Þjóðviljinn - 16.11.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvembcr 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR 360 vandarhögg: við vitum hvaða refsingum þeir sættu, um mataræði þeirra.... Haustskip heitir bók eftir Björn Th. Björnsson sem var að koma út i vikunni. Hún er kölluð heim- ildasaga og er það réttnefni: þar er eftir heimildum sögð mikil saga af fjölda fólks sem lenti i grimmdarlegri og um leið duttl- ungafullri kvörn réttvisinnar á Islandi um miðja átjándu öld. Lesanda er boðið upp á að vera viðstaddur þegar strangir dómar eru kveðnir upp yfir snauðum mönnum, einatt fyrir smáhnupl eða óæskilegar barnaeignir, hann sér þá brennimerkta, einstaka sinnum klipna með glóandi töng- um, stundum hengda hér heima. Eða þá hann fylgist með þvi hvernig sýslumenn koma þeim með erfiðismunum til flutnings á Islandsskipum með sifelldu pexi við kaupmenn og krúnuna hver eigi að borga reikninginn. Við sjáum þá koma til Hafnar þar sem þeir eru hýddir og settir i Stokkhúsið eða önnur fangelsi, fylgjumst með þeim i slaverii þvi sem oftast lauk með skjótum við- skiinaði við djöfullega æfi. Timi sögunnar er 1745—1763, en þá eru tólf islenskir refsifangar leystir úr haldi i Kaupmannahöfn og sendir til Finnmerkur, eins og siðar mun að vikið. Um þetta fólk hefur Björn Th Björnsson safnað heimildum af mikilli kostgæfni og mun hafa fundið margt sem aðrir hafa látið sér sjást yfir. Hann gerir sögu úr heimildum þessum, visar óspart til þeirra, tengir saman, gerir og af þeim aldarfarslýsingu og tekur sér öðru hvoru skáldaleyfi, en þó langmest innan ramma þess sem skjöl leyfa. Hann hefur og við gerð bókarinnar bersýnilega mjög hugann viö hinar æsilegu þverstæður timans — annarsveg- ar mannleg eymd eins og mest má vera, hinsvegar sjálfbirging- ur munaðar og valdhroka. Týnda þjóöin I viðtali við höfundinn var fyrst vikið að þeim kafla bókarinnar sem heitir „þjóðin týnda” — þar er frá þvi skýrt, að þessi mikli fjöldi islenskra manna og kvenna sem dæmdur er til þrælkunar i fangelsum Kaupmannahafnar (oftast ævilangt) hafi einhvern- veginn horfið úr sjónmáli jafnt sem áhyggju bæði fræðimanna, islenskra stúdenta og annarra samtiðarmanna þrælanna i Höfn, og svo þeirra sýslumanna, sem vissu varla hvert þeir voru að dæma fólkið, þvi þeirhéldu áfram að senda það á „Brimarhólm” löngu eftir að það fangelsi var niður lagt. — Já, hér er um svo marga menn að ræða, segir Björn, — að þeir gætu hæglega verið forfeður allra islendinga sem nú lifa. En ef ég fer i þessar vönduðu ættartölur og æviskrár sem við eigum fullt af, þá er það hrein undantekning ef ég finn þessa menn eða börn þeirra, enda þótt ljóst sé af skjöl- um að margir þeirra hafa skilið eftir sig heima barnahóp. bað er eins liklegt að börn séu rangt feðruð i þessum persónufræðum en að það sé viðurkennt, að ein- hver af þessari týndu þjóð sé ætt- faðir eins eða neins. Sunnevubróöir í Finnmörku — Hvernig stóð á þvi að þú fórst að leita að þessu týnda fólki? — Islendingar voru mjög fá- menn þjóð á 18. öld, fámennari en þeir oftast voru, fyrr og siðar og hver einstaklingur meiri stærð en með öðrum þjóðum eða hjá okkur nú. begar ég svo rekst á allstóran hóp af islendingum, sem áttu stórar fjölskyldur, 7—9 börn, og eyða ævi sinni i útlegð á Varang- urskaga á Finnmörk, þá er hug- myndaflug manns vakið, forvitni um uppruna og afdrif. Ég get skotið þvi hér inn, að menn hafa skrifað um Jón Sunnevubróður á fleiri ritum en talin verði, og allir hafa talið hann bera beinin á Skriðuklaustri. En það er ekki nema von að forvitnin hressist vel, þegar ég rekst á þennan fræga mann sem gildan bónda i Laxafirði á Finnmörku. Svo er annað. Rokokotiminn i Evrópu, þessi flögrandi still borg- ara og hirða, hann stendur i svo undarlegri þverstæðu við þessa miklu harmsögu sem þarna ger- ist. Og þetta var ekki bara harm- saga einstaklinga heldur er til hennar að sækja einhverja sann- Réttarfariö var útrýmingaraöferð asta birtu sem varpað verður yfir sögu islendinga á átjándu öld. Dæma sem flesta Meðal ráðandi manna eru þá tvær stefnur á ferð. Annarsvegar standa upplýstir mannúðar- stefnumenn eins og Skúli fógeti og Magnús Gislason amtmaður. Þeir eiga svo i höggi við sýslu- menn, sem sýnast vera einhver ihaldssamasti lýður i Evrópu. Þeir fá reyndar oft áminningu frá dönskum yfirvöldum fyrir harð- fylgi við fátæklinga. — Já, ég sé að þeir koma mönn- um i þrælkun fyrir að hafa brugð- ið sér upp á hest smáspöl