Þjóðviljinn - 13.12.1973, Page 3

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Page 3
Fimmtudagur 13. dcsember 1973.| ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Neyðarástand vegna rafmagnsskömmtunar á Höfn í Hornafirði: Hringtenging mundi útiloka slíkt ástand — segir Guðjón Guðmundsson hjá Rafmagnsveitum ríkisins Uppistöðulón fyrir Smyrla- bjargsárvirkjun er nú uppþornað og þvi neyðarástand rikjandi i raf magnsmálum á veitusvæði henn- ar. Þorsteinn Þorsteinsson á Höfn i Ifornafirði sagði okkur i gær að rafmagn væri skammtað i einn til tvo tima til heimabrúks, en siðan tekið af i helmingi lengri tima. Guðjón Guðmundsson hjá Raf- magnsveitum ríkisins sagði að ekkert nema rigning gæti bjargað þeim vanda sem nú er vegna þessa, hins vegar væru þrjár diselstöðvar á leiðinni til landsins og yrði þeim komið fyrir á Aust- fjarðasvæðinu. Sagði Guðjón ennfremur að Kímnigáfa athafnamanns: Númer 1 hf Einhverjir halda kannski að timi kraftaverka og upp- Ijómunar sé liðinn. Svo er þó aldeilis ekki. Maður sá, sem á lslandsmet i yfirvinnu, fékk litlar 600 þúsund krónur á s.l. ári fyrir aukavinnuna hjá þvi rikis- fyrirtæki sem hann vinnur hjá. í dagvinnutimanum stundar hann kvikmyndaeftir- lit i igripum meðfram aðal- starfinu. Samt virðist honum ekki þykja sér nóg boðið enn hvað vinnuálag snertir, þvi að i siðasta Lögbirtingi segir frá þvi að hann hafi stofnað nýtt fyrirtæki með afkomendum sinum og ástvinum. Og kimni- gáfan er i góðu lagi: fyrir- tækið heitir Númer eitt h.f.! Það er sem sagt ekki nóg að vera númer eitt, heldur verða menn að heita númer eitt og fá það lögskráð hjá fógeta. Maður sá er hér um ræðir heitir Erlendur Vilhjálmsson, einhvers konar stjóri hjá Tryggingarstofnun rikisins. betta nýja fyrirtæki hans, Númer eitt hf., hefur heimili og varnarþing i Reykjavik. Siðan segir i Lögbirtinga- blaðinu, en það er ekkert pinu- litið sem félagið ætlar sér að gera; ,,Utibú eru engin. Tiigangur félagsins er verslunarrekstur, innflutningur, heildsala, smá- sala, iðnrekstur og annar skyldur atvinnurekstur. Dag- setning samþykkta þess er 4. nóvember 1973. Stofnendur eru: Guðni Erlendsson, Stein- unn Skúladóttir, Erlendur Vil- hjálmsson, Herdis Guðna- dóttir, öll til heimilis Reyni- mel 72, Alma Hansen, Holts- götu 9 og Ólafur Guð- mundsson, s.st., öll i Reykja- vik. 1 stjórn félagsins eru: Er- lendur Vilhjálmsson, for- maður og meðstjórnendur þeir Ólafur Guðmundsson og Guðni Erlendsson.” Og siðar segir: ,,Hlutafé félagsins er kr. 900.000.00 — niu hundruö þúsund krónur — og greinist það i átján 50.000.00 króna hluti. Innborgað hlutafé er kr. 600.000.00 og eftirstöðvar eru kræfar, þegar stjórnin ákveður.” Það er ekki aldeijis ónýtt að eiga tómstundir og þá ekki siður að kunna að nota þær! - úþ ekki hefði komiö til sliks ástands sem nú er orðið, ef rafveitukerfi landsins væri samtcngt. Fréttaritari okkar á Höfn, Þor- steinn Þorsteinsson, sagði að veitusvæðinu væri skipt niður i þrennt við skömmtunina, og i raf- hituðum húsum, sérstaklega Við- lagasjóðshúsunum, væri virkilegt neyðarástand, en þau hús eru að hans sögn framúrskarandi köld. Atvinnulifið á Höfn er lamað, sagði Þorsteinn. Það er ekkert hægt að gera með svona strangri skömmtun og verslanir geta ekki gengið nema þann tima sem raf- magnið er. Rafmagn það sem fæst á orku- veitusvæði Smyrlabjargsárvirkj- unar nú er fengið með diselstöð. Uppistöðulón virkjunarinnar, sem nú er tómt, getur annars geymt allt að 5 vikna vatnsforða, en langur frosta og þurrkakafli hefur gert það að verkum að ekk- ert hefur bæst i uppistöðulónið i stað þess sem úr þvi hefur verið tekið. Þjóðviljinn spurði Guðjón Guðmundsson hjá Rafmagns- veitunum að þvi hvort algengt væri að virkjunarár þornuðu upp og uppistöðulónin einnig. Guðjón svaraði þvi til, að svo væri, og reyndar miklu oftar en almenn- ingur vissi um. — Hverju breytti það i slikum tilvikum ef búið væri að hring- tengja veitukerfið um allt land? — Það gjörbreytti öllu. Þá eru allar vélar allra svæða samtimis inná, og þá á hvergi að koma til naumrar skömmtunar á einstök- um svæðum, þvi hægt væri að jafna það út. — Hvað liður slikri hringteng- ingu? — Það er fyrst og fremst þessi iina milli Suður- og Norðurlands sem verið er að leggja siðustu hönd á með samanburðaráætlan- ir, en iðnaðarráðuneytið hefur boðað að það verkefni fari strax i gang eftir aö málið hefur verið sent þvi, sem væntanlega verður innan skamms. Þar með er komin hringtenging frá Vik i Mýrdal