Þjóðviljinn - 13.06.1974, Síða 7
Fimmtudagur 13. júnl 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Ráöstefna
Rauösokka
aö Skógum
Um komandi helgi, dagana 15.
— 17. júni, efna Rauðsokkar til
fyrstu ráðstefnu sinnar eftir
fjögurra ára starf. Þar má gera
ráð fyrir, að teknar verði afdrifa-
rikar ákvarðanir varðandi
framtið Rauðsokkahreyfingar-
innar, þvi það er fyrst og fremst
starfið framundan, skipulag
hreyfingarinnar, stefnumark og
starfsaðferðir, sem á að ræða og
taka til gagngerrar endurskoð-
unar.
Starfshópar hafa undanfarnar
vikur unnið að undirbúningi ráð-
stefnunnar og munu leggja fram
tillögur eða umræðugrundvöll um
stefnuyfirlýsingu, uppbyggingu,
málaflokka og aðferðir svoog um
húsnæðismál, þvi það er knýj-
andi nauðsyn orðin að Rauð-
sokkar fái fastan samastað fyrir
starfsemi sina, stað, sem getur
verið opinn daglega og ávallt má
snúa sér til.
Ráðstefnan verður haldin að
Skógum, þar sem fengist hefur
fundarsalur, svefnpokapláss og
fæði, en á milli funda er ætlunin
að lyfta sér upp meö fjallgöngum
og sundiðkan eða öðru, sem fólk
lætur sér detta i hug. Fyrir þá,
sem ekki komast nema með börn
sin, verður skipulögð barnagæsla
á fundartimum. Lagt veröur af
stað á laugardagsmorgun kl.
hálfniu frá Umferðarmiðstöðinni.
Þeir sem áhuga hafa og enn
hafa ekki tilkynnt sig geta haft
samband við Hjördisi i sima
16972, Steinunni i 10153 eða Eddu i
10401.
1 tilefni þessarar ráðstefnu
birtast meðfylgjandi hugleið-
ingar um mannréttindabaráttu
kvenna og tengsl hennar við bar-
áttu verkalýðsins, — upphaflega
kaflar i ræðu, sem haldin var
islenskum námsmönnum i Osló á
baráttuhátið þeirra 1. mai sl.
Þetta er stétta ba rátta
og verður ekki slitin
úr tengslum við baráttu
annarra undirokaðra stétta
Baráttan fyrir jafnrétti
kynjanna og frelsi kvenna
veröur ekki slitin úr tengsl-
um við baráttu annarra
undirokaðra sfétta fyrir
jöfnuði í þjóðfélaginu né
heldur verður sigur unnin í
verklýðsbaráttunni án
virkrar þátttöku kvenna,
helmings mannkynsins.
Mannréttindabarátta kvenna
er margþætt og það þarf að slást
á ýmsum vigstöðvum eiginlega
alls staðar og alltaf, þvi yfirleitt
koma konur einhversstaðar og
einhvern veginn við sögu hvað
sem gerist, — þótt þagað sé um
það i mannkynssögubókunum —
eða þær ættu þá að gera það. En i
aðaldráttum er baráttan tviþætt,
þ.e.a.s. annars vegar baráttan
gegn kúgunar- og afturhaldsöfl-
unum og fyrir umbótum i þjóðfé-
laginu og svo hinsvegar sú bar-
átta, sem snýr að okkur sjálfum,
vitundarvakningin, andspyrnan
gegn — oft ómeðvituðum — upp-
eldis- og umhverfisáhrifum, bar-
áttan við aldagamla fordóma og
hefðir, löngu úreltar, hafi þær þá
nokkurntima átt tilverurétt i
raun.
