Þjóðviljinn - 23.03.1975, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 23.03.1975, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1975. Bókmenntir Framhald af bls 8. dráttarlausa einkunn. En eru þær dæmi um einhverja ákveðna þró- un, tilhneigingu að minnsta kosti? Liklega. Islensk nútimaljóðagerð er mjög þjálfuð i að túlka ýmisleg einkamál og samskipti við nátt- úruna, þar stendur hverjum ný- liða til boða vel ræktaður mynd- heimur með greiðum, troðnum slóðum. Þeir nýliðar sem að ofan var getið eiga það hinsvegar sammerkt með mörgum öðrum, að þeir fást við einkum að pæla i veruleika mannlegs félags, póli- tiskum veruleika i allbreiðri merkingu og nota til þess fyrst og fremst staðreyndir mannheima, samfélags, með nokkurri tilvisun til sögu og bókmenntaminna. A.B. Ágúst Framhald af bls. 3. — Þetta eru bara kofar. Vegg- irnir eru úr leir, það er að segja leirteningum, sem búnir eru þannig til að vatni er hellt i leirinn, sem tekinn er úr jarð- veginum hvar sem er, og teningarnir siðan hnoðaðir. Og þökin eru úr strái. Menn virðast keppa að þvi að fá bárujárns þök á kofana, og er svo að sjá að þeir þyki meiri búmenn sem geta komið sér upp sliku þaki yfir höfuðið. Og einhver mesti lúxusinn hjá þeim er að geta veitt sér útvarp. Það sá maður viða i kofunum hjá þeim. — Hvernig eru lifskjörin? — Kaupgetan er ákaflega litil, kaupið lágt. Ég vissi að hámarks- kaup þjónanna, sem unnu á hótel- inu hjá Spies, var þrjú dallassi á dag, en dallassi er heitið, sem gambar hafa á mynt sinni. Eitt dallassi mun samsvara hundrað krónum islenskum, eða þar um bil. — Þú sagðir aðþeir væru mikið fyrir bárujárn i þvisa landi. — Já, og það sem mér fannst ljótast þarna voru þessar báru- járnsgirðingar, sem eru um allt. Þær eru : kringum hús, garða, akra og svo framvegis. Þeir rækta margt, ekki sist ávexti, og af trjágróðri ber mest á pálmum. Þeir eru mjög fimir að klifra upp i pálmana eftir hnetum, bregða utan um sig reipi og þjóta svo upp stofnana eins og elding. Allskonar hnetur eru þarna mikil fram- leiðslugrein, liklega sú mesta, og laukrækt hefur aukist mikið. En heldur eru jarðræktaraðferðirnar frumstæðar. Við sáum að þeir voru með trékvislar og spaða að pæla i matjurtagörðunum og börðu sundur leirkögglana með hnalli. Jarðvegurinn þarna er mjög leirborinn . Allt verra í Senegal — Komuð þið nokkuð til nágrannalandanna? — Já, við fórum suður yfir landamærin inn i Senegal, allt að landamærum Gineu-Bissá. I Senegal er franska opinberamál ;ið og eina Evrópumálið, sem fólk skilur eitthvað i þar. Mér fannst allt miklu fátæklegra þar en I Gambiu, vegirnir verri, og kofarnir sóðalegir og verri umgengni á allan hátt. Hús- búnaður i kofunum i Senegal var áberandi fátæklegri en i Gambiu. I Gambiu hafa menn yfirleitt góð rúm i kofunum, en i Senegal er viðast látið duga að liggja á strámottum, sem breiddar eru á gólfin. — Hvernig er höfuðborgin i Gambiu, Bathurst eöa Banjól? — Þar ægir saman nýja timanum og þeim gamla. Mikill hluti borgarinnar er kofar, en aðalgöturnar með meiri svip nýja timans, stærri byggingar og svo- leiðis. Skólahaldið virðist vera að komast i nokkuð gott horf i land- inu: að minnsta kosti sáum við að þeir voru að reisa bæði barna- og gagnfræðaskóla i Banjól. Það er að minnsta kosti gott miðað við ástandið i þeim málum sums- staðar annarsstaðar. Vegirnir eru heldur ekki sem verstir, að minnsta kosti miklu skárri en i Senegal, en þar eru þeir ennþá verri en'hjá okkur úti á landi. — Hvernig var landið, það sem þið sáuö af þvi? Allsstaðar skógur? — Allsstaðar skógur og slétt- lendi. Eyðimörk