Þjóðviljinn - 16.11.1975, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvember 1975.
Leiöbeiningar
Stafirnir mynda islensk
orð eða mjög kunnugleg
erlend heiti, hvort sem
lesið er lárétt eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt
númer og galdurinn við'
lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt
< orð er gefið og á það að
vera næg hjálp, þvi að
með þvi eru gefnir stafir i
allmörgum öðrum orð-
um. Það eru þvi eðlileg-
ustu vinnuþrögðin að
setja þessa stafi hvern i
sinn reit eftir þvi sem töl-
urnar segja til um. Einnig
er rétt að taka fram, að i
þessari krossgátu er
gerður skýr greinarmun-
ur á grönnum séfhljóða
og breiðum, t.d. getur a
aldrei komið i stað á og
öfugt.
/ 2 3~ 7 S~ b 7 8 Qp 9 10 ii 1/ 2 12 b 13 8
H W 18 /6 17 5" 13 18 7 V /9 10 y is- 12 18 7
3 20 9 II 7 2/ 1/ 22 23 23 <? 8 /9 21 7 21
7 V // 2 21 21 7 V II <3? /9 2 12 21 19 8
ZS- ? 17 21 /6 18 18 2 12 QP 12 /9 2 <2. 18 18
8 10 12 ý V II 2é 12 7 17 w s <? 5- 18 9 2 1/
H 12 /6 17 9 27 7 12 V 1 10 21 7 V 18 /9 V II
IZ V V /9 II 7 12 V ? 2 9 7 r 12 12 2b 7
£T 28 22 // 2 17 W (s> 29 12 8 7 12 3 2 12 V
"L "0 % V 2 0? sr 16, 8 V /9 12 V 30 12 20 5*
7 2V- y 2/ 7 17 31 n 7 S2. r 10 17 /? !6> S2 12 /9
II"
¥• is u &
Verölaun fyrir krossgátu nr. 4 og 5
Setjið rétta bókstafi i reitina
neðan við krossgátuna. Þeir
mynda þá nafn á borg i
Evrópu. Sendið þetta nafn
sem lausn á krossgátunni til
afgreiðslu Þjóðviljans, Skóla-
vörðustig 19, merkt „verð-
launakrossgáta 8”. Skilafrest-
ur er hálfur mánuður.
Dregið verður úr réttum
lausnum, og hlýtur útdregið
nafn bókarverðlaun, sem að
þessu sinni er bókin Norræn
ljóð 1939-1969.
í bókinni eru ljóð 40 skálda
frá Danmörku, Noregi,
Sviþjóð og Finnlandi. Hannes
Sigfússon þýddi ljóðin, og
skrifar hann einnig inngang að
bókinni.
Dregiö hefur verið úr
lausnum verðlaunakross-
gátu nr. 4, sem birtist 19.
okt., og kom upp nafn
Aðalgeirs Hallgrímsson-
ar, AAeðalbraut 12, Kópa-
vogi. Verðlaun eru III.
hefti leikrita eftir
William Shakespeare.
Einnig hefur verið
dregið úr lausnum verð-
launakrossgátu nr. 5. sem
birtist 26. okt. og þá kom
upp nafn Katrínar
Kristinsdóttur, Háaleitis-
braut 44, Reykjavík.
Verðlaunin eru bókin
Náttúrlegir hlutir eftir
Wilhelm H. Westphal.
Verðlaunahaf ar eru
beðnir að vitja bókanna
til ritstjórnar Þjóðvilj-
ans.
Kynlifssenurnar i 1900 eru sagðar slá öllu við.
Bartoluccoi um kvikmynd sína 1900:
„Hún er mér
lífið sjálft’’
ítalía 1945. Heimsstyrj-
öldinni síðari er lokið,
AAussolini sigraður og
skæruliðarnir, sem börðust
gegn honum, hætta sér út
úr hellum sinum. Tötrum
klæddir, hungraðir, órak-
aðir, vopnaðir, leiðandi
með sér börn og með asna
til áburðar leita nokkrir
skæruliðar á náðir
hræddra smábænda og
biðja um þak yfir höfuðið,
ost, brauð og mjólk. En
bónum þeirra er seinlega
tekið.