Þetta er stéttabarátta og
verður ekki háð án tillits til og
stuðnings við jafnréttisbaráttu
alþýðunnar i heild — þar feilaði
eldri, borgaralegum kvenrétt-
indahreyfingum, bæði á Islandi
og annars staðar. Þær héldu jafn-
réttið fólgið i kosningarétti og
kjörgengi og jafnréttisaðstöðu i
lagabókstafnum. Með þvi væri
allt fengið. En verkamaðurinn
hefur reyndar lika kosningarétt
og jafnréttisaðstöðu samkvæmt
lögunum, samt nýtur hann ekki
jafnréttis i launum og aðstöðu, —
landsins gæðum er misskipt eftir
sem áður, það eru örfáir menn
sem ráða i raun, þeir sem hafa
vald yfir atvinnutækjunum og
framleiðslugróðanum. Auðvaldið
er enn rikjandi i landi okkar, þó
svo að verkalýðurinn hafi unnið
marga áfangasigra. Það er efna-
hagsleg staða verkamannsins,
sem markar honum bás i þjóðfé-
laginu,og hið sama gildir um kon-
una, undirokun hennar er efna-
hagslegs eðlis, hvort sem hún sel-
ur atvinnurekanda vinnu sina eða
selur sig karlmanni gegn fram-
færslu.
Hitt er svo jafn augljóst, að án
virkrar, raunverulegrar þátttöku
kvenna og fulls tillits til hags-
Konur 7,2% bæja-
og sveita-
stjórnafulltrúa
Af samanlagt 346
fulltrúum sem sæti eiga i
bæja- og sveitastjórnum
landsins eftir
kosningarnar 26. mai eru
konur aðeins 25 eða 7,2%.
Þær voru að vísu 16,5%
frambjóðenda, en eins og
bent var á í grein hér á
siðunni þá, flestar í harla
vonlitlum eða vonlausum
sætum.
1 kaupstöðum landsins að
Reykjavikurborg meðtalinni voru
kosnir alls 159 bæja- og borgar-
fulltrúar, þar af 15 konur og 144
karlar, þ.e. konur eru 9,4% full-
trúanna.
1 hreppsnefndir kauptúna-
hreppanna 33ja (Hvammstangi
og Hrisey ekki talin með — þar
var kosið óhlutbundið og ég hef
ekki handbær úrslitin) voru
kjörnir alls 187 aðalfulltrúar,
þaraf voru konur 10, já, tiu! Það
er 5,3%.
t 6 af 19 kaupstöðum eru engar
konur i bæjarstjórn, i 9 á ein kona
sæti i bæjarstjórninni og i þrem
tvær konur, hvergi fleiri, en tala
bæjarfulltrúa er frá 7 og uppi 15
i Reykjavik, viðast 9.
Það er i Keflavik, á Seltjarnar-
nesi, Akranesi, Sauðárkróki,
Siglufirði og á Ólafsfirði, sem þeir
búa við algert karlaveldi, en fyrir
utan Reykjavík eru það Grind-
vikingar og Seyðfirðingar, sem
hafa tvær konur i sinum bæjar-
stjórnum.
t kauptúnunum, þarsem
hreppsnefndarfulltrúar eru ýmist
5 eða 7 talsins, er algerlega
kvenmannslaust i 25 hrepps-
nefndum,i6sveitarstjórnum á ein
kona sæti og i tveim tvær konur.
Þessir tveir hreppir eru Mosfells-
sveit og Fáskrúðsfjörður.
Þetta voru semsé úrslit bæja-
og sveitastjórnakosninganna
varðandi hlutfall kvenna i
fulltrúafjöldanum, en eftir er að
kjósa hreppsnefndirnar til sveita.
Ekki sérlega glæsilegt með tilliti
til þess að við konur erum
hartnær helmingur landsmanna.
(Miðað við mannfjöldatölur 1.
desember 1973 voru karlar 107.666
og konur 105.404). Og þvi miður
má áfram búast við enn lélegra
hlutfalli úr alþingiskosningunum
samkvæmt framboðslistunum
fyrir þær, en um þá fjöllum við
siðar. —vh
muna þeirra ásamt vitundinni um
þá inngrónu fordóma, sem við er
að berjast, bæði hjá konum og
körlum, verður verklýðsrikið
heldur ekki jafnréttisriki i raun.