norður um og alla leið til Þórs- hafnar, að slepptu Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Snæfellsnes er gert ráð fyrir að komi inná á næsta ári með nýrri linu og i framhaldi af þvi Dalirnir. A Vestfjörðum er Framhald á 14. siðu Vésteinn Lúöviksson Jökull Jakobsson íslenskir höfundar fyrir dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Vésteinn og Jökull Dómnefnd um bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs hefur valið eftirtalin rit til að dæma um til bókmenntaverðlauna árið 1974: Danmörk: Christian Kampmann: Visse hensyn (skáldsaga). Villy Sören- sen: Uden mál- og med (ritgerða- safn). Finnland: Bo Carpelan: Kállan (ljóðabók 1973) Alpo Ruuth: Korpral Julin (skáldsaga 1971). tsland: Jökull Jakobsson: Dóminó (leikrit). Vésteinn Lúðviksson: Gunnar og Kjartan (skáldsaga). Noregur: Tor Edvin Dahl: Guds tjenere (skáldsaga 1973). Rolf Jacobsen: Pass for dörene — dörene lukkes (ljóðabók 1972). Sviþjóð: Sven Delblanc: Stenfágeln (skáldsaga 1973). P.C. Jersild: Djurdoktorn (skáldsaga 1973). Bókmennta /erðlaunum Norður- landaráðs hcfur verið úthlutað árlega siðan 1962, og nema þau 50.000 dönskum krónum. Verðlaunin 1974 munu verða af- hent 17. febrúar 1974 i tengslum við 22. þing Norðurlandaráðs i Stokkhólmi. Dómnefndin er skipuð tveimur fulltrúum frá hverju Norðurlandanna. Fulltrúar ís- lands i nefndinni eru Ólafur Jónsson fil. kand. og Vésteinn Ólason lektor. Á fundi i Helsingfors 22. janúar 1974 sker dómnefndin úr um, hver verðlaunin skuli hljóta. Sigölduvirkjun á framkvæmdastigi Gengið frá 40 milj. kr. lánum í þessum mán. Nú er undirbúningi að virkjun Tungnár við, Sigöldu lokið, og kemst það mál nú af fullum krafti á framkvæmdastig, sagði Jó- hannes Nordal formaður Lands- virkjunarstjórnar i gær. Alþjóða- bankinn hefur samþykkt 10 miljón dollara lán frá fyrirtæki i London og fleiri erlendum bönk- um. Verða lánssamningar vegna þessara 40 miljón dollara væntan- lega undirritaðir i þessum mánuði, en þau ncma um 3,4 miljörðum króna. Stofnkostnaður Sigölduvirkjunar er áætlaður 5,5 miljarðar án vaxta og er alls búiö að semja um erlend lán að upph. 4,7 miljarðar. Gert er ráð fyrir að Sigölduvirkjun komist i fullan gang árið 1977 og aukist þá af- kastageta vatnsaflsstöðva Lands- virkjunar um 50%. Stjórn Alþjóðabankans sam- þykkti lánveitingu til Landsvirkj- unar vegna Sigöldu á þriðjudag- inn. Lánsfjárh. nemur 10 milj. bandarikjadollara að jafnvirði um 840 milj. isl. króna á núver- andi gengi. Lánið er afborgunar- laust fyrstu 4 árin og endurgreið- ist siðan á árunum 1978 — 1998. Vextir eru 7 1/4 prósent á ári. Jafnframt Alþjóðabankaláninu er fulllokið samningum um lán frá Manufactures Hanover Ltd. i London og nokkrum fleiri bönk- um að fjárhæð 30 milj. dollara vegna sömu virkjunar. Það lán er til lOára, en ætlunin er að breyta þvi siðar i lán til lengri tima, og er fyrirheit um þaö. • Áður var samiö um lán vegna Sigöldu frá framleiðendum véla- og rafbúnaðar og Banque Lambert i Belgiu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir þvi, að fjármögnun stofnkostnað- ar verði tryggð með innlendu láni að fjárhæð 350 milj. króna, jöfn- um framlögum eigenda Lands- virkjunar, þ.e. rikisins og Reykjavikurborgar, að fjárhæð 350 milj. kr. samtals og með ié úr rekstri Landsvirkjunar um það bil 700 mil kr., en það fé mun einnig ganga til greiðslu á vöxt- um á byggingartima. Svo sem kunnugt er var samið við júgóslavneskan verktaka i sumar um byggingarfram- kvæmdir og við vestur-þýskt fyrirtæki og sovéskt fyrirtæki i haust um framleiðslu og niður- setningu véla- og rafbúnaðar. Energoprojekt hefur nú 55 manns i vinnu við byggingar- framkvæmdir, þar af eru 6 Júgó- slavar er stjórna verkinu auk nokkurra eftirlitsmanna. Gert er ráð fyrir þvi að Sigöldu- virkjun verði fullnýtt um 1981. Þegar hún verður komin upp, verður samanlagt afl i vatns- aflstöðvum Landsvirkjunar 450 megavött og árleg orkufram- leiðsla 3.000 gigavattstundir. Er það 6-föld afkastageta Sogsvirkj- ana, en með þær einar hóf Lands- virkjun störf árið 1965. Gert er ráð fyrir þvi^ að kostnaðarverð á hverja fram- leidda kilóvattstund, forgangs- og afgangsorka samanlagt, frá Sig- ölduvirkjun kosti um eða yfir 60 aura. Siðar verður sagt frá fleiri at- riðum er fram komu i gær á fundi forráðamanna Landsvirkjunar með fréttamönnum. hj — Gulbrúnir, bláir, svartir, blágrænir. Glæsilegt úrval af kvenskóm ] TEG. BARBARA Verð kr. 3195

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.