Þetta er ein senan úr kvik-
myndinni 1900, sem einn frægasti
kvikmyndahöfundur itala nú,
Bernardo Bertolucci, 34 ára, er að
gera. Hann byrjaði sem ljóðskáld
og kvikmyndagagnrýnandi og
hefur nú einsett sér að endurreisa
kvikmyndagerð lands sins úr
þeirri niðurlægingu, sem mörg-
um finnst hún komin i. 1 kvik-
myndum itala hefur undanfarið
gætt mikils ruddaskapar i vestra-
stil og lýsinga á kynferðislegum
öfuguggahætti.
Bertolucci er eindreginn sósial-
isti og meðlimur i Kommúnista-
flokki ítaliu. Hann hefur þegar
gert fimm kvikmyndir, þar á
1 kvikmyndinni 1900 er enginn hörgull á bardögum, enda áttu ítalir I tveimur heimsstyrjöldum á þvi
timabili er hún nær yfir.
Bertolucci — hefur ekki hugmynd
um hvcnær hann verður búinn.
meðal Fyrir byltinguna og Villan
mikla og hlotið fyrir lof gagnrýn-
enda og verðlaun á kvikmynda-
hátiðum. Frægust mynda hans til
þessa hefur þó orðið Siðasti tangó
i Paris, sem i Bandarikjunum
einum hefur verið sýnd fyrir
fimmtán miljónir dollara. Sigur-
för þeirrar myndar átti mesta
þáttinn i þvi, að þrjú stórfyrirtæki
i kvikmyndum, Paramount,
Centfox og United Artists lögðu
saman til að gera Bartolucci fært
að gera mestu mynd, sem til
þessa hefði verið tekin i Evrópu.
Sú mynd er 1900. Hún er fjöl-
Burt Lancaster leikur stórjarð-
eiganda.
skyldusaga, og inn i hana felldir
ýmsir þættir úr sögu þessarar
aldar.
Bertolucci hefur notað sér til
hins ýtrasta hve rúmar hendur
hann hefur til gerðar myndarinn-
ar. Hann var tvö ár að skrifa
kvikmyndahandritið. Eitt ár var
hann á ferðalagi um heiminn til
að velja menn i hlutverkin. Svo
settist hann að á landssetri ná-
lægt Parma, lét sauma um 2000
leikbúninga og hófst svo handa
við töku myndarinnar i lok siðast-
liðins árs.
Myndin er öðrum þræði sagan
af lifshlaupi tveggja manna, sem
fæðast báðir sama daginn árið
1900. Á milli þeirra rikir gagn-
kvæmur skilningur. Þeir eru
bóndasonurinn Olmo og Alfredo,
sonur stórjarðeiganda. Alfredo
(leikinn af óskarsverðlaunahaf-
anum Robert de Niro) verður
þegar liður fram á öldina kapital-
isti með fasistiskar tilhneigingar.
Olmo (leikinn af Gerard Depar-
dieu) hefur samúð með þeim,
sem misrétti sæta og verður
sósialisti.
Hvorum þeirra um sig er vel til
hins, en að lokum standa þeir þó
algerlega á öndverðum meiði.
Af öðrum stjörnum, sem i
myndinni leika, má nefna Burt
Lancaster og Sterling Hayden. 1
henni eru kynlifssenur, sem sagð-
ar eru slá við öllu af þvi tagi, er til
þessa hafi sést i kvikmynd. En
Bertolucci hefur raunar áskilið
sér rétt til að klippa þær úr, ef
honum sýnist svo. Hann segist
enn ekki hafa hugnynd um, hve
löng myndin verði, hvað hún kosti
og hvenær hann verði búinn með
hana. ,,Ég veit aðeins að þessi
kvikmynd er mér sjálft iifið.”
segir hann.