tekur við þegar maður kemur innar i landið, en við fórum ekki þangað. Ströndin er sandströnd, og sandurinn gulur, þó dekkri en á Sahara. Þar er sandurinn mjög ljós, heið- gulur. Það sá ég þegar flogið var yfir Spænsku Sahara. Verö fyrr étinn hér en þar — Hvernig var veðrið? — Það var stöðugt sólskin, eins og er alltaf þarna um þetta leyti. Regntiminn byrjar i mai og er þetta þrir til fjórir mánuðir. Mest rignir i júli og ágúst. Aðeins einn daginn, sem við vorum þarna, var himinn dálitið skýjaður fram að hádegi, og þegar létti til varð það langheitasti dagurinn. Þá fór hitinn upp i þrjátiu stig. Annars var hitinn heldur jafn, tuttugu og sjö-átta stig á daginn. — Og þér var ekki ómótt? — Ég læt það allt vera, það gerði golan frá hafinu. Ég man að okkur þótti svalt úti við hafið, þegar við komum út að þvi innan úr landi. Inni i skóginum er miklu heitara og enginn kaldi. — En er skógurinn ekki svo hár og þéttur að þar inni sé dimmt og svalt? — Nei, hann er óviða svo hávaxinn. Þarna er geysimikið um pálma, en þeir vaxa ekki mjög þétt. — Hvað kom þér mest á óvart? — Mér kom mest á óvart fólkið. Aður en ég fór var margbúið að segja við mig: þú verður étinn. En ég segi það, að ég hugsa að ég verði fyrr étinn hérna heima hjá okkur en þarna i Gambiu. Þetta er ósköp elskulegt og vingjarnlegt fólk, og ekkert ómyndarlegt. Þegar maður kemur til Senegals, sér maður að þar er strax annar kynstofn, fólkið mikið ófriðara og ekki nærri eins snyrtilegt. Gangverðið á óspjölluðum meyjum Nú, svo voru auðvitað ýmsir siðir, sem komu okkur ókunnug lega fyrir sjónir. Nú er kvenna- ár, en ég er nú hræddur um að það sé litið kvennaár i henni Gambiu eða þar suður frá. Konur eru þarna ennþá keyptar eins og hver önnur eign og ákveðið verðlag á þeim eins og öðru. Algengasta verðið á óspjölluðum meyjum er þetta tvö hundruð dallassi, eða tuttugu þúsund krónur, og hafi menn ekki peninga handbæra, er hægt að borga með nautgripum. Nautpeningur er kannski öllu algengari gjaldmiðill i landinu en peningar. — Er það helsti búpeningurinn þarna? — Aðallega nautgripir, fátt af hinu það sem maður sá, bæði svinum, kindum og geitum, en hinsvegar var þarna allsstaðar mikið af hænsnum. Ég veit ekki hvort þeir nytja nautpeninginn mikið til mjólkur: kálfarnir ganga mikið undir. En þeir ala nautgripina til slátrunar og hafa þá mikið til dráttar, það er að segja nautin. Búpeningurinn þarna er talsvert ólikur okkar gripum, nautgripaky nið smávaxið, ullin á sauðfénu tog- laus og dindillinn mjór og langur. En eitt er likt með þeim og okk- kindum: jarmurinn. Röddin þeirra er sú sama, hvort heldur er á tslandi eða I Gambiu. Konur vegamálastjórans — Svo við höldum áfram að tala um kvenfólkið, af tilefni kvennaársins. Tiðkast fjölkvæni? — Við heimsóttum þarna einn höfðingja, vegarnálastjóra Gambiu. Sonur hans var leið- sögumaður hjá okkur, og hann bauð okkur svo heim til sin. Þetta er stórt og myndarlegt hús. Vega- málastjórinr. á tvær konur, og þegar við komum heim að húsinu, sátu þær fyrir dyrum úti og voru að greiða hvor annarri. Samkomulagið sýndist sem sagt vera hið ágætasta. En það sem mér fannst frumstæðast af öllu á þeim bæ var eldhúsið. Það var ekkert annað en þrir steinar á miðju gólfi, pottar tveir og svo- litill kubbahlaði. Hlóðaeldhús sem sagt. Við vórum að segja það okkar á milli á eftir, islending- arnir, að eldhúsinnréttingin hjá vegamálastjóranum okkar, hún hlyti nú að vera eitthvað veglegri en þetta. Að öðru leyti var húsið sæmi- lega búið og rúmgott. Og rúmin voru góð. Það mun vera siður þarna að þegar þú eignast