Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 29. júll 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 LAUNAJÖFNUÐUR — JAFNRÉTTI Jón Snorri Þorleifsson. ★ Þaö sem ég ætla hér aö fjalla um er ákvæöisvinna og þaö sem talaö er um sem kosti og galla ákvæöisvinnu. 110 minútna erindi er þess enginn kostur aö ræöa Itarlega ákvæöisvinnuna, kosti hennar og galla, heldur mun ég setja fram hér nokkrar full- yröingar, meira og minna órök- studdar, en ég fæ þá væntanlega tækifæri til þess siöar meir að svara fyrirspurnum eöa ræða ákvæöisvinnuna sérstaklega, svo þýöingarmikil sem hún er orðin i okkar launakerfi i islenzku þjóö- félagi i dag. Þaö væri vissulega ástæða til aö fjalla itarlega um ákvæöis- vinnuna, ekki slzt þegar vitaö er ab um ekkert launakerfi i Islenzku þjóðfélagi hefur veriö sagt eins mikið ljótt, rangt og vit- laust eins og um ákvæöisvinnu- formið og það má lika segja, að á hinn veginn hafa veriö þær gagn- stæöu öfgar, aö telja hana vera eins konar frelsara launþega frá allri kjarabaráttu. Þetta eru hvort tveggja aö sjálfsögðu algjörar öfgar og raunveruleikinr um ákvæðisvinnuna liggur þarna einhvers staðar á milli. Þaö ljótt, sem ég kem hér tií meo aö segja um ákvæðisvinnu, á allt saman einnig viö um bónus- fyrirkomulag i frystihúsum, enda þótt ég muni aðallega ræöa ákvæðisvinnuna út frá þeim vinnustöðum, sem ég þekki bezt, þ.e.a.s. i byggingariönaðíinum. Þaö sem ég kem til með að segja jákvætt um ákvæðisvinnu, það á fyrst og fremst við um bygg- ingariðnaðinn og að nokkru leyti um bónusfyrirkomulag i frysti- húsum. Það eru margir sem standa i þeirri meiningu, að raunveruleg og visindaleg ákvæöisvinna, eins og það er nú kallaö með fyrirvara um orðið visindi i þessu sambandi, hafi ekki byrjað fyrr en með bónus i frystihúsum. Ákvæðisvinnuform er aldagamalt Akvæðisvinnuform er alda- gamalt form og trúlega elzta launagreiðsluform sem til er. Það má rekja það allt til þess tima, að fyrstu handverksmenn unnu að sinum gripum, hvort sem það voru smiðisgripir eða aðrir gripir, og seldu þá fyrir ákveðið verð. 1 viðtækustum skilningi orðsins ákvæðisvinna, þá er vissulega hægt að flokka þetta undir slikt. Og mjög snemma heldur ákvæðisvinna innreið sina hér á landi. Þannig er það t.d. með islenzka iðnaðarmenn eða snikkara, eins og þeir voru kaliaðir á sinum tima, að þeir smiðuðu skatthol, skrifborð, stóla o.s.frv. og seldu þetta á ákveðnu og föstu verði. Og þegar nokkrir snikkarar hér i bæ fóru fyrst að ræða um möguleika á stofnun félags, þá var það i raun og veru ekki upphafiö, að þeir ætluðu að stofna félag, heldur byrjuðu fundarhöld til þess að ræða um möguleika á samræmdum taxta fyrir smiðisgripi snikkara. Upp úr þessum umræðum spratt siðan stofnun Trésmiðafélags Reykja- vikur 1899, sem er fyrsta sér- greinafélag iðnaðarmanna hér á landi, fyrir utan Hið islenzka prentarafélag, og aðaltilgangur stofnunar þessa félags var að semja verðskrá yfir smiðisgripi snikkara, eins og ég sagði áöan, og berjast fyrir aukinni menntun stéttarinnar. Þannig verður til verölisti yfir smiðisgripi 1906, sá næsti 1937, sá þriðji 1949. Allir þessir verðlistar tóku að visu margvislegum breytingum á milli þess sem þeir voru endurskoðaðir sem heild. Ég er nú ekki með þann fyrsta, sem gefinn var út, en lista sem gefinn var út 1937 hef é g hér i höndum og hann gildir frá 1. janúar 1937 og er miðaður við timakaup 1 krónu 75. Bólstrarar tóku hér fyrstir upp ákvæðisvinnu Nú, siðan skeður það i minu fagi, trésmiöinni, að 8. nóvember stéttarbræðranna