eða veiða nokkra fiska með færi ann- ars manns. Hvernig stóð á þess- ari hörku? — Kerfið var þannig, að sýslu- menn keyptu af konungi sakeyri fyrir ákveðna upphæð. Með þvi að borga hann fengu þeir i sinn hlut það sem inn kom við upptekt búa og i sektum. Það er því beint hagsmunamál þeirra að dæma sem flesta. — En nú eiga sýslumenn i enda- lausu striði við dönsku kaup- mennina um flutning á föngunum til Danmerkur. — Já, ef þeir komu ekki föngun- um út, þá fengu þeir ekki sakeyr- inn. Þetta var mikill höfuðverkur, sýslumenn eins og beiningamenn i hverri höfn að reyna að koma föngunum af sér, en enginn reiðu- búinn til að borga farið fyrir þá. Þessar aðstæður urðu lika til að efla duttlungasemi i réttvisi: sá sem framdi smáþjófnað rétt áður en haustskip fóru gat búist vi ævi- langri þrælkun — en ef einhver var tekinn fyrir sama skömmu eftir að skip fóru, gat vel svo farið að han'n slyppi með húðlát — til þess að ekki þyrfti að ala fangann um veturinn. Stéttastríð Réttarkerfið leit ekki sem verst út — það var i fimm stigum: heimaréttur, lögþing við öxará, yfirréttur á sama staö, hæstirétt- ur i Kaupmannahöfn og svo kon- ungur sjálfur, sem alloft lætur til sin taka i einveldisþjóðfélagi. En eitt er réttarkerfi og réttarfar annað. Það er af öllu augljóst, hve þessara þræla er ættfaðir neins, þctta er þjóöin týnda. Árni Bergmann ræðir við Björn Th. Björnsson um bókina Haustskip — og vanræktan kapitula þjóðsögunnar mönnum er mismunað eftir þvi hvaða stétt þeir standa. Réttar- farið er tæki i stéttastriði sem háð er milli jarðeigendastéttar, sem verður að bera framfærslukostn- að af þeim sem fara á vergang og þeirra sem búfestulausir eru. Þegar sýslumenn eins og Brynjólfur Sigurðsson i Hjálm- hoiti getur ekki komið lögum yfir nógu marga, þá reynir hann að hreinsa sýsluna með þvi að smala snauðum mönnum i danska her- inn. Þegar valdsmönnum þykir réttarfarið orðið of dýrt og svifa- seintfyrir sig, þá taka sýslumenn sig saman á alþingi 1757 og semja auðmjúklegt bænarskjal til kon- ungs um að þeim sé leyft að hengja sakamenn án frekari um- svifa. Maður hefur það á tilfinning- unni að Island þeirra tima sé eins og að springa utan af sér. Ef að Móðuharðindin hefðu ekki komið á eftir þá hefði mjög fjölgað i stétt búfestulausra manna, hvort sem það hefði leitt til þess að þéttbýli þróaðist fyrr en ella eða til ein- hverra annarra hræringa. Fólk í loftinu — Þú segir á einum stað i bók- inni: „Það er sameiginlegt sagn- fræðirannsóknum islendinga, að lita á forvera sina i landinu sem likamslausar verur, einhverskon- ar skugga sem svifa fram og aft- ur um svið sögunnar. Aldrei er að þvi ýjað hvað þær éti, i hvað þær klæðist, við hvað þær sofi eða hvar þær hægi sér”. Má lita á þessi ummæli eins og stefnuyfir- jýsingu um að þú viljir breyta til? — Þvi ekki það. I þessari sögu eru tveir meginpólar, Þingvellir og Stokkhúsið (sem menn kölluðu Brimarhólm). Báðir þessir pólar eru eiginlega óútskýrðir i is- lenskri sögu. Ég á við að menn hafa ekki gluggað i daglegan rekstur danskra fangelsa, aðbún- að fanganna, verk sem þeim voru fengin. Eða hvernig daglegt lif er á Þingvöllum þessar sumarvikur þegar helstu valdsmenn landsins koma þar saman og þeirra delin- kventar, hvernig búa þeir, hvað éta þeir, hvar eru fangarnir, hvernig fúngerar þessi makalausi hraunrass? Ég reyni að komast út úr þessari svifandi söguskoðun sem aldrei kemst ofan á jörðina, finna hold og grjót undir mann- skapnum. Láta ekki atburði ger- ast i tómarúmi, heldur finna þeim stað, sviðsetja þá með einskonar þjóðlifstjöldum á bak við. Þræll og marskálksfrú — Hvað um lif þrælanna? — Þeir skiptust i tvær aðgreind- ar tegundir, ærlega og ærulausa. Siðarnefndir þræluðu i virkjum eða verksmiðjum konungs, en ær- legir voru leigðir út heldra fólki til allskonar verka. Það er sá hóp- urinn sem kemst i samband við danska heldristétt, þvi aðeins gat hún tekið svona menn upp á sina arma. Þarna fæ ég Guðmund Panteleonsson (sem gekk til starfa hjá von Numsen marskálki og Björn lætur halda óspart við marskálksfrúna). Þessi maður hefur sltemmt mér vel. Ég passa mig á að láta hann aldrei segja orð, til að halda honum sem dálit- ið óæðri persónu. Milli þess að hann sé sjálfviljugur leiksoppur og hálfgert fifl, eða þá rólegheita- maður, sem veit, að öll örlög eru betri en þau sem hann hverfur frá. Einkaerfingi Kóngsbakkans hékk dauður I staginu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.