konu, áttu að gera það sem þú getur til að gefa henni gott rúm. Það er mikið lagt upp úr þvi, og skiptir minna máli þótt allt annað vanti. Þetta var geysimikið hús og stór garður i kring, girtur með málmi úr tunnum utan af malbiki, sem höfðu verið flattar út. „Fast þeir sóttu sjóinn...” — Stunda menn ekki sjóinn þarna við ströndina? — Jú, fiskveiðar eru þar mikill atvinnuvegur og fiskur mikil- vægur liður i fæði fólks. Þetta er allt annar fiskur en við þekkjum, en algengasta tegundin er ekki ólik keilu. Annar fiskur þarna er töluvert likur laxi, og er hann helmingi dýrari en nokkur annar fiskur. Yfirleitt er fiskurinn smár, og hræddur er ég um að trillukörlunum okkar hefði þótt aflinn litill. Fiskimennirnir þóttust góðir ef þeir fengu fimm dallassi fyrir dagsaflann. Það mundu vera eitthvað fimm hundruð krónur islenskar. Bátarnir eru trjástofnar, sem holaðir eru innan og svo bætt einum — tveimur borðum ofan á. Yfirleitt róa þeir einir á báti og aðeins einstaka maður var orðinn svo stöndugur að hann hefði fengið sér utanborðsmótor. Ára- lagið hjá þeim er lika allt öðruvisi en hjá okkur, þvi að þeir róa með einni ár, paðla eins og indiánar. Þeir hafa lika segl, en fara yfir- leitt ekki langt út, sjaldan lengra en svo að þeir séu i sjónmáli frá landi. Veiðarfærin eru nær ein- göngu handfæri, nema hvað stærri bátarnir eru með net. — Hvernig er verðlagið? — Allt innflutt er dýrt þarna mjög, iðnaður enginn, eða varla hægt að segja að landsmenn séu komnir af heimilisiðnaðarstiginu. Ég kom á nokkuð stórt verkstæði i Banjól, þar sem þeir voru með ýmsan iðnað, bjuggu til töskur úr krókódilaskinni og veski úr slönguskinni. Þeir sátu þar við vinnuna uppi á borðunum, innan um allt draslið. Voru bara með nálar og önnur handverkfæri. Við komum i bátasmiðastöð i Banjól, þar sem þeir smiða bátana, sem notaðir eru við fiskveiðarnar. Þar bjuggu þeir þetta til með öxum og höfðu ekki önnur verkfæri, svo teljandi sé. — Kynntust þið eitthvað skemmtanalifi landsmanna? — Við sáum sitt af hverju af þvi. Við komum til dæmis á stað i Senegal, þar sem einhver hátið var að hefjast. Þeir voru nýbúnir að skera belju i hátiðamatinn og dönsuðu kringum nýskorinn skrokkinn við undirleik á ásláttarhljóðfæri og trumbur aðallega. Ég var mest hissa á þvi hve takturinn var fastur. Það var enginn hávaði út I loftið. Þetta virtist nokkuð skylt nýjustu döns- unum hér norður frá. — Hvernig komu þér lifskjör almennings fyrir sjónir? — Það er alveg ákveðið ein stétt, sem hefur stórkostlega bætt sinn hag með vaxandi túrisma, en það eru gleðikonurnar. En af vinnandi stéttum held ég að þær séu þær einu, sem fengið hafa ein- hverjar kjarabætur þar I landi. Hinsvegar er áberandi munur á kjörum yfirstéttarinnar, stjórn- arembættismanna og þessháttar pótintáta, og alþýðunnar. Embættismennirnir eiga lúxus- bila og tvær eða þrjár konur, en almúgamenn mega þakka fyrir ef þeir eiga fyrir einni. —db Útvarpserindi Framhald af bls. 9. um þessi efni langt aftur i timann bæöi hér innanlands og erlendis. Greinargerð hennar með frum- varpinu er rúmlega 250 blaðsiðna verk, og eru i henni ágrip af inn- lendri og erlendri löggjöf um samsvarandi mál, ásamt töflum, | linuritum og niðurstöðum úr rannsóknum nefndarinnar. Þetta rit var gefið út af heilbrigðisráðu- neytinu 1973 og ætti að vera auð- velt fyrir þá, sem vilja kynna sér þetta mál, að nálgast ritið þar. Engin umræða um breytingarnar Með tilliti til mikilvægis frum- varpsins var það óneitanlega slæmt, að alþingi skyldi ekki ljúka afgreiðslu þess á liðnu ári, en verra er til þess að vita, að nú