Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.07.1973, Blaðsíða 1
(RO MÐVIUINN Sunnudagur 29. júli 1973. — 38. árg. — 172. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRON APOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.' SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Villtum elt- ingaleik lauk með fótbroti Vilitum cltingaleik lögrcglunnar viöpiltá mótorhjóli i fyrrinótt lauk með þvi að liann lcnti á ljósastaur og fótbrotnaði. Þctta gerðist á Skúlagötunni og inunaði minnstu að pilturinn lenti i sjónum. Þetta var rétt eftirkl. 1 um nóttina og hafði lögreglan elt piltinn frá Hlemmi móti einstefnu um nokkrar götur á miklum hraða. A Hlemmtorgi var hann staddur i hópi mótorhjólagæja, en lagði á flótta. er lögreglan ætlaði að hafa tal af þeim. Var pilturinn ekki talinn allsgáður. Mikið um slys Óvenju mikið var um slys i borginni fyrri sólarhring og var slökkviliðiö kallað út niu sinnum til slysaflutninga á föstudag og þrisvar aðfaranótt laugar- dagsins. Fæst slysanna reyndust alvarlegs eðlis. Líkamsárás Skömmu eftir miðnætti i fyrrinótt var ráðizt á gangandi mann á mótum Þverholts og Rauðarárstigs og hann sleginn i götuna. Var þar ungur piltur að verki og lá maðurinn i götunni blóðugur i andliti og á höfði er lögreglan kom að, en reyndist ekki alvarlega slasaður. Þessar föngulegu skólastelpur voru að gera hreint um borð í togaran um Úranusi á fimmtudaginn. t blaðinu I dag er grein um skólakrakka, sem nú taka fullan þátt i atvinnulifinu. Eldur í vélarrúminu- én snarræði bjargaði — flogið með froðutæki til Arnarfjarðar Það er þakkað snarræði áhafnar mb. Árna Kristjánssonar BA 100 frá Bíldudal, að báturinn Stór sigur Frjálslyndra í Englandi London 27/7 —. Frjálslyndi flokkurinn i Englandi vann mikinn sigur i dag, þegar hann náði tveim þingsætum i neðri málstofunni, af ih^þjsflokknum. Hefur ihaldsflokkurinn haft þessi þingsæti frá 1945. Er þetta mesta áfall, sem ihaldsflokkurinn undir stjórn Edwards Heath hefur orðið fyrir siðan hann tók við völdum 1970. Það er álitið að kosningarnar hafi farið á þennan veg vegna þess hve illa horfir i efnahagsmálum i Englandi þessa stundina. Frjálslyndi flokkurinn er mjög litill i Englandi, hefur aðeins 10 þingsæti af 630 i neðri málstofunni eftir þessar siðustu kosningar. En flokkurinn hefur unnið mjög á að undanförnu. Undanfarin 40 ár hefur svokallað tveggja flokka kerfi verið i Englandi. A undanförnum 9 mánuðum hafa frjálslyndir náð 3 þingsætúm af ihaldsmönnum og einu af verkamannaflokknum. skyldi ekki verða eldinum að bráð í fyrrinótt, þegar kviknaði í vélarrúmi hans, þar sem hann var staddur um 20 mílur út af Kóp. Eldurinn kom upp undir rafmagnstöflu i vélarrúmi bátsins laust fyrir miðnætti og brugðu þá skipverjar við, birgðu öll op og sprautuðu þvi sem til var af kolsýru niður I vélarrúmið, aö þvi er Pétur Bjarnason oddviti á Bildudal sagði Þjóðviljanum, og tókst þannig aö forða þvi að eldurinn breiddist út. Um kl. 2 kom Brimnesið frá Tálknafirði á vettvang og dró bátinn inn Arnarfjörð til Bildu- dais og komu þeir þangað um sjö- leytið i gærmorgun. Þá voru komnir fljúgandi vestur tveir menn frá slökkviliðinu i Reykja- vik og einn frá Brunamála- stofnuninni og höföu þeir með- ferðis nýja gerð froðutækja, sem hægt er að fylla með vistarverur án þess að menn þurfi að fara inn I þær og kæfir froöan eldinn al- gerlega. Sagði Pétur, að við björgun bátsins hefði verið haft samráð við Slysavarnafélagið, Bruna- málastofnunina og Slökkvilið Reykjavikur og heföu allir brugðizt einstaklega vel við. Árni Kristjánsson er 170 lestir að stærð og gerður út á linu frá Bildudal. —vh Fjöldi bygginga sprengdur í loft upp í Nikosíu Nikósiu 28/7 — Margar byggingar voru eyðilagðar i sprengjuárás- um i nótt i Nikósiu, á Kýpur. Ekki sakaði neinn mann, en mikil verðmæti voru eyðilögð. Voru sprengdar i loft upp verksmiðjur, ibúðarhús og verzlanir. Alls sprungu um 30 sprengjur. Var ibúðarhús iðnaðarmálaráðherrans, Michael Colocassides m.a. sprengt i loft upp, en hann var ekki heima. Nokkrar sprengjur sprungu annars staðar á Kýpur, bæði i bænum Larnaca, og i Limassol á Suður-Kýpur. Tveir fangar létu lífið í uppreisn í ríkisfangelsi í Oklahoma Oklahoma 28/7 —. Uppreisn var gerð i rikisfangclsi i Okla- hóma f Bandarikjunum i nótt. Tóku mörg hundruö fangar þátt i uppreisninni og krefjast ýmissa umbóta i fangelsinu, m.a. vilja þeir fá að fara frjálsir ferða sinna á milli deilda fangelsisins. Hafði föngunum tekizt að ná upp undir 20 fangavörðum á sitt vald og halda þeir þeim sem gislum. Tveir fangar létu lifið og tveir fangaverðir særðust i ólátunum. Sprengdu fangarnir bensinsprengju til þess að ná vaktturni á sitt ald. Fanga- verðirnir skutu á fangana með vélbyssum, og mikill fjöldi lögreglumanna og manna úr þjóðvarnaliðinu umkringdu fangelsið. Fangarnir kveiktu i ýmsum byggingum á fengelsis- svæðinu, til þess að undir- strika kröfur sinar. Fangar gera upp reisn í Róm R 28/7 — t nótt gerðu á þriðja hundrað, fangar uppreisn i fangelsi i Róm. Kveiktu þeir i hluta fangelsisins, og tóku að þvi er álitið er 3 fangaverði sem gisla. Yfir 1000 lögreglumenn umkringdu fangelsiö og fjöld- inn allur af fólki hafði safnazt saman framan við fangels- isgarðinn til þess að fylgjast með gangi mála. Fangarnir sprautuðu vatni á lögregluna, og nokkur hluti þeirra fór upp á þak fangelsis- ins, og hrópaði slagorð eins og „umbætur og frelsi okkur til handa”. Bruni í Keflavík Eldur kom i fyrrinótt upp i einu clzta húsinu i Kcflavik og skemmdist það talsvert. Um hálffimmleytið i fyrrinótt kom upp eldur að Klapparstig 6, sem er litið, forskalað timburhús, ibúðarhæð með kjallara undir. Þrennt var i húsinu og komst strax út og tókst slökkviliðinu i Keflavik að ráða niðurlögum elfs- ins á rúmum klukkutima. Sennilegt þykir að kviknað hafi i útfrá oliukyndingu og er húsið mikið skemmt, þó er talið að hægt verði að gera við það. Húsið er með elztu húsunum i Keflavik og bjó þar á sinum tima Einar Einarsson koparsmiður og var þá smiðja i kjallaranum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.