Þannig er t.d. langt i land i rikj-
um, sem kenna sig við sósialisma
i Austur-Evrópu, að þar sé náð
jafnrétti kynjanna, og það þrátt
fyrir almenna þátttöku kvenna i
atvinnulifinu og tiltölulega góðan
aðbúnað varðandi dagheimili,
skóla, mötuneyti o.þ.h. Alþýðu-
rikinu Kina hef ég ekki kynnst af
eigin raun, en þykir margt benda
til, að við það megi binda veru-
legar vonir að þessu leyti.
Þegar Rauðsokkahreyfingin,
sem er mjög lausbundin samtök
skipulagslega, byrjaði að starfa
fyrir fjórum árum, var markmið-
ið fyrst og fremst að vekja konur
og hvetja, baráttan átti ekki að
beinast að karlmönnum sem slik-
um, heldur mannfélaginu i heild
og þá virtist mest áriðandi að við
BELG
Annað atriBi er það, sem ég leyfi mór að taka
undir með m.a. Rauðsokkum. og það eru tak-
mörkuð framboð kvenna til þingkosninganna
Sennilega eru enn fæni konur á listunum nu en
var til hinna kosninganna. Nú dettur mér ekki i
hug að halda þvl fram. að kona eigi að stokkva
inn á nokkurn lista aðeins vegna síns kynferðis.
Langt I frá. Ég get tekið undir þá skoðun
borgarstjórans 5 Reykjavik i viðtali í Mbl. fyrir
borgaretjórnarkosningarnar. , að það þjónar
harla litlum tilgangi að hafa konur á listunum
aðeins til skrauts oða uppfyllingar.
Ég efa heldur ekki, að það sé rétt, sem
borgarstjóri sagði i sama viðtali, og á sjálfsagt
bæði við um borgar og landsmál. að margar
konur eru tregar til að fara i sjálfan slaginn og
ganga fram fyrir skjöldu. En erfitt er að sann
færa mig um. að ekki séu til fleiri hœfar konur I
örugg sæti. hvort sem er i Reykjavik eða úti á
landsbyggðinni en raun ber vitni um sam
kvæmt listunum. að visu aðeins eftir lauslega
könnun.
En ég á örðugt með að trúa þvi. að konur séu
svo tregar til að gefa kost á sér til þátttöku og
listarnir gefa visbendingu um Það mætti segja
mér. að karlmennirnir teldu sjálfsagt og eðli
legt. að hlutur þeirra væri sem fyrr stærri og
myndarlegri Við konurnar tinar er svo auð-
vitað að sakast ef þær láta allkt viðgangast
endalaust.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
Oánægja kvenna
i Sjálfstæðisflokknum
Það er greinilegt, að
óánægja Sjálfstæðisflokks-
kvenna,vegna þess hve konur
eru þar ævinlega sniðgengnar
f sambandi við framboð til
sveitastjórna og alþingis, er
alltaf að magnast, skrifar SV
með meðfylgjandi úrklippu úr
Lesbók Morgunblaðsins. Nú er
meira að segja farið að senda
karlaveldi flokksstjórnar-
innar tóninn i málgagninu.
sjálfar, konurnar, gerðum okkur
grein fyrir misréttinu, hvar og
hvernig það birtist, i hverju það
lægi og af hverju það stafaði, og
vektum siðan athygli á þvi. Þetta
höfum við siðan reynt að gera á
ýmsan hátt, bæði meö skipulögð-
um könnunum á ýmsum sviðum
og eins með skyndiaðgerðum og
skrifum. An þess að fara út i upp-
talningu tel ég, að svo langt sem
upphaflega markmiðið náði, hafi
talsverður árangur náðst.
A hinu er svo engin launung, að
verr hefur gengið að koma fram
þeim raunverulegu breyting-
um, sem við óskum auðvitað allar
eftir, einstaka hlutir hafa unnist
beinlinis af okkar völdum, en þeir
eru þvi miður fáir og smáir. Nú er
svo komið, að varla verður haldið
lengur áfram á sömu braut, við
viljum meira, en þar er hætta á,
að ágreiningur verði um bar-
áttuaðferðir. Þegar Rauðsokkar
Elsku Hafnfirðingar,
fyrirgef ið
A kosningadaginn og næstu
daga hringdu særðir, hafn-
firskir Alþýðubandalagsmenn
til min hver um annan þveran
og skömmuðu mig. Og það var
lika fyllilega réttmætt, þvi i
grein hér á siðunni um kyn-
skiptingu frambjóðenda hafði
ég skrifað, að listi Alþýðu-
bandalagsins á Selfossi væri
sá eini á landinu sem væri
skipaður konum og körlum
jafnt.