er frumvarpið að rúlla steinþegj- andi og hljóðalaust gegnum þing- ið, eftir að gerðar hafa verið á þvi stórfelldar breytingar. Um þær breytingar hefur engin opinber umræða farið fram, og ó- neitanlega læðist að manni sá grunur, að það sé með ráðum gert, I þeim tilgangi að vekja ekki upp á ný þá ólgu, sem menn muna eftir frá fyrri umræðunni. Vissulega hefur vindinn hægt og öldur stillt á þessu rúma ári sem liðið er frá þvi að þessi mál voru I brennidepli hér, og þvi hafa kannski loks skapast þær aðstæð- ur, að unnt sé að hefja þá umræðu að nýju, og það af meiri skynsemi og raunsæi en þá fyrri. Enda er ekki seinna vænna, þvi vel má búast við þvi að endanleg afgreiðsla alþingis fari fram nú á næstu vikum. Ég vil nú gera stuttlega grein fyrir þeim breytingum sem gerð- ar hafa verið á upphaflega frum- varpinu og ég tel mikla afturför og skaðlega. I fyrsta lagi hlýtur sú breyting að teljast veigamikil, að kynferð- isfræðsla i skólum er tekin út úr almennu námsefni i heilsufræði og liffræði og falin skólalækni ein- um. Markmiðið hlýtur að vera að slik fræðsla, sem er varnaðar- starf fyrst og fremst, nái til sem flestra. Kynlíf er enginn sjúk- dómur, sem læknar einir geta leiðbeint um. Aðrir starfshópar, svo sem ljósmæður, hjúkrunar- fólk, félagsráðgjafar og kennarar eru fullfærir um að veita fræðslu i þessum efnum. Þessi breyting sýnir vanmat á hæfni kennara til að annast almenna fræðslu I skól- um landsins og er furðuleg af- staða. Annað breytingaratriði, sem ég vil taka til varðar fóstureyðingar og ákvarðanarétt varðandi slikar aðgerðir, en það var, eins og menn muna mesta deiluefnið I umræðunni fyrir ári. Sú breyting hefur sem sagt ver- iö gerð, að I fyrsta lagi skuli kon- an sjálf enga ákvörðun mega taka varðandi fóstureyðingu. Það ákvörðunarvald á að liggja hjá 2 læknum, eða lækni og félagsráð- gjafa. Samþykki alþingi þessa breytingu á 9. grein upphaflega frumvarpsins, þýðir það i' raun ó- breytt ástand i fóstureyðingamál- um hérlendis. Kona, sem þarf á slikri aðgerð að halda, og ein hlýtur að taka afleiðingunum af, á enn sem fyrr að eiga allt sitt að Sækja undir almætti embættis- manna. Þar að auki er i þessum nýja búningi laganna enn einni eða raunar tveimur embættismanna- nefndum skotið inn i þessa á- kvarðanatöku. Sú fyrri er stjórn sjúkrahúss. Gert er ráð fyrir, að sjúkrahússtjórn geti neitað að framkvæma fóstureyðingu, jafn- vel þótt leyfi tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa liggi fyrir. Skal þá ekkert annað sjúkrahús mega framkvæma að- gerðina, nema að undangengnum úrskurði sérskipaðrar nefndar, sem slik mál annist. Hér á sem sagt, að bæta gráu ofan á svart og stiga skrefin aft- urábak. Afram skal ákvörðunar- takan i þessum þýðingarmiklu málum heyra embættismanna- kerfinu til. En hver á að bera á- byrgðina, ef embættismennirnir sinna ekki starfsskyldum sinum, eins og dæmin sanna? Hver á að taka afleiðingunum? Auðvitað konan, og enginn nema konan. Krafa samtfmans er sú, að á- kvörðunin sé hjá þeim, sem á- byrgðina hefur, og afleiðingunum tekur, hjá konunni sjálfri I þessu tileflli. Það er um þetta, sem málið snýst. Hér er ekki um það að ræða, hvort fóstureyðingar skuli leyfðar og framkvæmdar á lög- legan hátt við bestu heilbrigðis- skilyrði. Slikt hefur þegar verið I lögum frá árinu 1935. Hér er um það eitt að ræða hver skuli taka á- kvörðun um framkvæmd slikrar aðgerðar. Þess vegna Krefjumst við konur þess, að 9. grein upphaflega frumvarpsins standi óbreytt, en þar segir, að kona skuli sjálfráð um það innan 12 vikna meðgöngu, hvort hún gengst undir löglega