Þjóðviljinn - 16.11.1975, Qupperneq 15
Sunnudagur 16. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Umsjón: Halldór Andrésson
•OKKAItÓT
ÞOKKABÓT:
Bætiflákar
11
11
(Steinar h.f. /003)
Þokkabót er hér með aðra
breiðskifu sina, „Bætiflákar”.
Þcssi plata er önnur plata
þeirra félaga og heyra mátti
strax við fyrstu heyrn að þeim
hefur farið mikið fram. Allur
hljóðfæraleikur er góöur, klari-
nettið, vibrafónn Reynis
Sigurðssonar og kassagitararn-
ir, og söngur allur er mjög skýr
og góður. Tónlistin er ein af
þessum sem vinna á við hverja
yfirferð og textar eru allir mjög
góðir.
Platan er i heild nokkuð jözz-
uð og er órafmögnuð að mestu,
og er að þessu tvennu nokkuð
keimlik væntanlegri breiðskifu
Spilverks þjóðanna.
Upptakan er mjög góð og
hljóðblöndun lika, eiginlega er
það eina sem er neikvætt að
minu mati hulstrið. Það minnir
einna helst á ódýrar gamlar
kántri plötur, eins og svo mörg
önnur islensk hulstur.
Hlið eitt nefnist „flugvélar”
eftir fyrsta laginu á hliðinni. A
þessari hlið er safn stuttra laga
frumsamið og aðfengið. A hlið
tvö er svo fyrsta (að þvi er mig
minnir) heilsteypta poppverkið
sem nefnist „Sólarhringurinn”.
Flugvélar
Flugvélar, (Halldór Gunnars-
son/Hannes Pétursson), fyrsta
lagið er það lag sem maður
gripur fyrst á þessari plötu af
frumsömdu efni. Lagið er gull-
fallegt og einfalt, textinn ó-
venjulegur og góður, eftir
Hannes Pétursson.
I)ufl og dans (Donovan/Val-
geir Sigurðsson). Reyndar er
hvorki lagið né textinn eftir
Donovan, heldur eftir Sidney
Carter og heitir á frummálinu
„Lord of the Dance”. Þetta er
ekki fyrsta lagið sem Þokkabót
tekur af hinni frábæru plötu
Donovan’s „H.M.S. Donovan”.
Textinn er mikið til bein þýðing,
nokkuð góð sem slik. Þetta lag
verður Iiklega vinsælt óskalag.
Möwekvæði (Magnús Einars-
son/ Þórarinn Eldjárn) Þórar-
inn hefur gert nokkuð að þvi að
semja góð ljóð, og er Möwe-
kvæði engin undantekning.
Kvæðið er heil 11 erindi full
mikið mál væri að fara út i út-
skýringar á þvi, enda treysti ég
mér ekki til þess. Kvæðið er til-
einkað fórnarlömbum Möweof-
sóknanna á íslandi. Lagið sem
er samið við kvæðið er mjög
gott sem slikt og textinn heldur
samt takinu. Þrælgott.
„Sveinbjörn Egilsson”
(„Gylfi Gunnarsson/Þórarinn
Eldjárn). Mjög jazzað lag, mjög
gott, skemmtilegur bassaleikur
Magnúsar Einarssonar góður
texti Þórarins enn einu sinni.
„Miðvikudagur” (Ingólfur
Steinsson/Steinn Steinarr) Ljóð
Steins er frábært að sjálfsögðu,
sáum við ekki i fréttum fyrir
skömmu ,,i morgun var haldið
uppboð á éignum manns, sem
átti ekki nóg fyrir skuldum”.
Mansöngur (Donovan/Hall-
dór Gunnarsson) Skemmtilegur
texti Halldórs og tungulipurð
aðalraddarinnar afsaka fylli-
lega þá staðreynd að þetta er
annað lag Donovans (?) á plöt-
unni. Á frummálinu heitir lagið
Maria Magenta og er á LP plöt-
unni „Cosmic Wheels”.
Skemmtilegur flutningur.
BÆTIILíULIll
4WA
NYJAR
HLJÓM-
PLÖTUR
V
Við Austurvöll (Jón Asgeirs-
son/Jónas Arnason) Jazzaðasta
lag plötunnar og ansi likt Spil-
verkinu. öfugmælavisu Jónasar
dæmi ég ekki en lagið og útsetn-
ing er bæði fyrsta flokks.