á Norður- löndum og viðar i Evrópu, þar sem um sams konar handverk og sömu vinnu var að ræða. Siðan er það skömmu eftir 1940 aö múrarar taka upp ákvæðis- vinnu sem eina launagreiðslu- formið , þó með ákveðnum undantekningum, t.d. þeirri, að þegar menn voru komnir yfir ákveðinn aldur, þá var þeim heimilt að vinna i timavinnu og þannig hefur það alla tið gengið hjá þeim og er enn i dag. Akvæðisvinna múrara var á slnum tima byggð þannig upp, að það voru fengnir til nokkrir rriúrarar til þess að vinna ákveöin verk og fylgzt með þeim tima, sem þeir eyddu til þessara verka og siðan greiðslan fyrir verkið ákvörðuð út frá þeim tima, sem þeir höfðu til verksins notað. Það má segja, að þetta sé kannski fyrsti visir þess hér á landi, að ákvæðið segir til um, þá er þaö hans tap. Sé hann hins vegar fljótari heldur en timaákvæðið segir til um, þá er það hans hagnaður. Þarna er hvorki um að ræða hámark né lágmark. Siðan eru það hin svokölluðu kaupaukakerfi, sem almennt ganga undir þvi slæma orði bónus. Þau eru einnig mjög mis- munandi af öllum þeim fjölda sem i gangi er út um heiminn af slikum kerfum, sem tekin hafa verið upp hér i frystihúsum og viðar. En þau fela það i sér, að launþeganum er tryggt ákveðið lágmark sem kauptrygging. Niður fyrir það getur hann ekki farið og það eru lika settar skorður við þvi hvað hann kemst hátt i launum. Nú, er ákvæðinu sleppir sem sliku, þá eru einnig i gangi hér á landi einstaklingsákvæði, þ.e.a.s. hver einstaklingur getur miðað Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur: Kostir og gallar ákvæðisvinnunnar Erindi flutt á ráðstefnu Alþýðubandalagsins 1961, þá er lokið 10 ára samningi um ákvæöisvinnu trésmiða og það er gert að eina gildandi launaforminu við ákveðna hluta af trésmiðafaginu. Þetta voru viöamiklir samningar og þessa verðskrá hef ég hér i höndum eins og hún er i dag, en það er búið að marggefa hana út i hlutum eða i heild, vegna þess að það liður varla sú vika að sjálfsögðu, að hún ekki breytist. Þetta er hins vegar ekki i fyrsta sinn, sem farið er út i kerfis- bundna ákvæðisvinnu hér á landi. Ég hygg, að það hafi verið bólstr- arar, sem fyrst tóku það upp milli 1930-40 að hafa einungis ákvæðis- vinnu sem launagreiðsluform. Það var tiltölulega auðvelt fyrir þá að koma þvi á, vegna þess,að þeir gátu stuðst við reynslu taka upp svokallaða timamælda ákvæðisvinnu. Hreint ákvæði og kaupaukakerfi Akvæðisvinna er tii i margs konar formi, en það er ekki nema iitill hluti af þeim i gangi hér á landi. En við sem höfum kynnt okkur ákvæðisvinnu erlendis vitum vel hvaða form það eru sem eru notuð, einkanlega á Norðurlöndum. Það sem hér er einkum þekkt er hið svokallaða hreina ákvæði, sem þýðir það, að launþeginn hefur enga lágmarks- tryggingu. Hann fær annað hvort ákveðinn tima til að vinna tiltekið verk eða hann fær ákveðna krónutölu. Sé hann lengur að vinna verkið heldur en tima- við sin eigin afköst, óháð afköstum annarra. Svo eru hins vegar hópakkorð, þar sem til- tekinn fjöldi manna ber sam- eiginlega úr býtum miöað við afköst hópsins. Slikt getur verið miðað við heilan vinnustað og svo er þekkt mjög mikiö erlendis, en ekki mjög mikið hér á landi, að verkafólk á einum vinnustað eða i heilli verksmiðju, fái greidd laun eftir afkomu verksmiöjunnar og þá teknir til greina allir þættir i framleiðslu hennar. Þetta er auðvitað einnig ein tegund ákvæðisvinnu. Tilgangur ákvæðisvinnu er algjörlega andstæöur frá sjónar- miði atvinnurekenda og sjónar- miði launþegans. Atvinnurek- andinn hlýtur að