fóstureyðingaraðgerð eða ekki. Það er siðleysi af öðrum, hvort heldur eru læknar, prestar, eða félagsráðgjafar að krefjast þess að fá að taka slikar ákvarðanir fyrir konu. Samkvæmt islenskum lögum er hver islenskur þegn sjálfráða við 16 ára aldur. Þar er engin undan- tekning gerð um konur, heldur ekki vanfærar konur. Við krefjumst þess, að kona, sem telur sig þarfnast fórtureyð- ingar, skuli leita læknis og tjá honum vilja sinn og vanda. Einn- ig skal hún eiga viðtal við félags- ráðgjafa eða sálfræðing. Þessir embættismenn eiga samkvæmt upphaflega frumvarpinu að gera konunni ljósa þá áhættu og eftir- köst, bæði likamleg og andleg, sem slikri aðgerð fylgja. Þeir eiga einnig að veita konunni upp- lýsingar um alla þá aðstoð, sem hún félagslega getur fengið, til þess að eiga sitt barn og verða þvi móðir. Þvi góðir hlustendur, við konur viljum ekki meira af ólöglegum og hættulegum fóstureyðingum. Það er ekkert launungarmál, að slikar aðgerðir hafa verið fram- kvæmdar hér á landi árum sam- an. íslenskar konur eru þó svo heppnar, að venjulega eru það læknar, sem slikar aðgerðir framkvæma, en ekki kuklarar eins og algengt er erlendk. Samt sem áður, er slik. aðgerð stórhættuleg, og þeim mun frem- ur sem hún á undanförnum árum hefur verið fólgin i þvi einu að framkalla fósturlát. Þær eru ekki ófáar Islensku konurnar, sem beðið hafa milli vonar og ótta dögum saman, fyrst eftir þvi hvort tfðir hæfust, siðan eftir úrskurði læknis, og svo að lokum hefst pislarganga þessara kvenna, sem niðurbrotnar ganga manna á milli, betlandi um að- stoð og bjóðandi fé, sem þær verða kannski að kosta öðru eins til að útvega sér. En afleiðingar þess, ef eitthvað ber út af, eru hrikalegar. Þvi að ef eitthvað ber út af eftir ólöglegt athæfi, þorir konan ekki að leita læknis, jafnvel ekki þess læknis sem aðgerðina framkvæmdi. Fremur liggur hún I rúminu eða pinir sig til að sinna starfa sínum, allt þar til hún dettur niður, — meðvitundarlaus af blóðleysi og þá fyrst fer hún á sjúkrahús, en i sjúkrabil i þetta skipti. Þaö er heldur ekkert laun- ungarmál að slikum aðgerðum hefur fækkað hér á landi á undan- fömum árum vegna þess hversu hættulegar og torsóttar þær eru, en einkum vegna þess, hversu auðvelt það er fyrir konu að fá löglega fóstureyðingu fram- kvæmda erlendis, — með einu skilyrði þó, — að hún hafi næga peninga. Konur hafa alltaf sjálfar tekið ákvörðun um ólöglega fóstureyð- ingu, og munu alltaf gera. Það er aðeins, ef aðgerðin er lögleg og framkvæmd á hættuminni hátt, sem konan skal ekki fá að hafa á- kvörðunarvaldið, — en ábyrgðina hefur h> n alltaf haft og mun alltaf hafa. Fóstureyðing er neyðarúrræði sérhverrar konu. Slikt gerir engin kona að gamni sinu. Þetta vitum viö konur manna best, og þvi ekki að láta það heyrast? Heimildir: Lög nr. 38 1935 Lög nr. 16 1938. Rit Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins nr. 4 1973, Fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir, nefndarálit, greinargerð og frumvarp til nýrra laga, lagt fram á alþingi 1973. Frv. til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barn- eignir, fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir ásamt greinargerð um efni frv. og breytingar frá upphaflegri gerð, lagt fram á al- þingi 1974. Dómur hæstaréttar frá 26. feb. 1975 i máli nr. 37 1973: Stjórnar- nefnd rikisspitalanna, heilbrigð- ismálaráðherra og fjármálaráð- herra fh. rikissjóðs gegn hjónun- um K. og M. sjálfum vegna ólög- ráða sonar þeirra. S. Sérálit Einars Arnalds hæsta- réttardómara.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.