Þjóðviljinn - 23.03.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Side 5
Sunnudagur 23. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLIST Þrjár sýningar Nú hef ur lifnaö yf ir sýn- ingahaldi i bænum eftir hina árvissu lægð um jól og áramót. Undanfarið hafa sýningar jafnvel verið það margar að ýmsum kann að hafa reynst erfitt að sjá allt sem þeir vildu. Einn aðalsýningasalur bæjarins hefur þó verið lokaður all- an þennan tíma. í Gallerí Langt er siðan Eyborg Guðmundsdóttir hélt einkasýn- ingu siðast, en hún hefur tekið þátt i allmörgum samsýningum undanfarin ár, og hafa sumar myndirnar i Norræna húsinu ver- ið sýndar áður. Nú gefst aftur á móti gott færi á að fá heildar- mynd af vinnubrögðum hennar. Eyborg hefur nokkra sérstöðu meðal islenskra málara, hún er harðlinumaður i geometriunni, en fáir hafa gengið þeirri stefnu á hönd hér, þótt nefna megi Hörð Ein optisku mvndanna á sýningu Eyborgar Súm hefur ekki verið sýn- ing frá þvi löngu fyrir jól, en i næsta mánuði verður þar samsýning súmara og verður það í fyrsta skipti í þrjú ár sem þeir halda slíka samsýningu hér á landi. Af sýningum þeim sem nú eru opnar er helst að nefna sýningu Eyborgar Guðmundsdóttur i Nor- ræna húsinu og sýningu á verkum Guðmundar frá Miðdal að Kjarvalsstöðum. Svo er komin enn ein grafiksýning, að þessu sinni sovésk og er hún i Lista- safni A.S.Í. Ágústsson og Þorvald Skúlason. Myndir Eyborgar eru mjög ein- faldar að formi og sparlega farið með liti. Á sýningunni eru lika nokkrar optiskar myndir, þar sem samspil lita og forma villa auganu sýn og kyrrstæð myndin virðist öll vera á hreyfingu. Slik myndgerö hefur heldur ekki verið mikið stunduð af islenskum lista- mönnum, en Eyborg lærði i Frakklandi á sinum tima hjá Vasarely sem verið hefur i farar- broddi á þessu sviði myndlistar. Auk þessara tveggja myndgerða sýnir Eyborg nokkrar hreyfi- myndir, þar sem áhorfandinn eða vindstroka getur komið myndinni af stað. Þessar myndir skortir þó Innlegg í umræðuna Valgerður Bergsdóttir, sem teiknaði forsiðumynd blaðsins i dag, „Húsdýrið”, er ungur myndlistarmaður, sem stundaði nám i Myndlista- og handiöa- skóla tslands og siðan i Oslo. Hún er nú starfandi kennari við Myndlistarskólann og er mynd- in innlegg hennar i deilurnar um sjálfsforræði kvenna varðandi barneignir. Guðmundur frá Miðdal: Dyrfjöll allt fjaðurmagn optisku mynd- anna og má þar liklega um kenna óheppilegri efnismeðferð. Segja má að sterkasta hlið Eyborgar sé einfaldleikinn og nýtur hann sin i myndum eins og Triptique (no. 24). Eins og áður segir hafa hvorki optik né geómetria verið mikið Stundaðar hér á landi. Aftur á móti hafa þessar tvær liststefnur haft sterk áhrif á allt umhverfi okkar. Þau má sjá allt i kringum okkur, bæði i húsagerð, húsgögn- um og annarri hibýlaprýði, einnig i fatatisku og auglýsingagerð. Hér er einmitt gott dæmi um hvernig skyldar listgreinar eins og húsagerðarlist og svo hand- verksmenn tileinka sér og nota það sem myndlistin hefur fram að færa. Að Kjarvalsstöðum er sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Þar eru bæði oliu- og vatnslitamyndir, eirstungur, teikningar og höggmyndir, eða um 130 verk alls. Guðmundur lést ’63, tæpl. sjötugur að aldri. Hann stundaði