gat ég það ekki. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég átti að fara að þvi. Fyrir mér var hugmyndin furðuleg uppljómun eða innblástur, sem ég gat norfært mér. En hvernig á maður að lýsa hugljómun fyrir öðrum. Þegar eg gat ekki sagt Marcello Mastroianni um hvað myndin fjallaði, ja nema mjög óljóst, þá sagði hann: „þessa mynd mun mér þykja vænt um”. Enn get ég ekki útskýrt myndina með orðum á neinn tæmandi hátt. Á ytra borði f jallar hún um mann sem er haldinn afar algengum sjúkdómi nú á tuttugustu öldinni. Hann veit ekki hvaö hann á að hafa fyrir stafni. Hann getur ekki náð til annarra. Hann er utangátta i umhverfi sinu. Leó er einn eftir af ættinni, hinn siðasti. Hann er á vissan hátt einnig fyrirmynd að siðasta manninum: einstaklingur sem veit ekki hvernig hann á að lifa i sinu umhverfi, sem getur ekki náð til meðbræðra sinna en getur vel hugsað sér að rannsaka þá i gegnum kiki, likt og visindamað- ur með smásjá. Kvikmyndin er lika i rikum mæli hugsuð sem mynd af manni er finnur dauðann nálgast. Ekki likamlegan dauða, heldur andlegan. En hún er að sama marki mynd af öðrum mönnum, sem eru að deyja, en gera sér ekki grein fyrir þvi. Það sem mestu varðar er, að Leó sið- astigerirséraðlokum ljóst hvert stefnir og hefur kjark til að hefjast handa. — — Við erum mjög hrifnir af myndinni. Merkingu hennar og hugmyndaauðgi. En datt þér Prinsinn á gægjum. Síðasta Ijónið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.