En það var reyndar Alþýðu-
bandalagslistinn i Hafnarfirði
lika og það var af hreinni
handvömm, sem þessi skyssa
kom fyrir. Auðvitað hafði ég
tekið eftir listanum i Hafnar-
firði,og við hér á blaðinu —
flest Reykvikingar — vorum
mas. mikið búin að dást að
honum, ekki bara af þvi að þar
var kynjunum gert jafnhátt
undir höfði, heldur lika vegna
þess hve margt var þar af
ungu fólki — að þvi eldra
ólöstuðu. En i timapressunni
við að skrifa greinina hafði ég
þegar flett framhjá
kaupstöðunum þegar ég kom
að Selfosssíðunni og einhvern-
veginn þannig urðu mistökin.
En kvenframbjóðendur i
Hafnarfirði voru vissulega
taldir með i heildartölunni og
gerðu sitt til að hún yrði
konum hagstæðari.
Vonandi venjulegur
maður....
Nýr Tímakaupandi segist
hafa gerst áskrifandi að
Timanum og þá verið spurð,
hvort hún vildi ekki lika kaupa
Heimilistimann.
— Hverskonar blað er það?
spurði kaupandinn.
— Jú, það væri mjög vinsælt
hjá konum, svaraði
afgreiðslumaðurinn, I þvi
væru nefnilega matar-
byrjuðu að starfa þótti okkur
sjálfsagt, að þar skyldu allir rúm-
ast án tillits til stjórnmálaskoð-
ana, aðalatriðið væri að konur
störfuðu saman og létu pólitikina
ekki sundra sér. Þess vegna var
hreyfingin lika nokkuð borgara-
leg i byrjun, en það hefur breyst,
sumir hafa fallið úr, en aðrir
harðnað i baráttunni.
Þannig eru nú sumir, sem áöur
stóðu langt og jafnvel lengst til
hægrijsomnir lengst til vinstri. Og
það rennur upp fyrir æ fleirum,
að þeim veigamestu breytingum,
sem hefðu i för með sér fullkomið
jafnrétti kynjanna, verður ekki
komið á nema með verulegum
þjóðfélagsbreytingum. Þar með
er hvorki sagt, að við mænum til
sósialisku rikjanna, sem kalla sig
svo, né ætlum að læsa okkur i fila-
Framhald á bls. 13
uppskriftir og fleira
þessháttar.
— En ef það er heimilis-
maðurinn, sem eldar matinn?
Vöflur komu á afgreiöslu-
manninn, en svo sagðist hann
gera ráð fyrir, að slikur
maður hefði gaman af að sjá
blaðið lika. Eftir þetta svar
benti kaupandinn honum á, að
ekki gæti hann vonast til að
margir Rauðsokkar mundu
kaupa blaðið ef hann talaði
svona.
— Það gerir nú minnst til,
sagði seljandi, þvi ég vona i
lengstu lög, að ég verði bara
venjulegur maðurU?)
Övarkárni í
skrítlubirtingum
,,Eitt af fleiri dæmum um að
þið eruð ekki á verði gagn-
vart kynferðisáróðrinum i
skrltlunum, þarna á Þjóð-
viljanum,» fannst þeim, sem
klippti þessa út og sendi.
Og i von um að þeir 15. siðu
menn taki sig á, segi ég bless i
bili. Haldið áfram að láta
heyra til ykkar þótt sumarið
sé komið og umburðarlyndið
þá kannski meira. Það á ekki
siður við að segja hér frá þvi
sem vel fer og gefur vonir um
hugarfarsbreytingar. Siminn
er 17500, en bréf eru lika ákaf-
lega vel þegin.
—vh
Og svo fór ég i Hagkaup og
i Domus og...