myndlistarnám i Reykjavik, Kaupmannahöfn og Munchen og var mjög afkasta- mikill maður á mörgum sviðum. Hin margvislegu áhugamál hafa að likindum komið i veg fyrir að Guðmundur sökkti sér verulega um hans. Einnig skrifaði hann bækur — t.d. Fjallamenn — um öræfaferðir sinar og fleira. Náttúruathuganir hans komu að góðum notum þegar hann setti á fót fyrstu leirmunagerð á lslandi. Hann stofnaði Listvinahúsið og notaði þar við vinnsluna leir aust- an úr Holtum. Einnig gerði hann margar tilraunir með steypu á höggmyndum, og aðferðir til að gera islenskar steintegundir nógu harðar til þess að þær væru hent- ugar i þvi skyni. Þannig held ég t.d. að mynd hans af Sigurði mál- ara sé úr islenskum jaspis. Margt fleira mætti nefna af viðfangsefn- um Guðmundar. T.d. gerði hann teikningar að ýmsum gripum svo sem silfursmiði o.fl. Hann hafði lifandi áhuga á kvikmyndagerð og ljósmyndun. Nokkur verka hans eru á almannafæri hér i bænum og i nágrenninu, t.d. stytta við sumarbústað hans skammt frá Miðdal i Mosfells- sveit, rismyndin á bust Lands- spitaians og önnur á húsinu á horni Pósthús- og Austurstrætis, vindhaninn á Melaskólanum og loftið I Þjóðleikhúsinu. F’leiri mætti eflaust nefna, þvi ef’telja á upp áhugasvið Guðmundar er erfiðast að ákveða hvar upptaln- ingunni skuli ljúka. Sýningunni lýkur aftur á móti þann 24. Þar kannast vafalaust við ýmislegt úr Listvinahúsinu frá tið Guðmund- ar, þótt menn geri sér e.t.v. ekki grein fyrir hvaðan þessir gamal- kunnu gripir eru komnir. Bandarisku og frönsku grafik- sýningunum fer nú senn að Ijúka, og auk þess hefur enn eitt stór- veldið bæst i hópinn. t listasafni A.S.l. er þessa dagana grafik- myndasýning frá Sovétrikjunum, og verður hún aðeins opin til 23. mars. Þetta eru verk tæplega 40 myndlistarmanna, sem flestallir eru enn starfandi. Þeir beita fjöl- breyttri tækni, en það er nokkur galli að i sýningarskrá er ekki getið hvaða aðferðir eru notaðar við gerð myndanna. Þeir sem búast við hreinum sósialrealisma i hverri mynd verða fyrir vonbrigðum, en aftur á móti tók ég eftir atriði, sem mér finnst orðið næsta sjaldgæft i myndlist hér og i nágrannalönd- unum. Þetta voru myndir af iðn- aöarhverfum og verksmiðjum. þarsem höfundurinn tók ekki mið af mengun eða náttúruvernd. Nú eru þetta mál sem sovétmenn eins og aðrar iðnaðarþjóðir eiga i miklu striði við, ,en þeir sem þarna hafa rjúkandi strompa iðjuveranna að fyrirmvnd, nota hana til að sýna afl, athafnasemi og hreyfingu. Ekki eru þó allar „Sigur byltingarinnar” á sovésku grafíksýningunni niður i einhverja ákveðna list- grein, en samt hafði hann ómæl- anleg áhrif á islenska myndlist, listiðnað og reyndar á fleiri svið- um. Guðmundur var mikill náttúru- unnandi og sést það vel á mynd- eru eins og áður sagði mörg verk, og er henni snoturlega fyrir kom- ið, þótt verulega á skorti að hún sýni fjölbreytnina i lifsstarfi Guðmundar. Keramikmunir eru þar t.d. sárafáir, sem þó hefði verið gaman að sjá, þvi margir myndirnar i þessum dúr, þvi við- fangsefnin eru ekki siður marg- breytileg en prentaðferðir þær sém notaðar eru. Eins og áður segir stendur þessi sýning mjög stutt yfir og lýkur nú um helgina. Elisabet Gunnarsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.