vera meðmæltur ákvæðisvinnu út frá þvi fyrst og fremst að auka afköstin, sem þýðir aftur á móti aukinn hagnað fyrir hann. Vegna þess að aukin afköst þau virka á þann veg á fasta kostnaðinn, að hann verður lægri miðað við hverja fram- leiðslueiningu. Það má nefna vexti, alls konar opinber gjöld, stofnkostnað húsnæðis o.s.frv. Hins vegar frá sjónarmiði verka- mannsins, þá er það aðeins eitt, sem réttlætir að taka upp ákvæðisvinnu. Það er, að hún gefur möguleika til aukinna tekna og betri kjara. Sé ákvæðisvinnu komiðíá út frá öðru sjónarmiði, þá er hún sett á frá algjörlega röngum forsendum. Kostir ákvæðisvinnu Kostir ákvæðisvinnu eru vissu- lega ýmsir. Það er t.d. staðreynd I okkar starfsgrein,að hún eykur sjálfstæði verkamannsins á vinnustööum. Hann er miklu meira gerandi i þvi hvernig hann vinnur verkið og ræður þar aí auki miklu meiru um afköst og einnig um vinnufyrirkomulag allt. Það skapar honum mögu- leika á hærra kaupi með auknum afköstum — með aukinni hag- ræðingu sem hann stjórnar sjálfur. A þetta einkum við með yngri menn i faginu. Það skapar honum einnig vissa möguleika til að stytta vinnutimann. Hér má minna á, að rannsóknir, sem framkvæmdar hafa verið sanna það og hafa margsannað það, að vinnutirpi umfram 8 klst. á dag að staðaldri dregur úr afköstum en eykur þau ekki. Þetta hefur einnig sannazt i okkar starfs- grein, og það eru margir sem hafa áttað sig á þessari staðreynd i dag og þess vegna hefur ákvæöisvinna oröið i raun til þess að stytta vinnudaginn. Það skapast að ýmsu leyti nánari tengsl milli þessara manna og verkalýðsfélagsins. heldur en áður var. Það er sér- staklega þegar um er að ræða, að verkalýðsfélagiö hefur alla þýðingarmestu þjónustuna á hendi varðandi kaupútreikn- ingana eða ákvæðisútreikn- ingana i ákvæðisvinnunni.Og það skapar óvenjulega mikla sam- heldni innan ákveðinna hópa. Gallar i ákvæðisvinnu Hins vegar fylgja ákvæðisvinn- unni lika stórir og miklir gallar. Hún getur leitt af sér of mikil afköst. Og þegar ég tala um of mikil afköst, þá á ég viö afköst sem ekki er hægt að halda út nema i tillölulega stuttan tima, vegna þess að þrek manna leyfir það ekki. Af þessu leiðir, að menn eru I raun og veru að eyða starfs- orku sinni fyriifram. Hverjum manni hlýtur að vera gefin ákveðin starfsorka á ævinni og ef hann eyðir henni fyrirfram, þá mun hann eldast fyrirfram. Einn meginókostur ákvæðisvinnu- formsins sem við búum við er sá, að það veljast saman i hópa dug- legir menn. Sá sem er fyrir neðan meðallag i afköstum er illa séður af þeim sem duglegir eru, vegna þess aðhann dregur kaupið niður. Þeir sem eru fyrir neðan meðal- afköst lenda þvi oft fyrir utan ákvæðisvinnuna. Þeir hafa ekki starfsþrek til þess að halda kaupi. Það skapast einnig sú hætta, að menn leggi það mikið upp úr afköstunum, að þeir vanmeti starfsöryggi á vinnustað og alla hollustu og heilbrigðisþætti á vinnustöðunum. Þetta marg- rekum við okkur á og ekki sizt eitt, að menn gefa algjörlega upp á bátinn ýmis hlunnindaákvæði i samningum, eins og veikinda- daga, helgidagagreiðslur, uppsagnarákvæði og annað slikt. Þeir einblina á krónutöluna. Ljótasti blettur á ákvæðisvinnunni Nú, að lokum vil ég aðeins skýra ykkur frá þvi, hvaða áhrif ákvæðisvinnan hefur á hina ýmsu aldursflokka, hverjir það eru, sem raunverulega vinna i ákvæðisvinnu. Það voru gerðar mjög itarlegar rannsóknir á þvi i Trésmiðafélagi Reykjavikur fyrir 2 árum siðan. Við byrjuðum á þvi að aldursgreina alla félags- Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.