Unaðsreitur (Magnús Einars-
son/Halldór Gunnarsson) Jazz
lag, fyrsta flokks. Textinn er
einn af betri klámtextum, sem
ég hef heyrt lengi og flutningur
allur vél við hæfi.
Sólarhringurinn
a) Morgunn (Ingólfur Steins-
son/Halldór Gunnarsson) Verk-
ið allt er skemmtilega þætt sam
an og byggt upp. Textinn i
Morgunn er myndrænn og eins
lagiö, og fellur vel að nafninu.
b) Dagur (Magnús
Einarsson/Ingólfur Steins-
son/Halldór Gunnarsson). Dag-
urinn lýsir aftur á móti fremur
dagrenningu en degi, ætti að
vera llflegri en lagið er gott.
Reynir nýtur sin hér enn á
vibrafóninum.
c) Kvöld (Halldór Gunnars-
son) Frábært lag og lýsir vel
venjulegu sumarkvöldi (úti á
landi) pianóleikur Halldórs
Gunnarssonar er fallegur.
d) Vögguvisa (útsetning
Magnús Einarsson) stutt
vögguvfsa, tengiliður.
e) Nótt (Ingólfur Steins-
son/Halldór Gunnarsson). Fall-
egt næturljóð, mjög vel spilað,
sérstaklega er flautan áheyri-
leg, enda oft notuð i slikum lög-
um.
Á eftir Nótt kemur svo nokk-
urs konar „jam-session”,
temprað og stilhreint. Reynir
Sigurðsson og Ingólfur Steins-
son eiga mestan leikinn auk
Eggerts Þorleifssonar á flaut-
unni.
Það sem laðar mig helst að
þessari plötu er hve vel hún er
leikin, vel upptekin og frágeng-
in, tónlistin er mjúklega jazz-
kennd, textarnir vel fyrir ofan
meðallag.
Aðstandendur allir mega vera
hreyknir af.
Nú hlýtur Spilverksplatan að fara að koma'.
Spáö hefur veriö að nú fyrir jól-
in komi til með að vera gefnar út
allt að 20 hljómplötur, hér á is-
landi. Er þá nokkuð liklegt að stór
hluti af þessum 20 (scm gætu orð-
ið fleiri) plötum komi til með að
sökkva i flóöinu. En cf þessar
plötur vcrðagóðar yfir höfuð þá
býst ég nú við að þær beri sig, en
sala þeirra komi þá niður á er-
lendunt hljómplötum, en á þessu
ári hafa ekki komið neitt sérlega
inargar góðar erlendar hljóm-
plötur. Einnig er mögulciki að
það kæmi niður' á bókasölu, þar
sem bækur eru orönar æriö dýrar.
Hvað um það þeir sem hafa
stefnt að hljómplötuútgáfufyrir
áramót eru fyrst Spilverk Þjóð-
anna, en stórgóð breiðsk. þeirra
hefur gengiö i gegnum margt erf-
itt á leið sinni i pressun og Flug-
leiði, einungis smáhluti af upp-
laginu er enn komin til landsins
og kom hingað frá Kaupmanna-
höfn, en hvernig hún komst þang-
að vita fáir. Platan var pressuð af
Pye, en þeir pressuðu einnig
Stuömannaplötuna. Liklegt er nú
að platan fari að sjást i búðum.
Lögin á plötunni eru: hliö 1: Muse
/ Plant No Trees In The Garden /
Lazy Daisy / Lagið sem hefði átt
að vera leikið.... / Of My Life /
Going Home, og á hlið 2: The
Lemon Song / Snowman / Ice-
landic Cowboy/L’ésclaier / Six
Pence Only / Muse / Old Man.
Plötuna mun Steinar Berg gefa út
i félagi við aðra. Annað efni frá
Steinari, sem nú hefur stofnað
hljómplötuútgáfu ásamt m.a.
Ólafi Þóröarsyni: Steinar hf„ er
plata Þokkabótar sem tekin er
fyrir hér á siðunni, breiðskifa
með Hljómsveit Ingimars Eydal
og önnur með japanska orgelíeik-
aranuin, sem kennir hér á Yama-
ha orgel. A plötu þessari mun
hann leika innlend lög, svo sem
„Litla flugan”.
Amundi Ámundason mun ætla
sér að gefa út allt að fjórar breið-
skifur, Hrif 2, en á henni verða lög
með Jakob Magnússyni, Nunnun-
um, Bergþóru Árnadóttur frá
Þorlákshöfn, Pónik og Þorvaldi
og Spilverk þjóðanna, hljomsveit
Ýr, sem fór til New York að taka
upp sina plötu (LP) undir umsjá
Jakobs Magnússonar, kemur með
sina fyrstu. Þessar tvær áttu
reyndar að koma út i sumar. ÁÁ
verður einnig meö breiskifu frá
Olgu Guðrúnu. Um aðrar nýjung-
ar vildi Amundi ekki uppljóstra.
Demant hf. er þegar búið að
gefa út 3 litlar plötur, með Eik,
Bjarka Tryggvasyni og Megas,
sem verða að teljast til jólamark-
aðarins. Annað hjá þeim er varla
nema Change, en þeir voru búnir
að gera ráð fyrir 2 plötum, stórri
og litilli, fyrir áramót. „Wild
Cat” átti litia platan að heita og
stóra platan átti að koma i
október. Svo gæti verið að Jakob
og White Bachman Trio kæmi
sinni breiðskifu á jólamarkaðinn,
auk þess sem önnur litil plata var
tekin upp i byrjun árs:. „Where
Were You” og „Moving On”. Al-
bert Albertsson átti lika að hafa
tekið eitthvað upp i London i sum-
ar, minnir mig.
Hljómar hf. koma allavega út
plötu Gunnars Þórðarsonar fyrir
jólin, en hann er auk þess væntan-
legur til landsins sjálfur. Lónli
Blú Bojs eru búnir að taka upp
breiðskifu og býst ég jafnvel við
þvi að hún komi út fyrir jól, en
Húnar Júliusson framkvæmda-
stjóri hefur verið utan um hrið
vegna þessara mála, svo ég veit
ekki mikið meira um þeirra út-
gáfur.
^-Fálkinn hf mun allavega gefa
út plötu Hljómsveitar Pálma
Gunnarssonar, og ekki veit ég
hvort Sun Records gefa nokkuð
út.
Svavar Gests, sem sett hefur
sér þá sérstöðu að láta ekki dæma
plötur sinar, kemur eflaust með
nokkrar plötur fyrir jólin.
Annað sem væntanlegt er, er tii
dæmis smáskifa frá kvartettinum
Pelican „Aðeins eina nótt” sem
mér skilst að enn hafi ekki verið
tekin upp, Júdas eru búnir með
sina breiðskifu ekki alls fyrir
löngu, Litið Eitt er væntanlegt á
breiöskifu innan skamms, Döggin
á eitthvað upptekið siðan i sumar,
sem gæti komið út þrátt fyrir
mannaskiptin hjá þeim. Jóhann
G. Jóhannsson tók eitthvað upp i
sumar lika. Hjörtur Blöndal og
Kjartan Eggertsson gefa út
breiðskifuna „Afram Stelpur” og
smáskifu með Hirti sjálfum. Árni
Johnsen er búinn að taka upp
plötu (LP), Sigrún Harðardóttir
og Axel Einarsson hafa lika tekið
upp sitt hvora breiðskifuna. Og
aldrei er að nema Tónaútgáfan á
Akureyri gefi eitthvað út. Svo var
tekin upp önnur plata með
Fjórtán Fóstbræðrum i sumar.
kannski kemur hún út núna. Þar
fyrir utan verða aðrar plötur
þessa árs flestar á markaðinum
um jólin, en fregnir af nýjum
„jólaplötum” hef ég engar.
Paradís í Austurbæjarbíói næsta laugardag kl. 2.
Paradis, sem eru nýkomnir
að utan eftir að hafa keypt sér
ljósa,,show” og föt (!) ætla sér
að halda skemmtun i Austur-
bæjarbiói næstkomandi laugar-
dag 22. nóvember ásamt Halla
og Ladda, Halfbræðrum, Baldri
Brjánssyni, og Asláki (misjafnt
fylgarlið það). Hefst skemmmt-
unin klukkan tvö eftir hádegi.
Er ég spurði Pétur Kristjánsson
(þ.e. „Pétur i Pops”) um það
hvort þeir hefðu ekki tekið eitt-
hvað upp á band i London, kvað
hann nei við, en bjóst hins vegar
við þvi að samningar yrðu gerð-
ir við visst útgáfufyrirtæki á
næstu vikum, og ef úr þvi yrði
færu þeir liklega út til upptöku i
febrúar eða mars. Hér hefur
Pétur liklega átt við Hljoma hf.
ég álykta það allavega.